Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1988, Qupperneq 20
20
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1988.
Iþróttir
Valur hefur einu sinni komist í 2. umferð í Evrópukeppni:
Tekst ætlunaiverkið?
Valsmenn leika gegn Monaco í kvöld klukkan hálfátta á Louis II Stadium
Víöir Sigujössan, D V, Mccnaco:
Fyrir 21 ári komst Valur í fyrsta
og eina skiptiö til þessa í 2. umferð
i Evrópukeppni. Aö leik loknum
gegn Jeunesse D’Esch í Luxemb-
urg, sem endaði 3-3, sátu leikraenn
Vals inni í búningsklefa og litu
hver á annan. Þetta var ekki það
sem stefnt var að, fyrirhugað frí
var ónýtt vegna þess að liðið var
komið áfram í keppninni!
í dag eru breyttir timar og kl.
19.30 í kvöld að íslenskum tíma
hlaupa Valsmenn inn á hinn stór-
brotna leikvang Louis II Stadium í
furstadæminu Monaco með það
takmark aö verja 1-0 forskot sitt
úr fyrri leiknum við frönsku meist-
arana og að komast þar með í 2.
umferð í Evrópukeppni meistara-
liða.
Fyrirfram var ekki hægt að búast
við því að Valur ætti mikla raögu-
leika á að slá þetta sterka franska
lið út úr keppninni en staðan i dag
sýnir annað og það yrðu einbver
stærstu tiöindi haustsins í knatt-
spyrnunni í Evrópu ef Valsmönn-
um tækist þetta ætlunarverk sitt í
kvöld.
Það yrði ótrúleg niðurstaða ef það
kæmi i hlut íslensku áhugamann-
anna að leika f 2. umferð keppninn-
ar á kostnað liðs Monaco sem
skartar gölda landsliðsmanna frá
einum flórum þjóðlöndura. En
möguleikar Vals eru raunhæflr,
liðið sýndi í fyrri leiknura að með
skynsamlegri blöndu af vamar- og
sóknarknattspymu getur þaö hald-
ið sínum hlut og vel það þótt mót-
herjarnir séu hátt skrifaðir. Þaö
yrði ævintýri, ekki aðeins fyrir
Valsmenn heldur fyrir íslenska
knattspymu í heild ef það yrðu
Hlíðarendastrákamir í peysum
Inter Milano sem gengju sigri hrós-
andi af leikvelli f kvöld.
Lið Vals verður eins skipaö i
kvöld og að undanförum. Guð-
mundur H. Baldursson f markinu,
vamarmenn Guðni Bergsson, Sæv-
ar Jónsson og Þorgrímur Þráins-
son, kanttengiliðir Valur Valsson
og Guðmundur Baldursson, miðju-
tengiliðir Magni Pétursson, Ingvar
Guðmundsson og Hilmar Sighvats-
son og framhetjar Atli Eðvaldsson
og Sigutjón Kristjánsson. Atli mun
leika fyrir aftan Siguijón eins og í
fyrri leiknum við Monaco en að-
stoða á raiðjunni og í vöm eftir
þörfum.
Hvað segja Valsmenn?
Afslappað
andrúmsloft <4
Viðir Sigurðsson, DV, Monaco:
„Andrúmsloftiö hjá okkur er af-
slappað, við emm meö reyndan hóp
og allir gera sér grein fyrir því að
við eigum raunhæfá möguleika á að
komast áfram og trúa á það. Valur á
í dag sitt sterkasta Iið í tíu ár og ég
held að við séum til alls líklegir í
þessum leik gegn Monaco," sagði
Þorgrímur Þráinsson, fyrirliði Vals-
manna, í samtali við DV í gær.
„Pressan á liði Monaco er gífurleg
og liöið var gagnrýnt harkalega í
blööum eftir tapið fyrir okkur á
Laugardalsvellinum. Ég vorkenni
leikmönnum Monaco ef við kom-
umst áfram. Við viljum komast
áfram og lengja með því keppnis-
tímabihð. Við erum svo sannarlega
orðnir hungraðir í að spila,“ sagði
Þorgrímur.
Möguleikar liðanna eru jafnir
„Það er skemmtilegt verkefni sem
bíður okkar og það er gaman að
koma í svona leiki. Pressan á okkur
er engin, við stefnum ótrauöir aö því
að komast áfram í keppninni og ég
tel aö möguleikarnir á því séu jafnir,
við eigum svipaða möguleika og
Monaco. En þess ber að gæta að þó
við séum 1-0 yflr er aöeins hálfleikur
og erfiður útileikur er fram und-
an,“ sagði Hörður Helgason, þjálfari
Vals!
