Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1988, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988.
15
Hvalveiðar íslendinga
Á undanfómum misserum höfum
viö oft orðið fyrir ýmiss konar aðk-
asti Greenpeace-manna vegna
hvalveiða okkar í vísindaskyni. Að
vissu marki má segja að þetta hafi
orðið til að auglýsa útflutningsvör-
ur okkar og þar meö orðið til nokk-
urs góðs. Betra er illt umtal en ekk-
ert segja stjómmálamenn stund-
um.
Nú eru málin þó öllu alvarlegri
því eitt stórfyrirtæki í Þýskalandi
hefur hætt kaupum af okkur og
annað stórfyrirtæki í Bandaríkjun-
um ,hætt tímabundið viðskiptum
við annan af tveim aðalútflytjenda
okkar á þann markað.
Stundum til góðs
Þó að þetta séu illar fréttir þá
megum við ekki tapa sálarró okk-
ar. Viö verðum að vega og meta
málin frá öllum hhðum og ekki
rasa að neinu. Og ekki megum við
gleyma því að viðskiptaþvinganir
annarra þjóða hafa stundum orðið
okkur til góðs þegar upp var stað-
ið, t.d. þegar Bretar, sem þá voru
aðalkaupendur fiskafurða okkar,
settu á okkur algert löndunarbann
til að þvinga okkur til undanhalds
í landhelgismáhnu. Það varð til að
koma fótunum undir hraðfrysti-
iðnaðinn og opnaði okkur markaði
í Bandaríkjunum og Sovétríkjun-
um. Aðgerðir Breta urðu okkur
þannig til góðs áður en yfir lauk.
Ekki einfalt mál
Því er haldið fram að núverandi
hvalveiðar í vísindaskyni, þar sem
aðeins er leyft að veiöa mjög fáa
hvaU, skipti okkur efnahagslega
Kjallarinn
Magnús H.
Magnússon
fyrrv. ráðherra
litlu máU og því beri að leggja þær
af til að forðast frekari óþægindi.
Svo einfalt er málið ekki. Hvalir
og selir eru stærstu keppinautar
okkar um afrakstur hafsvæðanna
kringum landið.
Norðmenn telja að hvalir í Bar-
entshafi éti áhka mikið af loðnu og
sem nemur loðnuveiðum allra
þjóða samanlagt á hafsvæðinu.
Þeir hafa einnig fært rök að því að
tvöfalda mætti þorskveiðar Norð-
manna ef sjávarspendýr væru ekki
tíl staðar. Auðvitað leggur enginn
til að þessum skepnum verði út-
rýmt, íjarri því, en þetta sýnir hve
sjávarspendýrin eru mikill keppi-
nautur manna um hagnýtingu líf-
kerfis hafsvæðanna. Og hvernig
halda menn að þetta hlutfaU verði
að nokkrum áratugum Uðnum ef
hvalir og selir verða alfriðaðir?
Ég tel þýðingarmikið að við nýt-
um af skynsemi í framtíðinni þá
auðlind sem hvalveiðar geta verið
og við erum nú vel í stakk búin til
að fylgjast með viðkomu hvala-
stofna og koma í veg fyrir ofveiði.
En ég tel enn þýöingarmeira að
koma í veg fyrir ofíjölgun sjávar-
spendýra í framtiðinni.
Ef við beygjum okkur ...
Að mínu mati liggur aöalhættan
í því að ef við beygjum okkur nú
fyrir utanaðkomandi þrýstingi þá
getum við aldrei hafið hvalveiðar
að nýju, hversu sterk sem rök okk-
ar koma til með að verða. Þá vita
menn hvernig á að beygja okkur
tU undirgefni.
