Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Qupperneq 38
50
MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST X9S8.
Fréttir
Lóöin við gömlu Mjólkurstöðina:
Aætlanir um háhýsi til kynn-
ingar hjá Borgarskipulagi
Armannsfell hf. keypti nyrðri
hluta lóðarinnar milli Laugavegar
og Brautarholts, vestan gömlu
Mjólkurstöðvarinnar, af Reykjavík-
urborg í júní í sumar. Hefur fyrir-
tækið sótt um breytingu á tillögu að
skipulagi lóðarinnar sem samþykkt
var í borgarráði í júní 1987. Breyting-
ar. sem Ármannsfell vill láta gera á
hinu upphaflega skipulagi, eru það
miklar að borgarráð ákvað að senda
skipuiagstillögu Armannsfells til 4
vikna kynningar.
Gerir Ármannsfell ráö fyrir íbúöa-
byggð á hinni 4 þúsund fermetra lóð
ásamt húsnæði til verslunar og þjón-
ustu. Á syöri hluta lóðarinnar, sem
liggur að Brautarholti, gerir Reykja-
víkurborg aftur á móti ráð fyrir nið-
urgröfnum bílageymslum auk at-
vinnu- og stofnanahúsnæðis.
„A þeim hluta lóðarinnar sem Ar-
mannsfell á er ramminn þriggja
hæða hús. Á horni lóðarinnar, við
gömlu Mjólkurstöðina, er lagt til að
verði þijú háhýsi sem yrðu 12, 9 og
7 hæða há. Þar sem Armannsfell
hefur þarna farið fram á töluverðar
breytingar á skipulagi miöað við
upphaflegt skipulag ákvað borgarráð
að skipulag lóðarinnar yrði kynnt
aftur og verður það gert nú í vdkulok-
in. Það hefur ekkert verið samþykkt
ennþá," sagði Helga Bragadóttir,
arkitekt hjá Borgarskipulagi.
Aðspurð um gömlu húsin, sem enn
standa við Laugaveginn, sagði Helga
að þau yrðu rifin og aö beygjukaflinn
á Laugaveginum við gömlu Mjólkur-
stöðina yrði hannaður að nýju.
-hlh
Kveikt í bílum
- bllþjóöiaður og innbrot
Fimm bilar skemmdust af eldi í
Reykjavík aðfaranótt laugardags-
ins. Kveikt var í þremur þeirra.
Einn þeirra stóð á milli tveggja bíla
sem skemmdust töluvert af eldi.
Bílarnir þrír stóðu við Laugaveg
95. Kveikt var í bílnum sem stóð á
milli hinna tveggja. Bíllixm brann
til kaldra kola. Bílamir sem stóðu
hvor sínum megin við hann
skemmdust töluvert. Einnig var
kveikt í bílum sem stóðu við
Snorrabraut og Hverfisgötu.
Meðan verið var aö vinna að
slökkvistarfi í bílunum viö Lauga-
veg 95 var bíl stolið þaðan. Eigandi
bílsins hafði brugðið sér frá til að
horfa á slökkvistarfiö. Þjófurinn
lenti í árekstri sköipmu eftir þjófn-
aðinn. Hann slasaðist á höfði og er
enn á sjúkrahúsi. í bílnum fannst
vamingur sem talinn er vera úr
sölutuminum Teningnum við
Snorrabraut en þar var brotist inn
þessa sömu nótt.
Rannsóknarlögreglan hefur ekki
getað yfirheyrt bílþjófinn þar sem
hann er enn á sjúkrahúsi. Ekkert
hefur komið fram sem bendir til
þess að hann eigi sök á íkveikjun-
um. Rannsóknarlögreglan vinnur
að rannsókn málanna. -sme
Cecil Haraldsson, settur prestur við Fríkirkjuna, hélt sina aðra messu i
gær. Að sögn Cecils voru um 80 manns mættir til messu sem er svipað og
í fyrstu messu hans. Sagði hann að slæmt veður i gær hefði Ifklega dregið
úr aðsókn. Cecil sagði að deilur þær, sem átt hefðu sér stað f söfnuðinum,
hefðu ekki haft nein áhrif á safnaðarstarf hans, enda hefði hann forðast
að btanda sér f þær. DV-mynd Brynjar Gauti
Ármannsfell hf. keypti tæpa 4 þúsund fermetra af syðri hluta þessarar lóðar af Reykjavíkurborg i sumar. Hefur
fyrirtækið farið fram á töluverðar breytingar á samþykktu skipulagi sem aðallega felast í bygginu þriggja háhýsa
á horninu við Mjólkurstöðina, hjá gömlu húsunum sem standa þar enn. DV-mynd KAE
Suöumesjamenn:
Fara þrjár ferðir í viku
með sorp til Reykjavíkur
- mjög kostnaðarsamt íyrir sveitarfélögin, segir Pétur Pétursson
Suðumesjamenn þurfa að fara
með að meðaltali 3 bílfarma á viku
til Reykjavdkur vegna þess að sor-
peyðingarstöðin annar ekki að eyða
öllu sorpi á Suðumesjum. í síðastlið-
inni viku varð bilun í tækjabúnaði
og tók vdðgerð þijá daga. Þurfti þá
að flyfja allt rushð, sem safnaðist
upp, til Reykjavíkur í enn fleiri ferð-
um.
