Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1988, Page 36
36
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988.
Af börnum og
barnavinum
Á Kjarvalsstöðum standa nú yfir
flórar harla ólíkar sýningar þó
e.t.v. megi segja að þáttur hins
barnslega sé þar hvergi íjarri
gamni.
Sverrir Ólafsson sýnir skúlptúra
í Austursal. Skúlptúrar Sverris eru
óvenju malerískir. Fljótt á litið
virðist ótrúlegt að þarna séu mynd-
ir úr járni og stáli. Við sjónum
blasa kómísk „fjörfés" og litskrúð-
ugir furðufuglar. Sverri er greini-
lega gefin sú náðargáfa að geta
glætt líf og leitt fram það broslega
með hinu kalda og ómeðfærilega.
Nýexpressjónisminn er greinilegur
áhrifavaldur í verkum Sverris.
Hans túlkun fylgir á marga lund
New York-straumnum þar sem
aukin áhersla er á sameiningu
skúlptúrs og málverks, samanber
t.a.m. verk súperstjamanna
Franks Stella og Keiths Haring.
Líkt og amerísku séníin virðist
Sverrir sækja í neðanjarðarpopp-
hefð teiknimyndasögunnar. Þetta
er sérstaklega áberandi í verkum
eins og Drósin og dýrið og Pönk.
Bamslegt græskuleysi er gegnum-
gangandi á sýningunni, einnig í
þeim verkum sem em ómáluð.
Jafnvel svartir járnhnullungar
eins og Píla, Einn tveir og þrír og
Fjörfés geisla af kímni. Það hefðu
að ósekju mátt fylgja fleiri slík fés
með á þessa sýningu - og ekkert
síður máluð en ómáluð.
Á göngum Kjarvalsstaða er
reyndar nóg af kímnum fésum. Þar
stendur nú yfir sýning á verkum
barna af dagheimilum í Reykjavík.
Skammt er að minnast sýningar á
verkum barna frá Reggio Emiha á
Ítalíu sem sett var upp á Kjarvals-
stöðum síðastliðið vor. Sú sýning
hefur örugglega kveikt uppeldis-
neista í mörgum því árangurinn
af starfinu með börnunum var í
senn visindalega settur fram, ljóð-
rænn og áhugavekjandi. Sýning
reykvísku dagheimilanna er að
vísu ekki jafn markvisst unnin,
e.t.v. vegna stutts aðdraganda, en
þar kennir margra áhugaverðra
grasa. í Hlíðaborg eru forsendur
fomleifafræðinnar t.a.m. kannaðar
með því að safna rusli annars vegar
í gamaldags óróa og hins vegar í
nýmóðins. Þar fengu börnin líka
að komast í snertingu við hina
margeltu sauðkind og búa til lík-
neski af henni úr pappa og ullar-
lögðum. Börnin á Bakka endur-
skópu fjöruna, ugglaust mun feg-
Myndlist
Ólafur Engilbertsson
urri en hún var, og í Hálsakoti fóru'
fram mjög hugmyndaríkar tilraun-
ir í grafik. Ekki má gleyma Laugar-
selsskrímslinu ógurlega sem svífur
yfir höfðum sýningargesta. Margt
fleira skemmtilegt er þarna að sjá
og vonandi að slíkar sýningar verði
sem oftast í framtíðinni.
Sigrún Eldjárn hefur á liðnum
ámm lagt ýmislegt af mörkum til
íslenskrar barnamenningar. Hún
sýnir nú pínulítið fólk innan um
risastóra steina í Vestursalnum.
Aumingja fólkið virðist ekki fá við
neitt ráðið og sveiflast um í alla-
vega htum böndum eins og sirkus-
fólk. Hugmyndin minnir á stíl-
brögð franska teiknarans Folon
sem notast reyndar fremur við fer-
kantað stórborgarlandslagiö. Ohu-
myndir Sigrúnar eru hreinar og
fínar og pent dregnar. Þrátt fyrir
aht er þar enga ógn og skelfingu
að finna. Eftirminnilegastar em
myndir númer 8-10. Þær eru
stærstar umfangs en þar örlar hka
á hugkvæmni í myndbyggingu.
Dramatískir atburðir þurfa að um-
lykja allt og vera hráir í framsetn-
ingu. Vinnubrögð Sigrúnar virðast
miðast um of við A-5 grafíkmyndir
og myndskreytingar.
Guðrún Gunnarsdóttir vefari
deihr Vestursalnum með Sigrúnu.
