Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988. MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988. 21 íþróttir íþróttir Svo viröist sem yflrburöir PSV i Eindhoven séu ekki eins miklir í ár í hollensku knattspymunni og verið hefur undanfarin ár. PSV er nú með 17 stig eftir 10 leiki en FC Twente fylgir fast á eftir með 15 stig eftir 10 leiki. í þriöja sæti er Roda með 13 stig eftir 10 leiki. Þess má geta að Ajax er nú komið í 5. sæti með ll stig eftir 10 leiki. í síðustu um- ferðinni sigraði FC Twente liö RKC með sjö mörkum gegn engu. Fimm höfuðstökk h]á Hugo Sanchez Mexíkaninn Hugo Sanchez í liöi Real Madrid á Spáni hefur skor- aö 5 mörk það sem af er keppn- inni í 1. deildinni í spönsku knattspyrnunni. Hann fagnar ávallt marki með höfuðstökki og hefur því í fimmgang þurft að grípa til þess hingað til. Markahæstur er hins vegar Baltazar de Morais sem leikur með Atletico Madrid en hann hefur skorað 9 mörk. Julio Sa- linas hjá Barcelona og Ramon Vazquez hjá Sevilla hafa skorað 5 mörk. Edberg er alls ekki blankur Sænski tennisleik- arinn Stefan Ed- berg er ekki blank- maöur. ur maöur. Hann hefur á þessu ári unnið sér inn 45.2 miiljónir ísl. króna á tenn- ismótum og þá eru ótaldar allar þær tekjur sem hann hefur haft vegna auglýsinga. Annar á list- anum yfir tekjuhæstu tennis- leikara heimsins er annar Svíi, Mats Wilander, en hann hefur rakað saman 42,8 milljónum króna. í þriðja sæti er Vestur- Þjóöverjinn Boris Becker með 38.3 miHjónir króna. Það er þvi deginum ljósara að til mikils er að vinna í tennisíþróttinni og það getur gefið vel í aöra hönd að kunna að halda rétt á spöö- unum. Graf og Wllander best Mats Wilander og Steífi Graf eru bestu tennisleikaramir í heiminum í dag ef marka má nýútgefinn heimslista. Wiland- er er efstur í karlafiokki en í öðru sæti á listanum er Tékk- inn Ivan Lendl og Stefan Ed- berg er þriöji. Þess má geta að Svíar eiga nú þrjá menn á list- anum. í kvennaflokki er Steffi Graf vitanlega í efsta sætinu. Mart- ina Navratilova er í öðru sæti og Chris Evert er i þriðja sæti. Lawrenson hætti Welski landsliðs- maðurinn í knatt- spyrnu, Mark Law- renson, er hættur 1 JS s»i • t að stjóma raálum hjá 2. deildar- liði Oxford i ensku knattspyra- unni. Lawrenson hætti i kjölfar sölu Dean Saunders frá Oxford til Derby County. Kappinn fór á eina milljón punda og er það hæsta verö sem Derby .hefur greitt fyrir leikmann og jafn- framt hæsta upphæð sem Ox- ford hefur fengið fyrir leik- mann. Ætlaðl aö hætta en fór holu i höggi Kylfingurinn Ross McFarlane var mikið í sviðsljósmu á dög- unum á alþjóölegu golfinóti er- lendis. Ekki var búist við miklu af kappanum enda hafði honum gengið flest í óhag á síðustu mótum. SjáJfur hafði hann reyndar líst því yfir að hann hyggöist hætta vegna lélegrar frammistöðu. En á umræddu móti fór hann holu í höggi og mun því liklega halda eitthvaö áfi-am. „Nokkuð ákveðinn í að fara til Brann“ - Ólafur Þórðarson heldur aftur utan í næstu viku „Mér leist ágætlega á mig í Bergen og er nokkuð ákveðinn í að fara til Brann ef um semst. Ég lagði fram mínar kröfur og fer síðan utan á ný í næstu viku til frekari viðræðna,“ sagði Ólafur Þórðarson, landsliðs- maður í knattspyrnu frá Akranesi, í samtali við DV í gærkvöldi, en hann fór til Brann að lokinni keppnisfór íslenska landsliðsins á dögunum. Teitur, bróðir Ólafs, er þjálfari Brann og hefur mikinn hug á að fá hann til félagsins eins og komið hefur fram. „Ólafur myndi styrkja liðið mikið, okkur vantar sterkan leik- mann á hægri