Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1988, Side 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1988.
Spumingin
Hefurðu gaman af að
tefla?
■ .m
María Eggertsdóttir: Nei, ég teíli
mjög sjaldan.
Guðmundur Jónsson: Nei, ég geri lít-
ið að því.
Svanlaug Arnardóttir: Nei, ég kann
ekki að tefla.
Elín Ósk Þorsteinsdóttir: Nei, ég
kann ekki mannganginn.
Jón Sigurbjörnsson: Já, ég tefli tals-
vert, fylgist með skákmótum og þess
háttar.
Jón Sólmundsson: Já, ég hef mjög
gaman af því, sérstaklega að vinna.
Lesendur
Góður sjónvarpsþáttur með flokksformönnum:
Röggsamir stjórnendur
Gylfi Guðmundsson skrifar:
Sl. miðvikudagskvöld var í sjón-
varpinu (RÚV) viðtalsþáttur með
formönnum ríkisstjórnarflokk-
anna þriggja, þeim Steingrími Her-
mannssyni, Jóni Baldvini Hanni-
balssyni og Ólafi Ragnari Gríms-
syni, og stjórnendum þáttarins,
þeim Ingimar Ingimarssyni og
Arnari Páli Haukssyni. Þetta var
fróðlegur þáttur fyrir margra hluta
sakir. Einkum þótti mér athygli-
svert hve snjallir og röggsamir
stjórnendur þáttarins, fréttamenn-
irnir Ingimar og Arnar Páll, eru.
Þessir fréttamenn sýndu alveg
nýja hlið á stjórnendum svona
þátta og sem spyrlar voru þeir eins
og best verður á kosið - líktust
starfsbræðrum sínum eins og þeir
gerast bestir erlendis. Með nýjum
fréttamönnum og ferskum straum-
um erlendis frá leggst það af að
verið sé að hygla viðmælendum
með vægum eða fyrirfram um-
beðnum spurningum, eins og oft
hefur gerst og maöur átti gjarnan
að venjast, einkum ef viðkomandi
fréttamaður var svo í þokkabót
„Sýndu alveg nýja hlið á stjórnendum svona þátta,“ segir bréfritari m.a.
- Fréttamennirnir Ingimar Ingimarsson og Arnar Páll Hauksson.
flokksbróðir þess sem sat fyrir
svörum.
Þessir fréttamenn voru mjög
kurteisir en gerðu þó flokksfor-
mennina alla meö tölu aö gjalti með
beinskeyttum spurningum sínum
sem þeir bara endurtóku þegar við-
mælendurnir ætluðu að fara út í
aðra sálma. - Það var t.d. athygli-
svert að er fréttamenn spurðu
formann Alþbl. um jafnrétti í flokki
hans svaraði hann því á þann veg
að það gilti aðeins um „stofnanir
innan flokksins" en ætti ekki við
um þingflokk eða ráðherraemb-
ætti!
Það var líka einkar skondið og
raunar aðhlátursefni að þegar
fréttamennirnir inntu formennina
eftir þeim einkunnum og viðurn-
efnum sem þeir hafa gefið hver
öðrum gegnum tíðina urðu svör
þeirra hin vandræðalegustu. Þeir
átu upp hver eftir öðrum að „það
hefði nú verið sagt fyrir 10 árum“!
- Þeir minntust einnig mikið á
„löndin í kringum okkur“, hvaða
lönd sem það nú eru!
Það sem upp úr stendur eftir
þennan þátt er að hinir nýju frétta-
menn láta ekki lengur „pakka sér
inn“ eftir flokksaga eða láta við-
mælendur komast upp með að
svara út í hött eins og löngum hef-
ur tíðkast. Og þá kemur bara í ljós
að við eigum enga raunverulega
stjórnmálamenn heldur vanhæfa
og vonsvikna skussa sem verða
orölausir þegar þeir mæta hæfum
•mönnum sem láta ekki blekkjast
af orðagjálfri eða meðfæddum
slóttugheitum. .
Hagsmunir Alþýðubandalags 1 fyrirrúmi:
Guðrúnu fómað
Páll Jóhannsson hringdi:
Það er athyglisvert í sambandi við
nýju ríkisstjórnina, hvernig þeir hjá
Aiþýðubandalaginu hafa komið því
svo fyrir að enn er allt óbreytt þar
inna dyra og nánast sömu mennirnir
og áður sem halda þar um stjórn-
völinn, þrátt fyrir formanns- og vara-
formannsskiptin.
