Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988. 29 DV Selfoss: Hellulagt plan og hrtalógn við pylsuvagninn Regina Thor arensen. DV. SeBossi; Þegar viö eldri borgarar á Sel- fossi vorum aö lara í okkai- venju- legu fimmtudagsferö í Tryggva- skála til að spila og hlusta á skemmtilegar frásagnir og hul- dufólkssögur hennar Jónu Vig- fúsdóttur, þá sá ég hóp fólks sitja á bekkjum borðandi viö pyslu- vagnina Fagiut var veðriö, sól' og 11 stiga hiti, svo gott var aö vera úti þó langt sé liðið á októb- er. ' Ég ræddi þá við hin vingjam- legu hjón, sem eiga og reka vagn- inn, Ingunni Guðmundsdóttur og Magnús Jakobsson. Þau sögðu mér að þau væru búin að vera með pylsuvagninn í fjögur og hálft ár. Heföu byrjaö sraátt í þriggja fermetra plássi á planinu rétt við Hótel Selfoss. Ungu hjón- ín stækkuðu pylsuvagninn fijót- lega í átta ferraetra og voru með fleira á boðstólum en pylsur og kók. Eftir 3 ár var hann enn stækkaöur í 22 fermetra með lag- er og vinnuplássi á bakviö. Nú er pylsuvagninn staðsettur við gamla Tryggvaskála og þar hefur verið hellulagt plan með hitalögn í og raeð vorinu verða settir þar blómapottar. Þá eru þar bekkir meö báki og er fólk ánægt með aðstöðuna og notfæra sér hana í ríkum mæli. Selfossbúar eru ekki beint sammála um allt, en eitt eru þeir sammála mn og það er ágæti pyisuvagnsins. Atvinnuhorfur í Hrísey: Ekki vandræði þó Snæfellið landi þarekki Geir A. Guðöeinasan, DV, Dahrflc Þar sem hinn nýi togari Hrísey- inga, Snæfell, mun ekki landa afia til vinnslu í frystihúsi KEA í Hrísey, er eðlilegt að margir Hríseyingar séu eilítiö uggandi um atvinnuhorfur í vetur. Hins vegar helur Sigmar Halldórsson, verksljóri í frystihúsinu, ekki áhyggjur af því. Hann segir: „Það eru engin vandræöi í sjón- máli. Sólfellið, sem er 200 tonna trollbátur, landar hér í vetur og líklega veröur íariö út í að veiða upp í kvótann. Þaö hefur alltaf verið rólegt hér á vinnumarkaön- um frá jólum og fram í janúarlok, þegar vetrarvertíö hefst. Sólfellið verður því hér á góðum tíma fyr- ir okkur. Nú er til dæmis verið aö meta og pakka skreið til út- flutnings og næg vinna viö þaö. Hér ríkir því hófleg bjartsýni“. GrundarQörður: Götulýsing í ólestri Röbert Jörcfansen, DV: Ólag hefur verið á götulýsingu Grundargötu en hún er aðcdgatan í Grundarfiröi. Mikil umferð er um þessa aöalumferðaræö bæjar- ins, bæði bílar og gangandi veg- farendur. íbúöahverfi er beggja vegna götunnar og því nauðsyn- legt til dæmis íyrir stóran hluta skólabarna í bænum að fara yfir hana á þeim tíma sem myrkriö ræður rikjum. Aðspurð sagði ein móðirin að þaö væri eðlileg krafa foreldra aö þetta yrði iagað áður en slys ætti sér stað. En viö hvem er aö sakast? Eftir því sem fréttaritari DV kemst næst eru þaö Raf- magnsveitur rikisins sem sjtftun götulýsingu í bænum. Fréttir Bolungarvík: Skuldir Einars Guðfinnssonar hf. við bæjarsjóð nema 20 milljónum Sigmjón J. Sigurðason, DV, ísafirðú „Fyrirtækið Einar Guðfinnsson hf. og dótturfyrirtæki þess skulda bæjarsjóði Bolungarvíkur 20 milljón- ir króna í opinber gjöld og þar af eru 16 milljónir gjaldfallnar,“ sagði Kristinn H. Gunnarsson, bæjarfuil- trúi í Bolungarvík, í samtali við DV. „Fyrirtækin hafa ávallt staðið í skilum við bæjarsjóð nema tvö síð- ustu árin. Þetta er einfaldlega afleið- ing af því hvemig síðustu tvær ríkis- stjómir héldu á málum árin 1986 og 1987,“ sagði Kristinn. „Þessi staðreynd undirstrikar aö nauðsynlegt er aö stjórnvöld grípi til aögeröa til aö tryggja rekstur fisk- vinnslufyrirtækja. Afar léleg inn- heimta á gjöldum til bæjarsjóös á undanfomum tveimur árum þýðir að skera verður niður framkvæmdir bæjarins á næstunni ef ekki rætist úr.