Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Qupperneq 6
6
MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 1988.
Sandkom
Fréttir
Þyrstir
handboltamenn
Sovésku
handbolta-
mennimir, sem
léku iiérá landi
ádögunum.eru
miklirvexti
einsogfram
hefurkomiöog
slíkirmenn
>urfa auðvitað mikið að borða og
drekka. Það kom vel í ljós i veislu sem
bæjaryfirvöld á Akureyri héldu þeim
og tékkneska landsliðinu, en þar í bæ
léku Sovétmenn þt já leiki á Flug-
ieiðamótinu. í veislunni tóku þeir
hressilega til matar síns og ekki
gerðu þeir gosdrykkjunum, sem fram
vorubomir, síðri skil. Munualls
hafa farið sem svarar um 160 drykkj-
um í veislunni og höthuðu langflestir
í maga leikmanna sovéska liðsins, eh
leikmenn þess vom 18 talsins. Það
er e.t.v. ekki furða að þessir menn
þurfi að taka til sín fæðu því nærri
lætur að meðalhæð þeírra sé um 195
cm og þeir eru margir tröll að burð-
um. Vonandt hefur þessi mikla gos-
drykkja ekki setið í þeim er þeir töp-
uðu sínum fyrsta leik á árinu í Laug-
ardalshöll daginn eftir eins og frægt
erorðið.
Hvað synda
margir?
Lesendur
iþróttasíðna
dagblaðanna
urðuísíðustu
viku vttni aö
furðulegumáli
þarsemþeir
„deíldu",for-
maðuríslensku
óiympíunefndarinnar og formaður
Sundsambands íslands. Málið hófst
er Gísli Halidórsson, formaður
ólympíunefndarinnar, sagði að Sund-
sambandið hefði óskað þess að á
óly mpíuleikana í Seul >töu sendir 6
islenskir sundmenn og sennilega yrði
nefndin við þeirri ósk. Sundsam-
bandsformaðurinn lét þá í sér he>Ta
og sagði að sambandið hefði aöeins
óskað eftir að fjórir keppendur yrðu
sendir á leikana. Þeir sem lásu þessar
yfirlýsingar gátu að sjálfsögðu lítið
annað gert en að klóra sér í kollinn
og spyrja sjáifa sig hvað væri eigin-
lega að gerast. Vonandi hefur tekist
að leysa þetta mál, hvort sem niður-
staðan hefur orðið sú að mætast á
miðri leiö og senda fimm sundmenn
til Seul eða einungis þá þrjá sem náð
höfðu ólympíuiágmarki.
I alla hreppa
Blaðið Feyk-
ir.semgefiðer:
útáSauðár-
krókhsagðií ;
fyrirsögná
dögunumum;
heimsókn for-
setaíslandsí
Húnavatns-
sýslur: „Vigdís í afla hreppa Húna-
þings.“ Þetta fór fyrir bijóstiö á sum-
um lesendum blaðsíns og þeirra á
meöal var einn sem líkti þessari fýrir-
sögn við auglýsingu frá bókaforlagi á
Akureyri sera auglýsti jólabók sína
um árið. Sú bók heitir Skriðuföll og
snjóflóð og auglýsingin mun hafa
hljóðaðsvona: „Skriðuföll og snjóflóð
inn á hvert heimili landsins." Ekki
er víst að öUum lesendum blaðsins
hafi þótt þessi samlíking smekkleg.
Lögregluhundur
og kinnhestur
Einn stuttur
frá Hafnarfirði,
Þarvarmaður
nokkurágangi
útiágötuogsá
Utinndreng
meöhundí
bandioglög-
regluþjón taka
tal saman. Ly ktaði þ ví samtali þannig
að lögregluþjónninn gaf drengnum
kinnhest og skundaði svo á brott.
Manninum, sem sá þetta, fannst þetta
furðuleg framkoma yfirvaldsins og
fór til drengsins. Þegar hann gekk á
drenginn með hvað honum og lög-
regluþjóninum hefði farið á milU
svaraöi sá stutti: „Ég spurði hann
bara hvort haxm vUdi eignast hvolp
með tikinni minni því mig langar svo
mikið í lögregluhund." Það skal ítr-
ekað að þessi er frá Hafharfirði.
Umsjón: Gylti Kristjánsson
Skákþing íslands:
Jón L. og Maigeir
jafriir og efstir
- óvíst hvenær einvígi um titilinn verður
Það fór eins og flesta grunaði að
stórmeisturunum, þeim Jóni L. og
Margeiri, tókst að sigra andstæðinga
sína í síöustu umferð. Því verða þeir
aö deila með sér efsta sætinu með 91;
vinning en um titilinn verða þeir að
tefla fjögurra skáka einvígi.
Reyndar er alveg óvíst hvenær
unnt er að koma þessu einvígi á því
að báðir eru mjög uppteknir fram að
áramótum. Jón L. er á förum til Sov-
étríkjanna á næstu dögum þar sem
hann teflir á sterku móti við Svarta-
haf ásamt Helga Ólafssyni. Margeir
teflir á heimsbikarmótinu hér á landi
í október og þá er ólympíuskákmótið
í nóvember. Eftir það mót hafa sum-
ir stórmeistára okkar hug á aö tefla
á móti í Belgrad en þá er farið aö
styttast í einvígi Jóhanns og
Karpovs. Það er því nánast öruggt
aö einvígið tefst fram til áramóta eða
jafnvel lengur.