Þetta sést best á því hvernig þess
er sérstaklega gætt að hleypa aldrei
konu í nein veigamikil embætti hjá
flokknum. Þess er líka gætt að tengsl-
in við flokkseigendafélagið í flokkn-
um rofni ekki og þar á ég auðvitað
við fyrrum formann flokksins sem
fær nú embætti menntamálaráð-
herrans. Það kom aldrei til greina,
að formanninum yröi hleypt upp á
svið, án þess að senda með honum
eins konar gæslumann, eða „rótara"
eins og það heitir víst á máli
skemmtimanna.
Síðan er það valið um þriðja ráð-
herraembættið, sem allir reiknuðu
með að kona myndi skipa. Um tvær
var að ræða. Þar töldu menn Guð-
rúnu Helgadóttur hafa yflrhöndina,
með mikla reynslu og nýtur auk þess
talsverðra vinsælda og það meira aö
segja hjá andstæðingum flokksins og
einnig hinum hlutlausu.
En Guðrúnu var fórnaö. „Það eru
bara ekki lausir fleiri ráðherrastól-
ar,“ sagði flokksformaðurinn og
glotti við tönn. - Já, það er kaldrana-
legt í flokki sem enn kennir sig við
jafnrétti og félagshyggju, að konur
skuli ekki eiga þar upp á pallborðið.
Ég tel að þarna hafi Alþýðubandalag-
ið misstigið sig herfilega á leiöinni
upp á sviðið og mér býður í grun að
sé hreinlega ekki um opiö brot að
ræða, þá þurfi a.m.k. verulega að
binda um, því flokkurinn gengur
haltur lengi á eftir og getur átt lengi
í þessu.
Guðrún Helgadóttir, alþingismaóur fyrir Alþýðubandalagið i Reykjavík.
- „Hefur mikla reynslu og nýtur vinsælda - meira aö segja hjá andstæðing-
um flokksins," segir hér.
Steingrímr hægr
vægt mælir
Höf: Bjarni Eliasson. - Gjört hinn
10. september annó 1988
Lesendasíðan er sá vettvangur 1
DV sem ekki er hvaö best failinn
til ljóðabirtingar, og plássið dýr-
mætt til hinnar dagiegu þjóömá-
laumræðu sem lesendur meta svo
mjög að geta tjáö sig um á síðunum.
- Þegar eftirfarandi kvæði barst
var það hins vegar snarlega dæmt
sem inniegg í þjóðmálaumræðu, og
hananú.
Marar knörr ok skelfr
þjóðarskútan móö
hrekkr ok sökkur
senn mýs ok menn
í mar fara.
Engi mannbjörg kann
at verða tjeðra
tapast allt ok hrapar.
Þings þollar aliir
þráast ok knáir
miklask ok stikla
hver sem betr getr
á ráöum ok dáðum
esa duga hugprúðum
þinglingum
ok ráðherrum knarrar.
Einar Oddr reynir
raungóðr laun
lækka ok smækka
smjör ok bit viturrar
vorrar þjóðar ok róör
reynir of rausn þyngja.
Eigi má sá fram halda
heldr sneyptr snauta.
Forstjóra lið ijáði
ok ráð tjeöum
hvar í broddi Einar Oddr
sköruhga skundaði
á fundi ok mundaöi
niöurskurö miör
þokkaöan er hrökk
óðar viö mótbárur þjóöar.
Ráöherrar þjáðir
hræddir og mæddir
mega vart stund biunda
báöum greipum sneyptir
snarliga ok arliga
verja sæti of gætni.
Garpar sessur þessar
þráliga iáta.
Ráöherraiið biör
ok bersk herskáir
á hvem annan herja.
Jón Baldvin tónar
þitt óblítt
bitr harka of hörku
alþýðu halr
heggr ok leggr.
Steingrímr hægr vægt mælir
meöal tjeðra.
Hyggst leggja
leið greiöliga
ok ganga þangað
þar sem nú frú
fóngulig forseti vor
vær býr á bæ.
Þegir þumbaraligur umbi
austfiröinga hraustr.
Halldór framsóknar halr
heldr þegir en segja
sem ok aðrir blaðra
ok bulla þollar allir.
Tryggr hyggr
hann sannliga.
Meðan ræða ok bræðr
busar þykjast miklir
má skútan skjálfa
ok skorðast millum borða
brotna ok grotna
ok sökkva nökkvi.
Senn má stjóm fóma
fijótt þörf at hörfi.
Senn kvennaflokkr
Qjóö okkar þjóöar
þurfa beit fleyta
fljótliga ok skjótliga
skunda til funda.
Þá engir lengur
leist meistaraliga
mál hver herja.
Þörf er at hörfl
halir frá ráðuin
ok renni senn
ór stólum fóhn.
Feh fljóðum þjóðar
þau völd er höldar
hafa vafasamir
of vissu misst.