Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1988, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988.
Fréttir
O.N. Olsen gjaldþrota:
Fljótfæmishugmynd
hjá ráðuneytinu
- segir framkvæmdastjóri Sjúkrasamlags Reykjavlkur
„Ég tel þetta útilokað og þessi og starfsemi þeirra sett í girókerfi. inu 1987 og þar vinna á railli 25 og „Ég segi það ekki, en sparnaður-
hugmyndhlýturaðhafakomiðupp Þorvaldur sagði að Sjúkrasamlagið 30 manns. inn yrði litill sem enginn. Það þarf
í einhverri fljótfærni hjá þeim í afgreiddi læknareikninga, bæði frá „Þessa starfsemi er ekki hægt að alltaf einhver að vinna þessi verk,
ráöuneytinu. Einhvers staöar þarf sérfiæðingum og heimilislæknum. leggja niður, en ef til vill mætti að fara yfir reikninga og senda
að vinna þessi störf sem við vinn- Farið væri yfir reikningana af sameina hana Tryggingastofhun. greiðslur út Þetta myndi kalla á
um;' sagði Þorvaldur Lúðvíksson, trúnaöarlækni og þeir einnig end- Ura það eru þó skiptar skoðanir, of mikla miðstýringu en að auki
framkvæmdastjóri Sjúkrasamlags urskoðaöir. Einnig kæmu reikn- því betra hefur þótt að hafa starf- má benda á að töluverður hluti er
Reykjavikur. ingar frá lyfiaverslunum til kasta semina nær fólkinu, þannig er nú þegar borgaður út í gíró," sagði
Eins og komið hefur fram hefur Sjúkrasamlagsins og einnig þjónustan betri og persónulegri,“ Þorvaldur Lúöviksson.
þeirri hugmynd verið hreyft, varð- greiösla sjúkradagpeninga. Mun sagöi Þorvaldur. JFJ
andi niðurskurð á rikisútgjöldum, velta Sjúkrasamlags Reykjavíkur Er þá óframkvæmanlegt að sefia
aö sjúkrasamlögin verði lögð niður hafa verið um 1500 milfiónir á ár- starfsemina í póstgfrókerfi ?
Stefnir í
tugmilljóna
króna tap
skuldunauta
Gjaldþrotaúrskurður hefur verið
kveðinn upp yfir rækjuverksmiðj-
unni O.N. Olsen á íscifirði. Greinilegt
er að skuldir fyrirtækisins eru tug-
um milljóna hærri en eignir þess.
Samkvæmt bráöabirgðauppgjöri frá
2. júní í sumar eru skuldir fyrirtæk-
isins um 180 milljónir en eignimar
um 120 milljónir. Margt bendir til
þess að munur á skuldum og eignum
hafi aukist frá því að bráðabirgða-
uppgjörið var gert.
Skarphéðinn Þórisson, hæstarétt-
arlögmaður í Reykjavík, hefur verið
skipaður búsfióri til bráðabirgða.
Kröfulýsingafrestur er tveir mánuð-
ir frá því að fyrri auglýsing birtist í
Lögbirtingablaðinu en það mun
verða á allra næstu dögum. _sme
Falleg krækiber má tína viða á iandinu. Það er líka hægt að kaupa þau í búð.
DV-mynd KAE
Berjakílóiö á 135 krónur
Kílóið af krækibeijum er selt á 135
krónur í verslun í Reykjavík. Berja-
spretta er misgóð eftir landshlutum
en hefur tekiö við sér á síðustu vik-
um.
Á Vestfiörðum er sprettan allgóð
og sömuleiðis í Borgarfirði. Sunn-
lendingar hafa séð betri berjatíð en
í ár. Norðlendingar og Austfirðingar
tala um meðalár í berjasprettu.
-pv
Jaöarsbakkasundlaug á Akranesi:
Menn hafa verið óbúlega
bláeygir við áædanagerðina
- kostnaðurinn hefur meira en tvöfaldast
Kostnaður við byggingu Jaðars-
bakkasundlaugarinnar á Akranesi,
sem vígð var í sumar, kemur til með
að Uggja á bilinu 40-45 milfiónir.