„Við höfum yfirburði á þá í loftinu
og munum reyna að nýta okkur þaö
í aukaspyrnum og innköstum. Þeir
eru með flinkari leikmenn en við
höfum meiri metnaö og baráttuvilja.
Þaö veröur farið varlega af staö og
við sjáum hvernig leikurinn þróast.
Frakkarnir reyna örugglega að knýja
fram mark sem fyrst og við erum
búnir undir það. En þaö þýöir ekki
að reyna að liggja í vörn aílan tím-
ann, það er of erfitt, og þess vegna
munum viö reyna að sækja líka eins
og mögulegt er. Reynslan í Valsliðinu
er mikil, flestir eiga fullt af svona
leikjum að baki þannig að ég get ekki
annaö en verið bjartsýnn,” sagði
Hörður Helgason.
Hörður Helgason, þjálfari Vals.
Fara á taugum eftir 20 mínútur
„Við erum með stórt hjarta og
verðum að leika í samræmi við það.
Það er útilokað annað en að Monaco
sé betra liö en það virtist vera í fyrri
leiknum á Laugardalsvellinum,"
sagði Atli Eðvaldsson landshðsfyrir-
hði.
„Það yrðu mikil mistök ef við létum
góðar aöstæður og gott veður hlaupa
með okkur í gönur, ef viö ætlum að
fara að leika einhveija glæsiknatt-
spymu fáum viö skeh. Viö þurfum að
leika okkar bolta, berjast, og gera ekki
mistök því fyrir þau verður okkur
refsað. Eg er sannfærður um að leik-
menn Monaco fara á taugum ef þeir
ná ekki aö skora mark á fyrstu 20
mínútunum. Völlurinn héma er stór-
kostlegur, mimurinn á honum og
Laugardalsvellinum er eins og mun-
urinn á spilavíti og leiktækjasal!"
sagði Atli Eðvaldsson.
• •
Oraggt hjá Steingrími
jööi og hörð keppni í Nordekk-raUinu
Síðasta rallkeppni ársins fór fram
á fóstudag og laugardag í miðju fjöl-
miðlafári ólympíuleikanna. Norö-
dekk-rallið var síðasta keppnin er gaf
stig til íslandsmeistara þetta árið en
öh spenna var horfin úr þeirri keppni
því að þeir feðgar Jón og Rúnar höfðu
þegar tryggt sér meistaratitilinn
þriðja árið í röð. Rúnar fékk því að
aka bílnum hans pabba í þessu rahi
en Jón pabbi gerðist aðstoðaröku-
maður.
• Það er skemmst frá því aö segja
að það voru þeir félagar Steingrímur
Ingason og Witek Bogdanski á Niss-
ari-bíl sínum sem rúlluðu upp keppi-
nautunum. Af 13 eknum sérleiöum
unnu þeir 10 og sigruðu meö nær
tveggja mínútna mun. Að sögn Stein-
gríms var þetta léttur sigur sem hefði
getað oröiö stærri en þetta var hrað-
inn sem nægöi th sigurs og það var
látið duga.
• Um annað og þriðja sætið var
hins vegar mikh barátta á mihi
Rúnars/Jóns R. á Escort og
Ágústs/Bjöms á Opel Kadett sem
börðust með öhum nothæfum he-
stöflum keppnina á enda. Það voru
þéir Rúnar og Jón sem höfðu betur
að lokum og má segja að aukahest-
öfhn þeirra 100 hafi gert gæfumun-
inn. Þetta var fyrsta keppni Rúnars
sem ökumanns og telst það víst ágæt-
ur árangur af „byijanda” að hafna í
ööru sæti. Rúnar var heppinn að ná
að ljúka keppni því að viðgerðarlið
hans þurfti að skipta um bilaðan gír-
kassa eftir eina sérleiðina. Þeir félag-
ar Ágúst og Björn náðu að tryggja
sér þriðja sæti eftir thþrifamikinn
akstur á vélarvana keppnisbh.
KNATTSPYRNUÞJÁLFARAR
4. deildar lið á Austurlandi óskar að ráða
þjálfara fyrir næsta keppnistímabil. Upplýs-
ingar: Börkur sími 97-12040 og Emil sími
97-11533.
• Að venju var ein kvenáhöfn
meðal þátttakenda að þessu sinni,
þær stöhur Laufey Sigurðardóttir og
Unnur Reynisdóttir óku á Toyota
Corolla. Þær hafa lokið öllum keppn-
um ársins og unnu nú keppnisbíl
sinn th eignar af Toyota-umboðinu.
Samkvæmt okkar kokkabókum hafa
þær aukiö meöalhraða sinn um
helming frá fyrstu keppninni í vor
og verða strákunum skæðir keppina-
utar með sama áframhaldi. Það voru
25 áhafnir sem hófu þetta rah og 17
þeirra tókst að komast í endamark.
