Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988. 7 Fréttir Helgi Benediktsson fiallgöngugarpur: Leit í Himalajafjöllum er mjög kostnaðarsöm og erfið - október góöur til ^allgangna 1 Hhnalajafiöllum Myndin sýnir Himalajafjöll úr suðri og er leiðin að aðalbækistöðinni við fjallið Pumo Ri, sem þeir Þorsteinn Guðjónsson og Kristinn Rúnarsson ætluðu upp á, merkt inn á kortið. „Pumo Ri er alvörufjall og allt ann- að en ^auðvelt viðureignar. Það stendur nokkuð nálægt Mt. Everest og hafa töluvert margir fjallgöngu- hópar lagt á það. Nú veit ég ekki nákvæmlega hvaða leið Þorsteinn og Kristinn hafa ætlað upp á fjallið og því er ómögulegt að segja nokk- uð um hvað hafi farið úrskeiðis. Þetta eru reyndir fjallgöngumenn sem vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera en geta lent í óhöppum þrátt fyrir það,“ sagði Helgi Bene- diktsson fjallgöngugarpur í samtali við DV í gær. Helgi er staddur á Kýpur og brá mikið að heyra um afdrif íslensku fjallgöngumann- anna sem hann segist þekkja vel. Helgi hefur klifið hæst allra ís- lenskra ljallgöngumanna eða í 7.273 metra hæð. Það var fyrir þremur árum þegar hann komst með breskum leiðangri upp á topp fjallsins Diran í Pakistan. Helgi var leiðsögumaður í indverska hluta Himalajafialla í fyrra og fór þá með ferðamannahópum upp að aðal- búðum við rætur ýmissa fialla þar. Hann þekkir því til aöstæðna þeirra sem fiallgöngumenn þurfa aö búa við í Himalajafiöllum. Október besti tíminn - Hvernig er veður í Himalajafiöli- um á þessum árstíma? „Þaö er að öllu jöfnu ágætis veður þarna á þessum tíma. Október er eiginiega besti tíminn til fiall- gangna í Himalajafiöllum. Þá eru monsúnrigningarnar afstaðnar, veðrið nokkuð stöðugt en ef komið er í yfir 6 þúsund metra hæð getur þó orðið ansi kalt og gert hávaöa- veður. Vorin eru einnig mikið not- uð til fiallgangna en þá er hlýrra." - Hvaða möguleikar eru á að mennirnir finnist? „Það má ekki afskrifa mennina en þaö þarf einhver að fylgja svona hlutum eftir þama suður frá. Leit getur kostað óhemju fé og þar er þyrluflug dýrasti hlutinn. Þyrlur eru þó þeim takmörkunum háðar að þær komast hæst í um 5 þúsund metra hæð við mjög góðar aðstæð- ur, auk þess sem það er takmarkað hve mikið er hægt að sjá. Þó má sjá ummerki og slíkt. Nú veit ég ekki um tryggingamál þeirra Krist- ins og Þorsteins. Það þarf að vega og meta svo marga hluti áður en leit er hafin, eins og líkurnar á að þeir finnist og þá hve miklum tíma á að eyða í leitina." Þorsteinn og Kristinn voru ásamt Jóni Geirssyni og Skotanum Step- hen Aistrophe í hóp. Helgi segir að fiögurra til sex manna hópar séu mjög algengir miðaö við hópa sem í voru margir tugir manna hér áður fvrr. Helgi Benediktsson hefur klifið hæst allra íslendinga og þekkir Himalajafjöll. Hann segir þá Krist- in og Þorstein hafa vitað fullkom- lega hvað þeir voru að gera Reynslan skiptir mestu máli „I fiallgöngum sem þessum skipt- ir reynslan mestu máli og það er ekki hægt að segja aö þá Þorstein og Kristin hafi vantað reynslu. Þeir eru meö reyndustu fiallamönnum íslands. Þeir þekkja því sjálfa sig og þær hættur sem ber að varast, flóö, skriður og fleira." 7 Notast menn við súrefniskúta í þeirri hæð sem þeir voru í? „Nei, það gerir maður ekki leng- ur. Menn hafa lært að aðlagast þunna loftinu og eins er ókostur að rogast með þunga kúta. Það er þó stundum gert í mestu hæðun- um. Þorsteinn og Kristinn hafa tek- ið sér góðan tíma í aðalbúðunum til að aðlagast aðstæðum. í 6 þús- und metra hæð hefur maður aðeins þriðjung þess súrefnis sem er í andrúmsloftinu við sjávarmál. Fjallganga gengur mikið út á að halda heilsu og þar skiptir loft, sól og matur miklu máh og eiga menn oft við lystarleysi og meltingar- truflanir að stríöa. Þorsteinn