Vefir hennar eru einfaldir og mini-
mahskir. Sérstaklega eru hugstæð
verkin Svart á rauðu og Ljós í
myrkri en í báðum verkunum er
bambustágum bætt skemmtilega
inn í. Verk númer 2^4 eru blátt
áfram og stílhrein. Öðm máli gegn-
ir um flest hinna verkanna. Þar
notar Sigrún pappa til að reyna að
gefa verkunum andlistlyftingu aö
því er virðist. Því miður er árang-
urinn einungis sá að verkin verða
viðvaningsleg og klaufaleg fyrir
bragðið. En bambus og tágar eru
ekkert út í hött. Er vefnaður jú
ekki einskonar míkadó? _ÓE
Drósin og dýrið, myndverk eftir Sverri Ólafsson. DV-mynd GVA
Andlát
Guðrún Bernhöft-Marr lést í Edin-
borg 15. október.
Ásgerður Guðjónsdóttir, Grenimel
23, andaðist í Landspítalanum 17.
október.
Ester Georgsdóttir, Barónsstíg 16,
Reykjavik, lést í Landspítalanum
þann 17. október.
Jardarfarir
Ingibjörg Laufey Pálmadóttir verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 20. október kl. 15.
ísleifur Einarsson, Strandarhjáleigu,
Vestur-Landeyjum, verður jarösung-
inn frá Akureyjarkirkju laugardag-
inn 22. október kl. 14.
Útför Magnúsar Stephensen, fer
‘‘fram fimmtudaginn 20. október kl.
10.30 frá Fossvogskirkju.
Ólöf Grímea Þorláksdóttir (Gríma)
lést 9. október sl. Hún var fædd 25.
september 1895 að Lambanesreykj-
um í Austur-Fljótum, Skagafirði.
Foreldrar hennar voru Þorlákur
Þorláksson og Margrét Halldóra
Grímsdóttir. Gríma var tvígift. Fyrri
maður hennar var Páll Jónsson, en
hann lést árið 1938. Þau eignuðust
tvö börn saman. Eftirlifandi eigin-
maöur hennar er Sigursveinn D.
Kristinsson. Útfór Grímu verður
gerð frá Háteigskirkju í dag kl. 15.
TiJkyrmingar
Vetrardagskrá félagsstarfs
aldraðra hjá Reykjavíkurborg
Fréttabréf um málefni aldraðra hjá
Reykjavíkurborg, sem sent er öllum
Reykvíkingum, 67 ára og eldri, er nú
komið út í þriöja skipti á þessu ári. Fé-
lags- og þjónustumiöstöðvar hjá Reykja-
vikurborg eru nú orðnar 9 talsins sem
opnar eru fyrir alla Reykvikinga, 67 ára
og eldri. Öflugt og fjölbreytt vetrarstarf
er nú hafið á öllum stöðunum og kennir
þar margra grasa. Fyrir utan hár-
greiðslu, fótsnyrtingu, baðþjónustu og
matarþjónustu eru í gangi fjölbreytt
námskeið í smíðum, handavinnu, teikn-
un og málun, sundi, bókbandi, íþróttum,
leirmunagerð, ensku o.fl. AUar nánari
upplýsingar eru gefnar á skrifstofu fé-
lagsstarfsins í Hvassaleiti 56-58 í síma
689671.
Skíðadeild ÍR
heldur upp á 50 ára afmæU sitt í Skiða-
skálanum í Hveradölum 1. vetrardag, 22.
október, kl. 19. Rútuferðir frá ÍR-húsinu,
Túngötu, og ÍR-húsi í Mjódd kl. 18.30.
Upplýsingar í síma 72206 og 71412. Miða-
sala í Sportmarkaðinum, Skipholti 50, og
Rakarastofunni, Vesturgötu 48.
Byggung afhendir síðustu
íbúðirnar á Seltjarnarnesi
Fyrir skömmu afhenti Byggung 14 íbúðir
við Austurströnd á Seltjamamesi og er
þaö jafnframt lokaáfangi byggingarfram-
kvæmda félagsins á Seltjamamesinu. Nú
er unnið við smíði 87 íbúða í Selásnum
-. ofan við Árbæ í Reykjavík og er reiknað
með að þær verði afhentar eigendum á
tímabilinu frá okt. tU jan. 1989. Á mynd-
inni er Jón Baldvinsson, framkvæmda-
stjóri Byggung, að afhenta Sjöfn Kolbeins
lyklana að nýrri og fuUfrágenginni íbúö
við Austurströnd á Seltjamamesi.
