Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Qupperneq 40
MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 1988.
52:g
t .ífegtm
„Stinnu" linsunum haldið á lofti
Heillarað
fyrir linsu-
notendur
- Setjið aldrei linsur í annað en
sótthreinsandi vökva, ekki í
heimatilbúna saltupplausn eða
annan vökva sem ekki eru sérs-
taklega ætlaður fyrir linsur.
- Meðhöndlið linsuna varlega.
Takiö hana lauslega upp með
fingurgómunum og setjiö hana
aldrei í munninn.
Reynið aldrei að fægja linsum-
ar. Það nægir að setja þær í sótt-
hreinsandi vökva.
Verið aldrei með linsurnar ef
þær erta augun. Ef þið finnið fyr-
ir ertingu takið þá linsuna úr
auganu, hreinsið í sótthreinsandi
vökva og vætið svo.
- Notið ekki sjampó né farið í
steypibað með linsurnar í augun-
um. Þaö er mjög óþægilegt að fá
sápu í augu með linsur.
Farið aldrei f sund með Uns-
umar. Klórinn getur ert augun
mjög.
- Úðið aldrei hárlakki í hárið
með augun opin. Foröist einnig
að sitja frammi fyrir heitum
blæstri í bíl og brýnt er aö fara
ekki í sólarlampa með linsur.
- Verið aldrei með linsumar í
vinnu þar sem mikil kemísk efni
em í andrúmsloftinu né verið
með þær þegar þið notið úöa-
brúsa með skordýraeitri eða
sterk sótthreinsiefhi
- Veriö ekki með Unsur ef þið
emö með einhvem augnsjúkdóm
eða ef þiö notið einhvers konar
augnlyf.
- langtímalinsurnar á undanhaldi
„Það hefur ekki orðið mikil þróun
í gerð linsa á undanfornum ámm
nema það að öðmvísi efni er farið
aö nota í hörðu Unsumar. Miklum
mun betra efni,“ sagði Jóhann Sóf-
usson gleraugnasérfræðingur sem
varð fyrstur manna til að innleiða
Unsuna í íslenskt þjóðfélag árið
1956.
„Efnið, sem var notað áður, var
bara venjuiegt plexigler. En núna
er komiö efni sem hleypir í gegn
súrefni. Þetta em í reynd taldar
bestu linsumar á markaðnum um
þessar mundir en fólk hræðist þær
svolítið vegna þess að þær heita
harðar linsur. Þá man það eftir
gömiu hörðu linsunum sem tók
kannski tvo mánuði að venjast.
Bretarnir vom sniðuugir þegar
þeir komu með þessar linsur á
markaðinn og kölluðu þær stinnar
Unsur í stað harðra til að fæla ekki
fólk frá þeim.
Forðast langtimalinsur
- Hvaða tegundir af Unsum em til
á markaðnum nú?
„Það em mjög margar tegundir
til. Til dæmis margar tegundir
mjúkra Unsa sem em mest notaðar
núna. Þær eru til mismjúkar, sum-
ar innihalda 35% vökva, svo koma
aðrar með 55% vöka og með mest-
um vökva em það 72%. Þær em
langtímalinsur.
Því meiri vökva, sem Unsumar
innihalda, því fleiri daga samfleytt
getur fólk verið með linsumar í
augunum. Að vísu fellur ekki öU-
um að vera með linsur svo lengi í
einu. Þær vUja þoma upp. Sumir
vakna uppþomaðir í augunum en
aðrir finna ekki fyrir neinu. Lang-
timalinsunum held ég ekki á lofti
vegna þess að þær eru aUs ekki
taldar eins góðar fyrir augað.
Um tíma var þetta stærsta „núm-
3iið“. Nú hafa menn aðrar skoðan-
ir. Ég forðast langtímalinsumar,
72% linsumar, í lengstu lög nema
Jóhannes Sófusson gleraugnafræöingur mælir hversu kúpt augað er á konunni. Hann var fyrstur til að til að innieiða linsuna hérlendis.
ef fólk hefur- einhverjar sérþarfir.
Þær em samt mjög góðar fyrir tíl
dæmis lögregluþjóna sem eru á
löngum vöktum, hjúkrunarfólk
einnig og sjómenn - það notum við
sem afsökun fyrir því að fara út í
þessa tegund. Venjulegt fólk á al-
veg að geta sett lúisumar í sig á
morgnana og tekið þær úr á kvöld-
in.
Linsur græddar í augað
- Hveijar em algengustu hnsum-
ar?
„Þessar daglinsur em mjög al-
gengar. Maður heldur þeim lang-
mest að fólki. Enda tílganglaust að
sofa með hnsur. Ekki sér það
draumana betur.
Fólk, sem er orðið fjörgamalt,
getur hreinlega ekki meðhöndlað
linsur. Þess vegna verð ég að fara
og setja hnsurnar í það og kem svo
af og til, tek linsumar og hreinsa
þær.
- Er betra fyrir gamalt fólk að vera
með linsur?
