Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Blaðsíða 27
MÁNUM'GWt 00. íÁeÚST'i«88» r,
Fréttir
Hús flutt í heilu lagi sjó-
leiðis til Vestmannaeyja
Ómar Garöaisson, DV, Vestmannaeyjum;
Þaö er ekki óalgengt að menn taki
sig upp með fjölskyldu og búslóð og
flytji milli staða en að taka einbýlis-
húsið með sér, það er ekki daglegt
brauð. Þdgar m/s Askja, skip Ríkis-
skips, kom til hafnar í Eyjum ekki
alls fyrir löngu var á dekki skipsins
heilt einbýlishús og tilheyrandi bíl-
skúr, samtals um 160 fermetrar.
Forsaga þessa máls er að Hjálmar
Sveinsson og fjölskylda hans byggði
húsið uppi í Hvalflrði 1980 þar sem
þau stunduðu búskap á Kalastaða-
koti. Þegar saman dró í landbúnaði
ákváðu þau að selja en þá vildi eng:
inn kaupa fyrir sanngjarnt verð. Þá
var þessi kostur valinn eftir að
ákvörðun var tekin að flytjast búferl-
um til Vestmannaeyja.
Aðspurður sagist Hjálmar hafa
byggt húsið með það fyrir augum að
Hjálmar Sveinsson við komuna tii
Eyja. DV-mynd Ómar.
Eigandi Lödunnar:
Fékk tilboð
sem hann
hafhaði
„Ég fékk tilboð frá Bifreiöum
og landbúnaöarvélum. Þeir buð-
ust til aö borga mér 150 þúsund
krónur fyrir bílinn. Ég hafnaöi
þessu tilboði strax. Égborgaði 145
þúsund fyrir bílinn í apríl. Síðan
hefur gengið verið fellt. Einnig
hef ég kostað töluverðu til bíls-
ins. Tryggingar eru þar á raeðal.
Bíllinn hefur verið mestan tím-
ann í Vökuportinu og ég lítil af-
not haft af honura,“ sagði Jón B.
Sigurðsson.
Eins og komið hefur t'ram í DV
keypti Jón Lödu í apríl. Þrátt fyr-
ir að á afsali stæði að engar veð-
skuldir hvíldu á bílnum var hann
veðsettur fyrir hundruð þús-
unda.
Jón sagði að Halldór Snorrason
á Aðalbílasölunni hefði þrýst á
Bifreiðar og landbúnaðarvélar til
að leysa bílinn til sín. Aðalbíla-
salan seldi Jóni bílinn án þess að
kanna veðbönd. Halldór Snorra-
son hefur sagt að ekki hafi þótt
ástæða til þar sem bíllínn kom frá
Bifreiðum og landbúnaðarvélum.
Jón sagðist ekki vita um við-
brögð Bifreiða og landbúnaðar-
véla við svari sínu þar sem sá sem
séð hefur um samskiptin er ekki
á landinu.
-sme
geta flutt það. Allar innréttingar,
mifliveggir og klæðningar voru rifn-
ar innan úr húsinu áöur en því var
lyft af grunni. Þá var stífum komið
fyrir innan í húsinu og það sett á
bita sem húkkað var í. Það híft á bíl
og flutt aö skipshlið á Grundartanga.
Vel gekk að hífa húsið um borð og
ferðin til Eyja tókst hið besta enda
gott veður. Húsið var 13 tonn, bíl-
skúrinn fjögur en innréttingin var í
gámi.
Vel tókst til þegar húsinu var kom-
ið í land í Eyjum og nú er unnið að
því að koma því á nýja grunninn í
Búhamrinum. Ekki vissi Hjálmar
hvað þetta kemur til með að kosta.
„En það borgar sig,“ sagði hann.
Hjálmar hefur notið aðstoðar
vinnufélaga sinna við þetta verk og
hafa þeir unnið kauplaust. Fannst
spennandi að vinna slíkt verk. Einbýlishúsið um borð í Öskju ásamt bílskúrnum við bryggju í Vestmannaeyjum. DV-mynd Ómar.
HÖFUM OPNAÐ NÝJA
GLÆSILEGA VERSLUN
GALLERÍ-PLAKÖT • ÍSLENSK GRAFÍK • ÁLRAMMAR • SMELLURAMMAR
STÓRKOSTLEGT ÚRVAL • NÆG BlLASTÆÐI • ENGIR STÖÐUMÆLAR
RAMMA
MIÐSTOÐIN
SIGTÚN 10-SÍMI 25054
OPIÐ TIL __________
KL. 18 Á LAUGARDÚGUM
SÉRVERSLUN MEÐ INNRÖMMUNARVÖRUR
Stálhurðir: þykkt 50 mm.
Einangrun: Polyurethane Ú gildi 0,32
W/m2, 7 litir.
Með og án mótordrifs.
Sendum menn til uppsetningar um land
allt.
ASTRA
AUSTURSTRÖND 8, SÍMI 612244