Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988. nr 11 Útlönd Hvetur til alþjóða- banns við notkun efnavopna Reagan Bandarikjaforseti ávarpar allsherjarþing Sameinuöu þjóöanna í gær. Simamynd Reuter Steinunn Böö varsdóttir, DV, Washington: í sjöundu og jafnframt síðustu ræðu sinni til fulltrúa allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna í gær hvatti Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti þjóðir heimsins til þess að sam- einast um alþjóðabann viö notkun efnavopna. Forsetinn hvatti þær 112 þjóðir, sem áðild eiga að samkomulagi um bann frá 1925 við notkun eiturgass, að efna til alþjóðlegrar ráðstefnu þar sem rætt yrði um leiðir til að fram- fylgja betur skilmálum samkomu- lagsins. I ræðu Reagans kvað við mun mild- ari tón í garð Sameinuðu þjóðanna 'en í fyrri ræðum hans. Forsetinn, sem oft hefur harðlega gagnrýnt að- gerðir og stefnu Sameinuðu þjóð- anna í alþjóðamálum, bar lof á ár- angursríkar tilraunir Perez de Cuell- ar, framkvæmdastjóra stofnunar- innar, til að koma á vopnahléi í átta ára styrjöld írans og íraks. Hann fagnaði einnig þeirri ákvörð- un Sovétmanna að draga herlið sitt til baka frá Afganistan og aðild Sam- einuðu þjóðanna að þeirri ákvörðun. Þegar Reagan var spurður hvað ylh þessari afstöðubreytingu í garð Sameinuðu þjóðanna sagðist hann ekki hafa breytt afstöðu sinni, þaö væru Sameinuðu þjóðirnar sem hefðu breyst. Þessi jákvæða ræða Reagans kem- ur í kjölfar ákvörðunar bandarísku ríkisstjórnarinnar um að greiða 188 millón dollara skuld Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar fyrir nokkrum vikum. Forsetinn kom víða við í ræðu sinni í gær. Hann notaði tækifærið og fagnaði nýundirrituöu afvopnunar- samkomulagi stórveldanna um fækkun meðaldrægra kjarnaflauga en sagði jafnframt að hliðstætt sam- komulag um fækkun langdrægra flauga yrði að öllum líkindum ekki undirritað fyrr en að ári liðnu. Lögregluljósmyndari skoðar hér byssugat á rúöu í Oakland barnaskólanum í Greenwood i Suður-Karólínu eftir að vopnaöur maöur gekk þar berserks- gang í gær. Símamynd Reuter Byssubófi í bamaskóla Vopnaður maður réðst inn í barna- skóla í Greenwood í Suður-Karólínu í gær, skaut til bana átta ára gamla telpu og særði átta börn og tvo kenn- ara áður en hann sagðist ekki eiga fleiri byssukúlur. Lögreglan gaf ekki upp hver mað- urinn var en hann náðist þegar ann- ar kennaranna, sem hann hafði sært, réðst á hann og hélt honum þar til lögreglan kom á staðinn. Talsmaður lögreglunnar sagði aö maðurinn væri nítján ára gamall en ekki var vitaö um ástæður verknað- arins. Skothríðin í Oakland barnaskól- anum í Greenwood, sem er tvö hundruð og fimmtíu kílómetra frá Charleston, hófst þegar ungi maður- inn gekk inn í kennslustofu og byrj- aði að skjóta úr byssu sinni með þeim afleiðingum aö átta ára stúlka beið bana. Því næst fór maðurinn inn í matsal skólans þar sem hann hélt áfram að skjóta og ferð hans um skólann lauk í annarri kennslustofu þar sem hann lagði byssu sína á kennaraborðið og sagðist vera orðinn uppiskroppa með skotfæri. Fyrr á þessu ári gekk geðsjúk kona berserksgang í barnaskóla í úthverfi Chicago og varð átta ára dreng aö bana. Sú kona svipti sig lífi. Reuter Allt með kyrrum kjórum íYerevan Flestir sovésku hermannanna, sem sendir voru til höfuðborgar Armeníu vegna kynþáttaóeirða, voru kallaðir til baka um helgina, að sögn embættismanna í höfuð- borginni, en samkvæmt Tass- fréttastofunni eru áframhaldandi verkföll og mótmælaaðgerðir í gangi. „Það er órói í höfuðborg Armen- íu. Margar verksmiðjur eru óstarf- hæfar og tugir þúsunda manna hafa verið á Operutorgi í allan dag og fundimir halda áfram,“ sagði Tass-fréttastofan í gær og bætti við að engu að síður hefði ástandið batnað til muna. í sovéska sjónvarpinu vora sýnd- ar myndir frá götum Yerevan sem gáfu í skyn að hlutirnir væru að færast í eðlilegt horf og að sögn fréttamanna var andrúmsloft orðið allt mun eðlilegra. í sjónvarpinu voru sýndar götur iðandi af mannlífi og umferð, búðir voru opnar og sagt var að einungis tuttugu af tvö hundruð og tuttugu verksmiðjum borgarinnar væru lokaðar. Engir hermenn sáust í sjónvarp- inu og talsmaður stjórnvalda sagði að brynvarðir herflutningabílar, sem staðsettir hefðu verið um- hverfis stjórnarbyggingar, hefðu verið látnir fara á laugardag. Reuter HAUST. SJALFSTÆÐISFLOKKSINS GREIÐSLUKORTAÞJONUSTA HRINGIÐ í SÍMA 82900 Skrifstof'un lláaleitisbraiit 1 er opin virka daga frá kl. 9 17 r •“ sf m 2 mm ■ “ ÍfHiA Sjálfstæðismenn, stöndum vörð um Sjálfstæðisflokkinn, eflum flokksstarfið. Gerum skil á heimsendum happdrættismiðum. HAPPDRÆTTI 4 Ford Bronco - 30 Fiat Uno Dregið 7, októker. Heildarverðmœti vinninga 16,5 milljón. fiftt/r/mark i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.