Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Page 26
26
FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
HEIMILISHJÁLP
Starfsfólk vantar til starfa í hús Öryrkjabandalags is-
lands í Hátúni.
Vinnutími 2-4 klst. eöa eftir samkomulagi.
Einnig vantar starfsfólk í almenna heimilishjálp og
aöstoð í heilsugæslustöðina Drápuhlíö.
Upplýsingar í síma 18800.
REYKJMJÍKURBORG
Jlau&vi Sftuátfi
SUNDLAUG VESTURBÆJAR
Starfsfólk vantar í kvennaböð.
Upplýsingar gefur íþróttafulltrúi í síma 622215.
Umsóknir sendist starfsmannahaldi Reykjavíkurborg-
ar, Pósthússtræti 9, á eyðublöðum sem þar fást.
íþrótta- og tómstundaráð.
íýi tónlistarskólinn
FRA NYJA TÓNLISTARSKÓLANUM
Inntökupróf í söngdeild verða fimmtudaginn 1. sept.
Kennarar Sieglinde Kahmann og Sigurður Dementz.
Væntanlegir nemendur gefi sig fram í síma 39210
kl. 15-18 frá og með nk. mánudegi.
Nýskráning og inntökupróf í aðrar deildir skólans
fara fram síðar. Upplýsingar og skráning í sama síma-
tíma. Nánar auglýst síðar.
Nýi tónlistarskólinn
mmnl
íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur
óskar eftir starfsfólki á eftirtaldar félagsmiðstöðvar:
Ársel
Bústaði
Fellahelli
Þróttheima
Æskilegt er að viðkomandi hefi menntun og/eða
reynslu af uppeldisstarfi.
Upplýsingar gefa æskulýðsfulltrúi að Fríkirkjuvegi
11, sími 622215, og forstöðumenn félagsmiðstöðv-
anna.
rJÖLBRAUTASXÓuNN
BREIÐHOUI
FRÁ FJÖLBRAUTASKÓLANUM
í BREIÐHOLTI
Innritun og val námsáfanga í kvöldskóla Fjölbrauta-
skólans í Breiðholti fer fram 29., 30. og 31. ágúst kl.
17.00-20.00 í húsakynnum skólans við Austurberg.
Fjölbrautaskólinn i Breiðholti verður settur í Fella-
og Hólákirkju, Hólabergi 88, fimmtudaginn 1. sept-
ember kl. 9.15 árdegis og eiga nýnemar dagskólans
að koma á skólasetninguna.
Allir nemendur dagskólans fá afhentar stundaskrár
fimmtud. 1. september kl. 10.00-12.30.
Námskynning fyrir nýnema kvöldskólans' verður
fimmtudaginn 1. september kl. 18.00-20.00 en dag-
skólans 2. september kl. 9.00-15.00.
Almennur kennarafundur verður 1. september kl.
10.30-12.00.
Kennsla hefst í dagskóla og kvöldskóla mánudaginn
5. september skv. stundaskrá.
Skólameistari.
MÁNT.inAGUR 2&.ÁGýS-T 1888..,
Fréttir dv
„Hefur lengi langað
að mála Hraundranga“
- Steingrímur St. Th. Sigurösson listmálari tekinn tali í Öxnadalnum
Steingrímur að vinna við myndina við bæinn Engimýri og Hraundrangar
blasa við, bæði á léreftinu og í bakgrunninum. DV-mynd gk
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Mig hefur lengi langað til þess að
mála Hraundrangana þegar ég hef
ekið hér fram hjá enda finnst mér
andi listaskáldsins góða, Jónasar,
svífa hérna yfir,“ sagði Steingrímur
St. Th. Sigurðsson listmálari er DV
hitti hann við bæinn Engimýri í
Öxnadal á dögunum. Steingrímur
var þar í fullum listmálaraskrúða
með skræpótta „skæruliðahúfu" á
höfðinu. Fyrir framan hann var stór
mynd af Hraundröngum á trönunum
og rnálað var af kappi.
„Ég á frænda einn sem heitir
Sveinn Kristdórsson og gengur jafn-
an undir nafninu Sveinn bakari.
