Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988. 3 I>V Fréttir Sala á ólöglegu kjöti: Kílóið af kindakjöti selt á 300 krónur BSRB: Starfsmenn eru opnir fyrir öllu „Ég get hugsaö mér að vinna með þeim sem geta hugsað sér að vinna með mér. Ég mun ekki hlutast til um að þeir starfsmenn BSRB sem voru andvígir kosn- ingu minni, láti af störfum hjá bandalaginu." Þetta sagði Ögmundur Jónas- son, nýkjörinn formaður Banda- lags stárfsmanna ríkis og bæja, er DV spurði hann hvort hann myndi hlutast til um aö þeir starfsmenn, sem voru honum andvígir í formannskjörinu láti af störfum hjá BSRB. Guðrún Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri BSRB, sem bauð sig fram á móti Ögmundi, sagði að hún myndi athuga hvort hún gæti starfað meö nýju stjórninni. „Stefna mín og Ögmundar fer að mörgu leyti saman,“ sagöi hún. Björn Arnórsson, hagfræðing- ur BSRB, kvaðst enga ákvörðun hafa tekið um hvort hann léti af störfum hjá bandalaginu eða yrði kyrr. „Ég ræði það auðvitað við Ögmund," sagði hann. „Ég sagði það hins vegar við alla frambjóð- endurna að mér væri ljóst að formaður eigi rétt á að ráða sína ráðgjafa sjálfur. Svo verður þetta bara að koma í ljós.“ -JSS Sjálfstæðismenn: Vilja fella prófkjörin niður „Þetta sýnir auðvitað almenn- an vilja í sambandi við prófkjör. Menn eru að þreytast á þeim,“ sagði Jón Magnússon lögmaður en á stefnuskrárfundi Sjálfstæð- ismanna í Reykjavík nú um helg- ina var samþykkt ályktun til full- trúaráös flokksins í borginni um að prófkjör verði felld nriur. „Við erum með þessi mál í mjög alvarlegri skoðun enda Ijóst að menn eru orðnir þreyttir á próf- kjörsfyrirkomulaginu," sagði Sveinn H. Skúlason, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hann sagðist ekki geta sagt fyrir um hvenær ákvörðun lægi fyrir í þessu máli en prófkjör ætti að vera í borgar- stjórn á næsta ári og ákvörðun yrði að liggja fyrir þá. Sveinn sagði aö þegar starfaði nefnd á vegum flokksins um hvernig ætti aö standa að vali á framboðslista. -SMJ Ferju- bryggja á Brjánslæk Kristjana Andrésdóttir, DV, Tálknafirdi: Frá því um miðjan júlí hefur verið unnið við nýja ferjubryggju á Bijánslæk á Barðaströnd. Unn- ið hefur verið við að reka niður 43 metra stálþil sem verður við- legukantur feijunnar. Að auki bætist við 15-20 metra kantur fyr- ir smábáta. Áætlað er að strax næsta vor verði rennan fyrir lyftubrúna smíðuð og þekjan steypt. Með til- komu bryggjunnar og feijunnar munu samgöngur við sunnan- veröa Vestfirði batna til mikilla muna og þá sérstaklega yfir vetr- artímann. „Eftir sláturtíð munum við fara vandlega ofan í birgðaskýrslur til að komast að því hvort og hvar um ólög- lega sölu á kindakjöti er að ræða,“ sagði Guðmundur Gíslason hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins en að undanfórnu hefur töluvert boriö á svartamarkaðssölu með kindakjöt. Samkvæmt heimildum DV er kílóið selt á um 300 kr. og er það Verðið á gæðakjöti sem myndi seljast á um 800 til 1000 krónur í búð. Sagöi Guö- mundur að hann hefði heyrt þessa tölu en einnig verulega lægri upp- hæðir. Algengt mun vera að heilu skrokk- arnir, 11-14 kg, séu seldir í einu og getur þaö að sjálfsögðu þýtt mikinn spamað fyrir heimilin, svo mikinn að sumir eru tilbúnir að leggja langa keyrslu á sig til að nálgast ólöglega kjötið. Bændur eiga rétt á því að taka til heimilisnota 60 kg á hvern heimilis- mann