Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1988, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1988, Side 29
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988. 45 J Sviðsljós Staðráðin í að giftast ekki lögreglumanni Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; „Ég var staöráðin í því að giftast ekki lögreglumanni þegar ég var í lögregluskólanum," sagði Elínborg Aðils, lögreglumaður á Keflavíkur- flugvelli, nýkomin úr brúðkaups- ferð 'frá Ibiza, sólbrún og sæfleg, ásamt eiginmanni sínum Þorgeiri Ver Halldórssyni, sem hefur hvaða starfsheití? „Auðvitað stóð ég ekki við heitið, eins og títt er með fólk þegar ástin er annars vegar. Þorgeir Ver er lögreglumaður. Starfar hjá sama embætti og ég á Keflavíkurflug- velli, nánar tiltekiö í flugstöðinni, en ég í almennu lögreglunni." En hvemig fer það saman hjá ykkur fyrst um vaktavinnu er að ræöa, lúttist þið ekki sjaldan? „Nei, svo slæmt er það ekki. Við vinnum sömu daga og eigum svo frí á sama tíma og getum þá sinnt hvort öðru.“ Þau hjónin hafa bæði lokið námi í lögregluskólanum og kunna vel við starfið þótt launin séu kannski ekki ýkja há. „Ég á fjögurra ára starfsferil að baki í lögreglunni," sagði Þorgeir, „og ég hyggst halda þar áfram.“ Þorgeir hefur gefið sig talsvert Elinborg gat ekki staðið við heitið og giftist lögreglumanni. að félagsmálum lögreglunnar. Er formaður lögreglufélags Suður- nesja og í varastjórn Landssam- bands lögreglumanna. „Félagsmál- in taka sinn tíma, en ég er kominn með veiðisýkilinn og hann er að grafa um sig í mér, farinn að taka nokkuð drjúgt af frístundunum." En hvað segir konan, er hún handjárnuð við eiginmanninn í veiðiferðunum? „Ekki aldeilis. Ég hef ærinn starfa við heimilið og að ljúka við að koma nýju íbúðinni okkar í sæmilegt stand, en við er- um nýflutt inn að Heiðarbóli 8 í Kelfavík þar sem ég kann vel við mig. Ég er Reykvíkingur og starfaði í tvö ár í höfuðborgarlögreglunni áður en ég flutti hingað suður,“ sagði Elínborg Lögregluhjónin kunna vel við starfið. „Að vísu er það hjá okkur á vellinum dálítið öðruvísi en í Reykjavíkurlögreglunni," sagði El- ínborg. „Hérna er mest hliðgæsla, kannski ekki beint vinsælt, en innfrá var starfið fjölbreyttara." Þorgeir sagði starfið í Flugstöð- inni sérstakt meðal íslensku lög- reglunnar. „Við erum vopnaðir og önnumst eftirlit með ferðum fólks til og frá landinu. Þrátt fyrir byss- urnar, sem við verðum að bera, er starfið ágætt. Við erum innan um fólkiö og andrúmsloftið í Flugstöö- inni er alþjóðlegt sem gefur starf- inu gildi.“ Þorgeir Ver Halldórsson og Elinborg Aðils, nýkomin úr brúðkaupsferð til Ibiza. SKíMMTISTAÐ irnir og í Súlnasal laugardagskvöld Mímisbar í kvöld fyrir fag opinn 19-3. ÞÓRSC/IFÉ PÁV LÆKJARGÖTU 2 SÍMI 621625 Miðaverð 600 kr. KVÖLD Ósóttir miðar seldir við innganginn. Opiö öll kvöld Hans Blues Boogie sunnudag mánudag þriðjudag kl. 22.00. Ósóttir miðar seldir við innganginn. Miðaverð500kr. Gömlu og nýju dansamir Hljómsveit JÓIIS Sig ásamt söngkonunni Hjördísi Geirs leika frá 22-03 laugardagskvöld UPPSELT Í MAT í KVÖLD. ÁLFHEIMUM 74. SÍM168622(1 Diskótek í kvöld ívar stýrir tónlistinni Munið STRANDPARTllÐ á morgun (■▼■éwál EDISCZ:CÍ>“T"EK | j ^ f j!í. ?' iS' - %. r ? . t Hljómsveitin Gildran í Zeppelin Létt og skemmtileg rokktónlist. Nýr ferskur staður rokkunnenda! Opið ld. 22.00-3.00. 20 ára og eldri kr. 600,- Hjón kx. 900,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.