Einnig má búast við því að
Greenpeace-menn færi sig upp á
skaftið og reyni t.d. að stöðva
loðnuveiðar okkar, því eitthvað
verða hvalirnir, hinar nýju heilögu
kýr, að fá að éta. Ekki þýðir að al-
friða hvalina ef þeir eru svo látnir
deyja úr hungri. Þá gæti farið fyrir
okkur eins og Indverjum, að hinar
heilögu kýr fái æti en börnin svelti.
Þetta er nú e.t.v. málað fulldökkum
litum, en eitthvaö í þessa átt gæti
þróunin orðið ef alltaf verður látið
undan utanaðkomandi þrýstingi.
Fyrr en seinna munum við full-
nýta lífkerfi hafsvæðanna í kring-
um landið. Við munum meta af-
kastagetu lífkerfísins á hverjum
tíma (það er jú breytilegt m.a.
vegna hitabreytinga í sjónum) og
„setja á“ í samræmi viö það. Við
munum ákveða heppilegan fjölda
hafbeitarlaxa og með stjórnun fisk-
veiða og klaki munum viö ráða
miklu um stærð þorskstofnsins og
annarra nytjafiska og þannig nýta
afkastagetu lífkerfis sjávarins á
sem skynsamlegastan hátt. Það
kemur til með aö skipta miklu og
vaxandi máli hve mikinn toU við
leyfum sjávarspendýrum að taka
afþessum auðæfum okkar.
Eg tel að sjávarútvegsráðherra
hafi haldið mjög skynsamlega á
máUnu og ég treysti honum vel til
að gera það framvegis. Við verðum
að hugsa okkur vel um áður en við
ákveðum næstu leiki í stöðunni.
Magnús H. Magnússon
„Hvalir og selir eru stærstu keppinautar okkar um afrakstur hatsvæð-
anna kringum landið," segir greinarhöfundur.
„Eg tel að sjávarútvegsráðherra hafi
haldið mjög skynsamlega á málinu og
ég treysti honum vel til að gera það
framvegis.“
Um landbúnaðarmál í Svíþjóð
Nauðþurftir, fæði, skæði, skjól,
voru það sem hinn grái hversdagur
snerist um meðan bændaþjóðfélag-
ið var og hét. Nú er öldin önnur.
Velferðin sér fyrir þessum þátt-
um lífsstritsins, eða á og ætlar sér
það. Brotalamirnar eru margar,
þrátt fyrir okkar kristilega inn-
ræti. En það er lífsins gangur. Allt-
af mun mannfólkið verða eitt í orði
en annað á borði.
Laun og öryggi
Þrátt fyrir mikla velferð og mik-
inn auð, snýst mestöll umræðan
hér í landi um peninga og skatta.
Hér ræða menn ekki um laun á
sama hátt og á Fróni heldur um
raunlaun, þ.e. þau laun sem fólk
faer þegar ríkið hefur tekið sitt.
Örugg afkoma er mikils virði og
því greiðir fólk gjarnan háan skatt.
En samtímiS rís krafan um meiri
menntun, meiri menningu, meiri
þægindi og minni vinnu. Því leita
stjómmálamenn nú leiða til þess
að lækka framfærslukostnaðinn og
þar með að hækka rauntekjur
launafólks. Matvæli eru mjög dýr
hér í Svíþjóð og eru skattlögð sem
önnur neysluvara.
Ríkisstyrktir atvinnuvegir
Tilefni þessarar greinar eru ný-
framkomnar tillögur til lausnar á
landbúnaðarvandamálum Svía.
Það sem knýr á um lausn þessa
máls er fyrirsjáanleg nauðsyn á því
að aðlaga efnahags- og viðskipta-
mál hinum svokalla Evrópumark-
aði en Svíar eru mjög háðir þessum
markaði. Eins er það að stéttar-
samtök launafólks hafa lengi gert
kröfu um að á þessum málum yrði
tekið og raunlaun hækkuð með
lækkuðum framfærslukostnaði.
Stjórnvöld hafa með þessum til-
lögum lýst því yfir að þau telji sér
ekki skylt að styrkja eina atvinnu-
KjaHaiinn
Brynteifur H.
