Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Blaðsíða 32
40 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988. Erlend myndsjá Beðið fyrir keisaranum Hirohito keisari í garði sínum. Símamynd Reuter Gamall maður í herklæðum vottar keisaranum virðingu sina. Símamynd Reuter 'V Afr.*' 1 > , Tugir þúsunda Japana létu rigningu ekki á sig fá og biðu um helgina ettir að komast að til að rita nöfn sín á lista með heillaóskum keisaranum til handa. Símamynd Reuter Um helgina höfðu rúmlega þrjú hundruð þúsund Japanir skráð nafn sitt á lista í höll Hirohitos Japanskeisara yfir þá sem óskuöu honum góðs bata. Hinn 87 ára gamli keisari hefur verið hluti af daglegu lífi Japana í meira en sextíu ár og er líklega „síðasti keisarinn". Þegar hann komst til valda var opinberlega lit- ið á hann eins og guð en sonur hans, krónprins Akihito, mun hefja valdaferil sinn sem venjulegur maður. Eftir að Japanir biðu ósigur í seinni heimsstyrjöldinni hætti Hiröhito að hafa pólítísk völd en samt sem áður varð vart við mik- inn titring á fjármálamörkuðum í Japan við fregnirnar um veikindi keisarans. Leiðtogar stjórnarinnar frestuöu öllum opinberum athöfn- um og hátíðahöldum í tilefni haust- komunnar var einnig frestað. Japanskir glímukappar voru meðal þeirra sem óskuðu keisaranum alls góðs. Símamynd Reuter Hirohito treysti sér til þess að horfa á japanska fjölbragðaglímu í sjónvarpinu um helgina og meðal þeirra sem komu til keisarahallar- innar í gær með bataóskir voru glímukappar. Auk áhuga á íþróttum hefur það verið áberandi hin síðari ár hversu mikinn áhuga keisarinn hafði á blómum og marglyttum. Margir muna þó betur eftir honum í her- klæðum en venjulegum jakkaföt- um með stráhatt. Reuter Ungar stúlkur biðja fyrir keisaranum fyrir utan höl Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.