Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1988, Qupperneq 2
2
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988.
Fréttir
Óánægðir hrefnuveiðimenn:
Rangt að sölutregða
sé vegna hvalveiða
„Viö erum mjög óhressir með um-
ræðuna um hvalveiðimálin þar sem
hvalveiðimönnum er kennt um alla
hluti. Ef Ola gengur að selja afurðir
okkar erlendis þá er okkur kennt
um. Söluaðilar eru aðeins að breiða
yfir lélega sölumennsku," sögðu
hrefnuveiðimennirnir Konráð Egg-
ertsson frá Brjánslæk og Gunnlaug-
ur Konráðsson frá Árskógsströnd við
Eyjafjörð við DV.
Hrefna hefur ekki veriö veidd síð-
ustu þrjú ár og verður ekki veidd
næsta árið. Aö sögn þeirra hrefnu-
veiðimanna er varla hægt að leggja
út net án þess að fá hrefnu í það og
þvi óhugsandi annað en að hrefna
verði veidd á ný. Miklir hagsmunír
séu í veði fyrir þá aðila sem stundað
hafa hrefnuveiðar og það fólk sem
hefur haft atvinnu af veiðunum í
landi.
„Þaö verður að varast allar öfgar i
þessu máli. Við ætlumst ekki til að
verið sé að fórna viðskiptahagsmun-
um íslendinga fyrir okkur en hins
vegar er dæmið ekki svo einfalt að
þurfi að fórna litlu fyrir mikið. Af-
urðir okkar erlendis eru dýrar, hafa
hækkað um 9'A prósent í Þýskalandi
og kaupendur hafa í auknum mæli
horft til annarra framleiðenda. Þess
vegna er sölutregða. Sölutregðuna
nota grænfriðungar síðan óspart til
að túlka málin á þann veg að íslend-
ingar séu að sigla í strand í hvalveið-
um sínum, salan sé erfið vegna hval-
veiðanna. Grænfriðungar sitja á
heimspressunni og nota hvert færi,
sem gefst, til að koma rangtúlkunum
sínum á framfæri."
Konráð Eggertsson frá Brjánslæk, t.v., og Gunnlaugur Konráðsson frá Ár-
skógsströnd í Eyjafirði eru óánægðir með umræðuna um hvalamálin.
DV-mynd GVA
Slæmur viðskilnaður síðustu stjómar segir fjármálaráðherra:
Stefhu stjórnarinnar að kenna
- en ekki verkstjóm Jóns Baldvins
Ólafur Ragnar Grímsson fjármála-
ráðherra sagði við utandagskrárum-
ræðu á Alþingi í gær að aðkoman að
fjármálum ríkisins vær fyrst og
fremst stefnu síðustu ríkisstjórnar
að kenna. Tók Ólafur fram að nú sem
áður bæri forsætisráðherra höfuð-
ábyrgð á sinni ríkisstjórn.
Til umræðunnar var stofnað að
beiðni Þorsteins Pálssonar, for-
manns Sjálfstæðisílokksins. Hann
kvað ástæðu beiðni sinnar vera um-
mæli Ólafs Ragnars í fjölmiðlum að
undanförnu um aðkomuna aö ríkis-
sjóði. Sagði Þorsteinn að þar færu
harðar ásakanir á fyrrverandi fjár-
málaráðherra, Jón Baldvin Hanni-
balsson. Sagðist Þorsteinn vilja fá
svör frá Ólafi Ragnari um það hvort
þær upplýsingar sem fjármálaráð-
herra hefði veitt um hallann á ríkis-
sjóði í síðustu ríkisstjórn heíðu verið
rangar.
Ólafur Ragnár sagði aö það sem
hefði farið úrskeiðis í ríkisfjármálum
síðustu ríkisstjórnar væri fyrst og
fremst að kenna stefnu stjómarinnar
- ekki verkstjórn síðasta fjármála-
ráðherra. Sagði Ólafur Ragnar að
ástæöa þessarar utandagskrárum-
ræðu væri fyrst og fremst að koma
höggi á Jón Baldvin, sem væri fjar-
verahdi, og reka fleyg á milli fyrrver-
andi og núverandi fjármálaráðherra.