vænginn. Núna er líka rétti tíminn fyrir hann til að reyna sig erlendis, það yæri eðlileg þróun Ólafur Þórðarson. á hans ferli,“ sagði Teitur við DV í gærkvöldi. Teitur sagði að Brann stefndi að því að komast á toppinn í norsku knattspyrnunni á næsta keppnis- tímabili. „Einn þáttur í undirbún- ingnum fyrir það yrði að fá Ólaf og síðan þurfum við bæði varnarmann og sóknarmann til viðbótar ef vel á að vera. Ég vona í lengstu lög að Bjarni Sigurðsson taki þá ákvörðun að leika eitt ár enn með Brann, það yrði mjög erfitt að finna markvörð í hans stað ef hann færi heim til ís- lands. Hann hefur ekki tilkynnt okk- ur ákvörðun sína í þeim efnum,“ sagði Teitur. -VS Helgi Rafnsson hélt ívari algjöriega niðri - og Njarövíkingar unnu KR-inga örugglega, 91-81 Ægir Mar Kárason, DV, Suöumesjum; „Fyrri hálfleikur var mjög góður hjá okkur. Við náðum góðu forskoti sem þeir gátu ekki náð upp í síðari hálfleik. Eg er mjög ánægður nieð hvemig Helgi Rafnsson tók ívar Webster úr umferð en hann sást lítið sem ekkert í leiknum og skoraði ekki stig í fyrri hálfleik," sagði Kris Fad- ness, þjálfari Njarðvíkinga, í samtali við DV eftir aö lið hans hafði sigraði KR-inga, 91-81, í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Njarðvikingar unnu sinn sjöunda sigur í röð og eru með fullt hús stiga en leikurinn tafðist um 15 mínútur vegna þess að í ljós kom að annar körfuhringurinn var brotinn. Leik- urinn var í jafnvægi þar til á 14. mín- útu er staðan var 26-26. Þá fékk vara- mannabekkur KR dæmda á sig tæknivillu og það hafði slæm áhrif á leik liðsins sem náði sér ekki á strik eftir þetta í hálfleiknum. Þetta var vendipunktur leiksins. Á meðan náðu Njarðvíkingar upp góðri stemningu, skoruðu hverja körfuna á fætur annarri og staðan í hálfleik var 54-37 þeim í hag. í síðari hálfleik byrjuðu Njarðvík- ingar stórvel og voru komnir í 81-54 þegar sjö mínútur voru til leiksloka og þá stefndi allt í yfirburðasigur. Þá gripu KR-ingar til þess ráðs að spila sterka svæðisvöm og þaö gafst mjög vel en of skammt var til leiks- loka. Þeir gerðu 27 stig gegn 10 á þessum lokakafla. „Þeir náðu 27 stiga forskoti sem við gátum ekki unnið upp. Leikmenn mínir vora sínöldrandi í dómurum og ég get ekki sætt mig við það. Menn verða að hugsa um leikinn en þeir sem nöldra eru vitlausir!“ sagöi Las- zlo Nemeth, þjálfari KR. Bestir heimamanna voru Helgi, Hreiðar Hreiöarsson og ísak Tómas- son. Skástur í liði KR-inga var hins vegar Jóhannes Kristbjömsson. Stig Njarðvíkur: Helgi Rafnsson 17, Friðrik Rúnarsson 16, ísak Tómas- son 15, KristinnEinarsson 13, Friðrik Ragnarsson 12, Hreiðar Hreiðarsson 10, Teitur Örlygsson 8. Stig KR: Jóhannes Kristbjörnsson 24, Ölafur Guðmundsson 13, ívar Webster 11, Birgir Mikaelsson 10, Matthías Einarsson 10, Lárus Árna- son 7, Gauti Gunnarsson 4, Láras Valgarðsson 2. Gunnar Valgeirsson og Helgi Bragason dæmdu leikinn vel. Ojafnt í Seljaskóla - þegar ÍR-ingar unnu Þórsara, 90-60 Leikur IR-inga og Þórsara frá Ak- ureyri í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik í gærkvöldi veröur ekki skráður á spjöld sögunnar. Leikur liðanna var mjög ójafn og lyktaði með sigri ÍR-inga sem skoruöu 90 sig gegn að- eins 60 stigum norðanmanna. Staöan í leikhléi var 48-27, ÍR í vil að sjálf- sögðu. IR-ingar verða ekki dæmdir eftir frammistöðu sinni í gærkvöldi. Liöið hefur greinilega buröi til að ná langt í íslandsmótinu að þessu sinni en þó er greinilegt að sumir leikmenn liðs- ins mega laga leik sinn mikið. Hér er einkum og sér í lagi átt við bak- verðina Jón Öm