Upphaflega var gert ráð fyrir að laug-
in mundi ekki kosta meira en 17,5
milljónir og því er um meira en 100
prósent kostnaöaraukningu að ræða
miðað við upphaflega áætlun. Þessi
framúrakstur á fiárhagsáætlun
byggingarinnar hefur orðið tilefni
mildllar umræðu á Akranesi.
Á bæjarráðsfundi á morgun er
reiknað með að lögð verði fram
skýrsla tæknideildar bæjarins og
framkvæmdanefndar um byggingu
laugarinnar þar sem skýringa á þvi
af hveiju fiárhagslega hhðin hafi far-
ið svo hressUega úr böndunum er að
vænta.
„Menn hafa hreinlega verið ótrú-
lega bláeygir í áætlanagerð yfir hve
mikið eitt stykki sundlaug, flísalögð
í hólf og gólf, myndi kosta. Þegar fiár-
hagsáætlun yfir byggingu sundlaug-
arinnar var gerð var notuð hálfgerð
þumalfingursregla um stærð og
áætlaðan kostnað og því er svo kom-
ið að kostnaðurinn við byggingu
laugarinnar virðist ætla um 20 millj-
ónir fram úr áætlun," sagði Guð-
bjartur Hannesson, skólastjóri og
bæjarráðsfulltrúi á Akranesi, við
DV.
Snemma í sumar voru veittar tæp-
ar 4 milfiónir í aukafjárveitingu
vegna laugarinnar þar sem bæjarráð
lagði allt kapp á að hún kláraðist í
júlí. Á þeim tíma var gerð lausleg
áætlun um stöðu jnála og var talið
að þessar tæpar 4 milfiónir myndu
nægja til að klára verkið. Seinna
kemur síðan í ljós að kostnaðurinn
var kominn langt fram úr áætlun.
„Þegar ákveðið var að flýta bygg-
ingu laugarinnar kom ekkert
óvenjulegt í ljós. Það sem málið geng-
ur út á öðru fremur nú er að kanna
af hverju menn vissu ekkert um
þennan aukna kostnað snemma í
sumar. Þegar skýrsla um hina ýmsu
þætti verksins liggur fyrir kemst
vonandi á hreint hvort kostnaður
laugarinnar getur tahst eðlilegur eða
hvort um gróflega vanáætlun hefur
verið að ræða og ekki síst af hverju
eftirlitsaðilar verksins, tæknideild
Akranessbæjar og byggingamefnd,
hafa ekki vitað betur um þessa þróun
kostnaðarins." -hlh
í dag mælir Dagfari
Þjóðvarðliðið
Allt frá Sturlungaöld hafa menn
höggvið mann og annan og stundað
þrætubókarlistina eins og þeir ættu
lífið að leysa. íslendingar hafa rifist
um bjór og hundahald, frjálst út-
varp og ráðhús, skattheimtu og
launagreiðslur. Menn rífast á
vmnustöðum, menn rífast heima
hjá sér, og jafnvel þegar þeir sitja
einir í bílum sínum bölva þeir
umferðinni og steyta hnefa framan
í alla hina bílsfiórana af einskærri
geðvonsku út í allt og alla. Svo ekki
sé nú talað um flokkadrættina,
enda hefur enginn verið maður
með mönnum nema hafa vit á póht-
ík og sá maður er ekki til sem veit
ekki upp á hár hvemig eigi að
stjóma landinu. Verst er að enginn
þeirra hefur komist til valda. Þeir
komast bara th valda sem ekki
hafa vit á því hvemig á að sfiórna
landinu. Sú ógæfa hefur elt okkur
á röndum aht frá lýðveldisstofnun
og má það merkilegt heita að sér-
hver ráðherra og ríkisstjóm, sem
hér hefur setið, er endhega skipuð
þeim einu mönnum sem hafa ahs
ekki vit á því hvemig eigi að
sfióma landinu.
