Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988. 11 Útlönd Tímamót í kreppu hægrí manna Að Manuel Fraga, tyrrum formaður stærsta flokks hægri manna á Spáni, skuli bjóða sig fram til formennsku á ný þykir benda til þess að flokkurinn sé hörmulega á vegi staddur. Simamynd Reuter Pétur L. Pétuissan, DV, Barœlona; Komið er að tímamótum kreppu hægri manna á Spáni. Þar sem núverandi stjórn stærsta flokks hægri manna, AP, hefur reynst ógerlegt að sameina hinar sundur- leitu skoðanir innan flokksins hef- ur Manuel Fraga Iribarne, stofn- andi flokksins og fyrrum formaður, ákveðið að bjóða sig fram til for- mennsku á flokksþinginu í janúar næstkomandi. Þetta gerir hann í því skyni aö forða flokknum frá sundrungu. Núverandi formaður flokksins, Antonio Hémandez Mancha, hefur lýst því yfir að hann muni reyna að halda sæti sínu. Að Fraga skuh ákveða að bjóða sig fram til formennsku í flokknum þykir benda til þess að flokkurinn sé hörmuiega á vegi staddur og að því kominn að klofna. Við framboð- ið kristallast ágreiningur milh hægri manna af gamla skólanum og frjálshyggjuarms flokksins. Sögulegur stjórnmálamaður Manuel Fraga er án efa einn lit- ríkasti persónuleikinn í spænskum stjómmálum. Hann á að baki lang- an feril, var ráðherra á einræðis- tíma Francos og einn aðalhvata- maðurinn að því að teknir vom upp lýðræðislegir stjómarhættir hér á Spáni. Við umskiptin frá einræði til lýð- ræðis stofnaði Fraga AP flokk sem hafði þaö að markmiði að sameina undir einn hatt hófsama hægri menn. í fyrstu var AP bandalag þriggja flokka, en tveir þeirra gengu úr bandalaginu eftír síðustu kosningar árið 1986. í kosningun- um hafði bandaiagið beöið mikinn ósigur og var óskipulegri stefnu flokksins kennt um en hún ein- kenndist af málamiðlun milli stríð- andi afla. Þá um haustíð ákvað Fraga að kominn væri tími til að hhðra tíl fyrir yngri mönnum. Hann sagði af sér formennsku og stakk upp á að Antonio Hérnandez Mancha, ungur frjálshyggjumaður, yrði kosinn í sinn stað og var það gert. Skopmynd af leiðtoga Formennsku Hérnandez Mancha hefur verið líkt viö skopmynd. Hann hefur verið ófær um að sætta stríðandi öfl innan flokksins og hefur mislyndi magnast mjög í for- mennskutíð hans. Hann hefur oft- sinnis lýst þvi yfir aö nú væri kom- inn tími til að leggja gamaldags hugsjónir hægri manna á hhluna og taka upp nútímalegri vinnu- 'brögð. Einhvern veginn hefur þetta þó ekki skhað sér innan flokksins því htið hefur boriö á frjálshyggju- legum tihögum á þingi. Sósíalistar hafa einnig gert sér það að leik að ganga í hugmyndasjóö frjáls- hyggjumanna með þeim afleiðing- um aö flokkur sósíalista ber mun meiri keim af frjálshyggju heldur en AP. Þetta hefur gert það að verkum aö AP hefur oftsinnis lent í mót- sögn við sjálfan sig. Flokkurinn er stærsta stjómarandstööuaflið og sem slíkur er hann ófær um að styðja frjálshyggjuhugmyndir sós- íalista. Með höfuðið að veði Ef Fraga býður sig fram er hann að leggja höfuö flokksins að veði. Þrátt fyrir vinsældir hans innan flokksins er tahð næsta ólíklegt að honum takist að sætta óhkar skoð- anir innan flokksins. Einnig er ails óvíst að kjósendum flokksins hki mjög vel að hverfa aftur í tímann. Fraga er einnig talsmaður skoðana sem þykja gamaldags enda Hefur Hémandez Mancha lýst þvi yfir að það komi ahs ekki til greiná að vikja fyrir Fraga. Það bendir þó flest th að Hérn- andez Mancha eigi sér fáa fylgis- menn innan flokksins. Nú um síð- ustu helgi sagði varaformaður flokksins af sér embættí, en hann var talinn stuðningsmaður núver- andi flokksforystu. Það, að hann skuh hafa sagt af sér embætti, þyk- ir þó benda th þess að hann hafi verið aö bjóða Fraga og hans menn velkomna í flokksforystuna. Stríð eða málamiðlun Fraga mun að öllum líkindum leggja fram framboö sitt nú í vik- unni. Þangað til mun hann reyna að sannfæra Hérnandez Mancha um hættuna sem því er samfara að efna th kosningastríðs á flokks- þinginu. Með öðmm orðum, hann mun reyna að fá eftirmann sinn th að víkja baráttulaust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.