Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1988, Qupperneq 12
12
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988.
Spumingin
Finnst þér mikið um lausa
hunda í borginni?
Karl Elvarsson: Nei, ég held ekki.
Ingvar Karlsson: Nei, ekki svo ég
hafi tekiö eftir.
Sveinbjörn Grétarsson: Nei, mér
finnst þaö ekki. Mér finnast hundar
frábær dýr.
Kristín Ragnarsdóttir: Nei, og ekki
orðið vör viö neinn sóðaskap eftir þá.
Þorsteinn Matthíasson: Mér finnst
aUt of mikiö um þá. Mér finnst að
banna eigi afit himdahald.
Lesendur
Mosfellsbæjarmótið
reis ekki undir nafni
- athugasemd vegna hestaíþróttamóts 1 Mosfellsbæ
sem menn eru svo aö kalla íslands-
mót. Ég spyr, hvaðan fá menn þessar
fullyrðingar? Ég veit ekki betur en
að Eyfirðingar hafi haldið mörg
íþróttamót á þessu ári, t.d. í Svarfað-
ardal, á Akureyri og á Melgerðismel-
um í Eyjafirði. Einnig hafa Eyfirð-
ingar teldð þátt í mótum með Þingey-
ingum.
Allt frá því íþróttaráð L.H. var
stofnaö hefur verið unnið markvisst
að því að íþróttadeildirnar fengju
hestaíþróttir viðurkenndar af ISÍ.
„Stóra skrefið var stigið á ársþingi
íþróttaráðs þann 27. nóv. 1987 á
Húsavík að láta til skarar skríða. Á
fundinn mætti Sigurður A. Magnús-
son, framkvæmdastjóri ÍSÍ, með
umboð til þess að bjóða hestamenn
velkomna í samtökin. Á þinginu var
samþykkt að leggja íþróttaráð niður
í þessari mynd um leiö og inngangan
í ÍSÍ verður að veruleika". Nú spyr
ég, getur það verið að stjórn íþrótta-
ráðs hafi dregið stofnun sérsam-
bands hestaíþróttamanna á langinn
til að útiloka eyfirska knapa og hina
rómuðu eyfirsku hesta frá hesta-
íþróttamótum á árinu 1988? Getur þá
þessi stjórn komið til með að fara
með umboö allra hestaíþróttamanna
á íslandi í nýju sérsambandi innan
ÍSÍ?
Góðir hestaíþróttamenn! Ég álít að
þetta Mosfellsbæjarmót geti aldrei
risið undir nafninu íslandsmót í
hestaíþróttum 1988 þar sem sumum
hestaíþróttamönnum er BÖNNUÐ
ÞÁTTTAKA í MÓTINU. Knýjum á
og stofnum sérsamband í hesta-
íþróttum sem fyrst þar sem allir
hestaíþróttamenn sameinast, eins og
við samþykktum á Húsavík í nóv-
ember 1987, og höldum svo íslands-
mót í hestaíþróttum.
Jónsteinn Aðalsteinsson formaður
Í.D.L. skrifar:
Ég undirritaður, og eflaust margir
aðrir, vil mótmæla því að þetta mót
verði kallað íslandsmót í hestaíþrótt-
um og sigurvegarar hverrar greinar
kallaðir Islandsmeistarar. Frá árinu
1978 hefur verið haldiö íslandsmót í
hestaíþróttum og hafa allir hesta-
menn landsins haft þar rétt til þátt-
töku hafi þeir náð lágmarkspunkta-
fjölda í einstaka greinum þegar þess
hefur veriö krafist. Hingað til hafa
þátttakendur þessara móta keppt
undir sínu nafni á eigin ábyrgð eins
og stendur í leikreglum. Ekki er kraf-
ist sérstakrar félagsaðildar keppand-
ans í leikreglum, enda oftast ekki
getið í mótaskrá né heldur þegar
greint er frá úrslitum í fjölmiðlum.
Nú allt í einu hefur það gerst að
eyfirskum hestamönnum hefur verið
BANNAÐ AÐ TAKA ÞÁTT í þessu
móti sem haldið var í Mosfellsbæ.
Sér er nú hver íþróttaandinn. Allir
hljóta að sjá að ekki er hægt að kalla
þaö ÍSLANDSMÓT og sigurvegara í
einstökum greinum ÍSLANDS-
MEISTARA þegar t.d. fyrrverandi og
núverandi íslandsmeisturum í ein-
staka greinum er allt í einu BÖNNUÐ
þátttaka í þessu móti.
Einnig hefur komið fram í tímarit-
inu Eiðfaxa, 7. tbl. 1988, sem fullyrð-
ing að „knapar eyfirsku félaganna
geti ekki tekið þátt í íþróttamótum“.