Guðmundsson og Karl Guðlaugsson. Þeir þurfa að róa leik sinn til muna og leika af meiri yfirvegun. Alltof mikill flumbru- gangur einkenndi leik þessara manna í gærkvöldi. Björn Steffensen var yfirburðamaður í vörn og sókn. Björn er greinilega að öðlast meira sjálfstraust í sókninni en hann á að vera tuttugu stiga maður í leik hjá ÍR-liðinu. Þórsarar léku afleitan körfuknatt- leik og er ekki hægt að hæla einum einasta manni í liöinu. Alla leikstjórn og yfirvegun vantaöi, eins og raunar hjá ÍR-hðinu, og það kann ekki góðri lukku að stýra. Þá var sóknarleikur liðsins í molum. Þórsarar gætu velgt hðum undir uggum á Akureyi í vetur ■en frá útileikjunum fara þeir ekki með mörg stig í vetur. Stig ÍR: Björn Steffensen 20, Jón Örn Guðmundsson 17, Ragnar Torfa- son 15, Jóhannes Sveinsson 13, Karl Guðlaugsson 9, Pétur Hólmsteinsson 8, Bragi Reynisson 6 og Björn Leós- son 2. Stig Þórs: Konráð Óskarsson 18, Eiríkur Sigurðsson 14, Guðmundur Björnsson 12, Jóhann Sigurðsson 6, Björn Sveinsson 5 og Kristján Rafns- son 5. Leikinn dæmdu þeir Sigurður Val- geirsson og Kristinn Óskarsson. -SK Sigur en Irtil stemning - Tindastóíl vann ÍS auöveldlega, 86-65 ÞórhaHur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: Þótt Tindastóh fengi sín fyrstu stig á íslandsmótinu þegar Stúdentar komu í heimsókn í gærkvöldi vora áhorfendur í íþróttahúsinu á Sauðár- króki mjög hljóðlátir, miðað við síð- ustu heimaleiíd hðsins. Ástæðan var sú að hð ÍS reyndist hvorki fugl né fiskur miðað við önnur hð í deildinni og hefur því greinilega hrakað nokk- uð frá því það keppti við Tindastól um sigur í 1. deildinni í fyrra. Tindamir náðu strax 20 stiga for- ystu fyrir miðjan fyrri hálfleik. Þá var lykilmönnunum skipt út af og ÍS hélt í horfinu fram að hléi en þá var staðan 44-25. Munurinn jókst á ný og fór í 30 stig í síðari hálfleik en ÍS átti ágætan lokasprett og lokatölum- ar urðu 86-65. Eyjólfur Sverrisson var langbestur hjá Tindastóh en aörir vora ekki sérstakir að þessu sinni. Þorsteinn Guðmundsson og Páh Amar vora skástir Stúdenta. Stig Tindastóls: Eyjólfur Sverris- son 38, Valur Ingimundarson 27, Bjöm Sigtryggsson 10, Sverrir Sverr- isson 7, Haraldur Leifsson 4. Stig ÍS: Þorsteinn Guðmundsson 12, Páh Amar 10, Hafþór Óskarsson 8, Valdimar Guðlaugsson 7, Jón Júl- íusson 7, Bjarni Hjartarson 6, Sól- mundur Jónsson 5, Gísh Pálmason 4, Heimir Jónasson 4, Ágúst Jóhann- esson 2. • „Það yrði mjög erfitt að finna markvörð í stað Bjarna Sigurðssonar," segir Teitur Þórðarson, þjálfari Brann. Bjarni horfir hér á eftir boltanum aftur fyrir mark sitt í bikarúrslitaleiknum gegn Rosenborg um síðustu helgi en liðin skildu jöfn og mætast að nýju næsta sunnudag. Bjarni tilkynnir væntanlega ákvörðun sína um hvar hann leiki næsta keppnistímabil eftir þann leik. Símamynd/Scan-Foto/Olav Olsen ^ouiIaif hiálfa> oawiey pjanar sundlandsliðið timamót fyrir sundíþrótttoa, segir Guðmundur Ámason Sundsamband Islands hefur ákveöiö að ráöa Conrad Cawley frá Englandi sem landsliðsþjálfara. Cawley var einn af þeim fjölraörgu þjálfurum sem sóttu um stöðuna en hún var auglýst í nokkrum sundblöðum viös vegar um Evrópu og fékk góðar undirtektir svo ekki sé meira sagt. Yfir þijátíu sund- þjálfarar sóttu um stöðuna. Cawley er 35 ára að aldri og hefur allar þær gráður sem krafist er af þjálfara innan breska sundsam- bandsins. Að auki hefur hann mjög góð meðraæli frá þau stööum sem hann hefur þjálfað. Cawley er ráð- inn th starfans til fjögurra ára og jafnvel lengur. Þess má geta að Cawley er giftur íslenskri