Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Qupperneq 16
16
MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 1988.
Spuniingin
Heldurðu að sumarið sé
að byrja eða er það að
verða búið?
Beatrice Aðalsteinsson: Ég held það
eigi eftir að standa lengur. Voriö kom
svo snemma í ár.
Þórður Þórarinsson: Það er rétt að
byrja hjá mér.
Lars Jonsson: Ætli það sé ekki að
koma haust, mér finnst það einhvern
veginn.
Kristín Sigurðardóttir: Það er
ábyggilega að verða búið. Reyndar
kom þaö aldrei.
Jóna Magnúsdóttir: Ég vona að þaö
sé að byrja. Að minnsta kosti er enn
sumar í mér.
Guðrún Kristjánsdóttir: Þaö hefur
ekki verið neitt sumar í ár.
Lesendur
Stöðuverðir
orðnir plága
Öskureiður lesandi hringdi:
Nýlega gekk ég eftir austanverðri
Freyjugötunni nálægt Landspítal-
anum. Þar varð á vegi mínum
uppábúinn embættismaður við
störf sín. Mér fannst nokkuð an-
kannalegt að sjá stöðumælavörð á
þessum staö því engir voru stöðu-
mælarnir. Yfirleitt sér maður fólk
úr þessari stétt dreifa miðum úr
fórum sínum í miðbænum. En lát-
um það vera.
Sá bláklæddi var að skrifa upp
gráan bíl með M-númeri sem auð-
sjáanlega var nýkominn úr sveit-
inni - aurslettur voru á lakkinu.
En hvers vegna, það var enginn
stöðumælir þarna? Var þaö þá
kannske vegna þess að bíllinn var
svona óþrifalegur? Nei, ekki aldeil-
is. Ökumaður „sveitabílsins" hafði
slysast til aö leggja þannig að ann-
að framhjóliö var uppi á gangstétt-
arbrúninni. Bíllinn var sem sé of
„skakkur" í stæðinu að áliti út-
sendara Davíðs. Miðinn rauði var
nú settur á bílinn.
Mig skyldi ekki undra að Borg-
firðingurinn hafi orðið hissa þegar
hann kom út. Þetta er einum of
langt gengið fannst mér. Ætli vesal-
ings ökumaðurinn sé ekki að borga
núna í ráðhússjóð Davíös. Það er
alltaf hægt að græða á sveitamann-
inum. Gaman væri að vita hvort
Reykvíkingum finnst svona vel
gert við sig þegar þeir heimsækja
landsbyggðina.
Að öðru leyti verður að segjast
að stöðumælaverðir virðast margir
hverjir vera einum of skrifglaðir -
hvort heldur er um innan- eða ut-
anbæjarbíla að ræða. Stundum
verður að meta aðstæður - og vera
mannlegur.
Þeir voru miklu vinalegri hér áður fyrr.
Vantar eftirlit með
leiktækjum barna
Dr. Benjamín og
Seðlabankinn
Luðvíg Eggertsson skrifar:
Ég er hissa þegar dr. Benjamín
Eiríksson vill þvo hendur sínar
hreinar af tilurð Seðlabankans.
Stjórnvöid fóru ekki dult með það
á sinum tíma að hann hefði sett
skilyrði fyrir ráöningu sinni hjá
ríkisstjórninni. Það var að hann
fengi fast embætti ef stjómin félii
frá eða missti meirihluta í kosn-
ingum. Þannig fékk hann vilyrði
fyrir stofnun Seðiabanka og
bankastjórastöðu.
Dr. Benjamín lét sér lynda að
víkja fyrir fyrrverandi ráðherra
og Landsbankastjóra, Vilhjálmi
Þór. Hann sætti sig ekki eins vel
viö að vikja fyrir dr. Jóhannesi
Nordai eins og síðar kom á dag-
inn. Dr. Benjamin vissi ekki
hversu mikils „synirnir hans
pabba síns“ mega sin í embættis-
veitingum hérlendis.
Persónulega er ég þeirrar skoð-
unar að dr. Benjamíni hefði fam-
ast vel - og landinu sennilega líka
- ef hann hefði orðið seðlabanka-
stjóri en ekki framkvæmdastjóri.
Ömurieg tónlist
á „Gufunni" ’
Bílstjóri hringdi:
Ég er einn þeirra sem nær ein-
ungis rás 1 Ríkisútvarpsins í út-
varpinu hjá mér. Reyndar á ég
þá viö útvarpiö í bilnum mínum
en það er gamalt og hef ég ekki
freistast til aö fá mér nýtt tæki
hingað til.
En nú er þolinmæöin á þrotum.
Eftir að nýju útvarpsstöðvarnar
tóku til starfa viröist sem stjórn-
endum „Gufunnar" sé alveg
sama hvaða gaul þar er leikiö
fyrir hlustendur. Meira aö segja
morgunþátturinn, sem oft var
ágætur, samanstendur nú nær
eingöngu af þungri tónlist, heilu
tónleikar sinfóníuhljómsveit-
anna leiknir hvaö eftir annaö.
