Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Síða 24
24'
MÁNUDAGUR 29. ÁGL’ST 1988.
RAKARAST0F4N
KLAPPARSTIG
Sími 13010
HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG
Sími 12725
HEILSUVERNDARSTÖÐ
REYKJAVÍKUR
óskar aö ráða sjúkraliða í 50% starf frá 1. september
nk., vegna heimahjúkrunar, við heilsugæslustöð
Hlíðasvæðis, Drápuhlíð 14.
Upplýsingar um ofangreint starf eru gefnar á skrif-
stofu framkvæmdastjóra heilsugæslustöðva, Baróns-
stíg 47, sími 22400, og hjá hjúkrunarforstjóra heilsu-
gæslustöðvar Hlíðasvæðis, sími 622320.
Heilbrigðisfulltrúi
Staða heilbrigðisfulltrúa við Heilbrigðiseftirlit Reykja-
víkur er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. októb-
er nk. Laun oamkvæmt kjarasamningi Starfsmannafé-
lags Reykjavíkurborgar. Um menntun, réttindi og
skyldur fer samkæmt reglugerð nr. 150/1983 ásamt
síðari breytingum.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í heil-
brigðiseftirliti eða skyldum greinum svo sem dýra-
lækningum, líffræði, matvælafræði, hjúkrunarfræði
eða hafa sambærilega menntun.
Umsókn ásamt gögnum um menntun og fyrri störf
skulu hafa borist formanni svæðisnefndar Reykjavík-
ursvæðis (borgarlækninum í Reykjavík) fyrir 15.
september nk. en hann, ásamt framkvæmdastjóra
Heilbrigðiseftirlitsins, veitir nánari upplýsingar.
LANDSVIRKJUN
ÚTBOÐ
Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í að steypa
upp og fullgera aðveitustöðvarhús sem reisa á við
220 kV háspennulínu Landsvirkjunar til álversins í
Straumsvík, mótsvið Hamranes sunnan Hafnarfjarð-
ar. Verkinu tilheyra einnig ýmsir aðrir verkþættir, svo
sem gerð undirstaða fyrir stálmöstur og spenna.
Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudeginum
30. þ.m. á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut
68, Reykjavík, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð
kr. 3000,-
Helstu kennitölur í verkinu eru:
Flatarmál húss 614 m2
Rúmmál húss 3160 m3
Steypa 1015 m3. Mótafletir 4170 m2
Steypustyrktarjárn 92 tn
Miðað er við að verkið geti hafist 23. september nk.
og að verklok verði sem hér segir:
Húsið fokhelt 31. desember 1988
Steypt mannvirki utanhúss 15. apríl 1989
Heildarverklok 15. maí 1989
Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar 9.
september 1988 fyrir kl. 10.30 en tilboðin verða
opnuð þar sama dag kl. 11.00 að viðstöddum þjóð-
endum.
Reykjavík 28. ágúst 1988
Fréttir
„Held að við höfum
staðist prófið“
- segir Jón Gauti hjá Hótel Áningu á Sauðárkróki
Sauðarkrókur:
Jón Gauti Jónsson í afgreiðslu Hótel Áningar á Sauðárkróki.
DV-mynd gk.
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Jón Gauti Jónsson hefur ásamt
öörum áhugamönnum um hótelmál
rekiö Hótel Áningu í sumar í húsa-
kynnum Fjölbrautaskólans á Sauð-
árkróki. DV leit þar inn á dögunum.
„Þaö lá mjög seint fyrir aö viö
fengjum heimavistina til reksturs
sumarhótelsins þannig aö viö fórum
ekki af stað meö okkar kynningu
fyrr en eftir áramót,“ sagöi Jón
Gauti. „Á þessum árstíma eru ferða-
skrifstofurnar aö mestu leyti búnar
aö skipuleggja sínar ferðir og gisting-
ar. Við fengum þó pantanir frá feröa-
skrifstofunum fyrir um 10 hópa, auk
þess sem ein ferðaskrifstofa kom
nokkuð oft með sína hópa í hádegis-
verð. Nú erum við farin aö minna á
okkur fyrir næsta sumar og erum
þegar komin meö jafnmargar pant-
anir fyrir næsta sumar og allt sumar-
ið í fyrra og þær eru allar frá einu
og sömu ferðaskrifstofunni. Einnig
vitum við um fleiri pantanir á leiö-
inni.“
- Þið eruð ekki í hinni hefðbundnu
„hringvegarumferð", er það ekki
slæmt?
í sambandi við svokallaða „lausa-
umferð“ þá hefur hún vaxið jafnt og
þétt hjá okkur og t.d. hefur ágúst
komið mun betur út það sem af er
en við þorðum aö vona. Seinni hluti
júlímánaðar var hins vegar afar
slakur og má kenna veðrinu þar um.
Þetta hefur verið að gerast þrátt fyr-
ir aö við höfum mjög lítið auglýst í
fjölmiðlum. Þá tókst okkur heldur
ekki að koma símanúmeri okkar í
símaskrá og það hefur örugglega
haft sitt að segja.