í lokaumferðinnr höfðu þeir báðir
svart og var Margeir fyrri til að ljúka
skák sinni en hann tefldi við bróður
Jóns, Ásgeir Þór. Jón L. tefldi við
Þeir Jón L. Arnason og Margeir Pétursson urðu efstir og jafnir i landsliðs-
flokki á skákþingi íslands með níu og hálfan vinning. Þá skiptu þeir með
sér verðlaunafénu fyrir tvö efstu sætin og fengu 110.000 kr. hvor. Óvíst er
hvenær verður af einvígi þeirra um titilinn. DV-mynd S.
Davíð og tókst að lokum að sigra eft-
ir mistök Davíðs. Önnur úrslit í 11.
umferð uröu þannig: Karl og Róbert
gerðu jafntefli og sömuleiðis Þröstur
og Ágúst og Jóhannes og Þráinn. Þá
vann Hannes Benedikt og gulltryggði
sér alþjóðlegan meistaratitil. Loka-
staðan á mótinu var þannig: 1.-2. Jón
L. Árnason og Margeir Pétursson,
9‘/;, 3. Hannes Hlífar Stefánsson, 8,
4. Karl Þorsteinsson, 7'A, 5. Þröstur
Þórhallsson, 6, 6.-7. Ágúst S. Karls-
son og Róbert Harðarson, 5'A, 8. Jó-
hannes Ágústsson, 4,9. Davíö Ólafs-
son, 3'/2, 10.-11. Benedikt Jónasson
og Ásgeir Þ. Árnason, 2 'A, 12. Þráinn
Vigfússon, 2.
Skákmönnunum var haldið veglegt
lokahóf í boði bæjarstjórnar Hafnar-
fjarðar á laugardagskvöldið þar sem
hún afhenti Skákfélagi Hafnarfjarð-
ar 350.000 kr. Það var Sparisjóður
Hafnarfjarðar sem lagði til verðlaun-
in sem námu 350.000 kr. en fram-
kvæmd mótsins þótti takast sérlega
vel.
-SMJ
Undirbúnlngur hafinn aö stærstu siglingakeppni á íslandi:
Siglingakeppni á milli íslands
og Frakklands árið 1990?
- ánægja með árangur viðræðnanna til þessa
„Við eru þegar mjög ánægö meö
árangurinn af viðræðunum sem
eru í gangi en ákvöröunar um
hvort af keppninni verður er ekki
að vænta alveg á næstunni,“ sagöi
Lilja Skaftadóttir, formaður félags-
ins Laxalóns sem er franskt félag
og hyggst verða einn þeirra aðila
sem standa fyrir alþjóðlegri sigl-
ingakeppni railli fslands og Norð-
ur-Frakklands árið 1990 - stærstu
siglingakeppni sera haldin mun
verða á íslandi.
Um þessar mundir er staddur hér
16 manna hópur Frakka til við-
ræöna um þessí mál. Meðal þeirra
eru blaðamenn og stjórnmála-
menn, rithöfundar og listamenn.
Þeir sem vinna helst að því aö
keppnin verði haldin áriö 1990 eru
franskt vikublað, V.S.D., og fyrr-
nefnda franska félagiö, Laxalón, og
sveitarstjórn Dunkerque. Það má
nefna aö hér á landi fyrir hönd
Dunkerque er Hr. Caillavet sem er
fyrrverandi ráöherra í stjóm De
Gaulle.
„Ef af þessu verður má búast við
að þessi keppni veröi haldin annað
hvert ár í framtíöinni. Tilgangur-
inn raeð þessu er að efla samskipti
Frakklands ogíslands,“ sagði Lilja.
Búist er við að allt að 60 bátar,
fjölskrokka og einskrokka, komi til
með að taka þátt f keppninni. Nær
allir frá Frakklandi. Aðeins einn
Islendingur hyggst taka þátt en það
er Guðmundur Thoroddsen sem
hefur áður siglt þessa leið.
Stjórnandi verður frægur fransk-
ur seglskútumaöur. Áætlaöur
kostnaður er um 100 milljónir ís-
lenskra króna en verið er að gera
endanlega kostnaðaráætlun sem
veröur tilbúin í september.
-GKr
Fegurstu garðar Seltjamamess:
Bera af í umhirðu og snyrtingu
Fegurstu garðarnir hafa verið
valdir af umhverfismálanefnd Selt-
jarnarness í samvinnu við félaga-
samtök þar í bæ. Garðarnir eru tald-
ir bera af í umhirðu og snyrti-
mennsku í ár.
Verðlaun fyrir fegurstu einbýlis-
húsagarðana fengu eigendur Tjarn-
arstígs 16, þau Bylgja Tryggvadóttir
og Ólafur Höskuldsson, Skólabraut-
ar 49, Guðrún Ólafsdóttir og Friðrik
M. Friðleifsson, og Hofgarða 13, Sigr-
ún Halldórsdóttir og Hafþór Edmond
Byrd.
Fegursta raðhúsasamstæðan var
talin Selbraut 2-8 og verðlaun fyrir
fagra götumynd fengu raðhúsin við
Nesbala 108-126.
Að sögn Áslaugar Skúladóttur, sem
hefur verið þrjú undanfarin ár í
umhverfismálanefnd Seltjarnarness,
voru fjölmargir garðar sem komu til
greina og erfitt að gera upp á milli.
í ár var meira horft til skipulagsins
en undanfarin ár en minna í gróður-
sæld þó þetta þurfi að sjálfsögðu að
fara saman.
Hún sagöi einnig undravert hve
gróðurinn þrifist vel á Nesinu þrátt
fyrir að sjávarseltan væri þetta mik-
il.
Verðlaun voru veitt í vikunni sem
leiö, viðurkenningarskjal og blóma-
bók.
-GKr
Gamalgróinn garður við Skólabrauf 49, eina elstu götu Seltjarnarness, fékk
verðlaun fyrir útlit.