“ „Viöskiptaskuldir em trúnaðar- mál og ég get ekki gefið upp hverjar þær eru,“ sagði Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, þegar hann var spurður um málið. „Þetta er 60 ára gamalt fyrirtæki og í 58 ár hefur það staðið í skilum en tvö síð- ustu árin hefur hallað undan fæti,“ sagði Ólafur. „Við gemm þá kröfu til ríkisvaldsins að þegar það er aö leysa vanda fiskvinnsiufyrirtækja þá veröi það skilyrði sett aö þau geri jafnframt uppviö sveitarfélögin. Það er ekki nægilegt aö bjarga bönkun- um heldur eiga sveitarfélögin fyrst og fremst kröfu á að fá sín gjöld greidd þannig aö þau geti staöið í sínu þjónustuhlutverki." Gjaldfallnar skuldir Einars Guðfinnssonar hf. nema nú um 16 milljónum króna en heildarskuldin um 20 milljónum. DV-mynd BB, isafirði Ólafsvlk: Allt húsnæði hraðfiystihúss- ins tekið í notkun á ný Ámi E. AJbéitsson, DV, Ólafsvflc Nú hefur allt húsnæði Hraðfrysti- húss Ólafsvikur verið tekið í notkun á ný. Um miðjan september var lokiö við endurbyggingu frystiklefa húss- ins sem skemmdist mest í bmnanum í sumar. Þessar framkvæmdir voru kostnaðarsamar fyrir fyrirtækið því að tryggingabætur duga engan veg- inn til að brúa bilið milli gamals, af- skrifaðs húsnæöis og nýs. Fjárhags- legt tjón var þó í lágmarki þar sem aðeins varð tíu daga stöðvun vegna brunans. Að sögn Ólafs Gunnarssonar fram- kvæmdastjóra hefur gengið nokkuð vel að halda uppi rekstri í sumar, afli hefur verið í meðallagi og aldrei orðið stöðvun vegna hráefnisskorts. Þó voru tvær vikur í september léleg- ar sökum gæftaleysis en þó tókst aö mestu að halda uppi vinnslu og þurfti ekki að koma til lokunar vegna þess. Fjórir leggja upp afia. Fjórir bátar leggja nú upp afla hjá Hraöfrystihúsi ðlafsvíkur, auk tog- arans Más; Gunnar Bjarnason, sem er á rækjutrolli, Garðar II, sem er á fiskitrolli, Sæborg, sem gerir út á dragnót, og Tindfell, áður Klængur Ár 2, sem frystihúsið keypti frá Þor- lákshöfn nú í haust. Er gert út á tog- veiðar. Að auki leggja nokkrir bátar hluta afla síns upp hjá frystihúsinu. Ólafur kvaðst nokkuð bjartsýnn á að nægilegt hráefni bærist aö og þvi hægt að halda uppi fullri starfsemi hvað það varðar. Þetta væri þó ekki stærsti vandinn. Ef ekkert yrði gert raunhæft í efnahagsmálum gæti komið til stöðvunar hér eins og ann- ars staöar. Að meöaltaii væri um 10% tap á frystingu og fyrirtæki eins og Hraðfrystihús Ólafsvíkur, með 300 milljón króna ársveltu, gæti ekki lengi staöið undir slíku. Þá heföi það sitt að segja að staðan í saltfiskverkun færi versnandi. Menn hefðu víöa um land í sumar verið að verka smærri fisk en áður og ætti það sinn þátt í að lækka markaðsverö. Sagðist Ólafur vona að úr rættist á næstunni svo hægt yröi að halda áfram rekstri. Um það bil 70 manns starfa hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur um þessar mundir en yfir vetrarvertíðina eru starfsmenn fleiri. - eftir brunann mikla í sumar Hraðfrystihus Olafsvíkur. DV-mynd AEA Hrefna við slátursölu og ekki vantar viðskiptavini. HÖÖl DV-mynd Ragnar Mikil slátursala Júfia Imsland, DV, Höfiu Það er mikið aö gera hjá Hrefnu Magnúsdóttur í slátursölu KASK. Sala hefur gengið mjög vel og eru seld 100-190 slátur á dag. Flestir kaupa slátur með sviðnum haus. Keflavík: Iþróttahúsið stækkað Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Til að bæta úr skortinum á íþrótta- húsnæði í Keflavík er veriö að reisa nýjan sal áfastan viö íþróttahúsið. Viðbyggingin er aðeins aukning á salarrými. Búningsherbergi og önn- ur nauðsynleg aðstaða verður hins vegar í aðalíþróttahúsinu fyrir þá sem æfa í nýja salnum. Gólfllötur salarins er 18,33 fermetr- ar. Þama er um æfingasal aö ræöa, án áhorfendapalla. Áætlaður kostn- aður er 24 milljónir króna, þar af greiöir íþróttahreyfingin þriðjung en Keflavíkurbær tvo þriðju. Iþróttahúsið í Keflavik og viðbyggingin. DV-mynd Ægir Már

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.