Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988.
15
Grái (peningamarkaðsjfiðrmgurinn
„Hér er atvinnupólitikus sem - ef hann heldur velli i Alþýðubandalaginu
- á víst sæti i gamla bankakerfinu," segir greinarhöfundur. - Olafur
Ragnar Grimsson, formaóur Alþýóubandalagsins.
Margir uröu til aö lyfta brúnum
um áriö þegar Vilmundur heitinn
Gylfason sló því fram í sjónvarps-
kappræöu við Lúðvík Jósepsson -
og þrætueplið var vaxtastefnan -
aö það væru einmitt menn eins og
Lúövík og hans líkar sem ríktu í
bankakerfmu og viðhéldu vandan-
um (neikvæöum vöxtum) af ásettu
ráði.
Áhorfendur voru því auðvitað
óvanir að rauðliðar væru bendlaðir
svo beint við uppsprettu kapítals-
ins enda flýtti Lúðvík sér að taka
ofan gleraugun (sálfræðileg við-
brögö, sögðu sumir!) og neitaði sak-
argiftum. '
En Vilmundur vissi vel hvað
hann söng. Bæði Lúðvík Jósepsson
og Einar Olgeirsson sátu t.d. í
stjóm Landsbanka íslands og Al-
þýðubandalagið hafði heilshugar
tekið undir það með hinum flokk-
unum að gera íslenska bankakerfiö
að póhtísku apparati.
Þá var viðhorf rauðhða til Seðla-
bankans mjög jákvætt frá upphafi.
Það er í gegnum þessar stofnanir,
ekki síður en ríkisstjórn og Al-
þingi, sem markmið pólitíkusa nást
- svo ekki sé talað um feitu stöð-
urnar sem fljóta með. Ekkert gleð-
ur stjórnmálamenn eins og tæki-
færið til að hygla útvöldum úr sam-
eiginlegum sjóðum fólksins. En
þessi óstjórn fjármagnsins, sem er
gerð möguleg með bindiskyldu og
öðrum hókus pókus aðferöum mið-
stýringar, er helsta orsökin fyrir
þúsundfóldun verðlags hér á að-
eins þrjátíu árum.
Því var það hvorki fyrir tilviljun
eða í óþökk þorra þingmanna er
Ólafur Ragnar Grímsson hengdi
bakara fyrir smið með fólskulegri
árás og alhæfingum um fijálsa
(„gráa'j peningamarkaðinn. Hér
er atvinnupólitíkus sem - ef hann
heldur velli í Alþýðubandalaginu -
á víst sæti í gamla bankakerfmu.
Kjallariim
Jóhannes Björn
rithöfundur
Þótt frjálsi markaðurinn velti að-
eins litlu broti miðað við pólitíska
bankakerfið þá er hann augljós
ógnun viö gamla fyrirgreiöslu- og
bitlingakerfið. Ef þessi markaður
fær að þróast hér eins og hjá öðrum
frjálsum þjóðum á velta hans eftir
að aukast um 400-500% á stuttum
tíma.
Hrun landsbyggðarinnar
Pólitísk stýring bankakerfisins
og hrun landsbyggðarinnar eru
samtvinnaðir hlutir. Öll vitum við
hvemig miðstýrður landbúnaður
hefur leikið jafnt búmenn sem
þjóðina og nú er frystingin að feta
í fótsporin. Málið er einfalt. Sam-
bandið og Sölumiðstöðin eiga verk-
smiðjur hér og erlendis sem vinna
frosinn fisk. Þrátt fyrir áratuga ein-
okun og reynslu treysta þessi fyrir-
tæki sér ekki til að keppa um hrá-
efnið hér heima á frjálsum markaði
og beita yfirvöldum fyrir sig til að ‘
hindra aðra í að skapa þjóðarbúinu
hærri tekjur. Og til aö bæta gráu
ofan á svart kallar frystingin yfir
okkur reglulegar gengisfellingar.
Frosinn matur er alltaf verri en
ferskur. Frysting er geymsluaðferö
sem eyðileggur mat. Þess vegna er
þessi „besti fiskur í heimi“ seldur
fyrir smáaura á bandarískum
skyndibitastöðum á borð við Bur-
ger King og Long John Silver. Hins
vegar kostar fiskréttur úr fersku
hráefni á góöum staö í New York
allt að 55 dollara. Hvor aöilinn
skyldi betur í stakk búinn til að
borga vel fyrir gott hráefni?
Það er til marks um breytta tíma
að Japanir kaupa mikið af ferskum
fiski á uppboðsmarkaði í New York
og fljúga meö hann í 26 tíma til
Tokýo. Miðað við þessar vega-
lengdir er ísland rétt við bæjar-
dyrnar á mörkuðum með hundruð
milljóna manna. Maöur gæti vel
ímyndað sér að lífleg atvinnustarf-
semi gæti risið á stöðum eins og
Hornafirði, Neskaupstað og ísafirði
þar sem fiskur væri flokkaður,
flakaður og sendur ísaður í flugi
beint á markaði í Evrópu og Amer-
íku. Frystikóngarnir hafa rangt
fyrir sér þegar þeir gefa í skyn að
fólk á þessum stöðum þurfi að
stunda óhagkvæma atvinnubóta-
vinnu við að gera fisk verðminni.