Þessi sama skýring var gefin þeim
knöpum úr Eyjafirði sem hugðust
taka þátt í Mosfellsbæjarmótinu 1988
Jónsteinn var ekki ánægður með að eyfirskum hestamönnum skyldi vera meinuð þátttaka á íslandsmótinu i
Mosfellsbæ.
Orra finnst timakaupið hjá sumum hárskerum vera óheyrilega hátt.
Gott tímakaup
Orri hringdi:
Hver maöur þarf á klippingu að
halda svona endrum og eins og ég
hef farið svona mánaðarlq^ í klipp-
ingu. En maður er farinn að finna
fyrir kostnaðinum vegna þessa því
það kostar nú orðið alveg óheyrilega
mikið að fara til hárskera. Þar sem
ég hef látið klippa mig kostar það
1100 krónur og aðgerðin er hespuð
af á 20 mínútum.
Það er nokkuö hressilegt tíma-
kaup, 3300 krónur á tímann. Þá á aö
vísu eftir að draga frá fjármagns-
kostnað, en kaupið hlýtur eigi að síð-
ur aö vera hátt. Ég get ekki trúað
öðru en fjármagnskostnaður hjá til
dæmis smið sé meiri og ekki er út-
seldur klukkutími hjá honum 3300
krónur á tímann.
Annað hefur komið mér á óvart að
klippingin virðist vera misdýr þvi
kunningi minn, sem lætur klippa sig
hjá rakarastofunni „Hár í höndum",
borgar ekki nema tæpar 900 krónur
fyrir sína klippingu en þar fer afitaf
hálftími í verkiö, og þar ekki kastað
til höndunum. Er ekki einhver reglu-
gerð um kostnað á einfoldustu klipp-
ingu, eða er þetta frjálsa samkeppnin
sem gerir khppinguna svona
„ódýra“?
„Poncho“ týndist
Sigga hringdi: hver krakki hafi tekið flíkina í mis-
A sunnudaginn um verslunar- gripiun og haldið að þetta væru
mannahelgina fór ég í tívólíiö í dúkkuíöt. Ég ætla aö vona að ein-
Hveragerði. Á bílastæöinu fyrir hvergetigefiömérupplýsingarum
utan tivólíið týndist „poncho" eða þessa slá, ef hann veit hvar hún er
grænblá slá með hettu sem ptjónuö niðurkomin, og hringi þá vinsam-
var á ungbam. Verið getur að ein- legast í síma 671559.
Best að búa á íslandi
Sigrún skrifar:
Eg las í DV frá miðvikudeginum
17. ágúst að þrír íslendingar eiga 100
ára afmæh í vikunni. Auk þess kem-
ur fram í greininni að þegar þessi
þrjú eru búin að eiga afmæh muni
þeir vera 17, íslendingamir sem náð
hafa 100 ára aldri og eru lifandi nú.
Níræðir og eldri eru sennilega ná-
lægt þúsundinu hér og em örugglega
fáar þjóðir sem státað geta af tæpu
hálfu prósenti þjóöarinnar á þessum
aldri. Þessar tölur ættu að færa okk-
ur heim sanninn um það að ísland
er þrátt fyrir allt, verðbólgu, vísitölu
og veðurfar, besta lánd í heimi að búa
í.
Auk þess vil ég vara fólk við sögn-
um um 140 eða 150 ára gamalt fólk
sem á aö búa í Sovétríkjunum. Það
nær engin mannskepna svona háum
aldri, það ættu allir að vita, enda
hafa þessar sagnir aldrei verið staö-
festar af visindamönnum. Engin
mannskepna hefur samkvæmt
heimsmetabók Guinness náð 120 ára
aldri svo sannað sé.
Þessi Japani var 115 ára gamall þegar myndin var tekin af honum og þá
elsti skráói maður í heiminum.
Líf og hel
Ingvar Agnarsson skrifar:
Líf og hel táknar ekki aðeins líf og
dauða. Líf er ekki það eitt að geta
dregið fram lífið einhvern veginn og
dauði er ekki þaö eitt að geta losnað
undan harmkvælum lífsins. Líf
skyldi ávaht stefna fram á leið, th
vaxandi fegurðar og þroska, og dauði
líkamans skyldi ávaht leiöa th far-
sæls framlífs meðal lífstefnumanna
á öðrum hnetti, en aldrei th framlífs
meðal samvaldra hlmenna í vítum
annars hnattar.
Stefnur verðandinnar eru tvær, líf-
stefna og helstefna. Oröin líf og hel
tákna því einnig í raun þessa tvenns
konar óhku framlífsdvalarstaði og
framlífsmöguleika. Th þess að rata
hinn rétta veg er því nauðsynlegt að
vita um leiðimar tvær og hvert þær
hggja, og leitast við að feta lífsins
braut í samræmi við þá vitneskju.