Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Page 18
18
MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 1988.
Fréttir
Lóðaideilur við Aðalstræti á ísafírði:
„Við teljum okkur eiga lóðina“
- segir Daði Hinriksson sem berst við bæjaryfirvöld fyrir hönd föður síns.
Sgurjón J. Sgurðsson, DV, ísafirði:
Á fostudag fyrir rúmri viku hóf
Guömundur Þóröarson byggingar-
verktaki framkvæmdir við grunn á
lóö sem hann hefur fengið úthlutað
undir íjölbýlishús viö Aðalstræti. Er
Guðmundur vær mættur með sín
tæki á svæðið kom Daði Hinriksson,
íbúi við Aðalstræti 13, og lagði bíl
sínum á byggingarsvæðið svo að
Guðmundur átti í mestu erfiðleikum
með að athafna sig. Daði neitaði að
færa sínar eignir af lóðinni, sem er
í eigu fóður hans, Hinriks Guð-
mundssonar, og Daði hefur fullan
umráðarétt yfir og hefur máhð vald-
ið miklu hugarangri hjá þeim aðilum
sem deilt hafa þar um helgina. Eign-
ir Daða voru síðan færðar af bygg-
ingarlóðinni síðasthðinn mánudag
kl. 8 með Íögregluvaldi.
DV hafði samband við Daða og leit-
aði áhts hans á þessum aðgerðum.
„Máhð snýst í raun og veru um
eignarheimild samkvæmt afsölum
sem ég hefi undir höndum. Ég stopp-
aði þessar framkvæmdir á þeim for-
sendum aö við teljum fóður okkar
eiga lóðina. í þvi sambandi bendi ég
á afsal, sem ég hef undir höndum,
dagsett 22. febrúar 1941, þegar Út-
vegsbanki íslands selur húseignina
Aðalstræti 13 tíl Guðmundar Péturs-
sonar kaupmanns og Hallgríms Pét-
urssonar smiðs. Síðar kaupir faðir
minn þessa eign og að öllu leyti árið
1963,“ sagði Daði.
Einn káfh í afsalinu hljóðar þann-
ig: „Lóð með húsinu er takmarkast
af lóðamörkum að austan (Aðal-
stræti), sunnan (lóð hússins no. 11
við Aðalstræti), vestan (að sjó) og frá
norðvesturhúshorni (no. 13) beina
línu til sjávar, þannig að sú hugsuð
hna myndar 90 gráðu hom á tak-
mörkum uppfylhngar beint í hús-
hornið."
„Á þessari klausu afsalsins byggj-
um við mál okkar. Það er ekki talað
um neina fermetratölu í neinum
samningum sem faðir minn hefur
gert þannig að þetta hugtak er teygj-
anlegt svo lengi sem sjórinn eða aðr-
ir aðfiar fylla upp. Ég fór og stöðvaði
framkvæmdimar á þessum forsend-
um,“ sagði Daði.
- Hvemig þróuöust þessi mál um
helgina?
„Þau þróuðust þannig aö í fram-
haldi af því að þessar framkvæmdir
vom hafnar sendi ég skeyti tfi bæjar-
stjóra og Guðmundar Þórðarsonar
byggingarverktaka þar sem ég lýsti
allri ábyrgð á þessum framkvæmd-
um á þessa aðila og benti á þau afsöl
sem ég hef undir höndum. Ég lagði
minum bfl á lóðina, sem ég hef reynd-
ar margoft gert áður, og báturinn
minn hefur reyndar staöið þama
nokkuð lengi. Siðan gerist það að
Magnús Reynir Guðmundsson, stað-
gengill bæjarstjóra, hringir í mig og
biður mig um aö fjarlægja allar mín-
ar eignir af svæðinu. Ég neita því og
segi að þessir hlutir verði ekki fjar-
lægðir af eignarlóð föður míns. Það
sem gerist næst er það að bæjarfóg-
eti, Pétur K. Hafstein, á símtal við
mig. Hann tilkynnir mér að ef ég fari
ekki með mína hluti út af lóðinni
fyrir mánudagsmorgun kl. 8 verði
þeir bornir út með valdi, sem nú
hefur verið gert“
- Voru einhverjar stimpingar í þess-
um aðgerðum þínum? '
„Það vora nokkur læti þegar þeir
(starfsmenn ’verktakans) ætluðu að
ryðjast í gegnum lóðina og þau gengu
það langt að þeir notuðu ökutæki
verktakans tfi líkamsmeiðinga. Þeir
bökkuðu á mig þannig að ég þurfti
að fara á sjúkrahús til læknisrann-
sóknar og þaö vottorð kemur til með
að liggja fyrir."
- Nú vom þínar eignir færðar af
byggingarsvæðinu á mánudags-
morguninn, var það gert með valdi?
„ Já, en tfi að forðast skemmdir þá
kvöddu þeir mig tfi sem eiganda
tækjanna og skipuðu mér í krafti
laga að færa mínar eignir. Ég sem
löghlýðinn borgari gerði það sam-
kvæmt skipun yfirlögregluþjóns. Ef
ég hefði ekki gert það hefði ég getað
fengið kæru fyrir að sýna mótþróa."
- Hvemig stendur máhð í dag?
„Máhð er það að bæjarfógeti hefur
alltaf farið fram á það við mig að ég
setji fram lögbannskröfu á verkið en
ég hef ekki fjármuni í það. Hann
ákveður sjálfur fiárhæðina sem lögð
er fram. Eg er því orðinn „htli Jón“
í þessu máli en bæjaryfirvaldið og
Guðmundur Þórðarson „séra Jón“.
