Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988. Lífestm Eiturefnið PCB Tífalt meira 1 innfluttum kræklingi Full ástæöa er til þess aö ætla aö innfluttur kræklingur innihaldi allt að tíu sinnum meira magn af eitur- efninu PCB en greindist í kræklinga- sýnum við Austfirði fyrir skömmu. í sýnum, teknum viö Austfiröi ný- lega, greindust 0,002 mg af PCB í hverju kílói af kræklingi. Leyfileg hættumörk í Svíþjóö og Finnlandi eru talin vera 2 mg í kílói. Talsvert er flutt til landsins af krækhngi sem er ræktaður við strendur Danmerk- ur. Á þeim slóöum er sjórinn talsvert mengaöri en íslendingar eiga aö venjast. Strangt eftirlit er haft með útflutningi en ætla má að PCB inni- hald í innfluttum kræklingi sé oft um 0,02 mg í kílói eöa tífalt það sem greindist í íslenskum sýnum. Að sögn Halldórs Runólfssonar, deildarstjóra hjá Hollustuvernd rík- isins, er full ástæða til þess aö gera víðtækari rannsóknir á útbreiöslu eiturefnisins PCB hér viö land. Slík- ar rannsóknir eru mjög kostnaðar- samar. Greining á hverju sýni getur kostað allt aö 60 þúsund krónum sænskum. Heildarrannsókn á út- breiðslu efnisins við strendur íslands yrði því ntjög dýr. PCB hefur fram að þessu einkum verið notað í rafmagnsiðnaði í spennubreyta og í kæliolíu. Verið er að kanna útbreiðslu þess í heiminum og virðist vera einhver grunnmeng- un af efninu mjög víða um heim. Efnið er krabbameinsvaldandi. Það berst eftir fæðukeðjunni í sjónum frá þörungum til fiska og safnast fyrir í þeim sem eru á enda keðjunnar, t.d. selum .og mönnum. Einnig er talið að það geti borist milli staða í lofti. -Pá Óhætt er að reikna með að innfluttur kræklingur í dósum innihaldi allt að tíu sinnum meira magn af eiturefninu PCB en greindist nýlega í íslenskum kræklingi við strendur Austfjarða. DV-mynd KAE Odýrt í október „Það er gifurleg samkeppni í mat- vöruverslun, það er enginn vafi á því,“ sagði Jón Sigurðsson, kaup- maður í Straumnesi, í samtah viö DV. „En gott og hlýlegt viðmót er sterkur grundvöllur fyrir hverfis- búðirnar til þess að keppa við stór- markaðina.“ Þessa dagana er í gangi sérstakt októbertilboð í versluninni Straum- nesi í Breiðholti. Á auglýsingablaði, sem verslunin hefur dreift í Breið- holti, er bent á verð á kartöflum sem kosta 69 kr. kg. Hálft kíló af Java kaffi kostar 158 krónur og 2 kg af strásykri kosta 62 krónur. Einnig er fólki gefinn kostur á 5% staðgreiðsluafslætti að auki gegn framvísun auglýsingaseðilsins sé verslað fyrir meira en 1000 krónur. -Pá Verðlagsstofnun kannaði 11. októ- ber verð á bílaþvotti hjá 12 þvotta- stöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Átta af stöövunum annast alhliða þrif, handþvott og bón að utan og hreinsun að innan. Fjórar stöðvar eru með vélþvott og -bónun að utan- verðu. Handþvottur og -bónun að utan og þrif að innan á litlum fólksbhum kostar frá 1.700-2.000 krónur. Þama munar 17,6% á hæsta og lægsta verði. Þessi þjónusta fyrir stóra fólksbha kostar frá 1.900-2.500 krónur. Mun- urinn er 31,6%. Sama hreinsun á htl- um jeppa kostar 1.900-2.600 sem er 36,8% munur. Vélþvottur er ódýrastur hjá KIöpp við Skúlagötu, 490 krónur. Dýrast er þetta hjá Bón- og þvottastöðinni, Sig- túni, en þar kostar það 675-790 krón- ur. Munurinn er 38-61%. Það er þvi ljóst að það getur borgað sig að gera samanburð á verði þess- arar þjónustu áður en hún er keypt en Verðlagsstofnun leggur ekkert mat á gæði þjónustunnar. -Pá Innflytjendur Verslunareigendur Til leigu í glæsilegum sýningarsal pláss (básar) á jólamarkaði er haldinn verður frá 20. nóv. til 20. des. Uppl. í símum 674290 og 46844. TILSÖLU EÐA LEIGU DUGGUVOGUR 13-15 Jarðhæð við Kænuvog, 340 fm stórt malbikað port, 2 innkeyrsludyr, þar af 130 fm með 6 metra lofthæð. Jarðhæð við Dugguvog, 230 fm innkeyrsludyr, vöru- lyfta á milli hæða, 2. hæð, 115 fm, hentar fyrir skrif- stofur eða íbúð. Upplýsingar í síma 688888. Krabbameinsrann- sóknir - ógnar umhverfið okkur? Að undanfómu hefur PCB meng- un valdið mönnum áhyggjum. Vit- að var um hættuna af -PCB fyrir nokkmm ámm og hvemig það kemst út í umhyerfiö. Má telja að PCB mengun á íslandi hafijafnvel veriö tímaspursmál frekar en hvort hún yrði eöa ekki. En það er