Steingrímsson
læknir
fram tillögur um breytta stefnu í
landbúnaðarmálum. Markmið
þessara tillagna eru í aðalatriðum
þessi:
1. Lækkað verð á matvælum, kjöti,
mjólkurvöru, eggjum, kornmat.
2. Bændum verði ekki lengur
tryggt af ríkinu ákveðið verð
fyrir alla framleiöslu sína, held-
ur verði þeir að selja sjálfir þá
framleiðslu sem innanlands-
markaðurinn hefur ekki þörf
fyrir.
3. Innflutningurámatvælumverði
tollaður með fóstum tolli og
hann lækkaður frá því sem nú
er.
4. Fallið verði frá hreyfanlegu inn-
flutningsgjaldi en eins og áður
greinir fastur tollur settur á inn-
flutninginn. Hið hreyfanlega
innflutningsgjald verkaði þann-
ig að þegar heimsmarkaðsverðið
„Þessar tillögur eru 1 sjálfu sér ótrúleg-
ar í landi sósíalismnans en verða það
ekki þegar það er vitað að í Svíþjóð
ríkir mun minni sósíalismi en á ís-
landi.“
grein umfram aðra heldur eigi
samkeppni og markaðslögmál á
heimsmarkaði að ráða feröinni í
aðalatriöum.
Þessar tillögur eru í sjálfu sér
ótrúlegar í landi sósíalismans en
verða það ekki þegar það er vitað
að í Svíþjóð ríkir mun minni sósíal-
ismi en á íslandi.
Velferðin er hér sósíalíseruð en
atvinnuvegirnir helst ekki.
Tiilögur um breytta stefnu
Það er nefnd á vegum viðskipta-
málaráðuneytisins sem lagt hefur
lækkaði var gjaldið hækkað og
kom því neytendum ekki til
góða. Verðlag á matvælum er-
lendis hafði því engin áhrif á
markaðsverðið innanlands.
5. Landbúnaðarstyrk eiga þeir að
fá sem verst eru settir. Ekki er
gert ráð fyrir að bændur í S-
Svíþjóð fái styrkinn.
Um háar upphæðir er að
ræða
Talið er að um 15 milljarðar sæn-
skra króna fari sem styrkur til
landbúnaðarins í dag. Þaö er í ís-
lenskum krónum reiknað um
(a.m.k.) 120 milljarðar. Ef við reikn-
um með að íbúar Svíþjóðar séu um
8 milljónir nemur þessi styrkur til
landbúnaðarins 15000 kr. ísl. á íbúa
.en ca 30.000 ísl. kr. á skattgreið-
anda, þ.e. vinnandi mann. Þeir sem
vinna að landbúnaði eru um 3,5%
þjóöarinnar eða um 280 þús. Land-
búnaðarstyrkurinn nemur því á
hvern landbúnaðarverkamann um
50 þús. sænskum kr. eða um 400
þús. ísl. kr. Þetta eru háar upphæð-
ir.
Lokaorð
Umræða um landbúnaðarmál
verður ekki umflúin. Verð á mat-
vælum er og verður kjaramál laun-
þegans. Lækki verð á matvælum
hækka raunlaunin að sama skapi.
Þaö er margt sem bendir til þess
að þær tillögur, sem hér hafa verið
gerðar að umræðuefni, nái fram
að ganga.
Nefnd um öryggismál (FOA) hef-
ur látið skoðanir í ljós sem ekki
ganga gegn þessum tillögum. Eins
kemur það fram í yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar aö stefnt verði að því
að þrýsta niður verði á matvælum
og landbúnaðurinn verði endur-
skipulagður. Svo mörg verða þessi
orð.
Brynleifur H. Steingrímsson
„Matvæli eru mjög dýr hér í Sviþjóð og eru skattlögð sem önnur neyslu-
vara“, segir í greininni.