Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1988, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1988, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988. 17 Lesendur Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar. - „Ætlar að koma þeim alþýðubandalagssráðherrum vel í embættisverkum og fundahöldum," segir hér m.a. Slagorð alþýðubandalagsráðherranna: „RíkissQóm Þorsteins Pálssonar"! Ragnar skrifar: Það er nú öllum ljóst að það er meira en lítið aö hjá ráðherrum Al- þýðubandalagsins eftir aðeins fárra vikna setu í ráðherrastólunum. Lík- legast er að þeir sem völdust í ráð- herrastólana hjá Alþýðubandalaginu og eru einmitt þekktastir fyrir annað en inna af hendi ábyrgðarstörf - nefnilega upphlaup og slagorðaglam- ur - ráði ekki ekki við embættin. Hinir hófsamari og um leið reynslu- meiri stjórnmálamenn flokksins, svo sem þeir Ragnar Arnalds og Hjörleif- ur Guttormsson, máttu ekki komast að í þetta skipti. Ráðherrar Alþýðubandalagsins koma vart svo fram á opinberum vettvangi að þeir taki sér ekki í munn orðin „ríkisstjóm Þorsteins Pálsson- ar“ hvað eftir annaö. Þessi eða hinn vandinn á að vera að kenna ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar! - Hún ætlar að koma þeim alþýðubanda- lagsráðherrunum vel í embættis- verkum og fundahöldum, stjórnin sú. - Flestir ráðherrar þeirrar ríkis- stjórnar sitja þó enn í ríkisstjóm, þ.á m. sá er hafði fjármálin á sinni könnu! En gegn fjármálastjórn síð- ustu ríkisstjórnar beinist helst orða- flaumur alþýðubandalagsráðherr- anna. Á þessa ráðherra, hvað þá fyrrv. fjármálaráðherra, minnast Þjóöin á þenslufylliríi: Segir hver? Sighvatur hringdi: I dagblaðinu Tímanum um helgina síðustu er langt og mikið viötal við forstjóra Sambandsins um eitt og annað í þjóðmálunum og þá aöallega atvinnuástand, útflutning, ofíjárfest- ingu og þenslu í rekstri fyrirtækja. Hann segir þar m.a. að alls konar ofíjárfesting á sviði verslunar og þjónustu sé af þeirri stærðargráðu að hún myndi nægja þjóðfélagi sem væri helmingi fjölmennara en okkar. - Satt og rétt. En hvers vegna hefur þá Sambandið verið í fararbroddi á þessu sviði? Hann segir að við horfum fram á neyðarástand í þeim skilningi að við verðum virkilega að breyta til frá þeirri stefnu sem við höfum tamið okkur á undanfomum árum. - Satt og rétt. En er hægt að treysta til þess fyrirtækjum og forsvarsmönnum sem eru hinir sömu og áttu þátt í því neyðarástandi sem nú er að skella á? Hann vill hefja frystinguna (á fiski) á hæsta pall, eins og hann orðar það í viðtalinu, vegna þess að hún sé besta leiðin sem þekkt sé í dag til að varðveita ferskleika vömnnar og tryggja farsæla og hagkvæma mark- aðssetningu hennar - Betur að satt væri. En þetta stangast á við þá stað- reynd að það er tap á þessari vinnslu- aðferð, ef vinnsluaðferð skyldi kalla, og hefur verið spáð áfram um ófyrir- sjáanlegan tíma. þeir ekki, heldur tönnlast sífellt, eins og forrituð vélmenni á slagorðinu „ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar". Þegar menn finna vanmátt sinn í starfi gerist það oftar en ekki aö hræðsla grípur um sig og slagorða- flaumur um verk fyrirrennaranna skipar æðri sess en tilraunir til að leysa. aðsteðjandi vanda. - Ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar sat ekki nema í rúmt ár og sá vandi sem nú er viö að etja er ekki frá valdatíma hennar og ef svo væri þá má rekja hann til þess aðila er fór með stjórn fjármála á þeim bæ. Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sam- bandsins, vili skera niður þenslu- og fjárfestingarfyllirí sem ráðið hef- ur ferðinni. Hann talar ennfremur um „þenslu- fyllirí" og „fjárfestingarfyllirí“ sem þurfi að skera niður. - Að sjálfsögðu. En segir hver? - Forstjóri „víðfeðm- asta fyrirtækis í landinu" eins og segir í uppslætti Tímans. Suzuki GS 750 ES 1983 Til sölu Suzuki GS 750 ES ’83, hvítt + rautt, ekið 4500 mílur, verð 275.000. Mjög gott eintak. Ýmis skipti koma til greina. BÍLASALAN BUK Skeifunni 8, simar 68-64-77 og 68-66-42 TIL S0LU PAJER0 987 ekinn 30 000 km arg Toppbíll. Miög góð kjör EGILL VILHJALMSSON HF Smiðjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 - 77202 4 yvvC Tískuhönnuðurinn Yves Saint Laurent hefur löng- um verið nefndur konungurtískunnar og sennilega ekki að ástæðulausu. Eins og flestir vita þarf meira en bara góða hönnun til að ná þeim vinsældum sem flestallt hefur náð undir merki YSL. Það þarf hæfileikaríkan markaðssetjara og fjármálaspeking til að koma slíkum varningi á framfæri. Maðurinn, sem á stærstan þátt í að koma Saint Laurent á fram- færi, varsá sem hirti hann uppaf götunni, ef svo má að orði komast, er Christian Dior-tískuhúsið hafði sparkað honum. Þessi maður heitir Pierre Bergé og er af mörgum talinn einn af bestu fjár- málasnillingum okkartíma. I Lífsstíl DV á morgun verðurfjallað um manninn að bakiYSL. Hér á árum áður voru húsmæðraskólar í hverjum fjórðungi og þótti nám í slíkum skólum hið gagn- legasta. En tímarnir breyttust og nemendum fækk- aði jafnt og þétt. Að því kom að skólahald í mörg- um húsmæðraskólum lagðist af og víða stóðu byggingar vannýttar. En svo kom að því að skólarnir fengu nýtt hlut-. verk og er Húsmæðraskólinn Ósk á ísafirði einn af þeim. Á síðustu árum hafa nemendur í mennta- skólanum átt kost á því að sækja námskeið í mat- reiðslu sem valgrein. í Lífsstíl á morgun verður sagt frá heimsókn á eitt slíkt námskeið og spjallað við nemendur og kennara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.