En svo hefur það gerst eins og
hendi sé veifað að aht í einu hafa
íslendingar sameinast og em hætt-
ir að rífast. Fyrst var það að
landinn sameinaðist um þá stefnu-
mörkun að lækka launin með nið-
urfærslu og þurfti ekki ríkissfióm-
ina th. Hún fékk sér að vísu bjarg-
ráðanefnd og þeir bjargvættir
lögðu th að launin yrðu lækkuð.
En síðan tók Alþýðusambandið
forystu í þessari niðurfærslu og
forseti sambandsins situr nú stöð-
uga fundi með stjómvöldum th að
leggja á ráðin um niðurfærslu
launanna og ríkir um þessa stefnu
ákaflega mikil eindrægni og sam-
starfsvhji.
En jafnframt launalækkuninni,
sem menn hafa tekið fagnandi, hef-
ur skolliö á verðstöðvun sem nýtur
slíkra vinsælda að fagnaðarlætin
berast út um aha flóa og firði og
aðrar koppagrundir. Um tíma
héldu menn að ríkið þyrfti að sefia
upp lögregluvarðsveitir og ifiósna-
hreyfingu th að fylgjast með verð-
laginu, en nú hefur komiö í ljós að
þjóðin hefur öh sameinast í þessu
eftirliti. Hér hefur sprottið upp
nokkurs konar þjóðvarðhð sem
geysist inn í búðirnar og hnnir ekki
látunum í kvörtunum og kærum,
þar sem hver króna er tíunduð.
Kaupsýslustéttin er svo felmtri
slegin að hún veit ekki sitt rjúk-
andi ráð og hringir að fyrra bragði
inn á Verðlagsstofnun til að th-
kynna lækkanir á vöruverði th að
verða ekki fyrir árásum þjóðvarð-
hðsins.
„Hvað kostaði þessi kartafla í
fyrra?" spyr kúnninn og reiðir
kartöfluna yfir höföi sér og kaup-
mannsins. Áuiningja kaupmaður-
inn segir sem er að þessi kartafla
hafi ekki verið til sölu í fyrra og
kúnninn segir aha og horfir tor-
tryggnum rannsóknaraugum á
bæði kartöfluna og kaupmanninn
og trúir því ekki að kartaflan hafi
ekki áður verið th sölu. „Ég borð-
aði þessa kartöflu í fyrra," segir
kúnninn úr þjóðvarðhðinu og
heimtar að vita hvað hún kostaði
þegar hann át hana í fyrra. Kaup-
maðurinn á sér enga vöm í stöð-
unni og verðlagseftirlitið og Dags-
brún og gott ef ekki viðskiptaráð-
herra fá málið til meðferðar og nú
eiga allir skúrkarnir, sem selja
okkur kartöflur sem við átum í
fyrra, yfir höfði sér tugthúsvist og
opinbera hegningu ef þeir gjöra
ekki svo vel að lækka verðið á öll-
um þeim kartöflum og vörum sem
þeir voga sér að selja. Grænmetis-
' salar eru svo skelfdir að þeir neita
að halda uppboð á grænmetinu og
þjóðin hættir að borða prins póló í
refsingarskyni fyrir þá ósvífni Pól-
verja að selja okkur prins póló á
hærra verði heldur en í fyrra. Hvað
eru hka Pólverjar að reyna að
bjarga efnahagsástandinu heima
hjá sér með rándýru pólókexi þegar
íslenska þjóðin er lögst í verðstöðv-
un og hótar tugthúsi ella? Svo eru
menn að segja að íslendingar séu
frjálsir menn í frjálsu landi en Pól-
verjar ekki! Hvíhk öfugmæli.
Það er ekki á hverjum degi sem
svona stemmning skapast. Hús-
bændur og hjú, húsmæður og hús-
karlar eru nú á fleygiferð í inn-
kaupatúrum í verslunum landsins
til að koma upp um skúrkana. Nú
verða þeir að vara sig á þjóðvarð-
liðinu sem þykist vera að kaupa í
búðunum en er í reynd að ifiósna
í þágu vefðstöðvunarinnar. Fram,
fram, vorri þjóð.
Dagfari