Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1988, Page 39

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1988, Page 39
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988. 39 LífsstQI Anna Bjamason DV, Denver Ananas ávöxturinn hefur veriö þekktur í Evrópu allt frá árinu 1600. Það er ekki fyrr en á síðustu árum að hann hefur verið fluttur til íslands ferskur. Niðursoðinn ananas hefur þó verið þekktur á íslandi í mörg ár. Ananas er einkar skemmtilegur ávöxtur sem hægt er að nota á marga vegu. Hann passar vel með flestu kjöti, með fiski, í ábætisrétti, bakstur og alls konar salöt. Hann getur verið uppis'taða í ávaxtasalati og gefur hvaða grænmetissalati sem er ferskt og skemmtilegt bragð. Ananas með pastasalati 1 dós ananasbitar 2 bollar smátt skorið kjúklingakjöt 250 g makaroni bitar eða annað smátt pasta, soðið 2 bollar smátt skomir seflerístönglar Pastasalat með ávöxtum. Hvemig á að skera sundur ananas Takið „blómið“ ofan af. Skerið til helminga og siðan aftur í tvennt. Hreinsið endana og skerið burtu stilkinn í miðjunni. Hreinsið síðan ávöxtinn innan úr með sérstökum, bognum hníf. Skerið ávöxtinn í hæfilega bita. 'á bolli saxaður laukur 'á bolli mjög þunnt sneidd rauð papr- ika Á bolli sundurskomar olífur % bolli majones % bolli sýrður rjómi karrí, eftir smekk 1 tsk. salt Látið safann renna af ananasnum. Hrærið sýrða rjómann og majonesið saman með karrí og salti. Allt annað er látið í stóra salatskál, sósunni hellt yfir og öllu blandað vel saman. Breiðið yfir skálina og látið standa í kæliskáp þar til salatið er borið fram. Ávaxtasalat 1 dós ananasbitar 1 dós niöursoðnar mandarínur 1 niðursneiddur banani 1 ‘á bolli steinlaus vínber 1 bolli litlir marshmallow-bitar 1 bolli kókosmjöl (gróft) 'á bolli pecan-hmetur eða gróft saxað- ar heslihnetur 1 bolli sýrður rjómi eðahrein jógúrt 1 msk. púðursykur Látið safann leka af niðursoðnu ávöxtunum. Blandið svo öllum ávöxtunum saman í skál, með marshmallowinu (þetta em litlir, sætir hnoðrar sem fást í öllum stærri matvöruverslunum). Hrærið sýrða rjómann Oógúrt) með púðursykrinum og smávegis af ávaxtasafanum. Hellið yfir ávextina. Breiðið yfir skálina og kælið í 1-2 klst. eða yfir nótt. Ætlað fyrir fjóra. Ávaxtasalat. Eni cpnÉpmhpr na I.JCUICIiiijci tiBcynnír þu éigandaskipti ökutækis á næsta pósthúsi Ætlar þú að skipta um ökutæki? Frá 1. september fara eigendaskipti fram á póst- húsinu. Þar liggur tilheyrandi eyðublað frammi og þar afhenda seljandi eða kaup- s andi eyðublaðið að útfyllingu lokinni og | greiða eigendaskiptagjald. s Mjög einfalt, ekki satt? BIFREIDAEFTIRLIT RÍKISINS Athugaðu að frá og með 1. september verða eigendaskiptin einungis tilkynnt á pósthúsinu. Þeir sem hafa gert sölutilkynn- ingu fyrir þann tíma á önnur form sölutilk- ynninga eiga einnig að snúa sér til næsta pósthúss. POSTGIROSTOFAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.