Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1988, Síða 34
34
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988.
LífsstíU 13 V
Af aðalfundi Neytendasamtakanna
Meiri samskipti nauðsynleg
Á aöalfundi Neytendasamtakanna kvörtuðu fulltrúar félaga á landsbyggðinni undan sambandsleysi við stjórn
samtakanna. Myndin er tekin á fundinum á Hótel Sögu. Jóhannes Gunnarsson, formaður samtakanna, í
ræðustól. DV-mynd Brynjar Gauti
„Lífsvon neytendafélaganna úti á
landi er fólgin í meira og nánara
samstarfi," sagöi Sigfríöur Þor-
steinsdóttir, formaður Neytendafé-
lags Akureyrar, á aöalfundi Neyt-
endasamtakanna sem haldinn var
á Hótel Sögu á íostudag og laugar-
dag.
Neytendur
Talsverðar umræður uröu um
leiöir til þess aö efla starfsemi neyt-
endafélaganna, sérstaklega á
landsbyggöinni.
Neytendasamtökin
gagnrýnd fyrir of lítið
samband við félögin
á landsbyggðinni
Þaö sem einkum háir starfsemi
neytendafélaga í dreifbýlinu er fé-
lagafæð og sú staðreynd aö allt
starfið er unnið í sjálfboöavinnu.
Neytendafélag Reykjavikur, sem
rekur skrifstofu ásamt Neytenda-
samtökunum, var gagnrýnt fyrir
litil samskipti viö félögin úti á
landi.
Stjórn Neytendasamtakanna
sendir ekki afrit af fundargeröum
til félaganna úti á landi og töldu
flestir sem til máls tóku að almennt
mættu tengslin milli Reykjavíkur
og dreifbýlisins vera mun meiri.
Meira samstarf
nauðsynlegt
„Félögin þurfa að vera dugleg aö
kynna starfsemi sína,“ sagði Odd-
rún Sigurðardóttir, formaður
Neytendafélags Fljótsdalshéraðs.
„Viö þurfum aö starfa meira saman
i hverjum fjórðungi og færa út
kvíarnar. Það er fleira neytenda-
mál en verðkannanir.“
Margir nefndu nauðsyn þess að
neytendafélögin gætu haft starfs-
kraft á launum. I því sambandi er
mikið horft til samstarfs við verka-
lýðsfélög, líkt og verið hefur á Ak-
ureyri. Fyrir lítið neytendafélag úti
á landi gæti starfsmaður á launum
2-3 tíma tvisvar til þrisvar í viku
skipt sköpum.
Einnig var bent á nauðsyn þess
að formenn stærri félaga sætu
ávallt á stjórnarfundum Neytenda-
samtakanna.
Jóhannes Gunnarsson svaraöi
þessum athugasemdum og taldi
aukið samstarf vera til góðs.
Hann benti á að framlag hins
opinbera til neytendamála hefði
aukist á undaniornum árum og
gætti meiri skilnings hjá stjórn-
völdum en oft áður. Hann sagði að
stefnt væri að því aö fjölga starfs-
kröftum á skrifstofunni í Reykjavík
og að ráða erindreka sem annaðist
einkum kynningu og fræðslustarf
á vegum Neytendasamtakanna.
Hann sagði betri fjárhag Neyt-
endablaðsins og aukin framlög frá
hinu opinbera gefa vonir um aukna
og öflugri starfsemi á næstunni.
-Pá
Stöðugt fleiri laga-
ákvðeði hliðholl neytendum
- frumvarp um greiðslukortaviðskipti væntanlegt
Jóhannes Gunnarsson var end-
urkjörinn formaður Neytenda-
samtakanna. DV-mynd
Ný
stjóm
Neytenda-
sam-
takanna
Jóhannes Gunnarsson var end-
urkjörinn formaður Neytenda-
samtakanna á aðalfundi samtak-
anna á Hótel Sögu um helgina.
Varaformaöur er María Ingva-
dóttir og gjaldkeri Einar Öm
Thorlacius. Ritari er Anna Hlín
Bjarnadóttir.
Aðrir í stjóm era: Bryndís
Steinþórsdóttir, Reykjavík, Jón
Magnússon, Reykjavik, Jónas
Bjarnason, Reykjavík, Kristján
Valdimarsson, Reykjavík, Odd-
rún Siguröardóttir, Egilsstööum,
Sigurður Ingibjömsson, Vest-
mannaeyjum, Steinar Harðar-
son, Álftanesi og Vilhjálmur Ingi
Sigurösson, Akureyri. -Pá
Frumvarp til laga um verslunarat-
vinnu var lagt fyrir Alþingi 1986 en
ekki afgreitt. Frumvarp um verslun-
aratvinnu var fyrst lagt fyrir þingið
fyrir 11 árum.
Til mikilla hagsbóta
ef lögin
fengjust samþykkt
í lögum þessum eru ákvæði um
afborgunarviðskipti og er ísland eina
landið í Vestur-Evrópu þar sem eng-
in lög gilda um slík viðskipti. Merk-
asta ákvæði þessara laga frá sjónar-
hóli neytenda er afnám eignarrétt-
arákvæðis í afborgunarsamningum.
Fellur þá niður réttur seljanda til
þess að leysa hið selda til sín ef um
vanskil er að ræða. í lögunum er
kveðið á um lágmarksútborgun.
Einnig er ákvæöi þess efnis að gangi
shk viðskipti til baka fær kaupandi
greiddar afborganir taldar til tekna.
Víxlanotkun í afborgunarviðskipt-
um veröur ekki leyfð og er það sam-
bærilegt við ákvæði í lögum í ná-
grannalöndum okkar.
Steinar Haröarson flutti á aðal-
fundi Neytendasamtakanna erindi
um lagaákvæði sem annaöhvort eru
í smíðum eða þegar hafa verið lögð
fyrir Alþingi og eru til hagsbóta fyrir
neytendur. Hann taldi til mikilla
hagsbóta fyrir neytendur ef umrætt
frumvarp um verslunaratvinnu yröi
samþykkt.
Væntanleg lög um aug-
lýsingar og greiðslukort
I erindi Steinars kom fram að nefnd
vinnur að undirbúningi framvarps
um auglýsingar. Markmið laganna
yröi að „vemda börn og unglinga
fyrir innrætandi áhrifum auglýs-
inga“.
Þá hefur viðskiptaráðherra, Jón
Sigurðsson, lýst því yfir að nauðsyn-
legt sé að koma á lögum um greiðslu-
kortaviðskipti. Engin lög eru í gildi
um shk viðskipti og hafa Neytenda-
samtökin mjög hvatt th þess að þeim
yrði komið á. Það er álit samtakanna
að slík lög ættu að kveða á um að
notendur kortanna beri af þeim allan
kostnað.
Lög um eignarleigustarfsemi og um
starfsemi verðbréfamarkaöa voru
einnig meðal þess sem Steinar nefndi
í erindi sínu um lagaákvæði hagstæð
neytendum.
Jóhannes Gunnarsson, formaður
samtakanna, taldi vaxandi fjölda
lagaákvæða, sem gættu hagsmuna
neytenda, sýnilegan ávöxt af starfi
Neytendasamtakanna. -Pá
Viðskiptaráðherra hefur boðað frumvarp til laga um greiðslukortaviðskipti.