„Það gefur augaleið að bilanatíðni
stöðvarinnar verður meiri vegna
aukins álags,“ sagði Pétur Pétursson,
stöðvarstjóri á Suðurnesjum, í sam-
tah vdð DV.
„Þetta er mjög kostnaðarsamt fyrir
sveitarfélögin á Suðumesjum en vdö
áttum engan veginn von á því að
rusl myndi aukast um 20% á síðast-
hðnu ári. Það hefur komið á daginn
að aukning einnota umbúða hefur
þar mest aö segja.
Könnunarvdðræður um að stækka
sorpeyðingarstöðina um aht að
helming eru í gangi og ég á von á því
að ákvörðun um það veröi tekin fyr-
ir áramót.“
Sorpeyðingarstöðin á Suðurnesj-
um er rétt rúmlega 10 ára gömul en
að sögn Péturs endast þessar frönsku
stöðvar í aht að 15 ár.
-GKr
Staðarsveit:
Bíll fauk út af veginum
BOaleigubíll, sem tveir danskir
ferðamenn vom á, fauk út af vegin-
um í Staðarsveit á Snæfehsnesi á
laugardag. Mikið rok og rigning var
á Snæfellsnesi á laugardag. Danimir
sluppu með minni háttar meiðsli en
bílhnn er tahnn ónýtur.
Togarinn Ólafur Bekkur frá Ólafs-
firði fékk vörpuna í skrúfuna að-
faranótt laugardagsins. Skipið var á
veiðum á Látragrunni. Varðskip
kom togaranum th aðstoðar og dró
hann til Patreksfjarðar.
Mikið var um árekstra og önnur
umferðaróhöpp í Reykjavík um helg-
ina. Fjórum sinnum var ekið á Ijósa-
staura, þar af þrisvar frá því klukkan
tvö th fiögur eftir hádegi á laugardag.
Töluvert var um árekstra. í nokkr-
um tOfehum varð að flytja fólk á
slysadehd. Ekki mun þó hafa verið
um mjög alvarleg slys að ræða.
A laugardagskvöld var haldinn
dansleikur að Lýsuhóh. Um 300
manns sóttu danslehcinn þrátt fyrir
slæmt veöur. Lögreglan í Ólafsvdk
segir að mhdi hafi verið að slys urðu
ekki þegar fólk hélt heim að loknum
danslehc.' -sme
Ferð skipanna sóttist seint sökum
veðurs. Eftir nærri eins og hálfs sól-
arhrings siglingu komu skipin inn á
Patreksfiörð. Kafarar af varðskipinu
skáru vörpuna úr skrúfu togarans.
-sme
Nokkrir voru teknir grunaðir um
ölvun vdð akstur. Dæmi voru um að
ökumenn, grunaðir um ölvun vdð
akstur, hefðu lent í árekstrum.
Áfengisdrykkja var mikO í Reykja-
vdk alla helgina. Margir gistu fanga-
geymslur sökum óhóflegrar drykkju.
-sme
Danskur
bátur í
vand-
ræðum
Danski báturinn Marke Jensen,
sem er tæplega tuttugu tonn, lenti
í vandræðum um 160 sjómflur
suðvestur af Reykjanesi á laugar-
dag. Leki kom að bátnum og ósk-
aö var aðstoðar Landhelgisgæsl-
unnar. Veður var mjög slæmt á
þeim slóðum sem báturínn var,
eöa sjö til átta vdndstig og mikfll
sjór.
Togarinn Harðbakur EA, sem
var á veiðum um fimmtíu sjómfl-
ur frá Marke Jensen, hélt þegar
að bátnum. Einnig danska eftir-
litsskipið Beskytteren sem mun
aðstoða hann. Skipverjar á
Marke Jensen gátu stöðvað le-
kann.
Marke Jensen var á leiö til
Grænlands. Engan mun hafa sak-
að um borð.
-sme
Ólafur Bekkur fékk í skrúftina
Reykjavík:
Margir árekstrar
og umferðaróhöpp