Af 8 bhum, sem ekki tókst að ljúka
keppni, var einn bensínlaus, annar
veðurtepptur og sá þriðji vhltur.
„Svekkj-
andi að
horfa á
liðið leika“
- segir Mark Hatteley
Víðir Sigurðsson, DV, Manaoo:
„Það er búið að vera reglulega
svekkjandi að horfa á hðið leika og
geta ekkert gert sjálfur," sagði Mark
Hateley, enski landshðsmiðherjinn
hjá Monaco, í samtali við DV í gær.
Eins og fram kom í blaðinu í gær
verður Hateley ekki með gegn Val í
dag en hann hefur ekkert getað leik-
ið th þessa á keppnistímabihnu.
4-5 vikur frá keppni
„Ég gekkst undir uppskurð vegna
kviðshts og þetta hefur tekið lengri
tíma en ætlaö var að verða gott. Það
verða enn 4-5 vikur þangaö th ég get
byijað að leika með liðinu,“ sagði
Hateley.
Hann æfði með liðinu í gær en í
mun styttri tíma en aðrir leikmenn
- mætti seinna og hætti fyrr - og fór
síðan beint í meðferð hjá sjúkraþjálf-
ara Monaco. Hateley var marka-
hæsti leikmaöur Monaco á síðasta
keppnistímabili þrátt fyrir að hafa
misst mikið úr vegna meiðsla.
Líberíumaður í stað Hateleys
Monaco hefur náð í sóknarmann
sem á að koma í staðinn fyrir Hate-
ley, í bih að minnsta kosti. Hann
þeitir Georges Weah og er frá Afríku-
ríkinu Líberíu en Monaco fékk hann
í síðasta mánuöi frá Tonneire Yao-
unde í Kamerún.
Weah er 22ja ára og nokkuð hávax-
inn og gæti því orðið Valsvörninni
erfiður. Hann hefur byrjað vel með
hði Monaco, skoraði tvö mörk og
lagði eitt upp í leik gegn Strasbourg
fyrir skömmu og á laugardaginn var
skoraði hann annaö marka Monaco
er hðið tapaði 4-2 fyrir Montpelher
í 1. dehdinni.
Þorgrímur Þráinsson sést
Þorgrímur og Sævar Jónsson.
Valsmenn m
Vals
segir
Viðir Sigurðsson, DV, Monaco:
„Þessi leikur viö Val og næsti dehdak
ir okkur. Takist okkur að slá Val út úr
1. dehdinni næsta laugardag verðum vií
slakt gengi það sem af er þessu keppnis
standa okkur vel í Evrópukeppninni og
efstu hðum 1. deildar," sagði Glenn
Monaco, sem var kjörinn knattspymui
samtah við DV í gær.
„Valsmenn munu verjast af krafti
gegn okkur og reyna þannig að halda
1-0 forskoti sínu. Annað væri heimsku-
legt af þeirra hálfu og við erum undir
þetta búnir. Valur er með mjög sterkt
og vel skipulagt lið - það er auðveldara
að veijast en að sækja og hö sem verst
á réttan hátt og nýtir síðan marktæki-
færi sín er mjög erfitt viðureignar. Við
vorum heppnir í Reykjavík, heppnir að
Valur skyldi ekki koma hingað th
Monaco með tveggja th þriggja marka
Knattspymuvöllur M
Víöir Sgurðason. DV, Mcnaoo:
Louis II Stadium, heimavöhur
frönsku meistaranna AS Monaco, sem
Valsmenn leika á í kvöld, er stórbrot-
iö mannvirki sem tæpast á sinn líka.
Það var tekiö í notkun fyrir aðeins
þremur árum.
Byggingin er á þremur hæðum og
auk þess er bhageymsla undir henni.
Á fyrstu hæð eru ýmiss konar versl-
anir og þjónusta og auk þess stór
sundlaug og á annarri hæð er t.d.
körfuboltavöhur með stórum áhorf-
endasvæðum, júdóvöhur, aðstaða fyr-
ir lyftingar, borðtennis og ótal margt
fieira. Loks er sjálfúr knattspymu-
vöhurinn uppi á þriöju hæð og un-
hverfis hann hlaupabraut og önnur
aðstaða fyrir frjálsar íþróttir.
Vöhurinn sjájfur er rennisléttur og
fallegur og umhverfis hann er tignar-
leg og mjög nýtískuleg stúka sem nær
allan hringinn og tekur 25 þúsund
manns, aha í sæti. Hann rúmar þvi
aha íbúa Monaco og jafnghdir því að