Hann hafði á sínum tíma sem ungur
sveinn verið sendur hingað á Engi-
mýri í forbetrun (sjálfur var ég send-
ur í forbetrun í Skagafjörð) og hriílst
af Hraundröngunum eins og fleiri og
var margbúinn að kreíja mig um
mynd af þeim, málaöa frá bænum
aö Engimýri.
Ég byrjaði á þessari mynd fyrir
tveimur árum. Ég er búinn að vanda
mig mikið við þessa mynd og er nú
farinn að sættast við hana þótt hún
sé ekki nær því fullgerð enn sem
komið er. Sveinn þýfgar mig um
myndina jafnan er hann hittir mig
en hann verður aö sýna biðlund enda
met ég dómgreind hans eins og
mína.“
- Ert þú búinn að koma margar
ferðir hingað til að mála?
„Já, biddu fyrir þér, þær eru orðn-
ar margar og myndin hefur verið
flutt oft á milli. Eitt skiptið tók Þórð-
ur Halldórsson refaskytta að sér
þann flutning og mér þótti mikið ör-
yggi í því að láta hann sjá um þann
flutning."
- Verður þetta þá ekki dýrt lista-
verk, þarf ekki Sveinn að punga út
hárri upphæö þegar hann fær mynd-
ina?
„Lög okkar frændanna eru óskráð
og við erum til alls vísir. Ég ætla
reyndar að vera sanngjarn við Svein
en hann hefur mikið vit á peningum,
enda af Reagansættinni hún-
vetnsku.“
Steingrímur sagöist stefna aö því
Kristjana Andrésdóttir, DV, TáBcnafiröi:
Ör fjölgun smábáta hefur verið á
Tálknafirði undanfarin ár, auk þess
sem nokkrir aðkomubátar leggja afla
sinn upp hér. í sumar hafa veriö
gerðir héðan út rétt um 20 bátar og
hafa þeir flestir lagt afla sinn upp
hjá Þórsbergi h/f.
Gæftir hafa ekki verið nógu góðar
en afli hefur verið góður er gefiö
hefur og hafa þeir sem eru einir á
að halda sýningu í Borgarnesi í haust
en þar hefði hann ekki sýnt í 20 ár
en þó lengi verið á leiðinni þángað
til að sýna. Á sýningunni þar áform-
ar hann að sýna um 20 myndir og
myndin af Hraundröngum mun þar
koma fyrir almenningssjónir í fyrsta
skipti. „Ég ætla að tileinka Hraun-
bát haft allt upp í 1700-1800 kg eftir
sólarhring. Einnig voru gerðir út
íjórir bátar hér á snurvoö. Afli þeirra
hefur verið mjög góöur og allt upp í
17 tonn á nóttu. Einn dragnótarbát-
anna hefur lokið við kvóta sinn og
hinir langt komnir.
Þá má ekki gleyma togaranum
Tálknfirðingi sem er gerður út á
sóknarmark og er afli hans frá ára-
mótum orðinn 2.800 tonn.
dröngum þessa sýningu," sagði
Steingrímur og hélt áfram að „snur-
fusa“ listaverkið á trönunum í góða
veðrinu, og það styttist í að Sveinn
bakari geti farið að upplifa betrunar-
vist sína í Öxnadalnum á skrifstofu
sinni í Reykjavík með Hraundrang-
ana á veggnum fyrir framan sig.
Ný símaskrá
Með
stærra
letur
Regína Thorarensen, DV, Sellossi:
Prentsmiðja Suðurlands h/f er
nýbúin að senda elliborgurum,
Styrktarfélagi eldri borgara á Sel-
fossi og nágrenni, símaskrá með
stóru og góðu letri. Eins og
sjóndapurt fólk veit er afskaplega
erfltt að nota símaskrána sem
póst- og símamálastjórn sendir
símnotendum á hverju ári.
Ég spyr: væri ekki heillaráð
fyrir áðurgreinda stofnun að hafa
símaskrána með stærra letri svo
sjóndapurt fólk hefði gagn af
. hinni dýru símaskrá? í sumar var
skipt um svæðisnúmer á Suöurl-
andi og flmm númer tekin upp í
stað fjögurra áöur. Þökk sé prent-
smiðju Suöurlands fyrir þessa
hugulsemi og höfðingsskap.
Afli hefur verið góður hjá smábátum á Táiknafirði.
DV-mynd K. Andrésdóttir
Fjölgun smábáta