-SMJ
Lagafrumvarp um veröbréfasjóði og veröbréfaviöskipti:
Heftir stuðning
stjórnarandstöðu
Jón Sigurösson viðskiptaráð-
herra mælti í gær fyrir lagafrum-
vaii)i um verðbréfasjóði og verð-
bréfaviðskipti. Þetta var fyrsta
frumvarp stjórnarinnar sem lagt
var fram f neðri deild Alþingis og
virðist vera þóst að það fær sam-
þykki deildarinnar. Sfjórnarand-
stæöingar töluöu með frumvarpinu
og sagði Friðrik Sophusson að
Sjálfstæðisflokkurinn styddi þetta
frumvarp. Ýrasar athugsemdir
komu þó viö frumvarpið en því var
vísað til öárhags- og viðskipta-
nefndar að lokinni fyrstu umræðu.
Að sögn viðskiptaráöherra er litl-
ar breytingar að sjá á frumvarpinu
frá því að nefnd sú er samdi það
fyrr í sumar skilaði því frá sér. Þar
er þó helst bindiskylduákvæði sem
fulltrúar verðbréfasjóða iiafaþegar
kvartaö yfir í samtali við DV.
-SMJ
Hjónin Kolbrún Haraldsdóttir og Magnús í. Þorvaldsson eignuðust þríbura
í gærmorgun. Fæðingin gekk vel og heilsast móður og börnum ágætlega.
Bömin, sem eru stúlkur, fæddust á fæðingardeild Landspitalans milli kl
átta og níu. Þær vógu 814 og 914 mörk. Tvær stúlknanna voru 45 cm á
lengd en sú þriöja var 49 cm. Kolbrún og Magnús áttu fyrir eina dóttur,
tæplega tveggja ára. Kolbrún á auk þess tvo syni sem eru 19 og 20 ára.
-JSS/DV-mynd Brynjar Gauti
Umræður um bráðabirgðalögin:
Hjá hverjum er
þingrofsrétturinn?
Umræður um bráöabirgðalög rík-
isstjómarinnar hófust í efri deild
Alþingis í gær og náðist ekki að klára
fyrstu umræðu og senda málið í
nefnd. Það var Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra sem
mælti fyrir frumvarpinu og ræddi
um ástæður þess að frumvarpiö var
lagt fram.
Þingmaður sjálfstæðismanna,
Halldór Blöndal, ræddi lengi um lög-
in og varpaði meðal annars fram
þeirri spurningu hjá hveijum þing-
rofsrétturinn væri. í framhaldi af því
spurði hann hver staða Stefáns Val-
geirssonar væri - hvort þingrof væri
háð samþykki hans.
Þá gerði Guðrún Agnarsdóttir,
þingkona Kvennalistans, að um-
ræðuefni starfsaðferðir þær sem við-
hafðar væru í kringum setningu
bráðabirgðalaganna. Sagði hún að
þær sköðuðu lýðræðiö.
-SMJ
Steingrímur Hermannsson:
Ákvarðana í hvalamálinu
ekki að vænta í vikunni
„Það er ekki rétt að ég muni setja
fram tillögur í hvalamálinu á ríkis-
stjórnarfundi á morgun og ákvarð-
ana í málinu er ekki að vænta al-
veg á næstunni. Við verðum að
skoða málið vandlega og ana ekki
að neinu. Hvort sölutregðu erlendis
fyrir fiskafurðir okkar megi rekja
beint til hvalveiða okkar er ekki
hægt'að svara afgerandi en við
megum ekki gera lítið úr ákvörð-
unum kaupenda afurða okkar ef
þaö þýðir að loka þurfi verksmiðj-
um fyrir noröan. Menn mega held-
ur ekki gera of lítið úr þeim áhrif-
um sem grænfriðungar hafa. Þeir
hafa næga peninga og víða aðgang.
Varðandi vísindaveiðamar þurf-
um við að meta hversu mikilvæg
þessi 60-70 dýr, sem veiðast á næsta
ári, eru okkur. Talningin er einna
mikilvægasti þáttur vísindaveið-
anna og hvernig á aö framkvæma
hana og fjármagna, ef við hættum
að veiða, er ósvöruð spuming. Það
er mikilvægt að við ljúkum rann-
sóknaráætlun okkar,“ sagði Stein-
grímur Hermannsson forsætisráð-
herra við DV í morgun.
