Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1988, Qupperneq 14
14
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr.
Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
Palladómar Jóns Baldvins
Um síðustu helgi mátti lesa í Alþýðublaðinu hispurs-
lausar lýsingar Jóns Baldvins Hannibalssonar á sam-
ráðherrum sínum í fyrri ríkisstjórn. Þetta voru nokkurs
konar palladómar, þar sem Jón Baldvin gefur ráðherr-
unum pólitískar og persónulegar einkunnir og gerir
jafnframt úttekt á samskiptunum í þeirri stjórn. Þessi
hreinskiptni formanns Alþýðuflokksins mæhst misjafn-
lega fyrir, sérstaklega hjá þeim sem verða fyrir barðinu
á henni. Þorsteinn Pálsson túlkar hana sem róg og níð
og aðrir hafa orðið til að taka undir þau sjónarmið.
Sagt er að með þessum ummælum Jóns Baldvins og
öðrum skotum milli hans og fyrrverandi samstarfs-
manna hafi pólitíkin færst á lægra plan, persónulegt
skítkast hafi ekki verið eins áberandi í háa herrans tíð.
Nú má auðvitað um það deila hvort hér sé á ferðinni
hreinskilni eða hvatvísi nema hvorutveggja sé og Jón
Baldvin verður ekki meiri maður að því að kveða upp
sleggjudóma um samferðamenn sína í stjórnmálum ef
um er að ræða níð og róg. En er það svo? Hvar eru
mörkin milli stjórnmálalegs ágreinings og persónulegr-
ar rætni? Og hvað eru menn að gera í stjórnmála-
vafstri, nema segja það alla daga að þeir séu betur fahn-
ir til trúnaðarstarfa heldur en hinir? í þeim efnum eiga
allir sök ef um sök er að ræða og í þeim deilum, sem
fram hafa farið um viðskilnað síðustu stjórnar, má enn
einu sinni segja að sjaldan veldur einn þá tveir deila.
Hér verður ekki farið nánar út í móraliseringu á orð-
um og athöfnum stjórnmálamanna, þótt því beri að sjálf-
sögðu að fagna ef stjórnmálamenn eru orðnir svo vand-
ir að virðingu sinni að ekki megi tala illa um þá. Batn-
andi mönnum er best að lifa.
Meinfýsnar athugasemdir Jóns Baldvins um sjálf-
stæðisráðherrana gera þá hvorki betri né verri en þeir
eru. Þorsteinn Pálsson verður ekki minni maður við
það þótt Jón Baldvin vilji gera lítið úr honum. Sjálfstæð-
ismenn láta áreiðanlega ekki annarra flokka menn velja
sér foringja. En það sem eftir stendur af ummælum
Jóns Baldvins í áðurnefndu viðtah Alþýðublaðsins er
dómur hans um Sjálfstæðisflokkinn. Hann getur varla
flokkast undir róg eða níð. Dómurinn er pólitísk um-
sögn um samskipti Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins og hlýtur að vera sjálfstæðismönnum um-
hugsunarefni, ekki síst í ljósi þess að þessir tveir flokk-
ar hafa lengstum verið taldir líklegastir til að taka sam-
an höndum um borgaralega, frjálslynda ríkisstjórn.
Jón Baldvin afskrifar í raunini Sjálfstæðisflokkinn
sem samstarfsflokk við núverandi aðstæður. Segir
flokkinn tvístraðan, staðnaðan kerfisflokk og án nokk-
urs málefnalegs frumkvæðis. Sjálfstæðisflokkurinn hafi
reynst haldlítill bandamaður þegar á hólminn var kom-
ið. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki trúverðugur, segir Jón
Baldvin. „Hann þykist vera gegn ríkisforsjá. Hann þyk-
ist skilja og vilja markaðslausnir í stað mismununar.
En hann stendur ekki við neitt af þessu.“
Látum vera með meinfýsnina í garð forystumann-
anna. En Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að hlusta á það
þegar formaður Alþýðuflokksins lýsir algjöru frati á
flokkinn sjáhan. Skyldi ekki eitthvað vera til í þessari
lýsingu Jóns? Það skyldi þó aldrei vera að fylgishrun
og valdamissir eigi sér einmitt skýringu í innanmeinum
af því tagi sem Jón Baldvin lýsir?
Viðreisn Sjálfstæðisflokksins er undir því komin að
hann skoði sjálfan sig.
Ehert B. Schram
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBKR 1988.
Til samjöfnunar um mikilvægi verður að lita á stofnun Háskóla Isíands og stofnun Þjóðleikhússins, svo
dæmi séu tekin, segir m.a. í greininni.
Listaháskóli
íslands
Fimmtudaginn 6. október sl. hélt
hv. menntamálaráðherra, Svavar
Gestsson, blaðamannafund þar
sem hann tilkynnti m.a. skipun
nefndar þriggja fyrrverandi
menntamálaráöherra er vinna
skuli að stofnun Listaháskóla ís-
lands.
Ég fagna þessari ákvörðun
menntamálaráðherra, enda tel ég
að hér sé á ferðinni eitt mikilvæg-
asta menningarmál sem fram hefur
komið um árabil. Til samjöfnunar
um mikilvægi þess verður að líta á
stofnun Háskóla íslands á sínum
tíma, stofnun Þjóðleikhússins, eða
Ríkisútvarpsins, svo dæmi séu tek-
in.
