Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1988, Side 18
18
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1988.
í sól og sumaryl
Þótt nú sé farið að kólna hér á hjara veraldar og vetur konungur sé farinn
að minna á tilveru sína, er ekki sömu sögu að segja frá Brasilíu á suður-
hveli jarðar. Þar er sumarið að ganga í garð og fólk farið að draga fram
baðfötin frá því í fyrra. Sólarolían selst upp og fólkið þyrpist á strendur
hverja lausa stund. Við íslendingar getum aðeins látið okkur dreyma um
slikan munað á þessum siðustu og verstu tímum en liklegt verður þó að
teljast að landinn fari nú hvað úr hverju að skáka skammdeginu og skella
sér í sól og sumaryl, jafnvel þóttlþað þýði ferð yfir hálfan hnöttinn.
Alain Prost á fleygiferð
Alain Prost, franski kappaksturssníllíngurinn, bætti enn eínni skraut-
fjöðrinni f hatt sinn þegar hann sigraöi i spænska Grand Prix kappakstr-
inum um helgina. Hann er einn af þessum útvöldu sem fá stórfé í laun
fyrlr að gera það sama og við hinir erum settir inn fyrir.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði. . .
Mikki
mús
er nú orðinn sextugur þó ekki sé
það á honum að sjá. Að sjálfsögðu
er mikið um dýrðir í sambandi
við þetta stórafmæli og miklar
veislur eru fyrirhugaðar bæði í
Disneylandi í Kaliforníu og Di-
sneyworld í Flórída. í Disneyw-
orld verður sérstakur hluti
skemmtigarðsins tileinkaður
Mikka og hann verður sjálfur
alltaf viðstaddur í formi stórs
loftbelgs.
Whitney
Houston
kemur sífellt á óvart. Það nýjasta
af öllu nýju kemur frá framleið-
andanum hennar, Michael Wald-
en. Hann segir að ungfrúin kreij-
ist þess að hann noti hálftíma á
dag til að nudda fótleggi hennar.
Það kemur henni í rétt skap til
að syngja, segir hann. Hann hlýt-
ur að standa sig nokkuð vel því
ekki hefur mikið veriö kvartað
undan söng hennar nýlega. Þaö
er greiniiegt að það eru viss
hlunnindi fólgin í því að starfa
fyrir Whitney Houston.
Britt
Ekland
er nú farin að leika aftur í kvik-
myndum. Hún er nú að leika í
mynd sem heitir „Beverly Hills
Vampire“. Ekki treysta menn sér
til aö dæma, svona fyrirfram,
hversu alvarleg sú framleiösla
verður en af nafninu að dæma
er þetta í svipuðum gæðaflokki
og hún hefur verið að dunda sér
við áður.
Yoko tilkynnir
nýja mynd
umLennon
Yoko Ono var stödd í Hollywood í on varð stjarna númer 1877 á hinni
Kaliforníu á föstudaginn til að vera frægu Frægðartröð.
viðstödd þá athöfn þegar John Lenn- Við þetta tækifæri veitti hún við-
Yoko Ono stillir sér hér upp brosmild fyrir biaðaijósmyndara með stjörnuna
hans Lennons sem var afhjúpuð á Fægðartröð.
töku viðurkenningarskildi með
stjörnu Lennons innrammaðri.
Stjama Lennons er beint fyrir utan
húsnæði Capitol Records á Vínstræti
og sitt hvorum megin við hana eru
stjörnur spaugarans Heinie Conklin
og leikarans og söngvarans Eddie
Yoko Ono og David Wolper, framleiðandi myndarinnar Imagine, sem frum- Cantor.
sýnd verður á næstunni, á blaðamannafundi þar sem skýrt var frá myndinni. Síðar um daginn hélt Yoko blaða-
mannafund þar sem hún tilkynnti
að á næstunni yrði frumsýnd kvik-
mynd um John Lennon sem ber
nafnið „Imagine". Framleiðandinn
heitir David Wolper og er myndin
unnin úr meira en tvö hundruð
klukkustundum af gömlum myndum
sem voru í einkasafni Lennons.
Faðirvorið
Þetta mun vera ein af minnstu bók-
um í heimi og er hún til sýnis á safni
í Lima í Perú. Bókin er fimm millí-
metrar á kant og í henni er faðirvo-
rið á sex mismunandi tungumálum.
Ekki er vitað hvaðan bókin er upp-
runnin eða hver bjó hana til, en á
þessum myndum má sjá hana þar
sem hún er ofan á skífu á úri og líka
þar sem hún er ofan á aspiríntöflu.
Þaö þarf sennilega nokkuð góða sjón
til að geta lesið hana gleraugnalaust.
í vasabroti