Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1988, Síða 30
30
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1988.
Dægradvöl
Obyggðaferðir eru tilvalin dægradvöl:
Það er engu öðra líkt
að ganga í Jökulheimum
„Þaö er engu ööru líkt aö ganga í
Jökulheimum. Þarna er sandur og
meiri sandur og úfið hraun á milli
sem er svo erfitt yfirferðar að þú
kemst ekki nema um sjö hundruð
metra áfram á hverri klukkustund,"
segir Ágúst Björnsson, félagi í Jökla-
rannsóknafélagi íslands.
Ágúst er vanur maður í óbyggðum.
Hann hefur verið félagi i Jöklarann-
sóknafélaginu um árabil og raunar
flugbjörgunarsveitinni líka. Hann
kýs gönguferðir í óbyggðum fram
j-fir aðrar vegna landslagsins og heil-
næms fjallalofts.
Gönguferðir í óbyggðum
eru engar hversdagsgöngur
* „Ég skora á fólk að gera meira af
því að ganga úti í náttúrunni og að
gefa óbyggðaferðum gaum. Þær eru
öðruvísi en aðrar ferðir. Mér fmnst
meiri spenna yfir þeim. Gönguferðir
í óbyggðum eru engar hversdags-
göngur."
Ferðin, sem Ágúst fór í með Jökla-
rannsóknafélagi íslands á dögunum,
Þetta er hann Dóri. Þessi klettur er
kenndur við Halldór Ólafsson, renni-
smið og mikilvirkan félaga í Jökla-
rannsóknafélaginu.
er árleg haustferð félagsins inn í Jök-
ulheima. Þetta var helgarferð í
óbyggðirnar, farið eftir vinnu á
fóstudegi og komið heim aftur seinni
partinn á sunnudag. Engin spurning
um það að svona helgar eru engar
venjulegar helgar. Þær sitja eftir í
minningunum.
„Viö ókum fyrst að Þórisvatni og
yfir nýju brúna þar sem stíflan er.
Þaðan er ekið að Veiðivötnum og inn
í Jökulheimana. Þetta eru sérstakir
heimar. Það er þarna sem menn
skipta yfir í snjóbílana og halda upp
á Vatnajökul," segir Ágúst.
Tröllahraunið heill
heimur fyrir sig
„Tröllahraunið er heill heimur fyr-
ir sig. Við gengum stanslaust í sjö
klukkustundir yfir úfið hraunið. Það
er farið upp og niður, hægt. Það þarf
að þrautsigta hvar maður stígur,
vakta hvert fótmál. Þaö reynir á
mann í svona gönguferðum. Það ger-
ir þær líka skemmtilegri en aðrar,
meira spennandi. Ég held að fólk
Þetta er kort af gönguleiðinni um Tröllahraun yfir i Jökulheima. Leiðin, sem
fólkið gekk, er merkt með punktum á kortinu. DV-kort JRJ
Askrifendur!
Léttið blaðberunum störfin og sparið þeim sporin.
p Notið þjónustu DV og kortafyrirtækjanna.
Greiðið áskriftargjaldið með greiðslukorti. ■■■■
komist meira í tæri við sjálfa náttúr-
una í óbyggðum og það fái líka meiri
tilfinningu fyrir þessu landi sem við
búum í.“
Svona ferðir
gefa lífinu lit
Um átján manns fóru í haustferð-
ina í Jökulheima að þessu sinni. Með
í ferðinni voru nokkur börn. Þau eru
auðvitað fædd inn í félagið og fara
spennt í óbyggðir með foreldrum sín-
um. Þau koma heim reynslunni rík-
ari. Það er dálítið annað að arka yfir
úfið hraun að hausti til við Vatnajök-
ul á miðjum laugardegi í september
en að ganga niður Laugaveginn með
félögunum og líta í búðarglugga.
Svona ferðir eru krydd í tilverunni.
Menn rífa sig upp úr hversdagsleik-
anum, fara á vit nýrra ævintýra.
Það var óvenjumikið í ánum
„Það var óvenjumikið i ánum að
þessu sinni. Raunar svo mikið að við
komumst ekki upp að Vatnajökli, en
þangað var ferðinni heitið."
Þennan laugardag í september var
hlýtt í veðri. Inn á milh gerði góðar
dembur á mannskapinn. Hún hressir
útiveran. Það er bara að klæða sig
rétt og mæta veðurguðunum í Jökul-
heimunum tilbúinn í slaginn, bjóða
þeim birginn.
Oftar en ekki er vindasamt og kalt
í óbyggðum. Vindgalli, regngalh, góð
peysa, vettlingar og hvað ahur þessi
klæðnaður heitir er nauðsynlegur í
farteskinu.
Án gönguskónna er maður
nánast á sokkaleistunum
„Skórnir eru samt aðalatriðið þeg-
Með þessum
boðgreiðslum
Yinnstmargt:
• Þær losa áskrffendur
vlðónæðivegnainn-
helmtu.
• Þareraþægilegur
gralðslumátlsem
tryggir skllvísar
greiðslur þrátt fyrir
annlreðaQarvistfr.
• Þærléttablaðberan-
umstörflnenhann
heldurþóóskertum
tekjum.
• Þar auka óiyggl.
Blaðberareratil
damisoftmeðtölu-
verðar fjáihæðlr sem
geta glatast
Hafið samband
við afgreiðslu DV
kl. 9-20 virka daga,
laugardaga kl. 9-14
|í síma 27022
eða við umboðsmenn okkar
ef óskað er nánari
upplýsinga.
Hér er staðið í gömlum glg sem Máni heitir. Hann er norðaustan við Þóris-
vatn.
4—fc—H