Ég hef óskað lögverndar á þessu
svæði hjá yfirlögregluþjóni en því
hefur ekki verið sinnt. Ég hef einnig
óskað eftir því að engin umferð verði
um eignarlóð föður míns en því hefur
heldur ekki verið sinnt nema að
hluta tfi. Haldi þessi umferð áfram
mun ég loka götunni."
- Hvert verður svo framhaldið?
„Ég mun leita lagalegs réttar míns,
hvemig svo sem ég fer að því. Því
get ég ekki svarað núna en ef þetta
afsal stenst ekki þá hefur einhver
verið að selja ranga hluti og faðir
minn keypt ranga hluti á röngum
tíma. Og einhver verður að borga.
Þessu máli er ekki lokið, það er rétt
að byrja," sagði Daði.
T7Alltaf eifitt þegar deilur koma
upp um lóðamörk‘ ‘
Siguijón J. Sigúrðsson, DV, ísafirði:
„Ég get í sjálfu sér afskaplega htiö
sagt um þetta mál annað en það að
það er alltaf erfitt þegar deilur koma
upp um lóðamörk, ekki síst þegar
lóðamörkin em eins óljós og t.d. stór-
straumsfiöruborð,“ sagði Magnús
Reynir Guðmundsson, staðgengfll
bæjarstjóra, er blaðið leitaði álits
hans á lóðadefiunum sem komnar
em upp við Aðalstræti.
„Guðmundur Þórðarson bygging-
arverktaki hefur fengið leyfi tfi að
byggja þama hús og bæjarstjómin
hefur væntanlega tahð sig í fuhum
rétti til að úthluta lóð á þessu svæöi.
Málið hefur fengið sína meðferð í
bæjarstjórn, deihskipulag á þessu
svaeði hefur verið staðfest þannig að
telji Daði sig eiga þama einhvem
rétt, reyndar er hann aö þessu fyrir
föður sinn, þá held ég að hann verði
bara að reka máhð tfi enda og fá úr
þessu skorið á réttum vettvangi,"
sagði Magnús.
Magnús kvaðst ekki vita hyort
Daði heföi óskað eftir því að lögbann
yröi sett á framkvæmdirnar og ef þaö
hefði verið gert þá væri það náttiír-
lega bæjarfógetans aö meta þau gögn
sem lögð væm fram. Væntanlega
yrði Daði að setja fram tryggingu og
í þessu tilfelli verulega tryggingu því
þarna væru mikhr hagsmunir í veði.
„Ef menn defia eins og í þessu tfi-
felli þá verður að skera úr því fyrir
dómstólum. ísafiarðarkaupstaður
hefur ekki tahð sig þurfa aö höfða
neitt mál þama. Ef Daði telur sig
þurfa þess þá gerir hann það væntan-
lega. Það er ekkert nema gott um það
að segja að menn nýti sér þá mögu-
leika sem skipulagslögin bjóða upp
á,“ sagði Magnús.
- Eftir heimfldum blaðsins er hér um
gamalt mál að ræða, jafnvel 30 ára
gamalt. Hvers vegna hefur ekkert
verið gert í þessu máli ennþá?
„Mál verða helmingi erfiðari fyrir
það hversu gömul þau em. Ég er
ekki búinn að vera hér nema í stutt-
an tíma, eöa nær tuttugu ár, þannig
að ég man ekki svo langt aftur í tím-
ann og get ekki svarað því hvað hef-
ur gerst, hugsanlega með munnlegu
samkomulagi á þeim tíma. Ég hef
heldur ekki fundið nein skjöl yfir
makaskipti á þessari lóð, því miður.
Ef það væri lægi máhð ljósar fyrir.“
- Ér þessu máh þá lokið í bfii frá
bæjarins hendi?
„Þetta hefur ekki verið neitt mál.
Það kom tfi minna kasta að hafa sam-
band við Daða er ég frétti að Guð-
mundur Þórðarson byggingarverk-
taki fengi ekki frið tfi að grafa sinn
gmnn þar sem búið væri að leggja
bíl í eign Daða á svæðið, auk þess sem
bátur, einnig í hans eigu, væri fyrir
þannig að ekki væri hægt að taka
gmnninn. Ég hafði, eins og áður
sagði, samband við Daða og óskaði
eftir því að hann færði þessar eignir
síriar. Hann hafnaði því og þá sagði
ég honum að við myndum að sjálf-
sögðu leita aðstoðar til að fá þetta
fiarlægt svo að Guðmundur gæti at-
hafnað sig á þessu svæði sem bærinn
heföi úthlutað honum. Ég sagði hon-
um að ég myndi leita tfi bæjarfógeta,
sem ég og gerði, og ég geri ráð fyrir
því að hann hafi komið því til leiðar.“
Flesta krakka dreymir um að verða
eitthvað ákveðið þegar þeir verða
stórir. Við sem eldri erum minnumst
oft bernskudrauma okkar með bros
á vör. Það var svo margt skrítið sem
okkurdatt í hug þá.
Við hringdum í nokkra nafntogaða
einstaklinga í þjóðfélaginu og for-
vitnuðumst um hvað þeir hefðu vilj-
að verða í bernsku og af hverju þeir
hefðu orðið það sem þeir eru í dag.
Svörin birtast í Lífsstíl á morguh.
DV fór í heimsókn að Skaftholti í
Gnúpverjahreppi. Þar er starfrækt
sambýli fyrir þroskahefta.
Þar er einnig ræktað grænmeti
sem rómað er um alla Reykjavík,
ofnar mottur og gerð kerti. Allt
starf heimilisins er undir sterkum
áhrifum frá kenningum Rudolfs
Steiner.
Nánar um fjölbreytt og skapandi
starf í Skaftholti í Lífsstíl á morg-
un.