Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1988, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988.
^ffi Frjálst.óháÖ dagbiaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11. SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr.
Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
Tekst að skera?
Meginmálið nú þessa daga er, hvort tekst að skera
niður útgjöld ríkisins að einhveiju marki. Fjármála-
ráðuneytið hefur lagt fram tillögur, sem eru til umfjöll-
unar í stjórnarflokkunum. Ungir sjálfstæðismenn leggja
sitt hð. Fjármálaráðherra talar nú um, að afgangur hjá
ríkinu skuli verða um hálfur annar milljarður næsta
ár. Áður hafi verið rætt um 700 milljón króna afgang.
Víst er rétt, að betra væri að fá 1,5 milljarða í afgang,
þegar ^árlagafrumvarp verður samþykkt, vegna þess
að líklegt væri, að lítill afgangur í lögunum snerist upp
í halla. Þá er rétt, að oft hefur verið rætt og samþykkt,
að skorið verði niður hjá ríkinu. En enginn alvöruniður-
skurður hefur orðið. Ríkisstofnanir og ráðuneyti hafa
farið sínu fram. Þrátt fyrir fíárlög hafa þessir aðilar
aukið útgjöld sín og síðan látið ríkið borga brúsann, það
er skattgreiðendur. Vel er, að ungir sjálfstæðismenn
þrýsta á sína menn. Vel er, ef íslenzkir sósíaldemó-
kratar ætla að fylgja fordæmum hinna nýtízkulegri af
erlendum sósíaldemókrötum og minnka ríkisbáknið.
Slíkt væri í samræmi við breytta tíma. Svo vikið sé að
ungum sjálfstæðismönnum, þá voru það þeir, sem hróp-
uðu báknið burt. Verr hefur gengið að fá forystu Sjálf-
stæðisflokksins með í þá baráttu. Þá má búast við fyrir-
stöðu framsóknarmanna við sumum tillögunum um
minnkun ríkisrekstrar. Framsókn er flokka mestur
kerfis- og fyrirgreiðsluflokkur. En það væri ekki í sam-
ræmi við tal framsóknarmanna að undanfómu, ef þeir
yrðu til að stöðva niðurskurð hjá ríkinu. Margir hafa
nú einmitt kunnað að meta það hjá framsóknarmönn-
um, að þeir hafa manna mest bent á efnahagsvandann
og viljað taka hann föstum tökum. Enn er óvíst, hvem-
ig fer í stjórninni. Enn er ekki vitað, hvort samstaða
eða deilur verða innan stjórnarinnar um hugmyndir
um 4-5 milljarða niðurskurð flárlaga. Fólk mun fylgjast
vel með þessu. Vissulega munu ýmsir reka upp rama-
kvein, verði sparað hjá ríkinu. En almenningur ætti að
skilja, að það er af hinu góða, að báknið verði skorið
niður.
Rétt er að líta aðeins á síðustu samþykkt ungra sjálf-
stæðismanna. Þar segir, að þeir hafi um árabil hvatt til
aðhalds og spamaðar í opinbemm útgjöldum. Þá ekki
hvað sízt í undangengnu góðæri, þegar öll rök mæltu
með því, að auknar tekjur þjóðarinnar yrðu nýttar til
að greiða niður erlendar skuldir. Öndvert við þessa
stefnu hafi ríkisútgjöld verið aukin og sjóðum eytt. Þetta
er alvarlegasta meinsemd í efnahagslífi þjóðarinnar og
þungur áfelhsdómur yfir stjórnarstefnu síðustu ára.
Ungir sjálfstæðismenn em því skeleggir í samþykktum
sínum. Þeir gagnrýna flokksforystu flokks síns í raun
með slíkri samþykkt. En það sem þeir segja er hárrétt.
Ungir sjálfstæðismenn segja, að frainkvæma skuli
niðurskurð á ríkisútgjöldum upp á íjóra milljarða króna.
Þetta verði gert með verulegri fækkun ríkisstarfs-
manna, endurskipulagningu og hagræðingu í heilbrigð-
is-, trygginga- og menntamálum, uppskurði í land-
búnaðarkerfinu og með þvi að auka sjáifstæði og ábyrgð
ríkisstofnana vegna rekstrar og framkvæmda. Ungir
sjálfstæðismenn benda og á ríkisfyrirtæki, sem ríkið
ætti að losa sig við.
