Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1988, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1988.
15
„Það sem við höfum samþykkt, heitið
og lofað hvað eftir annað er að miða
okkar þróunarframlög við fólksfjölda,
þjóðarframleiðslu eða þjóðartekjur,
annað ekki.“
Enn einu sinni hefur ný ríkisstjóm
það á stefnuskrá sinni aö ná mark-
miðum sínum í utanríkismálum
m.a. „með aukinni aðstoð og sam-
vinnu við þróunarríki."
Nú eru 27 ár liðin síðan AIls-
herjarþing S.Þ. samþykkti einum
rómi að iðnvæddar þjóðir skyldu
stefna að því að veija einu prósenti
þjóðarframleiðslu sinnar til aö-
stoðar við þróunarlönd. Seinna var
samþykktin túlkuð þannig að væri
opinbera framlagið 0,7% þjóðar-
framleiðslu mundi hlutur hjálpar-
st'ofnana og neyðaraðstoðar að
jafnaði fylla upp í þau 0,3% sem á
vantaði.
Norðurlöndin hófust þegar
handa við að standa við þessa sam-
þykkt og ísland þóttist vera með
og rétti upp höndina í Norður-
landaráði eins og á Allsherjar-
þinginu. En fljótlega drógumst við
aftur úr. Þannig varð lagasetning
um „aöstoð íslands við þróunar-
löndin“ (1971) mörgum árum á eftir
setningu hliðstæöra laga á hinum
Norðurlöndunum og eiginleg ís-
lensk þróunarsamvinna (en svo er
giarnan nefnd opinber aðstoð sem
miðar að varanlegum framfórum
og uppbyggingu atvinnulífs) hófst
ekki fyrr en 1981 þegar þróunar-
samvinnustofnun var sett á lagg-
irnar. Þá (1981) voru framlög ríkis-
ins til þróunarsamvinnu um hálft
prómill (0,05%) af þjóðarfram-
leiðslu. Þetta hlutfall óx í 0,11% og
0,13% árin 1983 og 1984 þegar t.d.
Fengur var byggður og smíöa-
kostnaður allur færður sem þróun-
araðstoð. Síöan snarlækkaði hlut-
fallið aftur niður undir „hálfa pró-
milliö" og þar er það nú. Opinber
framlög til þróunarsamstarfs af
hálfu íslands nema á árinu 1988 um
0,06 prósentum af vergri þjóðar-
framleiðslu.
„Hið góða sem ég vil
Oft er viðkvæðið í þessu sam-
bandi: Hvernig getum við borið
KjaHarinn
Björn Dagbjartsson
matvælaverkfræðingur
okkur saman við milljónaþjóðir
iðnríkjanna, við sem erum svo fáir,
fátækir og smáir? Rétt er aö við
erum fáir, en hvorki fátækir né
smáir sem einstaklingar. Velmeg-
un á íslandi er nú ein sú mesta í
heimi, þjóðarframleiðsla á mann
líka. Það sem við höfum samþykkt,
heitið og lofað hvað eftir annað er
að miða okkar þróunarframlög við
fólksfjölda, þjóðarframleiðslu eða
þjóöartekjur - annaö ekki. Hvers
vegna það er tíu sinnum erfiðara
fyrir okkur en aðra Norður-
landabúa, það er ráðgáta.
Sumir telja að okkur komi þetta
fólk í þróunarlöndunum ekkert
við. Hvort þar verður gróandi þjóð-
líf með vaxandi velmegun, mennt-
un, framleiðslu og viðskiptum sé
utan okkar áhugasviðs. Svipuðum
rökum var beitt gagnvart SA-Asíu
fyrir nokkrum áratugum og er í
rauninni ekki mikið um slíkar
skoðanir að segja, ef þær eru ein-
göngu byggðar á vanþekkingu á
markaðslögmálum, auðlegð þjóð-
anna og alþjóðaviðskiptum. En
þegar menn byggja á kynþáttafor-
dómum, vantrú á getu annarra og
jafnvel mannfyrirlitningu þá er
málið mun alvarlegra. Það er auð-
vitað ekki algengt að heyra sagt: -
Það er sóun á tíma og fjármunum
aö vera að segja þessum íbúum
þróunarlandanna til eða hjálpa
þeim til að hjálpa sér sjálfir. Þeir
nenna engu og geta ekkert og þeir
sem eitthvað kunna og eiga, þeir
arðræna hina. - Þetta heyrist sagt,
því miður.
