Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1988, Síða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1988.
Viðskipti
Uppboðið í Kaupmannahöfn:
Svipað verð á
skinnum og í vor
Svipaö verð fékkst á skinnaupp-
boöinu í Kaupmannahöfn í síðustu
viku og síðastliöið vor en þá hafði
verðið lækkað nokkuð frá því á upp-
boðinu í mars. Alls voru seld 28 þús-
und íslensk refa- og minkaskinn að
þessu sinni. Það er helst að verð á
silfurref hafi hækkað, eins var um
dálitla hækkun að ræða á minka-
skinnum.
„Þetta var mjög svipað og í vor
miðað við gæði. Það er besta lýsingin
á þessu uppboði," segir Jón Ragnar
Björnsson, framkvæmdastjóri Sam-
bands íslenskra loðdýraræktenda.
Aö sögn Jóns seldust öll íslensku
skinnin á markaðnum. Þar meö er
búið að selja alla framleiðslu síðasta
árs. Þrátt fyrir það er verð á refa- og
minkaskinnum enn mjög lágt og
mikið tap á framleiðslunni.
Gróflega reiknað eru refabændur
að fá um 1.500 til 1.600 krónur fyrir
refaskinnið en þyrftu að fá um 3.000
til 3.300 krónur miðað við fram-
leiðslukostnað.
Að sögn Jóns vorum við íslending-
ar í heild með iélegri refaskinn á
þessu uppboði en á maíuppboðinu.
Fyrir minkaskinn fékkst á hinn bóg-
inn um 10 prósent hækkun.
„Verð á skinnum af svartminks-
og brúnminkshögnum hækkaði
núna um 11 prósent hvort tveggja.
Verð á læðuskinnum hækkaði hins
vegar aðeins meira, eða um 19 pró-
sent.“
Skoðum betur verð sem fékkst fyr-
ir einstakar tegundir íslensku skinn-
anna. Blárefur 205 krónur danskar,
skuggarefur 192 krónur danskar,
silfurrefur 745 krónur danskar og
„blue frost“ 247 krónur danskar.
Svartminkur, högni 230 krónur
danskar, læða 211 krónur danskar.
Brúnminkur 253 krónur danskar,
högni, og læða 211 krónur danskar.
-JGH
Hagvirki kaupir hlut SIS í Marel:
Trúum á útflutn-
ing á þekkingu
- segir Jóhann G. Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) ' hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 10-12 Allir nema Ib.SP
Sparireikningar
3jamán. uppsogn 12-14 Sb.Ab
6 mán. uppsogn 13-16 Ab
12mán. uppsogn 14-18 Ab
18mán. uppsogn 22 Ib
Tékkareiknmgar. alm 3 7 Ab
Sértékkareikninaar 5-14 Ab
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6mán. uppsogn 4 Allir
Innlánmeðsérkjörum 11-20 Lb
Innlángengistryggð
Bandarikjadalir 7,25-8 Vb.Ab
Sterlmgspund 9,75-10,50 Vb.Ab
Vestur-þýsk mork 4-4,50 Vb.Sp,- Ab
Danskar krónur 7.50-8.50 Vb.Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir vixlar(forv.) 23,5 Allir
Viöskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 25-36 Bb.lb,- Vb.Sp
Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
, Hlaupareikmngar(yfirdr.) 26-28 Sb
Utlan verötryggð
Skuldabréf 9-9,50 Bb.Sb,-
Sp
Utlan til framleiðslu
Isl krónur 23-34 Lb
SDR 9-9,75 Lb.Úb,- Sp
Bandarikjadalir 10.25-11 Úb.Sp
Sterlingspund 12,75- 13,50 Ob.Sp
Vestur-þýsk mork 7-7,50 Allir nema V b
Húsnæðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 49,2 4,1 á mán.
MEÐALVEXTIR
överðtr. sept. 88 39,3
Verðtr. sept. 88 9.3
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala sept. 2254 stig
Byggingavisitala sept. 398 stig
Byggingavísitala sept. 124,3 stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði8%1. júli.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 3,285
Einingabréf 2 1.880
Einingabréf 3 2.128
Fjolþjóðabréf 1.268
Gengisbréf 1.539
Kjarabréf 3.200
Lífeyrisbréf 1.651
Markbréf 1.726
Sjóðsbréf 1 1.592
Sjóðsbréf 2 1,373
Sjóðsbréf 3 1.136
Tekjubréf 1,574
Rekstrarbréf 1,2841
HLUTABRÉF
Sóluverð að lokinni jófnur m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 115 kr.
Eimskip 269 kr
Flugleiðir 240 kr.
Hampiðjan 116 kr.
Iðnaðarbankinn 168 kr.
Skagstrendingur hf. 158 kr.
Verslunarbankinn 120 kr.
Útgerðarf. Akure. hf. 123 kr.
Tollvórugeymslan hf. 100 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavíxla gegn 31 % ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb=lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast í DV á fimmtudögum.
Verktakafyrirtækið Hagvirki hef-
ur keypt hlut Sambandsins í Marel
hf. Það er um einn þriðji af hlutafé
fyrirtækisins. „Við höfum trú á út-
ílutningi á þekkingu,“ segir Jóhann
G. Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis,
um kaupin.
