Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Side 17
MÁNUDAGÚR 29. ÁGÚST 1988. 17 Lesendur Meiri áherslu á öiyggismál Fyrrverandi sjómannskona skrifar: Ég vil byrja á því aö þakka Inga Birni Albertssyni fyrir frábæra grein í DV 25. júlí síðastliðinn sem bar yfir- skriftina Byrgjum brunninn. Fjallar hún um þyrlukaup sem hafa verið samþykkt. Borgaraflokkurinn lagði fram þingsályktunartillögu um kaup á björgunarþyrlu sem Alþingi sam- þykkti 11. maí síöastliðinn. Er virki- lega ekki sama hvaða flokkur leggur fram svona mikilvæga tillögu á Al- þingi? Allir flokkar ættu að sjá sóma sinn í því að hafa þetta mál efst á lista sínum í haust er Alþingi tekur til starfa. Ekki bara hafa málið í at- hugun heldur framkvæma. Sjómenn eru nefnilega í öllum flokkum og kjósa eftir því hvaða flokkur hugsar best um hagsmuni þeirra. Fleiri ættu að tjá sig um svona mikilvægt mál. Bréfritara finnst að stjórnmálaflokkarnir ættu að hafa öryggismál efst á list- Þökk sé Borgaraflokknum fyrir að um sinum. Telur hann tillögu Borgaraflokksins um björgunarþyrlukaup vilja viðhalda öryggi íslendinga. vera mikilvæga. Lipurt fólk hjá skattinum G.H. hringdi: Þaö kom fyrir að ég fékk skakkt reiknaða skatta fyrir árið í fyrra. Ég fékk bæði rangt útsvar og álagn- ingu vegna smávægilegra mistaka sem ég gerði sjálf við skattframtal. Mér brá mjög í fyrstu en bama- bætumar voru líka teknar og sá ég fyrir mér að þurfa að greiða tugi þúsunda sem ég hafði ekki átt von á. Ég fór á Skattstofuna og fyllti út kæruskjal. Þegar ég kem með það til afgreiðslumannsins spyr ég hvort það sé nokkur leið að flýta þessu í gegn, vitandi hve svona hlutir geta tekið langan tíma í kerf- inu. Hann tók þessari ósk minni vel og strax fór hjóhð að rúlla. Af- greiðslumaöurinn benti mér á ann- an mann sem vísaði mér svo áfram og eftir hálftíma var ég búin að fá skattinn niðurfelldan og barnabæ- turnar greiddar. Þessar málalyktir voru langtum betri en ég hafði nokkurn tíma þoraö að vona. Það sem mér fannst svo ánægju- legt var hve allt fólkið, sem ég átti samskipti við hjá skattinum og Gjaldheimtunni, var lipurt og þægilegt; allir meö bros á vör. Ég vil þakka fyrir stórkostlega þjónustu. Hugguleg kvöld- stund Sólveig Kristjánsdóttir hringdi: Mig langar að koma á framfæri þakklæti til þeirra sem starfa á veit- ingastaönum úti í Viðey. Um síðustu helgi brá ég mér þang- aö til að snæða kvöldverð. Kvöldiö varð alveg stórkostlegt. Maturinn í Viðey var mjög góður og þjónustan í sér- flokki. Eg hef þvælst vítt og breitt um heiminn en held ég hafi varla fengið þvílíka þjónustu áður. Viö fórum níu saman og vorum öll sammála um hve huggulegt þetta hefði verið. Á Bakkastæði við Tryggvagötu kostar klukkutíminn 30 kr. og 40 kr. í Kolaporti. Á Tollbrú kostar i/) hálfur dagur 80 kr. 1 og heill dagur 150kr. Bílastæðasjóður Reykjavíkurborgar Ritaraskólinn Innritun stendur nú yfír í allar námsbrautir Ritaraskólans. Námsgreinar á 1. ári ■ Enska 1 eða bókfærsla 1 ■ íslenska ■ Reikningur 1 ■ Tölvunotkun I ■ Vélritun ■ Tollskýrslugerð ■ Lög og formálar ■ Skjalavarsla ■ Símsvörun ■ Starfsráðgjöf ■ Verðbréfamarkaður Hægt er að velja um þrjá mismunandi dagtíma. Ritaraskólinn samanstendur af tveimur sjálfstæðum námsárum. í lok fyrsta námsárs útskrifast nemendur með Ritaraskólapróf. Ef nemendur standast kröfur skólans í lok fyrsta námsárs og staðist öll próf, geta þeir hafið nám á framhaldsbrautunum. Framhaldsnámið skiptist í tvær sjálfstæðar námsbrautir, sölu- og fjármálabraut, sem hvor um sig er eitt skólaár. Námsgreinar á sölubraut Námsgreinar á fjarmálabraut ■ Enska 2 ■ Bókfærsla 2 ■ Reikningur 2 ■ Tölfræði ■ Reikningur 2 ■ Tölfræði ■ Tölvunotkunn III ■ Tölvunotkunn II ■ Markaðsfræði ■ Tölvubókhald ■ Sölutækni ■ Rekstrarhagfræði ■ Stjórnun ■ Verslunarréttur ■ Reikningshald ■ Stjórnun ■ Verslunarréttur Mímir Ánanaustum 15 Sími: 10004 & 21655

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.