Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Blaðsíða 19
-r-r.rv At MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988. Síðastliðinn laugardag var haldinn í Reykjavík stofn- fundur Amerísk-íslenska verslunarráðsins. Áður hef- ur verið stofnað íslensk- amerískt verslunarráð í Bandaríkjunum. Einnig var á laugardag haldin ráð- stefna á vegum þessara verslunarráða í samvinnu við Verslunarráð íslands um viðskipti íslands og Bandaríkjanna. Á fóstudagskvöld héldu Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og kona hans, Edda Guðmundsdótt- ir, hanastélsveislu fyrir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra tekur hér á móti Thor Thors, aðstoðarbanka- þátttakendur á ráðstefn- stjóra hjá Citibank í New York. unni. Ulfur Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Islensk-ameríska verslunarráðs- ins og viðskiptafulltrúi íslands í New York, og Ólafur Arnarson blaðamaður ræðast við. Fjölmenni við opnun listasafns Sigmjóns Ólafssonar Á þessari mynd má sjá Torfa Hjartarson, fyrrverandi ríkissátta- semjara, og öddu Báru Sigfúsdóttur veðurfræðing ræða saman. Fyrir aftan þau er Kristín Halldórsdóttir alþingismaður. Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ól- afssonar myndhöggvara, opnaði síð- astliðinn föstudag safn á Laugames- tanganum. Safnið er byggt á vinnu- stofu Sigurjóns heitins og er af öllu ljóst að stórhugur hefur búiö að baki og ekki verið kastað til höndum. Fjöldi gesta var viðstaddur opnun- ina og voru mörg verk listamannsins til sýnis en hann heföi orðið áttræður þennan dag. Er það mál manna að það sé hreint með ólíkindum hvemig Birgittu Spur hefur tekist að búa til glæsilegt safn úr vinnustofu manns síns, svo til upp á eigin spýtur. Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Olafssonar, sú sem á allan heiður af því að þetta safn er nú orðið að veruleika, ræðir hér við Ólaf Ragnar Grims- son fjármálaráðherra og konu hans, Guðrúnu Þorbergsdóttur, bæjarfulltrúa með meiru. Eins og sjá má var margt gesta við opnun Listasafns Sigurjóns Ólafssonar. 19- SvíðsljÓSn Ólyginn sagði... Pat Cash - tenniskappinn sykursæti frá Ástraliu - er orðinn tveggja barna faðir. Cash leitaði til Norð- urlanda eftir lífsfömnaut og fann norska stúlku, Anne-Britt Krist- iansen. í fyrra eignuðust þau son sem heitir Daniel og nú í sumar var það dóttir. Eiginlega átti Cash að vera að keppa í Davis Cup þegar fæðingin átti sér stað- en í huga hans var aldrei neinn vaíi á þvi hvaö hefði forgang. Svona eiga menn að vera. Glenn Close - sem lék kvendjöfulinn í Fatal Attraction - eignaðist barn í sum- ar. Hún var aö þvi spurð áður en bamiö fæddist hvaö það ætti að heita. Hún sagöist ekki vera búin að ákveða sig vegna þess að henni fyndist ekki rétt að velja nafn á manneskju sem hún hefði enn ekki hitt. Þetta finnst okkur bara nokkuð gott svar. Marlon Brando lenti illa í þvi í sumar. Þá var hann að vinna í mynd sem verið var aö taka upp í Zimbabwe. Vin- kona hans ætlaði þá að koma honum á óvart með því að birtast án þess að gera boð á undan sér, í þeirri trú að um fagnaðarfundi yröi aö ræða. Það fór ekki allt eftir áætlun. Hún fann hann Marlon sinn i örmum annarrar konu og myndavélin var ekki í gangi. Heldur mun sambandið hafa kólnað í kjölfar þessa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.