og er talið að 450 tonn af kjöti fari þannig aftur til bænda. Er talið hugsanlegt að sumt af þvi verði selt áfram. Alvarlegast er þó þegar verið er að selja heimaslátrað kjöt á svarta- markaðnum. „Það er auðvitað hneyksli ef menn eru að selja kjöt af fé sem slátrað er við réttarvegg- inn,“ sagði Guðmundur. Erfitt hefur þó reynst að uppræta þessa sölu sem mun hafa aukist mjög eftir að kvóta- kerfi var tekið upp í landbúnaðinum. -SMJ Þessi kona, sem kom á kjörstað í Reykjavík á fyrsta degi atkvæðagreiðslunn- ar um hundahald i borginni, hefur sennilega ekki kosið gegn hunda- haldi. Kjörsókn hefur verið dræm en kjördeildir, sem eru alls 8, verða opnar fram á sunnudag. DV-mynd GVA Sigurður Sigurðarson dýralæknir: Niðurskurðarfé selt á milli bæja Að sögn Sigurðar Sigurðarsonar, dýralæknis bjá Sauöfjárveikivörn- um, mun vera eitthvað um að það sé verið að skipta fé á milli bæja í tengslum við fækkunarsamninga. Þá eru yngri kindur seldar í burtu en gamlar kindur koma í staöinn og er þeim fargað eins og þær væru niðurskurðarkindurnar. Sagði Sig- urður að þetta yrði til þess að þetta fé dreifðist á milli bæja sem vita- skuld stefndi markmiði niöur- skurðaraðgerðanna í hættu. „Þetta er afleitt þvi þegar fluttar eru fullorðnar kindur á milli bæja er meiri hætta á að þær lendi á flakki og það hlýtur að stríða gegn þessum aðgerðum sem verið er að fara út í með ærnum kostnaði og eru viðkvæmar gagnvart mörg- umsagöi Sigurður. Hann sagði að þetta gæti valdið ákveðinni hættu á útbreiöslu smitsjúkdóma svo sem riðuveiki. Þá sagöi Sigurður að tilvik sem þessi væru nú í skoðun á riðuveiki- svæðunum fyrir norðan. Sagði Sig- urður að svo gæti farið að ógilda þyrfti niðurskuröarsamninga. „Ef menn eru að brjóta reglur með á sunnudag. DV-mynd GVA menn eru að brjóta RGERAST VARLA GLÆSILEGRI þessu nær auðvitaö engri átt að vera að borga mönnum bætur úr ríkissjóði eftir svona framkomu.“ Eins og greint hefur verið frá hér áður í DV þá hefur eitthvað borið á því aö lömbum frá riðuveikibæj- um flölgi þegar til slátrunar kem- ur. Erfitt er þó að sjá fyrir stærðir í þvi sambandi. Hjá Kjartani Blönd- al hjá Sauðflárveikivömum feng- ust þær upplýsingar aö í ár verða keypt 25.000 til 30.000 ærgildi til niðurskurðar vegna riðuveiki. Em það þá ær sem verða urðaðar. Mun þetta vera svipuð tala og í fyrra. Varðandi greiðslur fyrir kindur sem em urðaðar eru tveir valkost- ir. Annars vegar að fá greitt fyrir 24 kg fallþunga í flokknum F 1. Flestir bændur tóku þennan kost sem gefur 4.469,47 kr. fyrir kind. Hinn kosturinn er aö fá greitt eftir 'rigt og flokki. Lambainnlegg frá þessum bæjum er hins vegar stærð sem enginn virðist vita hver er en bændur fá fullt verð fyrir öll þau lömb sem þeir leggja inn gegn framvísun full- virðisréttar síns. -SMJ joli Gourmet, stálpottarnir trönsku Jrá AUBEC0. eru tvimælalaust með þvi glæsi- rtB messmflhöldun' og bo,m sem leiðir hitann ákaflega vek ftokmii « notuvMrtill som h«9< « oi AUBEM-J0U Gouimet pottamit eiu i hemugmn stæiöum á hellui “0m ootaöat 5,-“b..oi.g •aiks hitanýtm. ,itra. Pottarmr fast 1,6, 3,1, o,* 9 2 stærðir af skaftpottum 09 2 stærðir pönnum. srSit. - SI.0. - *.4 Dæmi'um ve.6: '■« !lt,1‘k, «f 3.1 litra a kr. 3600- 5.2 litra á kr. 4500. Fáðu þér AUBEC0 potta 09 þú getur verið stolt af þeim um langa framtiö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.