Og það er líka miklu skemmtilegra
fyrir ungt fólk að fljúga flugvélum
en handlanga blokk á milli frysti-
klefa!
Það er ekki af umhyggju fyrir
fólkinu á landsbyggðinni að póli-
tíska bankakerfið heldur afdönk-
uðum fyrirtækjum á floti. Þvert á
móti stendur þessi fyrirgreiösla í
vegi fyrir eðlilegri atvinnuþróun
og það er ógæfa okkar allra að Sam-
bandið og fleiri skuli ríghalda í
þessar misheppnuðu fjárfestingar.
Það er tímaskekkja að láta stjórn-
málamenn vasast í bankamálum
og þeir ættu líka að gefa Seðlabank-
ann eftir.
Fiðringur í kerfinu?
Óháöi peningamarkaðurinn ligg-
ur vel við höggi á tímum okurvaxta
og spákaupmennsku í þjóðfélaginu.
Sannleikurinn er þó sá að þessi
starfsemi á enga sök á óstjórn pen-
ingamála hér. Ef eitthvaö þá ætti
þessi markaöur aö stuðla að lægri
vöxtum og jafnvægi þar sem hann
leiðir saman kaupendur og seljend-
ur verðbréfa. Vissulega verður að
setja strangar reglur um alla pen-
ingastarfsemi, tryggja að velsæmis
sé gætt og hagsmunum viðskipta-
vina borgið.
Þrátt fyrir vaxtaverki er frjálsi
markaðurinn skref í rétta átt -
burt frá peningalegri miðstýringu
sem hefur þjakaö þjóðina í marga
áratugi. Ummæli Olafs Ragnars og
fleiri stjórnmálamanna þessa dag-
ana sýna að þeir ætla ekki að láta
ýta sér frá kjötkötlunum án átaka.
Eða kannski er þetta bara grár fiör-
ingur í kerfi sem er að ganga sér
til húðar.
Jóhannes Björn
„Ekkert gleður stjórnmálamann eins
og tækifærið til að hygla útvöldum úr
sameiginlegum sjóðum fólksins.“
Era íslendingar að verða of fjölmennir?
Fyrir nokkru var sýnd í sjón-
varpi, með skýringarmyndum,
gróðureyðing landsins okkar og
hugsanlegar orsakir nefndar. Telja
má víst að þau rök séu rétt, að
maðurinn, við, höfum séð um þau
spell sem unnin hafa verið á gróð-
urlendinu, að mestum hluta. Við
þetta hljóta aö vakna margar
spumingar og alls konar svör birt-
ast aftur og aftur í fjölmiðlum en
yfirgnæfandi er nefndur einn böl-
valdur og það er íslenska sauðkind-
in. Oft er henni formælt og engu
líkara en skepnan fiölgi sér aö eigin
geðþótta, bara í þeim tilgangi að éta
landsgróðurinn til þurrðar, okkur
út á gaddinn og gróðurlaust land.
Við stjórnum
Nú ættu flestir að vita að flölda
sauðfiár hér á landi er stjórnaö og
það af okkur sjálfum. Kindumar
fá þar engu um ráðið (það er hleypt
til, sem kallað er). Kjarnfóðri er
dælt í skepnumar svo að viðkoman
verði sem mest, úrvalshrútar vald-
ir til frekari frjósemi o.s.frv. Þetta
er svo sem gott og sjálfsagt, að nýta
hverja skepnu sem best og spara
dýrmætt land og gróður eða það
sem eftir er af gróðri. En aðalatrið-
ið er að það er ekki sauðkindin sem
hugsar um fiölgun og eðlilegan
fiölda tegundarinnar. Það erum við
mennirnir sem stjómum því atriði.
í dag er ógeðfelld offramleiðsla á
dilkakjöti hér á landi. Vegna þess-
arar offramleiðslu gengur á gróð-
urvana landið okkar og það rýrnar
stöðugt, okkur til skaða, skammar
og skapraunar. Öskuhaugarnir
stækka að sama skapi, fylltir upp
með ónýtum matvælum sem sjálf-
sagt væri að nýta hungruðum
heimi til saðningar og lífsvonar,
það er að segja því fólki sem þegar
er fætt en ekki til fiölgunar tegund-
inni sem nú þegar ofhleður plánet-
una.
