Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1988, Side 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1988.
Fréttir
Skoðanakönnun Hagvangs:
Allir fjórflokkamir
tapa til Kvennalistans
- A-flokkamir halda illa á þeim sem kusu þá síðast
Samkvæmt niðurstööum skoð-
anakönnunar Hagvangs hafa
stjórnarflokkamir fylgi 41,8 pró-
senta þjóðarinnar. Þeir vinna hins
vegar allir á frá síðustu könnun
Hagvangs. Könnun Hagvangs var
gerð dagana 21. til 30. september
eða frá þriðja degá stjórnarmynd-
unartilrauna Steingríms og fram
að öðrum degi ríkisstjórnar Stein-
gríms.
Ef aðeins eru teknir þeir sem
tóku afstöðu í könnuninni sögöust
11,4 prósent kjósa Alþýðuflokkinn
ef kosið yrði nú. 21,3 prósent sögð-
ust kjósa Framsókn, 30,1 prósent
Sjálfstæðisflokk, 8,3 prósent Al-
þýðubandalag, 3,3 prósent Borg-
araflokk og 24,0 prósent Kvenna-
hstann. 0,8 prósent sögðust kjósa
Stefán Valgeirsson en aörir flokkar
fengu minna.
Hagvangur kannaði sérstaklega
hreyfmgar á fylgi milli flokka. Ekki
vildu allir svarendur gefa upp hvaö
þeir kusu síðast. Því er ekld algert
samræmi á milli hlutfalls þeirra
sem segjast ætla að kjósa ákveðinn
flokk aftur miöaö við niðurstöður
síðustu kosninga og þess fylgis sem
viðkomandi flokkur fékk í könnun-
inni.
Af þeim sem kusu Alþýöuflokk-
inn síðast segja 64,2 prósent ætla
aö kjósa hann aftur. Flokkurbin
hefur þvi tapaö 35,8 prósent af fylgi
sínu frá kosningunum. 19,4 prósent
fara til Kvennalista, 9 prósent til
Framsóknar og 7,5 prósent til Sjálf-
stæðisflokks. Af 11,4 prósent fylgi
Alþýöuflokksins nú eru 89,6 pró-
sent frá gömlum kjósendum flokks-
ins en 10,4 prósent eru nýir fylgis-
menn.
Af þeim sem kusu Framsóknar-
flokkinn síöast ætla 80 prósent að
kjósa hann aftur. Mest af fylgi sínu
Gunnar Maack, viðskiptafræðingur hjá Hagvangi, skýrir niðurstöður
DV-mynd GVA
skoðanakönnunar fyrirtækisins.
hefur flokkurinn tapað til Kvenna-
listans, eða 10,6 prósentum. 3,5 pró-
sent fara til Sjálfstæðisflokks, 2,4
prósent til Alþýöubandalags og 3,6
prósent skiptast jafnt á milh Al-
þýðuflokks, Borgaraflokks og Stef-
áns Valgeirssonar. Af 21,3 prósent
fylgi Framsóknar nú eru 78,2 pró-
sent frá gömlum kjósendum flokks-
ins. Af fylgi Framsóknar nú kemur
hins vegar 6,9 prósent frá Alþýðu-
flokki, 5,7 prósent frá Sjálfstæðis-
flokki, 3,4 prósent frá Kvennalista,
2.3 prósent frá Alþýðubandalagi og
3.5 prósent annars staðar frá.
Af þeim sem kusu Sjálfstæðis-
flokkinn síðast segjast 87 prósent
ætla að gera það aftur. 9,2 prósent
af fylgi flokksins í kosningum fer
hins vegar til Kvennahsta og 3,8
prósent til Borgaraflokks. Af 30,1
prósent fylgi flokksins nú kemur
85,1 frá gömlum kjósendum, 5,2
prósent koma frá Borgarflokki, 3,7
prósent frá Kvennahsta og 6 pró-
sent annars staðar frá.
