Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1988, Side 16
16
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988.
Spumingin
Hvað ferðu oft í bíó og
hvaða mynd sástu síðast?
Axel Guðmundsson verslunarmaður:
Svona 5 sinnum í viku. Sá seinast
„The Great Outdoors".
Fjóla Ásgeirsdóttir verslunarmaður:
Um það bil tvisvar í viku. Sá síðast
„Coming to America".
Hinrik Sigurðsson sölumaður: Tvd-
svar í viku hér um bil. Sá síðast
„Frantic".
Sigursteinn Gunnarsson verkamað-
ur: Einu sinni í viku. Sá síðast „Com-
ing to America".
Björn Sveinbjörnsson verkamaður:
Einu sinni í viku og tæplega þó. Sá
síðast „Coming to America".
Jónína Berg myndlistarnemi: Mjög
sjaldan. Svona einu sinni í mánuði.
Eg man ekkert hvað hún hét sem ég
sá síðast.
Lesendur
Kjallaragreinar DV:
lifleg þjóðmálaumræða
Kristinn Einarsson skrifar:
Þær eru oft íjörugar, þjóömá-
laumræðumar hér á landi. Eitt
vinsælasta sport íslendinga hefur
löngum verið að skeggræða um
þjóðmálin. í dag líður tíminn fljótt
og hraðinn er mikill. Þess vegna
verða menn aö velja og hafna þegar
fjölmiðlar eru annars vegar. Fáir
hafa tíma til að lesa allt eða hlusta
og horfa á allt sem fram er boðið.
En hvað sem segja má um allt það
efni, sem á boðstólum er, stendur
þjóðmálaumræðan upp úr sem
helsta áhugaefnið.
Það er því gaman að fylgjast með
hvaða fjölmiðlar bjóða upp á líf-
legustu og fjölbreyttustu þjóðmála-
umræðuna. Tvö dagblaðanna eru
þar langstærst, Dagblaðið Vísir og
Morgunblaðið. Ég tek þó DV fram
yfir vegna þess að þar er ákveðinn
og fastur vettvangur (og á vissum
stað í blaðinu) þar sem maður getur
treyst að alltaf sé einhver umræða
í gangi, þ.e. kjallaragreinarnar.
Ég fullyrði að þessi vettvangur,
ásamt lesendabréfum sem fólk
sendir inn og birtast í blaðinu, er
einn helsti vettvangur þjóðmá-
laumræöunnar og endurspeglar
vel margvísleg viðhorf fólks. Sjón-
varpsstöðvamar, þótt tvær séu, sjá
manni ekki nærri eins vel fyrir
svona efni. Kastljósþættir og aðrir
umræöuþættir, sem voru áhuga-
verðir, eru nærri horfnir úr dag-
skrá stöðvanna. Þeir geta þó aldrei
komið í stað blaðagreina og les-
endabréfa sem birtast á hverjum
degi.
Margir mjög snjallir og áhuga-
verðir dálkahöfundar hafa skrifað
afjoni
w "J
S
nrNvia lánskjaravísital-
Sanbetriensúgamla.
|
Kjaflarúm
Hverju homur
kvennalistako
Höfundar kjallaragreina DV eru breiður hópur sem kastar Ijósi á þjóðmálaumræðuna, segir bréfritari m.a.
að staðaldri og þeir ásamt hinum
sem sjaldnar skrifa kasta ljósi á það
sem þeim er efst í huga og venju-
lega er það eitthvað sem lesendur
eru tilbúnir að taka þátt í aö ræða
eða það fellur inn í þjóðmálaum-
ræðuna hverju sinni.
Ég ætla ekki að flokka þessa
greinarhöfunda eftir efni og gæð-
um og hef heldur ekki efni á því.
Þama er þó um breiðan og mislitan
hóp aö ræða. Þeir sem ég man eftir
í svip eru þó allir því marki brennd-
ir að hafa áhuga á þeim málum sem
þeir skrifa um og það nægir lesend-
um oftast, jafnvel þótt þeir séu ekki
sammála greinarhöfundum. Pólit-
ísk viðhorf viðkomandi eða stétt
og staða gerir ekki útslagið í því
efni. - Áfram með þjóðmálaum-
ræðuna.
KSKÍSSjj!!
MMf AriitrrriTrr-r"
Lúxushótel i Marokkó. - Aðalatriðið er að hafa aðgang að góðum hótelum og ströndum, segir hér.
Marokkótogaramir:
Greiddir með sólarferðum
Jakob hringdi:
Til þess nú að missa ekki alveg af
viðskiptunum við þá í Marokkó vil
ég gera að tillögu minni að þessi við-
skipti verði endurskoöuð hið snar-
asta. Það á aldrei að henda frá sér
tilboðum, síst af öllu ef það eru at-
vinnutilboö. Það er hægt að nýta öll
tilboð, hveiju nafni sem nefnast,
bara ef vilji og viðskiptavit er fyrir
hendi. En það er því miöur skortur
á hvoru tveggja hjá okkur.