Jóhann segir að ef íslendingar geti
ekki flutt út þekkingu á sviöi jarð-
hita og fiskvinnslu þá viti hann ekki
á hvaða greinar íslendingar eigi að
leggja áherslu í útflutningi.
Hagvirki á hluta í nokkrum fyrir-
tækjum og má þar nefna frystihúsið
Hvaleyrina, áður Bæjarútgerð Hafn-
aríjarðar, Marel, fiskeldisstöö í
Grindavík og Arnarflug. Þá á Hag-
virki Vélsmiðjuna Klett í Hafnar-
firði.
Vélsmiðjan Klettur hefur framleitt
ýmis tæki fyrir fiskvinnsluhús og
stendur þar að auki í smávægilegum
útflutningi. Marel leggur mesta
áherslu á tölvuvogir fyrir fiskvinnsl-
una og hefur umtalsverða markaðs-
setningu erlendis.
„Þó aö lægð sé í smíði tækja fyrir
sjávarútveginn um þessar mundir
hef ég enga trú á að svo verði í fram-
tíðinni, þveröfugt. Markaðssetning
tekur marga mánuði og ár. Hlutirnar
gerast ekki á einum sólarhring eins
Vilhjálmur Egilsson verður einn
þriggja framsögumanna á fundi
Verslunarráðs í fyrramálið.
og okkur Islendingum er svo gjarnan
tamt að hugsa,“ segir Jóhann G.
Bergþórsson.
-JGH
Hagvirkis.
Útlit er fyrir hörkufund Verslunar-
ráðs íslands í Átthagasal Hótel Sögu
í fyrramáhö. Fundurinn hefst klukk-
an átta og stendur til hálftíu. Rætt
veröur um horfur í atvinnulífinu.
Framsögumenn verða þeir Vil-
hjálmur Egilsson, framkvæmda-
stjóri Verslunarráös, Ólafur Davíðs-
son, framkvæmdastjóri Félags ís-
lenskra iðnrekenda og Friðrik Páls-
son, forstjóri Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna.
Á meðal mála sem sérstaklega
verður rætt um er verðbólguþróunin
á næstunni. Næst verðbólgan niður?
Verður gengið stöðugt? Blasir við
atvinnuleysi?
Fundurinn er öllum opinn.
-JGH
Morgunfundur
Verslunarráðs
á Hótel Sógu
Svipað verð á skinnum og í vor miðað við gæði. Það er verðlinan sem
uppboðið í Kaupmannahöfn gaf.
Ferðaskrifstofa íslands hf.
Kjartan ráðinn forstjóri
Kjartan Lárusson, fyrrum forstjóri
Ferðaskrifstofu ríkisins, hefur verið
ráðinn forstjóri Ferðaskrifstofu ís-
lands hf.
Kjartan er einn af eigendum hins
nýja fyrirtækis en nokkrir af starfs-
mönnum Ferðaskrifstofu ríkisins
keyptu tvo þriðju hluta af hlutabréf-
um Ferðaskrifstofu íslands.
Að sögn Kjartans veröur um tíu
prósent fækkun starfsfólks frá því
sem áður var hjá Ferðaskrifstofu rík-
isins þó að verkefnin verði þau sömu.
„Fastir starfsmenn verða um 18 og
við ætlum, þrátt fyrir fækkunina,
ekkert að slaka á í þjónustu."
-JGH
Athyglisverð nýjung hjá Verslunarbankanum:
Lægri vextir af
lánum til þeirra
sem eru traustir
Verslunarbankinn lætur nú láns-
traust ráða vöxtum. Þetta þýöir að
fyrirtæki eru metin eftir trausti og
greiða þau traustustu lægri vexti en
hin sem standa sig verr. Kerfið er
einfaldara gagnvart einstaklingum
sem taka lán hjá bankanum. Þessi
nýja tilhögun nær til nýrra skulda-
bréfa, bæði verðtryggðra og al-
mennra.
„Viö munum meta fjárhagslega
stöðu fyrirtækjanna út frá reikning-
um þeirra. En jafnframt munum við
skoða fyrirtækin huglægt; eins og
hverjir eru stjórnendur þeirra, hafa
þau langa reynslu í sinni grein, eru
þau að keppa á erfiðum markaði, eru
þau skilvís, svo ég nefni nokkur at-
riöi sem við skoðum,“ segir Tryggvi
Pálsson, bankastjóri Verslunarbank-
ans.
Að sögn Tryggva verður fyrirtækj-
unum skipt í fimm ílokka eftir láns-
hæfni. Þeir sem borga lægstu vext-
ina, svonefnda kjörvexti, borga 8,5
prósent en síðan hækkar skalinn upp
í 11,5 prósent vexti hæst.
Tryggvi segir enn fremur aö kjör-
vextirnir þýði að fylgjast verði betur
með fyrirtækjunum en áður. „Þetta
herðir allt innra eftirlit okkar með
fyrirtækjunum. Jafnframt eiga þau
fyrirtæki sem lenda í neðri flokkun-
um kost á að vinna sig upp í efri
flokka og njóta þannig góðs af að
standa ævinlega í skilum og vera
traustur skuldari,“ segir Tryggvi.
-JGH
Tryggvi Pálsson, bankastjóri Versl-
unarbankans.