Af þeim sem kusu Alþýðubanda-
lagiö síðast segjast 63,3 prósent
ætla að gera það aftur. 28,6 prósent
af fylginu hefur farið yfir til
Kvennalistans, 4,1 prósent til
Framsóknarflokksins og 4,1 pró-
sent til Sjálfstæðisflokksins. Af 8,3
prósent fylgi flokksins nú eru 83,8
prósent gamlir kjósendur en 10,8
prósent koma frá Kvennalista og
5.4 prósent frá Framsóknarflokkn-
um.
Af þeim sem kusu Kvennalistann
í síöustu kosningum segjast 80,3
prósent ætla aö kjósa hann aftur.
6.6 prósent af gamla fylginu hefur
farið yfintil Alþýðubandalags, 4,9
prósent til Framsóknar, 4,9 prósent
til Sjálfstæðisflokks og 3,2 prósent
skiptast jafnt á milh Alþýðuflokks
og Borgaraflokks. Af 24 prósent
fylgi Kvennahstans nú eru 49 pró-
sent gamhr kjósendur, 24 prósent
koma frá Alþýðubandalagi, 13 pró-
sent frá Alþýöuflokknum, 12 pró-
sent frá Sjálfstæðisflokknum, 9
prósent frá Framsókn og 3 prósent
koma annars staöar frá.
-gse
Ustamaðurinn Sjötn Haralds-
dóttír og hinir þýsku handverks-
menn vlö uppsetningu lista-
verksins.
Stykkishólmur:
Róbert jörgensen, DV, Stylddshólmi:
Um þessar mundir er verið aö
koma fyrir á einum útvegg ný-
byggingar sjúkrahússins í Stykk-
ishólmi listaverki eftir Sjöfn Har-
aldsdóttur. Verkiö heitir Heilag-
ur Frans og er þetta mósaik-
mynd. Listaverkið var unnið í
Linnich í Þýskalandi hjá hinum
frægu Oidtmann-bræörum.
Fyrirtækið Dr. H. Oidtmann
hefur verið starfondi í 125 ár og
er flórða kynslóöin nú við stjóm-
völinn. Það hefur unnið fyrir
fræga íslendinga gegnum árin.
Þar eru frægastar Gerður Helga-
dóttir og Nína Tryggvadóttir.
Verkiö á húsi tollstjórans í
ReyHjavík og listaverkin í Skál-
holtskirkju eru unnin hjá þessu
fyrirtæki.
Áætlaður tími við uppsetningu
listaverksins hér i Hólminum er
sjö dagar. Handverksmennimir,
sem vinna aö uppsetningunni,
eru hinir sömu og unnu viö hús
tollstjórans í Reykjavík.
í dag mælir Dagfari__________________
MeðvHundariausir íslendingar
Dagfari hefur fylgst með ólympíu-
leikunum eins og aörir íslendingar.
Dagfari tekur ekki undir með þeim
sem gagnrýna íslensku keppend-
imia fyrir slælega frammistöðu.
Þeir áttu við ramman reip aö draga
og eftir atvikum má vel við ýmis
úrsht una. Aðalatriöið er líka aö
vera með og svo höfum viö lært
ýmislegt sem kemur sér vel fyrir
næstu ólympíuleika. Sumir farar-
stjóranna era búnir aö vera farar-
stjórar á ólympíuleikum frá því
elstu menn muna en skýringin er
sú að þeir era aíltaf að læra eitt-
hvað nýtt fyrir næstu ólympíuleika
og það er ekki hægt aö sparka
mönnum sem hafa öðlast reynslu
á einum ólympíuleikum, sem kem-
ur þeim til góða á þeim næstu. Þess
vegna era sömu fararstjóramir
valdir aftur og aftur og sama á aö
gera með íþróttamennina. Það er
ekkert gagn í því að senda alltaf
nýja menn til keppni, vegna þess
að þeir hafa ekki reynslu frá fyrri
leikum.