í Marokkó er mikið um sól allan
ársins hring og sól er eitt af því sem
við íslendingar sækjumst nyög eftir.
Nú eru t.d. hundruð íslenskra borg-
ara staddir á Spáni og víðar og ætla
að hafa þar vetursetu. Einhvers stað-
ar las ég um að ein ferðaskrifstofan
hér greiddi uppihald viðskiptavina
sinna á Spáni með íslenskum salt-
fiski. Og hvað er athugavert við það?
Auðvitað ekkert.
Ég legg því til aö svipað veröi fariö
aö í umræddum viðskiptum við Mar-
okkómenn, að við gerum við þá
samninga um smíöi á togurum gegn
sólarferðum til þeirra sólríka lands,
svo sem næstu 5 eða 6 árin, þ.e. fríum
aðgangi að nokkrum góðum hótelum
og sólarströndum. Ferðirnar greidd-
um við sjálfir.
Þetta ætti aö geta smollið saman.
Með þessu móti gæti ríkiö komiö inn
í myndina, bæði vegna þess að það
væri þá að gera samninga sem allir
landsmenn væru samþykkir og svo
vegna þess að þama er ekki um neina
áhættu að ræða því landinn hættir
aldrei að sækja í sólarlandaferðir.
Skipasmíðastöðvarnar hafa hér ekki
annað hlutverk en að smíða togar-
ana. Ríkið hefði greitt launin í öllum
tilfellum hvort eð er. Aðalatriðiö er
að hafa aðgang að góðum hótelum
og ströndum þar sem hægt er að sóla
sig og skilja áhyggjurnar eftir á norö-
urslóðum.
Fyrsta flokks þjónusta
Hringið í síma
27022
milli
kl. 13 og 15,
eða skrifið.
Reykvísk kona skrifar:
Fyrir u.þ.b. einu ári keypti ég rit-
vél í verslun einni í Reykjavík. Þegar
fariö var að nota vélina reyndist hún
biluð. Ég sneri mér til seljanda og fór
fram á að fá aöra vél en því var neit-
að með öllu og var gert við hana.
Skömmu seinna bilaði vélin á sama
hátt. Aftur fór hún í viðgerö og í þetta
sinn hafði ég samband við umboðs-
aðila, sem í þessu tilfelli er Magnús
Kjaran, heildverslun. Þar var véhn
lagfærð í annað sinn en mér var jafn-
framt sagt að ef bilunin endurtæki
sig kæmi til greina að ég fengi nýja
ritvél.
Eftir sáralitla notkun fór svo á
sama veg sem fyrr og enn fór ég á
stúfana með vélina. Hjá Magnúsi
Kjaran fékk ég svo nýja ritvél. Þetta
er fyrsta flokks þjónusta sem ber aö
þakka og mættu mörg þjónustufyrir-
tæki taka þetta sér til fyrirmyndar.
ÓL fatlaðra:
Lítil skil jgerð
hjá RUV
Eva hringdi:
Mér finnst ríkissjónvarpiö hafa
gert frekar lítið úr ólyrapíuleik-
um fatlaðra og afrekum okkar
fólks miðað viö hvað það gerði
þegar sýnt var frá hinum fyrri,
svo aö segja nótt sem nýtan dag.
Þegar þetta er talað hefur enn
ekkert komið í sjónvarpinu frá
þessum ólympíuleikum fatlaðra.
Mér finnst þetta miöur og reikna
með að áhuginn hafi ekki verið
mikill á að sýna frá leikunum.
Þetta hefði þó verið áhugavert,
ekki síst með tilliti til þess að það
er á þessum ólympíuleikum sem
við hreppum fyrstu gullverðlaun
okkar. - Vonandi verður þetta
bætt á einhvern máta, t.d. með
þvi að sýna myndir frá leikunum
strax og þær berast til landsins -
og maður hlýtur að ætla að þær
berist hingað eins og annað efni
sem er í heimsfréttunum.
Upphefðin að utan
Sigriður Jónsdóttir skrifar:
Þeir alþýðubandalagsmenn
gátu ekki unnt Guðrúnu Helga-
dóttmr þess að veröa ráðherra
þrátt fyrir fjálglegt tal þar á bæ
um jafhrétti kynjanna og „kven-
frelsisbaráttu"?? - Þeir brutu
meira að segja eigin flokksreglur
til þess að sniðganga Guðrúnu
(40% regluna).
En þá gerist það aö alþýðu-
flokksmenn vildu gjaman koma
að sínum manni sem formanni
fjárveitinganefndar og gerðu þvi
Allaböllum tilboð sem þeir gátu
ekki hafnað: - Að fá forseta sam-
einaðs þings i skiptum.
Guðrún Helgadóttir getur því
sagt eins og hin sögufræga per-
sóna Laxness forðum: „Mín upp-
hefö kemur aö utan."