konu og eiga þau þrju böm. Conrad Cawley hefur annast þjálfun á höum í London og einn keppenda í breska landshöinu sem var á ólympíuleikunum í Seoul hefur veriö undir hans handleiðslu en það var Zara Long en hún keppti í 200 metra fjórsundi á leikunum. Starf Englendingsins hér á landi verður ekki eingöngu bundið við þjálfun landshðsins þvi hann raun einnig fara út í félögin á lands- byggöinni og aðstoða þau við ýraiss konar uppbyggingu. Þá raun nýi þjálfarinn sjá um námskeiðahald og miðla þannig þekkingu sinni til þjálfara hér á landi en Cawley hef- ur að baki um 15 ár í þjálfun. Ljóst er aö nýja þjálfarans bíða mörg verkefni og byrja verður upp- byggingarstarf frá grunni sérstak- lega hvað varðar landshðið á næstu árum. „Viö innan Sundsambands ís- lands htum á ráðningu Conrad Cawley sem tímamót fyrir sund- íþróttina á íslandi. Við teljum okk- ur hafa ráðið mjög færan þjálfara sem við treystum fullkomlega fyrir þeim verkefnura sem koma til með að bíða hans á næstu árum,“ sagði Guömundur Ámason, blaöafuh- trúi Sundsambands íslands, í sam- tali viö DV. -JKS • Jóhannes Stefánsson. Enn áföll hjá KR-ingum: Guðmundur og Jóhannes úr leik í bili - meiddust á nára í V-Þýskalandi Handknattleikslið KR-inga varð enn fyrir áfalli á æfingaferð sinni í V-Þýska- landi í dögunum en þá meiddust þeir Jóhannes Stefánsson og Guðmundur Al- bertsson mjög iha. Jóhannes, sem er línumaður, reif þræði í vöðvafestingum í nára en Guðmund- ur, sem er alhliða leikmaöur, teygði hins vegar hla á vöðvafestingum í náran- um. Má ætla að þeir félagar verði frá æfingum og keppni næstu'vikurnar. Gísli Felix Bjarnason markvörður meiddist einnig í þessari ferð, eins og DV sagði frá í gær. Hann ristarbrotnaði og yerður frá keppni í fimm vikur hið minnsta. Það er því ljóst að enginn þessara leikmanna mætir Fram í fyrsta leik vesturbæ- inga á íslandsmótinu næsta miðvikudag. Þá má geta þess að landsliösmaðurinn Alfreð Gíslason á við hnémeiðsl að stríða síðan í Seoul í sumar en haxm er þó í leikhæfu ástandi og stóð sig vel í æfingaferðinni. JÖG ' Guðmundur Albertsson. Blikar leika við Stavanger - í Digranesi á laugardaginn íslandsmótið í handknattleik hefst í næstu viku en fyrsti stórleikurinn í ár hérlendis verður á laugardaginn er Breiðabhk mætir norska hðinu Stavanger í Evrópukeppni bikar- hafa. Þetta er í annað skipti sem hð Breiðabliks leikur í Evrópukeppni. Lið Stavanger er tahð mjög sterkt um þessar mundir og með því leika fimm landshðsmenn. Fjórir þeirra eru norskir en jafnframt leikur danski landsliðsmaðurinn Flemming Jensen með hðinu. Þjálfari hðsins er Bjarne Jeppesen, fyrrum danskur landshðsmaður. Hann ættu íslenskir handknattleiksunnendur að þekkja því hann lék með danska meistara- höinu Kolding gegn Víkingi í Evr- ópukeppninni í fyrra. Leikur Breiða- bliks og Stavanger verður án efa skemmthegur. Hafa ber í huga að gengi íslenskra félagshða gegn norskum hðum hefur ekki verið í nokkru samræmi við gengi okkar landshðs gegn því norska. Maður í manns stað Þær breytingar hafa orðið á hði Breiðabliks frá í fyrra að bræðurnir Bjöm og Aðalsteinn Jónssynir era horfnir á braut. í staö þeirra hafa Blikar fengið þrjá snjalla leikmenn. Sveinn Bragason verður leikstjórn- andi hjá Blikum í vetur en hann hef- ur áður leikið í Noregi og meö FH. Þá hefur Haukur Magnússon úr Fylki komið th Bhka. Loks má geta þess að Pétur Ingi Arason hefur skipt yfir í UBK úr Njarðvík en hann var einn markahæsti leikmaður 2. deild- ar í fyrra. • Leikur Breiðabhks og Stavanger hefst klukkan 14.00 