Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Síða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988.
Utlönd
Chuibanov í vftnastúku
Þú ert sakaður um spillíngu.
Teikning Luries
Fyrrum aöstoðarinnanríiásráðherra SovétríKjanna, Yuro Churbanov,
sagði viö réttarhöldin, sem nú fara fram yfir honum og fieirum í Moskvu
vegna spillingar, að hann vildi skila „gjöf' sem hann fékk frá fyrrum
leiðtoga kommúnistaflokksins í Úzbekístan, feröatösku, fullri af pening-
um.
En sovéska fréttastofan Tass sagði að orð Churbanovs, sem hann lét
falla í upphafi vitnisburðar síns við réttarhöldin, hefðu vakiö almenna
andúð og gremíu í réttarsalnum.
Churbanov, sem er tengdasonur Brésnévs, fyrrum Sovétleiðtoga, sagði
réttinum að embættismaður flokksins í Úzbekistan, Umarov að nafni,
heiði fært sér töskuna og sagt að hún væri gjöf frá Sharaf Rashidov, leið-
toga flokksins á staðnum.
„Ég opnaði töskuna og sá þá að í henni voru tíu milijónir króna," sagði
Churbanov. „Mig langaði tíl aö skila henni, en hver átti að fá hana?
Umarov var farinn og mér fannst vandræðalegt að nefna þetta við Ras-
hidov.
Enn órólegt á Haiti
Carmen Christophe kemur til dómshallarinnar I Port Au Prince til aö
láta sverja sig í embætti borgarstjóra. Vegna pappírsvandamála þurfti
að fresta athöfninni. Gamti borgarstjórinn hefur leitað hælis í Dóminik-
anska lýðveldinu.
Símamynd Reuter
Minni háttar eijur voru enn á Haiti í gær, rúmri viku eftír að ungir
herforingjar geröu byltingu í landinu.
Kaþólska útvarpið skýröi frá því að skotbardagar hetðu átt sér stað í
fyrrinótt í bænum Port-de-Paix þar sem uppreisn ungra hermanna gegn
óvinsælum foringjum virtíst halda áfram.
Útvarpiö sagði að hermenn í bænum hetðu afvopnaö óbreytta borgara
um helgina og sent yfirstjóm hersins lista yfir þá menn sem þeir vilja að
fái stöðuhækkun.
Ástandið i Port-de-Paix virðist vera dæmigert fyrir ástandið viðs vegar
um eyjuna þar sem ungir hermenn, sem styðja byltinguna frá 17. septem-
ber, hafa rekið óvinsæla herforingja frá og skipaö sína eigin foringja.
Óvissan, sera þessu fylgir, og getuleysi nýja forsetans, Prosper Avrils
hershöiðingja, við að koma á aga á nýjan leik, gera þaö að verkum að
nær ógerlegt er að átta sig á hvert stefnir hjá þeirri þjóö sem býr við
þetta ástand.
Herinn reynir að friðmælast
Herstjómin í Burma hefur sett upp sérstakan hæstarétt og gripið til
fleiri aðgerða tii að reyna að lægja öldurnar í landinu.
Útvarpið í Rangoon, sem sljómað er af hemum, sendi þau tilmæli til
námsmanna, sem era í felum, að þeir gefi sig fram við yfirvöld og lofaði
að ekki yrði gripiö til aögerða gegn þeim.
í útvarpssendingu, sem náðist í Bangkok, var hins vegar einnig varaö
við því aö þeir sem ekki hlýði alveg fyrirmælum sfjómvalda verði álitn-
ir uppreisnarmenn og muni hörðum aðgerðum verða beitt gegn þeim.
Hundruð námsmanna og annarra þátttakenda í mótmælimum, sem
staöiö haía í sex vikur, hafa flúið tii svæöa sem eru á valdi uppreisnar-
manna, náiægt landamærum Thailands.
Reutor
George Bush bak við ræðupúlt úr heyböggum í Hamp-
ton í gær.
Simamynd Reuter
Michael Dukakis með verðlaunabikar sem demókratar
í New Jersey afhentu honum fyrir að hafa „unnið sigur
í fyrstu kappræðunum". Símamynd Reuter
Ságurræður
og árásir
Steinunn Böðvarsdóttir, DV, Washington:
Forsetaframbjóðendurnir í Banda-
ríkjunum, þeir Michael Dukakis,
frambjóðandi demókrata, og George
Bush, frambjóðandi repúblikana,
héldu kosningabaráttunni áfram í
gær, tvíefldir eftir sjónvarpskapp-
ræðurnar sem fram fóru á sunnu-
dagskvöld.
Báðir notuðu tækifærið á kosn-
ingafundum og skýrðu nánar afstöðu
sína í nokkrum málaflokkum sem
komu upp í kappræðunum en gær-
dagurinn fór að mestu í sigurræður
og gagnkvæmar árásir.
Bush hélt áfram gagnrýni sinni á
frjálslyndi andstæöings' síns sem
stjórnmálaskýrendur repúblikana
segja að varaforsetanum hafi tekist
að sýna fram á á sunnudagskvöld.
Dan Quayle, varaforsetaefni Bush,
kom fram í fyrsta sinn við hlið Bush
síðan flokksþingi repúblikana lauk
fyrir rúmum mánuði. Báðir gagn-
rýndu þeir afstöðu Dukakis til varn-
armála sem og ýmissa innanríkis-
mála og Bush lýsti enn einu sinni
yfir trausti sínu á hæfileika Quayle
til að gegna embætti varaforseta.
