Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Side 31
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988. 39 x>v Hjalti Þórarinsson yfírlæknir fór holu í höggi í annað sinn Einn Hörkutólanna, Hjalti Þórar- insson læknir, fór holu í höggi í ann- að sinn á ferlinum fyrir rúmri viku. Golfhollið Hörkutólin var þá að spila á Korpúlfsstaðavellinum. Afrek sitt vann Hjalti á annarri braut, holu 2. „Þetta er útborgunardagur hjá mér,“ sagði Hjalti þegar hann spilaði golf á Korpúlfsstaðavelhnum á laug- ardaginn. Hann hafði þá nýlokið við að greiða félögum sínum, Guðmundi Ingva Sigurðssyni og Magnúsi Þ. Torfasyni, sína viskíflöskuna hvor- um. Fjórði félaginn, Guðjón Eyjólfs- son, drekkur ekki og þess vegna fékk hann tólf golfkúlur í kassa í staðinn. Þetta var samningsbundið. Sá fé- laganna sem færi holu í höggi yrði að láta hina fá viskíflösku. Hjalti hafði einu sinni áður farið holu í höggi í golfi. Það var á ann- arri brautinni á Grafarholtsvellinum fyrir nokkrum árum. „Hann má bókstaflega ekki sjá holu númer 2,“ segja félagar hans í Hörku- íólunum um afrek Hjaita. -JGH Hjalti Þórarinsson, læknir á Landspítalanum, hefur tvisvar sinnum farið holu í höggi á ferlinum. Seinna skiptið var fyrir rúmri viku á Korpúlfsstaðavellinum. DV-myndir GVA Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavikur: Það er sprenging í golfinu „Það er sprenging í golfíþróttinni um þessar mundir. Áhuginn er að aukast gífurlega," segir Björgúlfur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur, um golf- íþróttina. Að sögn Björgúlfs eru tæplega 30 golfvelhr um allt land. Á höfuðborg- arsvæðinu ög næstu bæjum í kring eru um tíu golfvellir. Það er nánast kominn golfvöllur í hvem kaupstað landsins. Golfklúbbur Reykjavíkur er elsti golfklúbbur landsins. Hann var stofnaður árið 1934. Almennt er sagt að frá og með þeim tíma hefjist golf- leikur á íslandi. „Það er útiveran sem gefur golfinu gildi. Þetta er skemmtileg keppnis- íþrótt og feikigott fjölskyldusport. Fjölskyldan gengur saman, talar saman og slær saman.“ Björgúlfur segir að hægt sé að spila golf langt fram eftir aldri. „Það er hægt að spila golf svo lengi sem menn geta staulast áfram. Það er þess vegna hægt að nota kylfuna sem staf, ef því er að skipta," segir Björgúlfur. -JGH Björgúlfur Lúðviksson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur. Lífsstai Nokkrar golfkúlur Fjögur þúsund Talið er að um fjögur þúsund manns spili golf nokkuð reglulega á íslandi. Um þijú þúsund eru fé- lagar í golfklúbbum landsins og um eitt þúsund eru sagðir spila golf nokkuð reglulega á hinum og þess- um völlum án þess að vera félagar í golfklúbbi. Fimm vellir Fimm golfvellir voru á íslandi fyrir 20 árum. Um tíu vellir voru komnir fyrir 10 árum og nú eru vellimir um 30 talsins. Bæði iðk- endum og völlum íjölgar stöðugt. Þegar vantar nokkra velli á höfuð- borgarsvæðinu. Golf á 16. öld Vitað er að golf var spilað í Skot- landi og Hollandi á sextándu öld. Til era 400 ára gamlar reglur um það hvemig menn eiga að haga sér á golfvöllum. Vinsælt sjónvarpsefni Golf er með vinsælasta sjón- varpsefni sem til er. Fáar íþrótta- greinar fá jafnmargar beinar út- sendingar á besta sjónvarpstíman- um og einmitt golf. Margir fylgjast spenntir með íþróttinni án þess að hafa nokkurn timann svo mikið sem farið á golfvöll. -JGH yiNNUR X UAUGAR»ÖGUW1? Vinningstölurnar 24. september 1988 HEILDARVINNINGSUPPHÆÐ: 8.632.929,- Fimm tölur réttar kr. 5.007.768,- skiptast á 2 vinningshafa, kr. 2.503.884,- á mann. Bónustala + fjórar tölur réttar kr. 537.676,- skiptast á 4 vinningshafa, kr. 134.419,- á mann. Fjórar tölur réttar kr. 927.360,- skiptast á 252 vinningshafa, kr. 3.680,- á mann. Þrjártölur réttar kr. 2.160.125,-skiptastá 7855vinningshafa, kr. 275,-á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.