„Já, í mörgum tilvikum. Þegar
búið er að taka augasteininn í
burtu kemur hnsan í staðinn. Og
það sér hreinlega ekkert nema með
linsum. Það getur að vísu notað
gleraugu en sjónin er svo miklu
takmarkaðri með þeim. Með glér-
augu þarf fólk aö snúa sér tU að
horfa en ekki ef það er með linsum-
ar. Linsan er núklu betri kostur.
Nú er reyndar líka farið að setja
i 50 til 60% tUvika plastlinsur með
skurðaðgerð inn í augað ef auga-
steinninn er fiarlægður.
- Hversu útbreiddar em linsum-
ar?
„Það er engan veginn hægt að
segja til um þaö. Linsumar era
samt alltaf að verða útbreiddari.
Enginn stundar lengur íþróttir með
gleraugu, allir íþróttamenn taka
hnsur fram yfir. Gleraugu í íþrótta-
leikjum geta verið stórhættuleg.
Svo er það líka úthtsatriði fyrir
konurnar.
Persónuleg ráðgjöf
hentar betur
- Hvemig er best að hirða linsurn-
ar?
„Númer eitt er að fólk sýni hns-
unum fyUsta hreinlæti og að lins-
umar séu alitaf geymdar í sótt-
hreinsandi vökvinn þegar þær era
ekki í notkun. Og mikUvægt er að
vera með hreinar hendur þegar
snert á þeim. Það vUl safnast í þær
eggjahvíta og ýmis efni sem koma
frá tárunum. Ég gef hveijum og
einum ráð þegar ég set í hann lins-
ur. Ég sé ekki ástæðu til að gefa
almennar reglur nema það sem
persónulega hentar hverjum og
einum.
Það era tU hnsur sem duga stutt
og er ætlast tU að skipt-sé oft um.
Svo era hnsur sem duga í tvö til
þijú ár eða jafnvel lengur.
Litalinsur - linsan ald-
argömul
Litalinsur, í öllum regnbogans
htum, hafa verið tíl um nokkurn
tíma og segir Jóhann þær hafa náð
vinsældum að undanfómu. En þær
era dýrari. Litalinsumar hafa
breyst á undanfömum árum úr því
að geta aðeins lagt áherslu á undir-
htinn í það að geta breytt augrUitn-
um alveg, blátt getur orðið brúnt
og brúnt blátt, svo eitthvað sé
nefnt.
Fáir trúa því vafalaust að satt sé
að augnhnsan sé orðin meira en
aldar gömul. En það er nú samt
sem áður heUagur sannleikur.
Haldið var upp á 100 ára afmæhð
með ráðstefnu linsusérfræðinga í
Bretlandi fyrr á þessu ári.
-GKr
Homhimnan skaddaðist eftir ljósabað:
„Einn mesti sársauki
%
sem ég hef upplifað"
Umhirða linsunnar verður að vera í stakasta lagi. Einnig er vert að
benda á að bráðnauðsynlegt er að taka úr sér linsurnar et viðkomandi
ætiar í Ijósabekk svo ekki fari fyrir honum eins og Arnheiði.
„Þetta er einn mesti sársauki
sem ég hef upplifað," sagði Am-
heiður Anna Olafsdóttir sem varð
fyrir því fyrir fjóram áram að það
kom gat á ystu himnu vinstra auga
hennar eftir að hún hafði legið í
ljósalampa.
„Ég fór í ljós á miðvikudagskvöldi
og var með linsurnar og hhfðar-
gleraugu. Það var ekki fyrr en dag-
inn eftir sem ég fór að finna fyrir
sársauka í auganu og vaknaði síð-
an upp á fóstudagsmorgni svo kval-
in að ég man varla eftir því að hafa
keyrt upp á heilsugæslustöð. Þegar
ég var komin upp eftir var strax
byijað að dæla í mig deyfilyfjum
og ég var á þeim næstu fjóra dag-
ana - þá daga sem ég lá á spítalan-
um. Eftir þaö var sársaukinn að
mestu farinn en það tók mig nokk-
uð langan tíma að jafna mig. Ég
kem aldrei til með að geta notað
hnsur framar þar sem ég er með
ör á himnunni eftir branann og
hnsumar pirra mig.“
Aldrei með linsur í Ijósabað
„Þegar ég velti þessu fyrir mér
efdr á finnst mér skýringin á þessu
mjög eðlileg. Linsan hlýtur, á sama
hátt og stækkunargler, að geta hit-
að upp augað og jafnvel brætt það
við mikinn hita. En versta við þetta
allt saman var að ekki skyldi hafa
verið varað við að fara í Ijós með
linsur. Þaö á ekki bara við þessa
tilteknu ljósastofu heldur allar.
Ég vil endilega brýna fyrir fólki
aö fara ekki í ljós með linsur," sagði
Arnheiður.
Aðspurður sagði Jóhannes Sófus-
son að hklega hefði hnsan þornað
upp í auga Önnu og þannig kramp-
ast og skaðað homhimnuna. Ef
hnsan krumpast era meiri líkur á
að ljósgeish geti brotnað í gegn. Það
á ekki að geta gerst undir eðhlegum
kringumstæðum.
„Linsur eiga ekki að geta bráðnað
inn í augað. Þær þola 130 gráða
hita án þess,“ sagði Jóhannes.
-GKr