Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Síða 29
MÁNUDAGUR 29. ÁGÚSt 1988. 41 Fréttir „Heftaugartil Naustsins sem slitna alls ekki“ - segir Viöar Ottesen, hótelstjóri á Siglufíröi og fyrrverandi barþjónn í Naustinu í Reykjavik Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Ætli þeir séu ekki margir sem muna eftir Viöari Ottesen „hinum megin“ viö barboröiö í Naustinu í Reykjavík hér fyrr á árum? Án efa, enda stóð hann þar í 23 ár á einum þekktasta bar landsins sem þá var, ásamt hinum „ódauölega" Símoni í Naustinu. En skyndilega var Viöar horfmn úr Naustinu, og næst fréttist af honum sem hótel- stjóra á Siglufirði. Síöan eru liðin tæplega átta ár og enn er Viðar hótel- stjóri á tíótel Höfn á Siglufirði. „Ég sá tækifæri“ „Eg var húinn að vinna lengi sem þjónn undir stjórn annarra og var farið að langa til þess að vinna sjálf- stætt. Ég haföi ekki fjármagn á þess- um tíma til þess að gera eitthvað stórt í Reykjavík en það má segja að Hótel Höfn á Siglufirði hafi komið óvænt upp í hendurnar á mér. Þannig var að sonur minn var far- inn aö vinna á Siglufirði og þegar ég heimsótti hann eitt sinn sá ég Hótel Höfn. Það má svo segja að ég hafi varla verið kominn suður til Reykja- vikur aftur þegar ég sá hótel á lands- byggðinni auglýst til sölu, og ein- hvem veginn hvarflaði það aö mér að það gæti verið hótelið á Siglu- firði. Ég kannaði málið, svo reyndist vera, og endirinn varð sá að ég keypti hótelið. Ég var farinn að finna vera- lega til þeirrar löngunar að vinna fyrir mig sjálfan, vera minn eigin húsbóndi með minn eigin rekstur í stað þess að vera alltaf „þjónn“ ann- arra.“ - Og hvernig tók Siglufjörður á móti þér? „Ég get ekki kvartað yfir því. Hér er gott fólk, þægilegt andrúmsloft og mun minni erill en í Reykjavík. En þetta er búið aö vera mikið basl, enda má segja að það sé ógjörningur að reka hótel á stað eins og Siglufirði á ársgrundvelli. Það sem hefur þó gert það að verkum að ég er „enn á lífi“ er að á Siglufirði er mjög lifandi og fjölskrúðugt félagslíf á veturna og hóteliö hefur notið góðs af því. Stað- reyndin er sú að einangrunin, sem Siglfirðingar mega búa við yfir vetr- armánuðina, þjappar þeim mjög mikið saman, gerir þá samheldnari og útkoman veröur mjög gott félags- líf sem að vissum hluta fer fram hér á Hótel Höfn.“ Á Hótel Höfn eru 14 herbergi fyrir gesti, en auk þess leigir Viðar gamla Hótel Hvanneyri og býður þar upp svefnpokapláss. En hvernig svarar hann þeirri spumingu hvað ferða- menn hafi að sækja til Siglufjarðar? „Það er ýmislegt. Margir sem koma hingað tóku þátt í síldarævintýrinu á sínum tíma og eru hreiniega að koma hingaö til þess að rifja upp gömlu góðu dagana. Hér er miðnæt- ursóhn ákaflega falleg á sumrin og margir sem njóta hennar. Hér eru skemmtilegar gönguleiðir bæði í Hvanneyrarskál og upp í Siglufjarð- arskarð, það er hægt að komast í veiði bæði í Miklavatni og í Héðins- firði og áfram mætti telja. Ég tel að ferðamenn geti fundið hér ýmislegt við sitt hæfi.“ Viðar er greinilega í essinu sínu er hann ræðir möguleika Siglfirðinga í ferðamannaþjónustunni. En saknar hann aldrei Naustsins? „Ég neita því ekki. Þaö er eins og það komi stingur í hjartaö ef ég les eitthvað um staðinn, ég hef taugar til Naustsins s.em ekki slitna svo auð- veldlega og ég kem þangað gjarnan ef ég fer til Reykjavíkur. Þarna vann ég bestu ár ævi minnar og ætli það sé nokkuð skrítið viö það að staður- inn eigi svolítið í mánni, ég held ekki,“ sagði Viöar Ottesen. ~¥¥ Viðar Ottesen á barnum á Hótel Höfn: „Mig var farið að ianga tii að starfa sjálfstætt.“ DV-mynd gk INNROMMUN RAMMA OPIÐ TIL MIÐSTOÐIN KL. 18 Á LAUGARDÖGUM SIGTÚN 10-SlMI 25054 SÉRVERSLUN MEÐ INNRÖMMUNARVÖRUR Póstsendum - .!! !! um allt land. Miiir ~*ími 13311 'Uráfigeyh/f Laugavegi 58, sími 13311. HLIÐARTASKA HLIÐARTASKA Verð 4.575,- Leðurbrydduð. Verð 3.795,- Svart, brúnt, koniak, m/hanka og axlaról. Verð 5.850,- GLÆSILEG - VÖNDUÐ NIÐSTERKT MUNSTRAÐ LEÐUR m/handfangi. Verð 2.759,- wUGUNOlR NIPíRGIRW NIÐSTERKT MUNSTRAÐ LEÐUR GIOVANNI SKOLATOSKUR m/handfangi og axlaról. Svört - brún. Verð 2.995,- m/handfangi Verð 3.995,- HEILDSÖLUBIRGÐIR mörg hólf. Natural life - Kanvas með leðurólum. Verð 1.795,- Nælontaska m/rennilás, hliðaról og hanka. Verð 1.995,- Svart, grænt, blátt. Ennfremur skjalatöskur, kjarnaleðurtöskur, ferðatöskur, seðlaveski. Mikið úrval. LEÐURKAUPhL Laugavegi 58 - P.O. Box 8130 R-8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.