Nokkur munur er á tillögum ungra sjálfstæðismanna
og flármálaráðuneytisins en ekki svo mikill, að sam-
komulag ætti að verða auðvelt, að minnsta kosti milli
þessara aðila.
Haukur Helgason.
Leiðbeininga-
þjónustan skilar
miklum árangri
Einhver sem kýs aö gera grein fyr-
ir sér sem uppflosnuðum sveita-
manni, búsettum í Reykjavík, gerir
skrif Gunnars Bjamasonar í DV 5.
þ.m. og svar mitt til Gunnars í sama
blaði 17. þ.m. að umræðuefhi í blað-
inu í gær (22. ágúst.).
Hann ber fram tvær spumingar.
Hina fyrri um árangur af starfsemi
leiðbeiningaþjónustu í þágu land-
búnaðar og hina síðari varðandi
hves vegna ríkið greiði fyrir hana
(að hluta).
Mér er ljúft að svara þessum
spumingum eftir þvi sem tök era
á í stuttu máh en kýs að gera þeirri
síðari skil á undan.
Hvers vegna ríkið?
Þannig segir hinn fyrrverandi
bóndi: „Einnig væri fróðlegt að fá
það útskýrt hvers vegna ríkið þarf
að hafa tölvuþjónustu, verkfræði-
þjónustu, húsateikningar og reikn-
ingshald fyrir bændur hjá B.í. Er
ekki nóg af stofnunum í landinu til
að framkvæma þetta og stenst þessi
þjónusta kostnaðarsamkeppni við
þjónustustöðvar í einkarekstri."
Allt þetta sem að framan er nefnt
er hluti af leiðbeiningaþjónustu við
landbúnaðinn.
Leiðbeiningaþjónustan vinnur að
alhliða framfórum í landbúnaöi.
Nánar tiltekið aðstoðar hún bænd-
ur við að ná stöðugt betri og betri
árangri.
Framfarir í landbúnaði leiða til
beinnar lækkunar á búvöraverði,
með því verðlagningarkerfi sem
hér er. Neytendur, og þar með allir
landsmenn, njóta því árangurs af
þessum störfum og hann er mikiU
eins og síðar verður að vikið.
Leiöbeiningaþjónusta . í land-
búnaði er nær alls staðar þar sem
landbúnaður er sæmilega þróaöur
kostuð af viðkomandi ríkjum að
mestu eða öllu leyti.
Hér bera bændur þó verulegan
hluta, eða um helming af heildar-
kostnaði við leiðbeiningaþjón-
ustuna en það kemur einkum fram
í beinum gjöldum þeirra til búnað-
arsambandanna.
Það sem Búnaðarfélag íslands
hefur einkum beitt sér fyrir hin
síðari ár er að efla leiðbeiningar
fyrir nýbúgreinar, lodýrarækt,
ferðaþjónustu, flskeldi og kanínu-
eldi og svo aukna og bætta nýtingu
hlunninda og betri landnýtingu.
Og jafnframt því aö gera nauðsyn-
legar leiðbeiningar í þágu eldri
greina ódýrari án þess að draga úr
þjónustu. Til þess er tölvuvæöing
ágætt tæki - með henni verða
margir hlutir gerlegir sem áður
vora ógerlegir, til dæmis flóknir
og umfangsmiklir útreikningar á
kynbótagildi gripa. Auk þess spar-
ar tölvunotkun vinnuafl sem hjá
B.Í. hefur færst til nýgreina. Með
henni hefur tekist að gera meira
fyrir minna.
„Verkfræðiþjónusta, húsa-
teikningar og reikningshald"
Þetta eru einmitt hinir bráðnauð-
synlegustu hlutir, bæði fyrir ný-
greinar í búskap og eldri greinar.