Ástæða fyrir vaxandi aðsókn til
okkar tel ég einkum vera af tvennum
toga. í fyrsta lagi höfum við fengiö
mikið hrós fyrir matinn og í ööru
lagi góða þjónustu en viö leggjum
mjög mikla áherslu á hlýlegt viðmót
og úrlausn á öllum þeim fjölmörgu
vandamálum sem ávallt koma upp á
ferðalögum. Viö höfum orðið áþreif-
anlega vör við að þetta hefur spurst
út og fólk kemur hingað vegna
ábendinga frá gestum sem hér hafa
verið.
Auövitað hefur þetta ekki gengið
Hrossin um borð í flugvélinni.
með öllu hnökralaust en þaö hafa
verið smámunir miöað við það sem
fullkomlega hefur gengið upp. Það
sem hefur farið úrskeiðis hefur hins
vegar reynst.okkur dýrmætur skóli
og verður fínpússað fyrir næsta sum-
ar.
„Sæluvika Áningar“
Eitt af kynningarverkefnum okkar
í vor var að skrifa starfsmannasam-
' tökum og félagasamtökum og bjóða
þeim að koma hingað í einn til þrjá
daga á svokallaða sæluviku Áningar
og sex hópar notfæröu sér þetta boð
í sumar. Dagskráin gekk þannig aö
á daginn gafst kostur á sighngu út
að náttúruperlunni Drangey, eða
akstur meö kunnugum manni um
sögustaði í Skagafirði. Þar hefur
komið í ljós að sögustaðir Sturlungu,
s.s. Örlygsstaðir, Flugumýri og
Hauganes hafa vakið hvað mesta at-
hygli og hefur reynst auðvelt að
vekja áhuga fólks fyrir því sem þarna
gerðist fyrir rúmlega 700 árum. Þá
stendur ökuferð heim að Hólum
ávallt fyrir sínu.
Á kvöldin var síðan boðið upp á
sérstaka dagskrá í veitingasalnum
okkar. Þar var kjölfestan hjá okkur
Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleik-
ari, Ásdís Arnardóttir sellóleikari og
Jóhann Jóhannsson, bóndi og söngv-
ari, í Keflavík. Tókst Jóhanni undan-
tekningarlaust aö hrífa gesti okkar
með söng sínum. Þá kom Haukur
Þorsteinsson, formaður leikfélags-
DV-mynd Ægir Már
ins, í heimsókn og las upp fyrir gesti.
Ég er ekki í nokkrum vafa um að
þessi dagskrá á eftir að skipa fastan
sess í starfsemi okkar í framtíðinni.
Nýjungar á döfinni
Sá hópur sem stendur að Áningu
er mjög áhugasamur og hugmynda-
ríkur og á vikulegum fundum hans
hefur fjölmargt komiö fram sem til
stendur að vinna úr í vetur. Ég er
viss um að næsta vor eiga ýmsar
nýjungar í þjónustu við ferðafólk eft-
ir að sjá dagsins ljós en yfir þvi hvíl-
ir skiljanlega nokkur leynd nú. Sam-
keppni um ferðamanninn er mjög
vaxandi og á enn eftir að aukast. í
dag þýðir ekki að bjóða einungis upp
á fjölbreytta náttúru, kröfurnar eru
orðnar miklu meiri hjá ferðafólki, og
þá sérstaklega hvað varðar ýmsa af-
þreyingu.
Við munum fjölga herbergjum
næsta sumar um 14 og verða þau þá
orðin 33 talsins meö baöi og 6 án
baðs. Þetta þýðir að við getum tekið
viö um 80 manns í gistingu. Okkar
bíður því stórt verkefni við kynningu
og vinnu að markaðsmálum því auö-
vitað stefnum við að því að fá sem
besta nýtingu hjá okkur. í raun höf-
um við ekki trú á öðru en aö svo fari,
við höfum örugglega staðist prófið
sem við höfum gengist undir í sumar
og eigum að geta verið bjartsýn á
framhaldið. Við munum ekkert slaka
á því samkeppnin er mikil,“ sagði
Jón Gauti Jónsson.
flugi
að tölu en tvö féllu út í læknisskoð-
un. Kaupendur eru erlendir og velja
þeir sjálfir þau hross sem keypt eru.
Vélin, sem er af gerðinni Boeing
707, var að koma með 29 tonn af
ávöxtum fyrir Hagkaup. Byijað var
að lesta vélina um miðnætti og fóru
hrossin í loftið um fiögurleytið,
tveimur tímum á eftir áætlun. Hvert
hross er selt á 80-100 þúsund krónur
og var því farmurinn að andvirði 6,5
milljónir króna. Vélin er bresk leigu-
vél en skráð í Nígeríu og er áhöfnin
þaöan.
Útflutningsaðili er Faxatorg og hef-
ur fyrirtækið selt tæp fimm hundruö
hross til útlanda í ár og hafa flest
farið flugleiðina. Hrossunum líður
mun betur í flugi en skipi, auk þess
tekur ferðin út mun skemmri tíma.
Dýralæknir er viðstaddur brottfór-
ina til eftirlits og síðan fara eigendur
Faxatorgs meö farminum út. Flest
hrossin veröa í Danmörku en nokkur
halda áfram til Þýskalands og Aust-
urríkis. • „
Flogið verður með næsta farm um
miðjan september.
Hross með
Ægir Már Kárason, DV, Keflavik: Norður- Og Austurlandi, flugu til
—-—-— ---------- Danmerkur frá Keflavik fyrir stuttu.
Sjötíu og níu hross, aöallega frá Upphaflega áttu hrossin aö vera 81