Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1988, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1988, Side 17
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1988. 17 Lesendur Plaköt á víð og dreif Ingólfur Sigurðsson hringdi: Mér fmnst út í hött aö skylda ekki þá sem líma upp auglýsingaplaköt upp á veggi víös vegar um borgina, til aö taka þau niður aftur, eftir aö viökomandi viðburður eöa hvaö ann- aö sem er auglýst er afstaðinn. Sem dæmi vil ég nefna auglýsinga- plaköt sem sett voru upp vegna sirk- usskemmtunar sem var haldin hér á landi í-águst í sumar. Þessi auglýs- ingaplaköt má enn sjá á víö og dreif eöa leifar af þeim, t.d. á grindverk- um, vinnuskúrum og víðar. Þar sem þetta virðist vera ódýr eöa jafnvel ókeypis auglýsingamáti (aö frátöldu plakatinu sjálfu), þá ætti að fylgjast mun betur með þessu og láta viðkomandi aöila fjarlægja öll slík plaköt af almannafæri og þá á kostn- aö þeirra sjálfra. Hver skyldu viðbrögöin verða, ef t.d. verslanir eins og Hagkaup, Mikli- garður eða aörar stórverslanir tækju upp á því aö dreifa auglýsingaplaköt- um um alla borgina? Þá myndu áreiöanlega einhverjir ranka við sér. En í þessu tilliti á eitt aö ganga yfir alla. írskar konur sækja í þrældóminn Sólveig Vagnsdóttir, Þingeyri, skrif- ar: Mér verður oft hugsað til þess, hvers vegna fiskvinnslufólk er með- höndlað eins og þaö sé þrælar þjóðar- innar. Og í framhaldi af því, hvers vegna alltaf er níðst á þessu fólki og því skammtað naumast. Ég vildi gjarnan sjá þá góðu herra, sem ein- ungis kunna að skammta sjálfum sér, standa upp á endann allan dag- inn og þurfa að sýna svo og svo mik- inn hraða í vinnuafköstum til að auka tekjur sínar lítillega. Ég skil hreinlega ekki hvað fisk- vinnslufólk er að hugsa, jafnsterkt afl og það getur verið ef það stendur saman, að taka ekki til sinna ráða. En það vantar auðvitað mikið þegar samstöðuna vantar. Ekki svo að skilja að maður viti ekki hvað að er. Ég get sagt og staðið við þaö að verk- stjórar, sumir hveijir, nota ákveðna einstaklinga til að bera ýmislegt það á milli, sem veldur sundrungu hjá þessu fólki. - Svo er hópur fólks inn- an fiskvinnslustöðvanna sem sífellt er hrætt um að verða rekiö og þá er nú ekki von á góöu. Ég fullyrði að frystihúsið hér á Þingeyri er ekki svo illa statt sem raun ber vitni vegna þess hve há laun það greiðir fiskvinnslufólkinu. Ástæðan er bruðl, sem úr verður eins konar kýli sem stækkar og stækkar, meðan ekki er hleypt úr því. - Stjóm kaupfélagsins hefur ráðiö hvern kaupfélagsstjórann eftir annan, menn sem ekki hafa kunnað að stjórna. Stundum hafa líka verið ráönir hingað forstjórar svo blá- snauðir, að þeir hafa ekki átthót fyr- ir ... Þeir hafa fengið aö leika sér með þetta í nokkur ár, efnast sjálfir og síðan verið gert að segja upp til að breiða yfir brottreksturinn. - Og sóunin er mikil. Hvað skyldu t.d. hafa kostað öll blómin sem vom keypt á sínum tíma til að skreyta með ganga kaupfélagsins, á meðan ekki var hægt aö kaupa sápu til að þvo sér með í frystihúsinu? Sápan var þynnt út með vatni, til þess að hún dygði lengur! Ég hef ekki tölu á þeim ferðum, sem þeir á skrifstofunni þurfa til Reykja- víkur. Maður kemur varla svo inn á skrifstofur, að ekki sé sagt við mann sem svo; „því miður, hann skrapp nú suður.“ En nú hlýtur þetta blessað fyrir- tæki að fara að rísa upp úr ösku- stónni, því hér eru komnar 16 hörku- duglegar stelpur frá írlandi til að bjarga því sem bjargað verður. Eða eins og einn verkstjórinn sagði við mig; þiö vinnið ekki nóg! En mér finnst nú að þessu megi líkja við fangabúðir, þar sem misjafnlega er- farið með fangana. Ég skora á þá sem vilja mótmæla því sem hér er sagt aö gefa sig þá fram og láta áht sitt í ljós. Þeir gætu t.d. upplýst hvort þeir vilja skipta við okkur að jöfnu, upplýsa hvers vegna fiskvinnslufólki er ávallt skammtað minnst, en á þó að leggja fram mesta vinnuna, og hvort þeir geti hugsað sér að vinna með sama hraða og þetta fólk. - Meö íyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Lduydiudyo, | Sunnudaga, 18.00 - 22.00 Þverhoiti n s: 27022 a Burðarveggi máfjarlægja, en að- einsmeðvissumskilyrðum! íbúar húsa, sem byggð voru á árunum 1930-1955, vilja gjarna opna rými hjá sér-fullt af hurðum og lítil birta í gangi eða forstofu. Verkin og hugmyndirnar stranda oft á burðarvegg, menn halda að þess vegna sé ekki hægt að að- hafast neitt frekar. En það er ekki rétt. Á heimilissíðum á morgun gef- um við ýmis ráð um hvernig hægt er að fjarlægja veggi og^túka síð- an af að hluta til, hvernig birta nýtist og hvar skal leita ráða. Verðstöðvun hefur verið framlengd til loka febrúar. Verð- lagsstofnun hefur frá upphafi verðstöðvunar haldið úti sveit vaskra manna og kvenna sem haft hafa vakandi auga með þvi að lögin séu haldin. Nánara fyrirkomulag eftirlits er kynnt á neytendasíðu á morgun. Reglur um álagningu mæla svo fyrir að álagning skuli eigi vera hærri í krónutölu en var í upphafi verðstöðvunar. Heildsölum er gert skylt að senda vörureikninga inn til Verðlagsstofnunar eigi síðar en fimm dögum fyrir sölu. ASÍ fylgist einnig með verðstöðvuninni og þessa dag- ana eru félagsmenn ýmissa verkalýðsfélaga um land allt að gera kannanirá vöruverði. Niðurstöðurnarverða born- ar saman við sams konar könnun sem gerð var í upp- hafi verðstöðvunar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.