Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Síða 17
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988. 17 Lesendur Hreindýr lagt að velli. Framtíðarsýn I sauðfjárslátrun? Veiðileyfl í stað sláturleyfa Gunnar S. hringdi: Nú, þegar verið er aö ræða um hinn mikla kostnað hjá sláturhúsunum, sem hann vissulega er, dettur mér í hug hvort ekki megi leysa þetta stóra mál með öðrum hætti og þá á þann veg að í stað þess að haustslátrun fari fram í sláturhúsunum þá verði gefin út veiðileyfi, líkt og tíðkast vegna veiði hreindýranna. Eg held að þetta ætti ekki aö verða stórmál ef vel er að staðið. Land- búnaðarráðuneytið myndi láta búa til heildarkvóta fyrir „haustveiðar" og síðan myndiVerða auglýst veiði- leyfi fyrir Pétur og Pál og menn sæktu síðan um. Þá kæmi líka í ljós hvort áhugi er fyrir hendi og þar með hvort almenningur vill yfirleitt borða kinda- og lambakjöt mikið lengur. Þarna gætu auðvitað hótel- og veit- ingahúsaeigendur gert góð viðskipti, svo og allur almenningur. Nú spyr kannski einhver sem svo; hvar á þá að slátra? í sláturhúsunum, að sjálf- sögðu, en hver og einn sjái um slátr- un á sínum kindum sjálfur. Veitinga- húsin fengju þó heimild til að slátra á „heimavelh“, þ.e. í kjötvinnsluher- bergjum sínum, þau eru orðin svo fullkomin, hvort eð er, allt físalagt í hólf og gólf. Aðrir myndu þurfa að sækja um „heimild" til slátrunar, rétt eins og nú þarf að gera til þess að fá að sigla með ferskfiskinn. Það þyrfti að sjálf- sögðu að koma upp sæmilegu bið- skýli við landbúnaðarráðuneytið fyrir þá sem bíða alla nóttina eftir veiði- og sláturleyfi! Þarna gæti land- búnaðurinn slegið sjávarútveginum við því að ekkert biðskýli er enn komið fyrir þá sem bíða næturlangt eftir siglingaíeyfi. Þeir verða að hír- ast í bílum sínum alla nóttina. Ég skora á ráðherra hinnar nýju ríkisstjórnar að láta kanna lausn sláturhúsavandans á þann hátt sem ég hefi nefnt hér. Ég er viss um aö þetta fellur vel í kramið hjá mörgum ráðherranna í væntanlegri vinstri stjórn því að þeir munu hvort eð er ætla að byggja sína stjórnun á leyfis- veitingum að meira eða minna leyti. Slæm þjónusta ívar Atlason hringdi: Mig langar til að kvarta yfir afar dónalegu viðmóti eins afgreiðslu- manns hjá Sjónvarpsþjónustunni sf. í Síðumúla. Umræddur afgreiðslu- maður var- beðinn um upplýsingar varðandi loftnetsgreiðu og festingu fyrir hana á húsþak. Ég hafði ekki í hyggju að kaupa loftnetsgreiðuna, þar sem ég átti hana fyrir, heldur festinguna. Þetta virðist hafa farið svo óskap- lega í, ég vil segja, „peningataugar" mannsins aö mér var ekki veitt sú afgreiðsla sem aðrir myndu í flestum tilfellum hafa veitt. Skap mannsins virtist vera alveg að þrotum komið eftir að hann hafði eytt tíma í að „krota“ á blaö mögu- lega uppsetningu greiðunnar á þak- ið. Þegar ég baö um ögn nánari upp- lýsingar tók maðurinn blaðið og reif það fyrir framan mig. Ég vona að sá afgreiðslumaður Sjónvarpsþjón- ustunnar sf. sem í hlut á sjái að sér og breyti framkomu sinni gagnvart öðrum sem kannski flokkast undir „óarðbæra" viðskiptavini eða þá taki sér annað starf fyrir hendur, t.d. lág- erstarf, íjarri búðarboröinu. Pajero og Range Rover Merktar aurhlífar. Svartar lugtargrindur. Merktir hliðarlistar. • Úrval af aukahlutum Sendum í póstkröfu samdægurs! ................... - Nöldursf. Varahlutaverslun Akureyri, Símar 96-21365 og 96-21715. >«?<) hðþckju. Toyota Tercel '83, ekinn 93.000 km. MMC Galant ’87, ekinn 9.000 km. Cherokee Laredo ’87, ekinn 32.000 km. MMC Pajero ’87, ekinn 40.000 km. BÍLAR Til sölu notaðar bifreiðar í eigu umboðsins EGILL VILHJALMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 - 77202 ÍX Sífellt fleiri framleiðendur og verslunar- eigendur taka strikamerki í þjónustu sína. Strikamerki eru til mikilla bóta, bæði fyrir kaupmenn og neytendur. Á morgun verður fjallað á neytendasíðu um strikamerki og hvert gagn er af þeim. ísland er aðili að EAN, alþjóðasamtök- um um notkun strikamerkja. Enn sem komið er er þó notkun þeirra ekki mikil á íslandi. Heildarvelta í verslun á íslandi er talin vera um 35 milljarðar á ári. Notkun strikamerkja ertalin spara 1 %. Fyrir þá upphæð mætti kaupa aflestrar- búnað fyrir 450 verslanir. Nú fer senn að líða að jólum. Næstu mánuði nota eflaust margir til þess að leggja gólfefni hjá sér. Á morgun birtastá heimilissíðum nokkrar upplýsingar um reglur til að styðj- ast við um val á gólfefni. M.a. verð- ur birt tafla yfir hlýleika, endingu, vatnsþol, andrúmsloft og fleiri þætti-gefnar eru einkunnir. Tekin verða fyrir dúkefni, korkur, teppi, parket og steinefni. Skoðað verður hvernig hin ýmsu efni henta fyrir gang, stofu, eldhús o.s.frv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.