Ný rokkhljómsveit í Zeppelin
Fimmtudaginn 20. október hefur feril
sinn ný og fersk rokkhljómsveit. Ber hún
nafnið Stiftamtmannsvalsinn. Liðs-
menn em: Aðalsteinn Bjamþórssdn, gít-
ar, Bjami Tryggvason, söngur, Flosi Þor-
geirsson, bassi, og HaUur Ingólfsson,
trommur. Hljómsveitin var stofnuð í
byijun júli og hefur verið lokuð inni við
æfmgar þar til nú nýverið er lykillinn
fannst. Hljómsveitin leikur aðallega tón-
Ust efdr Uðsmenn en bregður einnig
gömlum gUtkomum í nýjan búning.
Hljómsveitin mun leika, eins og fyrr seg-
>. ir, á funmtudagskvöld í veitingahúsinu
Zeppelin.
Nýr ritstjóri að
lceland Horse
Anders Hansen blaðamaður hefur verið
ráðinn ritstjóri að tímaritinu Iceland
Horse í stað Guðmundar Birkis Þorkels-
sonar sem tekið hefur viö skólastjóm í
Fjölbrautaskóla Húsavíkur. Það er Upp-
runi hf. sem gefur tímaritið út og kemur
það nú bæði út á ensku og þýsku. Á ensku
nefnist ritið Iceland Horse International
og á þýsku Island Pferd International.
Ætlunin er að Qölga nú tölublöðum og
til athugunar er að gefa ritið einnig út á
dönsku. Tímaritið er nú selt í áskrift til
eigenda og áhugamanna um íslenska
hestinn víða um heim. Anders Hansen
hefur um árabil starfað við blaða-
mennsku og meðal annars ritað um
hrossarækt og hestamennsku í dagblöð
og timarit.
Kvikmyndir
Avant Garde
kvikmyndasýning
í kvöld verða sýndar nokkrar stuttmynd-
ir eftir íslenska kvikmyndagerðarmenn
í Bíókjallaranum. Stuttmyndir em frem-
ur sjéddgæft listform hér á landi og lítið
verið sýnt af slíkum myndum. Vona að-
standendur sýningarinnar að sem flestir
láti sjá sig og að áhugi fólks á stuttmynd-
um eigi eftir að glæðast. Einnig stendur
til að Bíókjallarinn taki til sýningar á
næstunni myndir eftir erlenda frum-
kvöðla í Avant Garde kvikmyndagerðar-
list. Þau sem sýna í kvöld eru allt ungt
fólk sem hefur numið listir í Ameríku.
Þau heita: Kári Schram, Halldór Gunn-
arsson, Valtýr Þórðarson, Inga Sólveig
og Þorfinnur Karlsson.
Tónleikar
Áskriftartónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar íslands
Fimmtudaginn 20. október nk. verða 2.
áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar
íslands í Háskólabíói og hefjast þeir kl.
20.30. Stjórnandi verður Bandarikjamað-
urinn George Cleve og einleikari ungur,
kínverskur fiðlusnillingur, Hu Kun að
nafni. Á efnisskrá verða þrjú verk: Sin-
fónia nr. 93 eftir Haydn, Fiðlukonsert í D
dúr eftir Mozart og Sinfónía nr. 4 eftir
Carl Nielsen.
Ráðstefnur
Ráðstefna um hlutverk
bókasafna
Ráðstefna um hlutverk bókasafna og lest-
ur bóka verður haldin í Viðeyjarstofu
fimmtudaginn 20. október nk. og hefst
kl. 13.30. Félag bókasafnsfræðinga og
Félag ísl. bókaútgefanda gangast fyrir
ráðstefnunni sem hefst með ávarpi Sigur-
geirs Sigurðssonar, formanns Sambands
ísl. sveitarfélaga. Flutt verða erindi.
Umræðuhópar fjalla síðan um bækur í
upplýsingasamfélagi, breytta tíma -
breytt bókasöfn, lestrarkunnáttu í nú-
tíma þjóðfélagi og stöðu bókarinnar
gagnvart öðrum fjölmiðlum. Ráðstefnu-
stjóri er Hörður Bergmann. Ráðstefnan
er öllum opin.
Tapaðfimdið
Svartur og hvítur
högni týndur
Svartur og hvitur högni, sem heitir Snep-
ill, tapaðist frá Seljahverfi miðvikudags-
kvöldið 5. okt. sl. Hann er vaninn. Þeir
sem vita eitthvað um ferðir hans eru vin-
samlegast beðnir að hafa samband í síma
76206 eða Dýraspítalann í síma 674020.
Námskeið
Námskeið fyrir reykingafólk
„Öndum léttar" er námskeiö fyrir fólk,
sem vill hætta reykingum. Jón Hjörleifur
Menning
Jónsson verður aðalleiðbeinandi. Nám-
skeiðið hefst í dag, 19. október, og stendur
til 27. október. Það verður haldið í Flens-
borgarskóla, Hafnarfirði, og stendur yfir
kl. 20-22 hvert kvöld. Innritun og upplýs-
ingar eru í síma 13899 á skrifstofutíma
og eftir það í s. 36655.