Þetta sannaöist best í kringlu-
kastinu. íslendingar höfðu þar tvo
keppendur, annan með reynslu,
hinn án reynslu. Þessi með reynsl-
una kastaði mun lengra, þó hann
hafi ekki kastaö eins langt og hann
er vanur. Við því var ekki að búast
en hann hefði áreiöanlega kastað
ennþá styttra ef hann hefði ekki
haft reynslu frá fyrri leikum.
Hinn keppandinn í kringlukast-
inu hafði ekki þessa reynslu og
gerði öh sín köst ógild. Enda segir
hann svo frá í merku viðtali við
Morgunblaðið: „Þegar ég gekk inn
í hringinn, skynjaði ég engar hreyf-
ingar, vissi varla hver ég var eða
hvað ég var að gera, var dauður.
Þetta var hræðileg lífsreynsla og
þaö er hlægilegt hvað köstin voru
léleg.“
Og hann bætir við: „Ég er alveg
grænn í þessari grein, en þetta er
sjötta árið mitt. Þeir sem standa sig
era búnir að vera í þessu í 15 til 20
ár, en flestir era langt frá sínu
besta.“ Og kringlukastarinn bætir
því enn viö að hann hafi alveg far-
iö á taugum. Var í lagi á milli kasta,
en sagan endurtók sig í hringnum.
Þá misstí hann meðvitundina.
Þama hafa menn þaö svart á
hvítu. Þaö er ekki von aö kringlu-
kastaramir nái árangri, þegar þeir
skynja engar hreyfingar þegar þeir
kasta og vita ekki hvað þeir era að
gera, vita varla hveijir þeir eru.
Hvemig getur þjóöin búist viö að
íþróttamenn nái árangri, þegar
þetta er svona svakalegt? Enda seg-
ir hann að það sé ekkert að marka
kringlukast, nema menn séu búnir
að kasta í fimmtán til tuttugu ár.
Það þýðir auðvitað að þennan
kringlukastara verður að senda á
næstu þijá ólympíuleika án-þess
aö búast megi viö því að hann viti
hver hann sé, áður en hann fer að
ná einhveijum árangri. Hinn
kringlukastarinn, sem kastaöi
styttra en hann er vanur, var þó
meö meðvitund vegna þess aö hann
var búinn að keppa á ólympíuleik-
um áöur.
Þetta sannar um leið regluna með
fararstjórana, að nauösynlegt er að
senda menn á ólympíuleika aftur
og aftur til að þeir öðhst reynslu
sem aö gagni getur komið.
Um tíma hélt Dagfari að þetta
meövitundarleysi heföi htjáð
handboltamennina okkar líka,
enda var ekki sjón að sjá þá í sum-
um leikjunum. En síðar kom í ljós
að það var ekki þeim að kenna,
heldur þjálfaranum, og þeir náöu
sér myndarlega á strik og era hætt-
ir við aö reka þjálfarann. En
kringlukastarinn getur ekki rekiö
þjálfarann, því hann er sjálfur
þjálfari og getur því ekki sagt kepp-
andanum að hann sé meðvitundar-
laus. Allir hljóta aö viðurkenna að
það er útilokað að kasta kringlu
fyrir þá sem era meðvitundarlaus-
ir og ekki skypja hreyfingar sínar.
Eftir atvikum verður því að telja
að árangurinn í kringlukastinu
hafi verið viðunandi enda er hann
fyrst og fremst undirbúningur fyrir
næstu ólympíuleika; Eða þar
næstu. Eða þar, þar næstu. Menn
læra af reynslunni. Við, sem heima
sitjum og gerum sífellt kröfur um
að okkar menn standi sig, veröum
að átta ókkar á því, þegar við sjáum
kringlukastarana á skerminum og
reyndar allt hitt íþróttafólkiö, aö
sumt af þessu fólki veit ekki hvaö
það er að gera, eða hvað það heitir.
Það era ekki margir sem leika þaö
eftir að taka meövitundarlausir
þátt í ólympíuleikum. Miðað við þá
staöreynd var frammistaða íslend-
inganna góð.
Dagfari