og Kristinn hafa tekið sér um hálfan mánuð til aðlögunar í aðalbúðun- um og það er alveg hárrétt hjá þeim. Það á ekki að ana að neinu. Dýr útgerð - Erfiallgangaífiarlægumlöndum ekki dýr útgerð og er nokkra styrki að fá? „Þetta er mjög dýrt. Það þarf minnst tvo mánuði í fiallgöngu eins og þá sem Kristinn og Þorsteinn hafa verið í en annars fer það eftir hæð fiallsins og öðrum aöstæðum. Það þarf að borga flugferðir og leyfi til að khfa þekktustu fiöhin. Svo eiga menn mismikið af útbúnaði áður en lagt er í þessi ævintýri. Hvað varðar styrki þá er ekki um auðugan garð að gresja. íslending- ar borga fiahgönguleiðangra mest- megnis úr eigin vasa. Flugleiðir hafa gefið afslátt á ferðum en það er bara dropi í hafiö. í Bretlandi styrkja sum fyrirtæki heila leið- angra og nota síðan myndir og fleira úr þeim í auglýsingum og þess háttar. íslendingar verða að púla fyrir kostnaðinum sem getur skipt hundruðum þúsunda.“ Hér er Þór Skjaldberg lengst til vinstri ásamt félögum sínum með 370 rjúp- ur sem þeir veiddu á tveimur dögum. DV-mynd Þór Skjaldberg Fengu 370 rjúpur á tveimur dögum „Við fengum 370 rjúpur á tveimur dögum. Við vorum þó ekki að nema í þrjá tíma hvorn dag vegna þess aö hver maður ber ekki mikið meira en 30 th 40 ijúpur, en við vorum í 600 metra hæð í fiallinu," sagði Þór Skjaldberg, sem ásamt fiórum félög- um sínum veiddi svo vel noröur í landi. Hann sagðist ekki vilja segja frá staðnum sem þeir fóru á en þeir væru þar hagvanir, enda búnir aö fara í þetta fiall síðustu 5 árin. Þór sagði að greinilega væri mjög mikið af ijúpu fyrir norðan. Hann sagði að þar sem þeir voru, í 600 metra hæð, hefði verið allmikill sifiór og þar hefði rjúpan verið spök. -S.dór Allt í hægagangi á Alþingi: Beðið eftir fjár- lagafrumvarpinu „Ríkisstjómin virðist ætla að halda störfum Alþingis í algeru lág- marki. Það gengur auðvitað ekki til lengdar enda eru menn orðnir for- vitnir um hvort eitthvert ósamkomu- lag sé komið upp á stjómarheimil- inu,“ sagði Albert Guðmundsson, formaður Borgaraflokksins. Albert þvertók fyrir að nokkurt samkomu- lag hefði verið gert við Borgaraflokk- inn um að hægja á störfum Alþingis í upphafi þings. „En æth það verði nokkur alvara í störfum sameinaös þings fyrr en fiárlögin era komin fram. Stjórnin hefur leikið þann leik að setja öh stjómarfrumvörp fram í efri deild vegna þess aö hún hefur ekki meiri- hluta í neðri dehd. Það tefur auövitað fyrir störfum Alþingis." Að sögn Danfríðar Skarphéðins- dóttur, þingflokksformanns Kvenna- listans, gerðu formenn þingflokk- anna samkomulag við forsætisráð- herra í upphafi þingsþegar rætt var um að fresta þingi. „I samkomulag- inu fólst biðlund með ríkisstjóminni þar th fiárlögin yrðu lögð fram. Við munum hins vegar ókyrrast ef ekk- ert gerist í þessari viku.“ Halldór Blöndal, varaformaður þingflokks sjálfstæðismanna, sagði að lítið væri hægt aö gera á Alþingi fyrr en fiárlagafrumvarpið hefði ver- iö lagt fram. Hann sagðist ekki kann- ast við neitt samkomulag mihi stjórnar og stjórnarandstöðu um að hægja á störfum þings. -SMJ Bráðabirgðalögin þokast ekkert áfram Ekki tókst að koma bráðabirgða- lögum ríkisstjómarinnar th nefndar því enn varð að fresta 1. umræðu um máliö á þingi í gær. Enn er verið að ræða þau bráðabirgðalög sem ríkis- stjóm Steingríms Hermannssonar setti og hefur enn ekki verið mælt fyrir lögum sem ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar setti. Mun Steingrímur einnig mæla fyrir þeim samkvæmt hefð. Þegar þingmenn voru spurðir að þvi hvenær þeir byggjust viö að mál- ið kæmist th fiárhags- og viðskipta- nefndar eftir fyrstu umræðu varð ht- ið um svör en enn verður reynt að ljúka umræðunni í dag. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.