Með þessari starfsemi er leitast við
að gera byggingar og aðrar fram-
kvæmdir ódýrari og betri og þar
hefur náðst mikill árangur, t.d. í
loðdýrabyggingum. Með bókhalds-
þjónustu og hagfræðileiðbeining-
irni, sem byggjast á niðurstöðum
úr bókhaldi, era menn aðstoðaðir
við að búa betur og aö athuga vel.
sín mál í sambandi við fjárfesting-
ar.
Þessi þjónusta B.í. og búnaðar-
sambandanna er mikið ódýrari fyr-
ir bændur en hjá einkaaðilum og
vitað er fyrir víst að þó að allur
kostnaður væri fyllilega reiknaður
væri B.í. og búnaðarsamböndin,
Kjallarinn
Jónas Jónsson
búnaðarmálastjóri
hvað með öðra. Engin ástæða er til
að draga í efa hlut leiðbeininga-
þjónustunnar.
Því má fullyrða að hún á hlut að
því að nú framleiða mun færri
hendur meira, ef allt er talið, en
fyrir tuttugu árum. Þá vora bænd-
ur taldir um 14% af vinnuafli þjóð-
arinnar en nú um 6%. Leiðbein-
ingaþjónustan á drjúgan þátt í bú-
fjárkynbótunum og auknum afurð-
um búfjárins ár frá ári, sem hefur
leitt til að færri gripi þarf til að
framleiða sama magn, og enn frem-
ur í aukinni og betri ræktun sem
saman hefur leitt til þess að létt
hefur beitarálagi á landið. Þessi
þróun hefur einnig á margan ann-
an hátt leitt til landvemdar.
Augljósastur er þó e.t.v. árangur
leiðbeiningastarfseminnar á sviði
„Framfarir í landbúnaði leiða til beinn-
ar lækkunar á búvöruverði, með því
verðlagningakerfi sem hér er.“
sem hana veita, fyllilega sam-
keppnisfær við einkarekstur á við-
komandi sviðum, eins og þjónusta
þeirra er verðlögð.
Hér mætti einnig spyija hvers
vegna Húsnæðisstofnun ríkisins
rekur teiknistofu og veitir marg-
háttaða verkfræðilega þjónustu
sem húsbyggjendur geta notfært
sér.
Hver er svo árangurinn?
Hinn fyrrverandi bóndi biður
ennfremur um „yfirlit um raun-
verulegan órangur af starfi hvers
af þessum rúmlega 20 ráðunautum
sem starfað hafa hjó félaginu...“
t.d. síðustu 20 árin.
Ráðunautarnir hafa aldrei verið
20 en sleppum því. Árangur af
störfum þeirra er mjög mikill. Þeir
hafa allir átt þátt í framfóram og
þróun landbúnaðarins. Ógerning-
ur er að greina hvað af þessu ber
að þakka rannsóknarstarfsemi,
kennslu í búfræði, leiöbeiningum
og hvað dugnaði og framkvæði
bændanna sjálfra. Þetta vinnur allt
nýgreina þar sem hún hefur bæði
fært grandvallarþekkingu til
bænda og miðlað þeirri reynslu,
sem fengist hefur, á milh þeirra.
Það væri fráleitt að hvetja fjölda
bænda til að taka upp nýjar greinar
sem þeir hafa enga reynslu í án
þess að geta leiðbeint þeim um fjöl-
mörg grundvallaratriði.
Þannig mætti lengi telja einstök
atriði varðandi störf ráðunauta á
öllum fagsviðum en ekki er rúm
fyrir það hér.
Ef hinn „uppflosnaði" viU kynna
sér þetta allt nánar er hann boðinn
velkominn til Búnaðarfélags ís-
lands þar sem honum verður vel
tekið eins og öllum fyrrverandi
sem núverandi bændum. Eins er
honum bent á að lesa Búnaðarritið,
síöustu tuttugu árgangana eöa svo,
en þar er að flnna nákvæmar
starfsskýrslur ráðunauta B.í. og
annarra starfsmanna félagsins.
Þær koma út í febrúar hvert ár og
eru lagðar fyrir Búnaðarþing.
Jónas Jónsson
„Leiðbeiningaþjónustan vinnur að alhliða framförum i landbúnaöi,"
segir f greininni.