Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988.
13
SPENNU
r*
ASTAR
SAGAN
Danfr flytJa út Trvdí
SumarJiði íaleifBaan, DV, Arósum;
Nú hefur veriö ákveðið að selja
eitt stykki eftirlíkingu af Tívolíi
til Japans.
Tivolí, skemmtigaröurinn
frægi í Kaupmannahöfn, var
hinn fyrsti sinnar tegundar í
heiminum þegar honum var
komiö upp fyrir rúmum hundraö
árum. Hefur hann borið hróður
borgarinnar og Danmerkur út
um viða veröld og er vafalaust
eitt af þvi sem Kaupmannahöfii
er hvað þekktust fyrir.
Á aö koma hinu nýja Tívolíi
fyrir í borgmni Okayama nálægt
stórborginni Kyoto í Japan. Er
stefnt að því'að framkvæmdum
þar í landi verði lokið árið 1993
og hljóðar fiárhagsáætlunin upp
á einn og hálfan milljarð danskra
króna.
Gengur málið þannig fyrir sig
að hiö nýja Tívolí í Japan veröur
byggt upp sem nákvæm eftirlík-
ing af Tívolíinu í Kaupmanna-
höfti meö nokkrum undantekn-
ingum þó. Til dæmis verður kín-
verski tuminn í Ti volíinu í Kaup-
mannahöfn aö sjálfsögðu byggð-
ur upp sem japanskur turn í Jap-
an.
Undirbúningur að fram-
kvæmdum fer fram bæöi í Dan-
mörku og Okayama. Á fyrr-
nefnda staönum fer teiknivinna
fram.
Ekki er nóg með aö til standi
aö opna Tívolí í Japan. Nú standa
einnig yfir samningar við New
Orleans í Bandaríkjunum og við
aðUa í Ástralíu. Eru líkur til þess
að samið verði viö þessa aðila á
svipuðum nótum og hina jap-
önsku.
Fyrir aö veita Öðrum heimild
til að byggja upp skemmtigarö að
sinni fyrirmynd á Tívolí í Kaup-
mannahöfn aö fá verulegar
greiðslur árlega. Forystumenn
skemmtigarðsins halda því fram
að fyrir ágóðann af sölu á um-
ræddum réttindum muni Tivolí í
Kaupmannahöfn verða byggt upp
sem enn betri skemmtigarður.
Forsvarsmenn skemmtigarös-
ins vísa á bug þeirri gagnrýni að
útflutningur Tivolís muni draga
úr aðsókn ferðamanna til Dan-
raerkur. Telja þeir einraitt líklegt
að áhrifin veröi þveröfug.
Þeir bæta því jafnframt við að
ekki komi til greina að byggöar
veröi margar eftirlíkingar af Tí-
volíi og að alls ekki verði veitt
heimild til að byggja fleiri slík í
Evrópu.
Vamaðarorð á
áfengisflöskur
---------jjp-----------------
Arma Bjamason, DV, Denver:
Allt bendir til þess að innan
skamms verði framleiðendur
áfengis skyldaðir til að hafa miða
á áfengisflöskum sem seldar eru
í Bandaríkjunum með varnaðar-
orðum landlæknis um hættuna
sem fylgir áfengisneyslu. Slik
varnaöarorð hafa verið á vindlin-
gapökkum í tæpa tvo áratugi.
Viöskiptanefnd öldungadeild-
arinnar hefur einróma samþykkt
tillögur þar aö lútandi. Er þar
gert ráö fyrir sérstökum varnað-
arorðum til barnshafandi kvenna
og annarri setningu með al-
mennri viðvörun um áhrif áfeng-
is á heilsu fólks og vanabindandi
áhrif þess.
Snigill fér hraðar
Gizux Helgasan, DV, Reeranaes;
Bréf frá Göttingen til Berlínar
var sjö ár og flmm mánuði á leiö-
inni enda þótt nafh og heimilis-
fang móttakanda hefði verið
skráð bæði skýrt og rétt á um-
slagiö.
Á milh borganna eru 331 kíló-
metri og hefur hraðinn á bréflnu
því veriö 5,16 metrar á klukku-
stund. Til samanburðar má geta
þess að snigill getur auöveldlega
koraist 5,25 metra á klukkustund.
Útlönd
Hljótt kringum flóttamenn
Stjórnin í Bonn hefur fram að
þessu reynt að halda því leyndu
hversu margir A-Þjóðverjar hafa
leitað hælis hjá fulltrúum V-Þýska-
lands í Berlín. Vegna ástandsins milli
þýsku ríkjanna tveggja er ekki hægt
að tala um eiginlegt sendiráö en í
reynd er munurinn ekki ýkja stór.
V-þýska blaðiö Bild am Sonntag
skýrði frá því í fyrradag að hundrað
og fimmtíu A-Þjóðverjar hefðu á
fyrstu átta mánuðum ársins leitað
skjóls hjá v-þýsku fulltrúunum í V-
Þýskalandi. Einstaka flóttamenn
hafi fengið næturgistingu hjá v-
þýsku fulltrúunum og nokkrir dval-
ist í allmarga daga.
V-þýsku fulltrúarnir hafa ætíð haft
samband við a-þýska lögfræðinginn
Wolfgang Vogel og skrifstofur hans
hafa veriö sem tengihður við a-þýsk
yflrvöld. í flestum tilfellum hafa
flóttamenn ekki getað fengið hundr-
aö prósent vissu fyrir því að geta flutt
úr landi en alltaf fengið loforð fyrir
því að engin hegning fylgdi í kjölfar
flóttatilraunarinnar en svo túlkast
það þegar leitað er skjóls hjá v-þýsku
fulltrúunum.
Flest sendiráð vesturvelda verða
fyrir heimsóknum óánægðra A-Þjóð-
verja ár hvert og málin eru þvínæst
alltaf leyst í kyrrþey.
Þessi
tryggja
góða bók
M
SNORRAHÚS
STRANDGÖTU 31 • PÓSTHÓLF 58 602 AKUREYRI SÍMI 96-24222
Ní ÚIGÁFA- SP&INANDI B/tKUR
Fóst í bókabúðum og blaðsölustöðum um land allt