Skýringar á því af hverju viö is-
lendingar sem þjóð brjótum svo
gersamlega í bága við margyfirlýst-
an vilja gagnvart þróunarlöndun-
um eru ekki auðfundnar. í áratugi
höfum við stigið á stokk og strengt
þess heit hjá Sameinuöu þjóðun-
um, í Norðurlandaráði, á Alþingi,
í ræðu og riti að vera ekki eftirbát-
ar annarra í þróunaraðstoð, en ver-
ið svo í reynd allra iðnríkja aum-
astir miðað við fólksíjölda. Hvers
vegna þykjumst við vera meðal
Norðurlanda aö þessu leyti? Hvaöa
mont er það að telja sig til ríkja
Efnahags- og framfarastofnunar-
innar (OECD)? Hvernig ætlumst
við til að vera teknir alvarlega á
alþjóðavettvangi þegar við sýnum
slíkan tvískinnung í verki?
„Hið illa sem ég ekki vil..."
Þaö er mikið alvörumál að vekja
tálvonir og svíkja gefin loforð gagn-
vart þjóðum sem eru aö brjótast
út úr sárustu örbirgð til bjargálna.
Fyrir þá sem eiga að starfa að þess-
um málum fyrir íslands hönd er
þaö að vísu afleit staða að geta ekki
sinnt nema litlu broti þeirra brýnu
verkefna sem við blasa og um er
beðið. En með tilliti til þess er sett
upp fjárhagsáætlun þar sem gætt
er ýtrustu varasemi og eins lítil
áform höfð uppi og mögulegt er.
Fjárveitingabeiönir til þessa
málaflokks fyrir 1989 munu líklega
hækka úr 0,06% af þjóðarfram-
leiðslu í 0,08%. (Umbeðin hækkun
til ÞSSÍ fer úr 40 millj. kr. í 70
millj. kr.) En það verður nærri
óbærilegt hlutverk að þurfa að
svíkja loforð sem gefin hafa verið
fyrir íslands hönd, af æðstu mönn-
um þjóðarinnar, sum fyrir mörgum
árum síðan, vegna þess að fjárveit-
ing hefur veriö skorin niöur um-
hugsunarlaust og án samráðs við
nokkurn þann sem framkvæma á
vilja og stefnu ráðherra og ríkis-
stjórnar. Þetta bókstaflega verður
að breytast og nú er tækifæri fyrir
nýja ríkisstjórn að sýna viljann í
verki.
Björn Dagbjartsson.
„Fengur var t.d. byggður og smíðakostnaður allur (ærður sem þróunaraðstoð," segir greinarhöfundur m.a.
Mannfjölgunaivandamálið
Mannfjölgunarvandinn á jörð-
inni í heild er ekki vandamál sem
þarf aö athuga strax heldur yfir-
þyrmandi vandi gærdagsins, dags-
ins í dag og morgundagsins. Raun-
ar það stórt að undrum sætir. Engu
er líkara en að skaparinn hafi
gleymt að „pógrammera" heilann
sem hann gaf okkur (eða við höfum
áunniö okkur með þróun) varðandi
þetta atriði. Sennilegra er þó að
„prógrammið“ sé fyrir hendi, og
hallast ég að því, en einhverra
hluta vegna úr sambandi eða
óvirkt.
Hvatt til offjölgunar
Furðulegt er að þjóðarleiðtogar,
stjórnmálamenn, trúarleiðtogar,
fjölmiðlamenn og ekki síst vísinda-
menn láta þetta augljósa vandamál
sig litlu skipta og almennur áróður
til úrbóta svo gott sem enginn.
Þetta krefst nánari skýringar og
mín er þessi varðandi gleymda
„prógrammið“. „Hverjum finnst
sinn fugl fagur, þó hann sé bæði
ljótur og magur“. Með öðrum orö-
um; hveijum einstaklingi finnst
nánasta fólk og afkomendur það
besta sem völ er á og sjálfsagt að
fjölga sínum sem mest. Hver þjóð
er besta þjóðin og sjálfsagt að henni
fjölgi sem mest. Sérhver trú er hin
eina sanna, rétta og sjálfsagt að
fjölga áhangendum, samanber for-
svarsmenn kaþólsku kirkjunnar
sem amast við getnaðarvörnum og
hvetja þannig óbeint til fjölgunar
og bæta þar með við aðalvanda
jarðarinnar, offjölgunina.
Þetta er ekki sagt vegna trúarof-
KjaUarinn
Örn Jónsson
rafeindavirki
stækis gegn kaþólsku, heldur of-
býður mér sannfæring þeirra og
trú á eigið ágæti sem slær þá al-
gerri blindu, svo mjög að framtíö
jarðarinnar í heild skiptir vart
máli lengur. Svona er hægt að
halda áfram endalaust t.d. þýska
þjóðin, sú ágæta þjóð, var orðin í
vandræðum með landrými og hfi-
brauð fyrir seinni heimsstyrjöld-
ina. Þá var ráðið að espa landslýð
upp í landvinninga og styrjöld til
þess að „aríarnir" mættu skipa
veglegri sess á jarökúlunni. Land-
vinningar Þjóðverja urðu engir og
verða ekki þar sem jörðin er ofsetin
fólki nú þegar.