á laugardaginn og fer hann fram í Digranesi í Kópa- vogi. -SK • Björn Steffensen skoraöi 20 stig fyrir IR-inga gegn Þór í gærkvöldi. C-keppnin í handknattleik kvenna hefst í dag: íslensku stúlkumar mæta Gríkkjum í Dreux - raunhæfir möguleikar að komast áfram, segir Helga I dag rennur upp stóra stundin hjá stúlkunum 1 kvennalandshði íslands í handknattleik. Kl. 17.30 að íslensk- um tíma hefst leikur þeirra gegn Grikkjum í borginni Dreux í Frakkl- andi og þar með byijar C-heims- meistarakeppnin sem þær hafa búið sig undir af kostgæfni í marga mán- uði. íslenska hðið kom th Dreux í gær- kvöldi, beint frá Hohandi þar sem það tók þátt í sterku alþjóölegu móti um helgina og beið lægri hlut í öhum sínum leikjum eins og fram hefur komið. Það tapaði 12-22 fyrir Póh- andi, 16-22 fyrir Hohandi og 20-21 fyrir Ungveijalandi. „Það má segja að hðið hafi átt einn og hálfan slæman leik og einn og hálfan góðan. Stúlkurnar náðu sér aldrei á strik gegn Pólveijum og léku mjög hla í fyrri hálfleiknum gegn Hohendingum. í seinni hálfleik sner- ist það við og þær sphuöu ghmrandi vel, og náöu mjög góðum leik gegn Ungveijum - töpuðu með aðeins einu marki og voru eina hðið sem veitti þeim einhverja keppni í mótinu. Leikaðferð hðsins gekk upp en fram- an af mótinu var vandamálið það að dauðafærin voru ekki nýtt, stúlkurn- ar létu hvað eftir annað veija frá sér þegar þær voru einar gegn mark- verði,“ sagði Helga Magnúsdóttir, fararstjóri íslenska liðsins, í samtah við DV í gærkvöldi. „Við vitum að keppnin hér í Frakklandi veröur mjög erfið þar sem aðeins efsta hðið í hvorum riðh vinnur sér sæti í B-keppninni. En ef heppnin er með og hðið nær að sýna góða leiki er raunhæft að reikna með að sá draumur okkar geti orðið að vertheika. Um gríska hðið vitum við ekki mjög mikið en það dvelur héma á sama hóteh ð við og mér sýnist þetta vera mikið th sömu stúlkumar og unglingalandshðiö okkar sigraði með einu marki á ítahu sl. sumar,“ sagði Helga. Hún bætti því við að aðbúnaður hðsins í Dreux væri ekki sem bestur. Hótelið væri að vísu nýtt og hrein- legt en herbergin væru mjög htil og þröng, og það yrði erfitt að dvelja þarna í rúma viku. Annar leikur íslands verður gegn Spáni á fóstudag, síðan verður leikið við Frakka á sunnudag og Portúgal á mánudag. Loks verður leikið um sæti í keppninni á þriðjudag en þá mætast þau hö sem lenda í hhöstæð- um sætum í riðlunum tveimur. í hin- um riöhnum leika Svíþjóð, Hohand, ítaha, Sviss og Belgía. Sigurstrangle- gustu hðin í keppninni eru Svíþjóð og Frakkland og þeim er almennt spáð sigri í riðlunum og þar með sætiínæstuB-keppni. -VS • Guöriöur Guðjónsdóttir mun leika stórt hlutverk í islenska lands- liðinu í C-keppninni ef að likum læt- England: Enn eHA tap Tott- enham Tottenham mátti þola enn eitt tapið í 1. dehd ensku knattspymunnar í gærkvöldi. Southampton kom í hejmsókn á White Hart Lane í Lon- don og fór heim á suðurströndina með 2-1 sigur sem lyftir hðinu upp í fimmta sæti dehdarinnar. Totten- ham situr á botninum sem fyrr. Þá gerðu Luton og Arsenal jafn- tefli, 1-1, og þau úrsht þýða að Arse- nal er í þriðja sæti, er meö 14 stig eins og Coventry og Southampton, en fyrir ofan era Norwich með 19 stig og Mhlwah með 16. Ursht í 2. dehd urðu þessi: Birmingham-Stoke.........0-1 Cr.Palace-Oxford.........1-0 Huh-Chelsea..............3-0 Ipswich-Portsmouth.......0-1 Oldham-Boumemouth........2-0 Plymouth-Shrewsbury......0-0 Sunderland-Blackbum......2-0 Watford-Bamsley..........4-0 -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.