Steingrímur sagði mikilvægt að
íslendingar væm búnir undir ráð-
stefnu Alþjóða hvalveiðiráðsins
1990. Þar veröi íslendigar að afla
fylgis við þá skoðun að hvaiir séu
dýr sem nýta beri eins og önnur
dýr sjávar og að jafnvægi veröi að
ríkja í lífríki sjávar.
-hlh
DV
Innbrot á lögmannastofu:
Gríðariegt
tekjutap
„Þetta er gríöarlegt tekjutap
fyrir okkur. Það mætti segja mér
að þaö taki þijá mánuði að vinna
þetta á ný. Innbrotið viröist hafa
verið mjög fagmannlega unnið.
Öll verðmæti vom látin í friði og
ekkert var skemmt. Ég veit ekki
hvað hefur vakað fyrir þeim sem
þetta gerði. Helst höllumst við að
þvf aö þetta hafi verið gert til að
brelða yfir eitthvert mál. Það var
tekið það mikið af skjölum. En
þau tengjast mörgum málum,"
sagði Gunnar Jóhann Birgisson.
Hann er einn þeirra lögmanna,
sem reka lögmannastofu að Skip-
holti 50b, og varð illilega fyrir
barðinu á innbrotsþjófi um helg-
ina. Gunnar Jóhann sagði að sér
þætti sú skýring líklegust að
breiða hafi átt yflr eitthvert
ákveöið mál. Eða þá aö tilgangur-
inn hafi verið aö gera lögmönn-
unum óleik. Gunnar Jóhann
sagði aö til væm frumgögn af
flestum þeim skjölum sem tekin
vom.
Rannsóknarlögreglan vinnur
að rannsókn málsins. í morgun
var ekkert komið fram sem bend-
ir til hver var að verki á lög-
mannastofunni aðfaranótt mánu-
dags. -sme
4 prósent
verðbólga
Lánskjaravisitala, sem gildir
fyrir nóvember, verður 0,35 pró-
sent hærri en októbervísitalan.
Það jaíngildir um 4,3 prósent
hraða verðbólgunnar. Undan-
farna tólf mánuði hefur vísitalan
hins vegar hækkað um 23,4 pró-
sent.
Hækkun vísitölunnar undan-
farna þrjá mánuði samsvarar 10,3
prósent verðbólgu en hækkun
undanfarinna sex mánaða jafn-
gildir um 26,5 prósent veröbólgu.
Hækkun vísitölunar í nóvemb-
er hækkar verðtryggð lán lands-
manna um 200 milljónir. Há-
markslán Húsnæðisstofnunar,
um 3,2 milljónir, hækkar í þess-
um mánuði um 11 þúsund krón-
ur.
-gse
BSRB-þingið:
Umræðumar
heQastídag
Eftir nefndastörf í allan gærdag
heflast umræður á þingi Banda-
lags starfsmanna ríkis óg bæja í
dag. Þær halda síðan áfram á
morgun en um hádegisbil á fóstu-
dag hefjast síðan kosningar form-
anns, varaformanna og stjórnar.
Samkvæmt heimildum DV er
nú talið aö þau Guðrún Ámadótt-
ir og Ogmundur Jónasson fái flest
atkvæði í fyrstu umferö form-
annskjörsins og þvl verði kosið á
milli þeirra tveggja í síðari um-
ferðinm.
Kosningabaráttan er mjög hörö
og rekin fyrir opnum tjöldum á
þinginu, enda ekkert að fela fyrir
þá sem hafa góðan málstað að
veija eins og einn þingfulltrúi
orðaði það í samtali viö DV.
Aðalmálin í umræðunum í dag
og á morgun verða lagabreyting-
ar, starfskjör og skattamál og er
búist víö fjörugum umræðum.
-S.dór
Óðinn dró Öshju
Strandflutningaskipiö Askja
var dregið af varöskipinu Óðni
til Reykjavíkur í gær. Vélarbilun
varð í Öskju í gærmorgun en þá
var skipiö statt undan Látra-
bjargi. Varðskipið Óðinn, sem
var statt skammt frá, tók Öskju
í tog. Skipin komu til Reyhjavík-
ur í gærkvöld. Ferð þeirra gekk
vel og áfallalaust. -sme