Fundir
Annað ráð ITC á íslandi
Fyrsti ráðsfundur Annars ráðs ITC á ís-
landi verður haldinn 22. október 1988 að
Reynihlíð í Mývatnssveit. Fundurinn
hefst kl. 10.30. A dagskrá eru félagsmál
og ýmiss konar fræðsla. Kl. 15 verður
almennur umræðufundur um efnið
„Hverju hefur jafnréttisbaráttan skilað
Islendingum?" Fundi slitið um kl. 17.
Ferðatilhögun: Flug Rvík - Húsavík
fóstudag 21. okt. kl. 17.10 (ferð er frá flug-
velli í Mývatnssveit). Flug Akureyri -
Reykjavík laugardag kl. 20.30 (séð verður
um ferð til Akureyrar). Gisting í 1 nótt í
hótel Reynihlíð. Fundurinn er í umsjá
ITC-deildarinnar Flugu í Mývatnssveit.
Innan Annars ráðs ITC á íslandi eru 8
defidir: Fluga, Mývatnssveit, Gerður,
Garðabæ, íris, Hafnarfirði, Irpa og Kvist-
ur, Reykjavik, Korpa, Mosfellsbæ, Mjöll
og Rún, Akureyri.
Digranesprestakall
Kirkjufélagið heldur sirrn fyrsta fund á
þessu hausti í safnaðarheimihnu við
Bjamhólastíg fimmtudaginn 20. októbef
kl. 20.30. Þorbjörg Daníelsdóttir segir frá
Bandaríkjaferð og sýnir myndir. Kaffi-
veitingar. Nýir félagar og gestir velkomn-
ir.
ITC-deildin Björkin
heldur fund að Siðumúla 17 í kvöld, 19.
okt., kl. 20. Mætum stundvíslega. Allir
velkomnir.
13 V
Fyrirlestrar
Hvað er gott kynlíf?
Eitt af því sem Kynfræðslan, Laugavegi
178, býður upp á eru mánaðarlegir fyrir-
lestrar fyrir almenning um kynferðis-
mál. í kvöld, 19. október, mun Jóna Ingi-
björg Jónsdóttir kynfræðingur M.S.Ed
flytja fyrirlestur sem ber heitið „Hvað
er gott kynlíf?" en hvað telst gott kynlíf
er mismunandi eftir menningu og verð-
mætamati hvers þjóðfélags. Jóna Ingi-
björg ætlar m.a. að fjalla um mikilvægi
likamlegrar snertingar og munúðar yfir
lífsskeiðið, fullnægingarmiðað kynlíf vs.
ánægjukynlíf, þróun kynlífshegðunar í
dag, einkenni jákvæðra kynferðislegra
samskipta og nokkrar niðurstöður rann-
sókna í þvi sambandi. Fyrirlesturinn
hefst kl. 19.30, verður í stofu 101 í Odda
(hugvisindahúsi Háskólans) og er opinn
almenningi. Aðgangseyrir er 250 krónur.
Verð í
verslunum
í Árbæ og
Grafarvogi
Vegna mistaka féll niöur tafla sem
átti aö birtast meö verökönnun á
neytendasíðu á mánudag. Taílan
birtist hér og ætti aö taka af öll tví-
mæli um verðmun milli einstakra
verslana. -Pá
Gunnlaugsbúð Árbæjarkjör Kjörbúð Hraunbæjar Nóatún, Rofabæ B. Baldursson, Selásbraut Árkaup. Ártúnshöfða Munurá hæsta og lægsta verði Meðalverð
River hrísgrjón 454 g 57 52 52 55 52,50 54 9,6% 53,75
Dansukker, dökkur 36,50 39 • 33,50 16,5% 36,30
Solgryn950g 110 109 109 116 6,5% 111
Colgate Fluor75ml 78,50 77 76 3% 77
Tómatarl kg 357 200 289 316 285 286 78% 288
Majónes Gunnars 400 g 98 102 98 97,50 105 102 7% 100
iva þvottaduft 11 110 111 107,90 99 102 107,90 9% 106
Tómatsósa Libby'sminni 56 64 62 56 64,50 15% 60,50
Svali 0,251 18 25 25 20 26 24 44% 23
Ajax Salmiak Plus 750 ml 104 102 99 105 104 6% 102,80
Fiskbollur 0ra830g 199 233 209 228 17% 217,25
KartöflurÁgæti2kg 235 252 252 240 289 235 23% 250
Sykur 2 kg 72 90 80 75 86 69 30% 78,60