Nú eru enn margir sem ná ein-
ungis „Gufunni". Eins og til
dærais sjómenn á hafi úti og sums
staöar á landinu næst bara rás
1. Þótt hér sé ekki um stóran hóp
fólks aö ræða, sem eingöngu get-
ur hlustað á „Gufuna", má nú
samt hugsa um þann hóp og leika
léttari tónlist inni á milh.
Þessi tónlist er alveg ömurleg
og niöurdrepandi.
Hafdís hringdi:
Öryggismálum barna á opinberum
stööum er víða mjög ábótavant. Til
dæmis á sundstöðum og leikvöllum.
Þetta á ekki síst við á ýmsum stöðum
úti á landi.
Fyrir skömmu fórum við fjölskyld-
an í ferðalag út á land og komum við
í sundlauginni á Varmalandi. Þar er
vatnsrennibraut fyrir krakka sem
þeir vildu auðvitað ólmir fara í, sem
og þeir fengu að gera.
Eftir nokkrar feröir flaug ungur
sonur minn á fullri ferð út úr renni-
brautinni og skall illa á jörðinni.
Hann slasaðist nokkuð og varð að
flytja hann í sjúkrabíl til Akraness.
Ég talaði við fólkið á Varmalandi og
var það mjög vingjarnlegt. En auðvit-
að ættu á stöðum sem þessum að
vera aðvaranir sem segðu hve gamlir
krakkarnir þurfa að vera til að leika
ser í svona löguðu.
Stuttu eftir þetta frétti ég að annað
slys hefði átt sér stað þarna á þessum
sama stað og lokuðu umsjónarmenn
sundlaugarinnar þá rennibrautinni.
Eftir slysið, sem sonur minn lenti
í, gaf ég lögregluskýrslu um málið
og komst ég þá að því að ekkert eftir-
lit er haft með þessum hlutum.
Vinnueftirlit ríkisins er auðvitað
starfrækt en það fylgist bara með
vinnustöðunum en það vantar alveg
að eftirht sé haft með „leiktækjum"
sem sett eru upp hér og þar.
Það er aldrei fjallað um slys sem
verða af þessum sökum. Ég veit um
stelpu sem er þó 12 ára gömul sem
rann út úr svipaðri rennibraut og
braut þannig í sér framtennur.
Það verður að tryggja öryggiseftir-
lit með þessum hlutum.
Óheyrilegt
verð á ómerki-
legum hlutum
Guðrún Hjartardóttir hringdi:
I leit að afmælisgjöf handa kær-
astanum á dögunum brá ég mér
inn í Gjafahúsið viö Skólavöröu-
stig. Þar rakst ég á hluti sem mér
franst vægast sagt óheyriiegt
verö á, að minnsta kosti miðað
við gæði.
Ég stunda nám í Kanada og
finnst athyglisvert að bera verð
þar saman við verð á hlutum hér
á landi.
Þarna í Gjafahúsinu rakst ég á
hengirúm sem er mjög ómerki-
legt að allri gerð. Það er búíð til
úr venjulegu neti, tveimur spýt-
um með götum og köðlum. Það
kostaði 3.500 krónur. Nákvæm-
lega eins hengirúm keypti ég úti
í Kanada síðastliðið vor á 10 doll-
ara sem er um tíu sinnum minna
verð.
Þá sá ég einnig svokallaðar
tuskumottur sem eru ofnar úr
bómullartuskum og litaðar ýms-
um litum, Motta, sem ég skoðaði
í Gjafahúsinu, kostaði lika 3.500
krónur en alveg eins mottu fékk
ég úti á 9 dollara.
Mér finnst verðið hér náttúr-
lega aUtof hátt á jafnómerkileg-
um hlutum og hér um ræðir. En
munurinn á verðinu á þessum
sömu hlutum í Kanada og hér er
ekki síður athyghsverður.
Ég á bágt með að trúa því að
kaupmaðurinn kaupi þessar vör-
ur dýru verði að utan.
Illa hirt
grassvæði
Örn Guðmundsson hringdi:
Mér fnmst til skammar hversu
grassvæðin víða hér í Reykjavík
eru iUa hirt. Þau eru annaöhvort
illa slegin eða aUs ekki. Þetta er
orðið mjög áberandi og er full
ástæða til að gera eitthvað í mál-
unum.
Ég hef heyrt fólk tala um að það
hafi tekið eftir þessu og þyki mið-
ur. Þaö er nú lágmark aö sinna
þessum hlutum yfir hásumarið.
Trassaskapurinn er oröinn til
mikils óyndis. Þau útivistarsvæði
sem borgin á eiga að vera al-
mennUega hirt og falleg á að Uta
en ekki draslaraleg.
„Það þarf að hafa öryggiseftirlit með vatnsrennibrautum og hinum ýmsu
leiktækjum sem komið er upp hér og þar,“ segir lesandi. Segir hann að
mörg slysin eigi sér stað í slíkum tækjum því allar aðvaranir vanti.