Nei, við menn ættum að hætta
Kjallariim
Örn Jónsson
rafeindavirki
þeirri iðju að kenna skepnunum
um óstjórnina og nota okkar sér-
stæða lífiæri, heilann, og stjórna
framleiðslunni, meðal annars
framleiðslu dilkakjöts sem er
ásamt fiskinum okkar ein hollasta
fæða sem plánetan gefur af sér. Að
verja sauðkindina, sem hefur fætt
okkur og klætt undanfamar aldir,
var ekki kveikjan að þessu greinar-
korni heldur er miklu stærra
vandamál efst í huga mínum. Það
er hrikalegasta vandamál jarðar-
innar, offiölgun okkar eigin teg-
undar þar sem við erum á góðri
leið með að útrýma okkur sjálfum.
Þetta eru stór orð en ekki stærri
en efni standa til.
Auðlindir og atvinnugreinar
Varðandi okkur íslendinga að-
hyllist ég þá skoðun að fiöldi okkar
sé nú í hámarki eða svo gott sem.
Margir samþykkja þessa fullyrð-
ingu eflaust ekki án umhugsunar.
Þess vegna er vert að nefna nokkur
atriði og velta þeim gaumgæfilega
fyrir sér. Við lifum sameiginlega
eingöngu á því sem landið gefur af
sér, þ.e. útflutningi, og þó við höf-
um lifað á erlendum lánum í all-
langan tíma aö undanfórnu þá
verðum við aö greiða þau og það
með vöxtum. Hvernig sem við höf-
um nú hugsað okkur að gera það.
Athugum þá auölindir okkar:
a) Aðalauðlind okkar, fiskistofn-
arnir: Fullnýttir og sumir rúm-
lega það.
b) Beitiland og gróður: Fullnýtt og
raunar höfum við gengið stór-
lega á þann forða sem við tókum
við þegar landnám hófst. Ath.,
þetta verður ekki bætt með of-
notkun áburðar (sem er eitur
að vissu marki) en mætti bæta
með sáningu og natni en er sein-
legt.
c) Hvalastofnarnir: Ofnýttir og
þarf varla fleiri orð um það.
d) Veiðiár: Fullnýttar og þar að-
gangur bannaður nema erlendu
kóngafólki og erlendum milljón-
erum, ásamt nokkrum vel stæð-
um íslendingum sem fækkar nú
óðum.
e) Fiskirækt: Spyrjið stjómmála-
menn hvað þeir álíta varðandi
„Varðandi okkur Islendinga aðhyllist
ég þá skoðun að fjöldi okkar sé nú í
hámarki eða svo gott sem. Margir sam-
þykkja þessa fullyrðingu eflaust ekki
án umhugsunar.“
„Nú ættu tlestir að vita að fjölda sauðfjár hér á landi er stjórnað og það
af okkur sjálfum,“ segir hér.
þá atvinnugrein og hvaða stuðn-
ing ætti að sýna henni.
f) Loðdýrarækt: í dag vita flestir
hvernig hún gengur.
g) Smáiðnaður með útflutning í
huga: Lítill, þó möguleikar leyn-
ist þar eflaust ef verðbólga og
fiármálaóreiða lagast.
h) Stóriðja: ÍSAL og Járnblendið,
hvað gefa þau okkur í útflutn-
ingstekjur á ári?
i) Orka fallvatna: Ekki nýtt nema
að hluta en frekari nýting henn-
ar leiðir af sér stóriðju sem aftur
á móti skapar okkur það sama
vandamál sem er að kaffæra
Evrópu og reyndar jarðarkúl-
una alla, mengun og lífdauða í
umhverfinu en í besta falli
óholla vinnu fyrir nokkur
hundruð íslendinga sem verða
að hætta hefðbundnum at-
vinnugreinum vegna mengunar
lands og sjávar. Hér langar mig
að skjóta inn nokkrum orðum
íslenskrar konu sem búsett hef-
ur verið í Svíþjóð sl. 30 ár, í
nágrenni Gautaborgar og Volvo
(viðtal í Mbl. í ágúst ’88):
„Hér hafa verið stöðugar fram-
farir og síaukin velmegun en
framfarirnar hafa reynst
landinu dýrkeyptar. Við erum
að eyðileggja jörðina, svo mikil
er mengunin. Skógardauðinn
■ farinn að gera alvarlega vart við
sig og vötnin dauð.“ Er þetta
æskileg framtíðarsýn fyrir ís-
lendinga og landið okkar?
j) Ferðamannaiðnaður: Vafa-
samt að auka hann verulega,
bæði vegna þess að hann byggir
á velferð annarra þjóöa og er því
óöruggur og einnig gildir þaö
sama um hann og stóriðjuna.
Hann mengar og skemmir
landið okkar ef ekki er mjög vel
að honum staðið.
Hér á undan hafa veriö nefnd
nokkur rök gegn því að íslensku
þjóðinni fiölgi nokkuð að ráði úr
því sem nú er og verðum við að
fara að hugsa okkar gang strax.
Almenningur verður að vakna til
vitundar um hvað landiö getur fætt
marga munna á sómasamlegan
hátt. Auðlindirnar aukast ekki í
hlutfalli við fólksfiölgun hér frekar
en í öðrum löndum.
örn Jónsson