Það er lengi búið að ræða um að
stofna til háskólanáms í hstum á
íslandi. Sú umræða hefur fyrst og
fremst snúist um að breyta stöðu
þriggja skóla innan menntakerfis-
ins, Tónlistarskólans í Reykjavík,
Leiklistarskóla íslands og Mynd-
hsta- og handíðaskóla íslands.
Viö það að breyta áherslum
þannig að stefnt verði að stofnun
sameiginlegs Listaháskóla íslands
verður ljósara hvað málið er stórt
í sniðum og mikilvægt fyrir menn-
ingu þjóðarinnar, bæði inn á við
og út á við. Einnig myndu skapast
við þetta ýmsir möguleikar til sam-
vinnu hstaskóla og hægt er að hta
th æðri listmenntunar á íslandi í
framtíðinni í miklu víðara sam-
hengi en gert hefur verið til þessa.
En þótt margir taki þessari
stefnuyfirlýsingu menntamálaráð-
herra með sama fógnuði og bjart-
sýni og ég, þá er því ekki að neita
að viðbrögðin við fréttinni hafa
verið blendin. Fjölmiðlar sögðu til
dæmis frá þessu eins og hálfgerðri
neðanmálsfrétt við aðrar sem
meira póhtískt blóðbragð var að.
Sumir hstamenn, sem ég hef rætt
við, virðast telja að hér sé verið að
veifa enn einni merkingarlausri
skrautfjöðrinni og meðal kennara
í listaskólum verður vart ótta um
að þetta verði til að tefja enn einu
sinni lagasetningu um háskólanám
í listum.
Þetta mál er alltóf stórt til að það
geti verið pólitísk skrautfjöður ein-
hvers eins ráðherra, eða eins
flokks. Það á sér líka miklu-lengri
aðdraganda en svo að hægt sé að
tala um það sem nýjung, eða
skyndilegan innblástur.
I fjöldamörg ár hefur verið barist
fyrir því meö oddi og egg að stofnaö
verði til háskólanáms í hstum á
íslandi, bæði til að staöfesta þá þró-
un sem þegar er orðin og eins til
að gera hstaskólunum kleift að efl-
ast það sem á vantar svo þeir verði
að fullu jafnokar erlendra hstahá-
skóla.
Það segir sig sjálft að margir
menntamálaráðherrar hafa verið
viðriðnir þróun þeirrar stefnu að
Kjállaiinn
Bjarni Daníelsson
skólastjóri M.H.Í.
færa listnám á háskólastig.
Almennur skilningur á þessu
máli hefur hka aukist jafnt og þétt
á síðustu árum, sfjórnmálaflokkar
hafa tekið þetta upp sem stefnumál
og loks var ákvæði um þetta í
stjórnarsáttmála fráfarandi ríkis-
stjórnar. Þetta er því hvorki einka-
mál flokka né ráðherra þeirra.
Undanfarin tvö ár hefur verið
unnið kappsamlega aö samningu
frumvarpa fyrir Tónhstarháskóla
íslands, Leiklistarháskóla íslands
og Myndlistarháskóla íslands og
eru þessi frumvörp nú öh tilbúin í
menntamálaráöuneytinu. Menn
hafa séð hilla undir lagasetningu á
næsta þingi, enda flestum orðið
ljóst að frekari bið er aðeins th
óþurftar.
Hugmyndin um Listaháskóla ís-
lands er ekki ný af nálinni. Rykið
var dustað af henni fyrir hálfu ööru
ári þegar skólastjórar áðurnefndra
hstaskóla skrifuðu þv. mennta-
málaráðherra, Sverri Hermanns-
syni, bréf og óskuðu eftir því að
hafnar yrðu viðræður um samein-
ingu skólanna, þó sem sjálfstæöra
stofnana, undir sameiginlegum
hatti Listaháskóla íslands. Sverri
entist ekki ráðherradómur til að
bregðast við þessu, en eftirmaður
hans, Birgir Isleifur Gunnarsson,
taldi að undirbúningur lagasetn-
ingar fyrir hvem hinna þriggja
skóla fyrir sig væri kominn á svo
þungan skrið að ekki væri ráðlegt
að tefja málið með sameiningar-
hugmyndinni að svo stöddu.
Nú hafa orðið stjómarskipti og á
þannig tímamótum má segja að öll
svona mál verði aftur ný. Eins og
áður segir fagna ég þeirri ákvörðun
menntamálaráðherra að vinna að
stofnun Listaháskóla íslands. Um
leið vona ég að htil töf verði á fram-
gangi háskólalaga fyrir listnám
þrátt fyrir stefnubreytinguna og að
sú vinna, sem þegar er unnin, megi
nýtast til fulls.
Þótt straumarnir hafi til þessa
runnið í þremur kvíslum um þá
skóla sem nefndir hafa verið þá
hafa þeir alhr stefnt að sama ósi.
Takist núverandi menntamálaráð-
herra, Svavari Gestssyni, að beina
þessum straumum í einn farveg og
stofna Listaháskóla íslands þá er
það verk vel unnið og þjóðinni allri
th mikillar sæmdar.
Bjarni Daníelsson
„Um leið vona ég að lítil töf verði á
framgangi háskólalaga fyrir listnám
þrátt fyrir stefnubreytinguna og að sú
vinna, sem þegar er unnin, megi nýtast
til fulls.“