önnur og meiri hætta sem vert væri að hta á í tæka tíð. Er vitað hvaða efni em í hafinu umhverfis okkur? Er vitað hvaða magn þarf af þeim th aö valda vem- legri eða minniháttar mengun af tilteknum efnasamböndum? Er vit- að (að einhveiju leyti) hvaöa efnum hefur veriö hent í hafiö, hvar og í hve miklu magni? Er vitað hvort og hver á að kanna þessi mál? í Bandaríkjunum er töluverð mengun á okkar mælikvarða. Má telja vist að við eigum langt í land með að ná því mengunarmarki. En hversu hættuleg er sú mengun sem þar er? Ekki eins hættuleg og talið var? í grein eftir Kristine Napier nær- ingarfræöing, sem birtist í banda- rÍ9ku næringarfræðiriti (American Council of Science & Health’s News and Views for nov/des 1987) er hart deht á eyðslu fjármagns til krabba- meinsrannsókna. Grein þessi hefur verið notuð af öðrum fagritum til að vekja umræður um þessi mál meöal sérfræöinga í Bandaríkjun- um. En tökum aöeins þátt í umræö- unni og hlustum á hvað Kristine hefur að segja um krabbamein og umhverfi. Kristinefær orðið Árið 1987 eyddi sarabandsstjóm Bandaríkjanna meira en 2,8 billjón- um dohara í forvamir. Þessum Öármunum hefur verið iha varið. Of miklu hefur veriö eytt í mis- skhda baráttu gegn umhverfisþátt- um, sem em minniháttar áhrifa- valdar á krabbamein. Alltof litlu var eytt í herferöir sem gátu skilað árangri. Umhverfisverndarstofimnin hef- ur eytt um 2,77 bihjónum $ af 4,88 bihjóna dollara íjárlögum til að berjast gegn umhverfismengun sem á að geta valdiö krabbameini. Helstu niöurstöður krabba- meinsrannsókna benda til þess að orsakaþættina sé að fnma í fæöi, veirtun, kynhegöan, áfengi og ekki síst reykingum. Mengunarefni í Neytendur umhverfi, þar með talin á vinnu- stöðum, eru talin valda færri en 8% dauösfalla vegna krabbameins. Eftir áratuga framþróun á skiln- ingi manna á sjúkdómsferli krabbameins fóru vísindamenn að benda fólki á það hversu lífsstíll þess gæti verið tengdur orsakaþátt- um krabbameins. Um 1950 voru vísindamenn óðum að falla frá þeim skoðunum að fólk fengi al- mennt krabbamein af krabba- meinsvaldandi ethum úr umhverf- inu. Á sama tima og faraldsfræöing- um var að takast að greina meginá- hættuþætti krabbameinssjúkdóma komu fram ákveönir áróðursmeist- arar og héldu uppi þeim kenning- um að við værum umkringd hafsjó af krabbameinsvaldandi iðnaðar- efnum og aö eina von okkar um björgun væri allsheijarstríð gegn efnasamböndum, sérstaklega iðn- aöarefnum. Það eru engin vísindaleg rök fyr- ir því að gera þá kröfu að um- hverfi okkar verði laust við öh efnasambönd. Þetta umhverfis-forvarnarstarf hreinlega svarar ekki kostnaði. Þaö er heldur engin vistfræðileg rétt- læting til fyrir þvi að hreinsa öh efhasambönd, sem eru af manna völdum, úr umhverfinu. Eyösla á almannafé til forvarna er í engu samhengi við þær niðurstööur sera liggja fyrir. Til umræðu í tímariti um þróun í efnaverk- fræði var þessari grein varpað fram sem umiæðugrundvelh um málið. Umhverfismengun er víða til umræðu eins og áður hefur ver- ið minnst á. Einnig hefur verið sýnd fræðslumynd í sjónvarpinu hérlendis um hauga af iðnaðarúr- gangi hér og þar um Bandaríkin. Vitað er að slíkir haugar eru einnig til í hafinu. Tahð er að þetta séu eins og tímasprengjur þegar um- búðimar fara að leka. Er þá ómögulegt að vita hvað efn- in gera ein og sér eða í samspili við önnur efni í náttúrunni? Hvað varðar ræðu Kristine þá lýsir hún ástandinu eins og það er í dag þegar talað er um að 8% dauðsfaha vegna krabbameins stafi af umhverfismengún. Við skulum bara vona aö það hækki ekki í framtíöinni þó margir telji að svo muni ófijákvæmilega fara. Þó að margt sé mjög umdeilt í ræðu hennar er þar margt athyglis- vert fyrir margra hluta sakir en leiöir ósjálfrátt hugann að ástand- inu hér heima og hversu blessunar- lega laus við erum við áhyggjur af þessu tagi (ennþá a.m.k.) þrátt fyrir þaö að ýmislegt mætti betur fara. Þó er rétt að vera stöðugt á varð-' bergi og því nauösynlegt að hugsa fram í tímann. Kristine Napier hefur stundað rannsóknir á hehsufari tengdu umhverfisþáttum og erfðafræði- legri eitureftiafræöi. Ólafur Sigurðsson matvælafræðingur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.