Dukakis einbeitti sér að innanrík-
ismálum á kosningafundum sínum í
gær. Hann lýsti yfir vantrausti sínu
á tillögur Bush til að rétta við fjár-
lagahalla ríkissjóðs og sagði að vara-
forsetinn myndi neyðast til að skera
niður framlög til almannatrygginga.
Hann sagði að Bush hefði engar raun-
hæfar tillögur fram að færa í efna-
hagsmálum og myndi ekki færa
Bandaríkjamönnum bjartari framtíð.
Nú þegar rúmlega sólarhringur er
liðinn síðan kappræöunum lauk er
ljóst að þær reyndust engan veginn
sá örlagavaldur í þessari kosninga-
baráttu sem margir höfðu búist við.
Fréttaskýrendur telja að sá stóri
hluti kjósenda, sem enn er óákveð-
inn, 37 prósent samkvæmt niður-
stöðum skoöanakannana, hafi ekki
gert upp hug sinn á sunnudagskvöld.
Niðurstöður skoðanakannana um
frammistöðu frambjóðendanna gefa
hvorugum yfirgnæfandi sigur. í
flestum þeim skoðanakönnunum þar
sem annar er talinn vera „sigurveg-
ari“ er munurinn afar lítill og telja
flestir að frambjóðendurnir hafi
komið jafnir út úr þessum kappræö-
um.
Höfundamir geta
vænst fangelsisdóma
Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló:
Höfundur bókarinnar um norsku
leyniþjónustuna og viðtalsmaður
hans, Alf Meyer, sem skipulagði
norska njósnakerfið á fimmta og
sjötta áratugnum, geta báðir átt á
hættu fangelsisdóm fyrir að hafa
opinberað leyndarmál sem varða ör-
yggi norska ríkisins. Höfundurinn,
Christian Christiansen' kynnti bók
sína á blaðamannafundi í gær.
Norski herinn hefur sett á laggirn-
ar nefnd sem á aö kanna innihald
bókarinnar og sjá til þess aö Christ-
iansen og Meyer verði ákærðir fyrir
brot á þagnarskyldu ef þurfa þykir.
Varnarmálaráðherra Noregs, Jo-
han Jörgen Holst, segist þess fullviss
Sikileyski dómarinn Antonio Saetta
sem á sunnudag var myrtur ásamt
þroskaheftum syni sínum í alvarleg-
ustu árás mafíunnar um nokkurt
skeið. Simamynd Reuter
að norska leyniþjónustan starfi í
samræmi við norsk lög nú í dag. Það
er aftur á móti ljóst að njósnirnar,
sem hafa átt sér stað, bæði innan-
lands og utan, hafa áður brotið í bága
við norsk lög. Þar á meðal er um aö
ræða hleranir innanlands og njósnir
um mestu valdamenn í Noregi.
Varnarmálaráðherrann segist hafa
gengið úr skugga um að ekkert þessu
líkt gerist í dag. Hann segir einnig
að sér beri ekki skylda til þess að
kanna sögu starfsemi leyniþjón-
ustunnar fyrr á árum.
Formaður vinstri sósíalista gerir
sig ekki ánægðan með þessi svör og
krefst nákvæmrar skýrslu um málið.
Og á meöan á þessu stendur heldur
blaðið Verdens Gang áfram að lýsa
Háttsettur dómari á Sikiley, sem
dæmdi aðalguðföður mafíunnar í
ævilangt fangelsi, lét lífið á sunnudag
í byssukúluregni.
Lögreglan sagði að tilræðismenn-
irnir hefðu skotið meira en fjörutíu
skotum, sennilega úr tveimur vél-
byssum, og orðið Antonino Saetta,
sextíu og sex ára gömlum dómara
við áfrýjunarréttinn í Palermo, og
syni hans, Stefano, þrjátíu og fimm
ára gömlum, sem er þroskaheftur,
að bana er þeir óku eftir fáförnum
vegi á suðurhluta Sikileyjar.
innihaldi bókarinnar sem enn er
ekki komin á markaðinn. Blaðið
styrltir mál sitt með viðtölum við
norska sjómenn sem segjast hafa
unnið sem njósnarar fyrir leyniþjón-
ustana. Einn þessara manna var ráð-
inn til þess aö taka myndir og gefa
lýsingar á öllum mikilvægum hafn-
armannvirkjum í Víetnam. „Gögnin
voru síðan send bandarísku leyni-
þjónustunni skömmu fyrir Víetnam-
stríðið í skiptum fyrir fiárhagslegan
og tæknilegan stuðning við norsku
leyniþjónustuna,“ segir blaðið.
Höfundurinn og viðmælandinn eru
báðir hægri menn og hafa alltaf ver-
iö sterkir stuðningsmenn norska
varnarliösins og Atlantshafsbanda-
lagsins.
Saetta, sem áriö 1985 dæmdi aðal-
mafíuforingjann á Sikiley, Michele
Greco (páfann), í ævilangt fangelsi
og hafði einnig átt þátt í fleiri mafiu-
réttarhöldum, er sjötti dómarinn
sem mafían ræöur af dögum á tíu
árum.
Mafían hefur verið að færast í auk-
ana að undanförnu og morðin á
sunnudag eru alvarlegustu afbrot
hennar í nokkurn tíma.
Saetta hafði nýlega farið fram á að
vera fluttur yfir í almenn mál.
Reuter
Mafían myrðir
dómara á Sikiley