Afleiðingarnar
Helstu afleiðingar offjölgunar
manna hér í jörðunni ættu að vera
flestum kunnar en eki sakar að
telja upp nokkrar: í Suöur-Amer-
íku, á Amazon-svæðinu, er verið
að ganga á forðabúr mannkyns
varðandi súefnisframleiðslu jarð-
arinnar. Skógar ruddir án nokk-
urrar skynsemi, en fólki plantaö
þar í staðinn, án allrar stjórnunar.
Þétta á ekki sérstaklega við þar,
heldur alls staðar. Skógar Evrópu
eru að deyja hægt en örugglega
vegna mengunar.
Hvað varð um skógana á íslandi?
Landið vaxið skógi milli fjalls og
fjöru við landnám. Ósonlagið er að
verða götótt. Mengun sjávar og
vatna en yfirþyrmandi, eyðimerk-
ur fara stækkandi, útrýming dýra-
tegunda augljós. Svona má lengi
halda áfram. Erfiðara er að finna
þau bætandi áhrif sem maðurinn
hefur haft á lífið hér á jörðunni.
Við tökum og eyðum verðmætum
í þeirri trú aö okkur sé allt leyfi-
legt, að við séum Guös útvaída
dýrategund. En athugum ekki að
án lífríkisheildarinnar erum viö
dauð eins og það umhverfi sem við-
erum að eyðileggja og drepa. Marg-
ir sjá hvert stefnir en flestir sem
sjá gera ekkert í málunum. Ég vil
leggja mitt lóð á vogarskálarnar
með þessu greinarkorni og skora á
þá sem aðstöðu hafa til að vekja
almenningsálitið og almenning til
umhugsunar og aðgerða.
Áróður og umræða
Varðandi ísland legg ég til að ís-
lendingar taki upp athugun á því
hver kjörmannfjöldi eigi að vera á
íslandi í framtíöinni og yfirlýsing
varðandi það eitt gæti vakið at-
hygli annarra þjóöa. Einnig eigum
viö að hreyfa við vandamálinu
hvar og hvenær sem tækifæri gefst
erlendis.
Vísindamenn allra landa gefi út
yfirlýsingar sameiginlega og skýri
afleiðingar ofljölgunar. Þeim er
trúaö, eins og sjá má varðandi
notkun kjarnorkuvopna. Einnig
verður að gera þá kröfu til vísinda-
manna að þeir hætti að blanda
saman frumefnum jarðar til þess
að „redda“ jarðarbúum um fólsk
lífsgæöi eða falska fæðu um stund-
arsakir meö því að pressa meira
út úr jörðinni en eölilegt getur tal-
ist.
Trúarleiðtogar og prestar gætu
eflaust gert eitt stærsta átakið í
áróðrinum vegna alls þess fjölda
sem þeir ná til og vakiö upp um-
ræður og umhugsun. En það krefst
fórna sem kannske er varla farandi
fram á þ.e. að viðurkenna jarð-
arbúa sem jafnréttháa heild, þrátt
fyrir trú einstaklinganna eða trú-
leysi.
Eitt sterkasta afl mannlegra sam-
skipta, fjármagn, eða þá fáu sem
um það halda, mætti einnig hvetja
til átaka og þá kannske helst með
þessum orðum: Hvað gagnar að
eignast allan heiminn ef hann
drukknar í eigin úrgangi?
Fjölmiðlafólk hlýtur að vera sá
hópur sem mestu getur fengið
áorkað til fræöslu og kynningar og
til að hafa áhrif á viöhoif almenn-
ings. Ekki trúi ég öðru en að mögu-
legt væri að framleiða vikulega
þáttaröð í áróðursskyni til stuðn-
ings málefninu. En þessi hópur sef-
ur fast, enda upptekinn af öðru
ómerkilegra efni.
Að síðustu hvet ég alla til um-
hugsunar um höfuðvandamál okk-
ar jarðarbúa, fjölgunarvanda okk-
ar eigin tegundar, rökhugsið málið
og nýtiö með því eitt af lögmálum
alheimsins, hugsanaflutning og
hugarsamstöðu, sem er staðreynd.
Ef læmingjarnir ættu ekki viö
offjölgunarvanda að stríða, á
stundum, þá þyrfti stofninn ekki
að senda stóran hluta einstakling-
anna á haf út til drukknunar.
Látum það ekki sannast á okkur,
menn, að við getum ekki notað aðr-
ar leiðir en „skynlausar“ skepnur.
örn Jónsson
„Við tökum og eyðum verðmætum í
þeirri trú að okkur sé allt leyfilegt, að
við séum Guðs útvalda dýrategund.“