Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988. Útlönd Órói í ísrael Svona sér teiknarinn Lurie kosningabaráttuna i Israel. Sauveur Pironti sýnir vottorö um herþjónustu sína í gærkvöldi. Hann var kvaddur í herinn 1963 þegar Kennedy var myrtur. Eftir því sem fram kemur í breskum sjónvarps- þætti á hann að hafa verið einn af þremur frönskum leigumoröingjum sem myrtu Kennedy forseta. Sfmamynd Reuter Lucien Sarti, Frakki sem lést árið 1972. Hann á að hafa verið einn ieigumorðingjanna. Símamynd Reuter Christian David sem samkvæmt upplýsingum í breskum sjónvarps- þætti á að hafa verið beðinn um að myrða Kennedy Bandarikjaforseta. Símamynd Reuter Nú er aðeins tæp vika til kosninga í ísrael og enn er kosningabaráttan í jámum, ekki má á milli sjá hvor stjórnarflokkurinn er sigurstranglegri. í gær var órólegt á Gaza-svæðinu og ísraelskir hermenn skutu unglings- stúlku til bana og særðu fimmtán Palestínumenn, en mjög órólegt var á svæðinu í gær. Útgöngubann hert á Sri Lanka Mótmælendur eru hér fyrlr utan kvikmyndahúsiö sem hefttrúarmenn báru eld að siðastliðlnn laugardag. Mótmælendumir kröfðust tjáningar- frelsls og fordæmdu ikvelkjuna. Verið var að sýna mynd Martins Scorc- ese, Siðasta frelstlng Krlsts, þegar kveikt var I. Sfmamynd Reuter Lögregla í París handtók i gær fjömtíu öfgasinnaða hægrimenn fyrir að kveikja í kvikmyndahúsi sem var aö sýna hina umdeildu mynd Martins Scorcese, Siðasta freisting Krists. Þrettán manns meiddust þegar eldur braust út í kvikmyndahúsinu, sem er á vútstri bakka Signu, síðastliðið laugardagskvöld. Sumir eru enn í lífchættu. Reuter Lögreglumenn stöðva hér hjólreiðamann f Kólombó á Sri Lanka, meðan á útgöngubanni stóð i gær. Símamynd Reuter Yíirvöld á Sri Lanka hertu í gær útgöngubann á eyjunni og fjölguöu stöðum þar sem útgöngubann gildir. Gefin var út yfirlýsing um að þeir sem ekki viröa bannið eigi það á hættu að vera skotnir á feeri. Mikill órói hefur verið í landinu að undanfómu og hefur stjómin átt í höggi við marxíska skæruliða. TVeSr leiðtogar Albana reknir Tveir leiðtogar Albana í Kosovo vom reknir í gær að því er virðist í tilraun yfirvalda þar til að minnka spennu í samskiptum viö Serbíu. Herskáir Serbar vom hins vegar ekki ánægðir og kröföust þess aö skipt yröi um forystu í héraðinu. Héraösþingið rak í gær Abdula Hodza og Danilo Vasic af heilsufars- ástæðum og vegna nauðsynjar á þvi aö fá nýtt blóð. Þeir vom báöir hand- hafar forsetavalds í héraöinu. Sérfræðingar telja aö þetta geti dregið úr spennu um stundarsakir að minnsta kosti. Var Kennedy myrtur af frönskum leigumorðingjum? Valgerður A. Johaiinsdóttir, DV, Londorr Lee Harvey Oswald myrti ekki John F. Kennedy Bandaríkjaforseta heldur þrír franskir leigumoröingj- ar, leigðir til verksins af mafíósum í Bandaríkjunum. Tveir morðingj- anna em enn á lífi. Samsæri hátt- settra manna í bandarísku stjórn- kerfi kom í veg fyrir aö sannleikur- inn um morðið á Kennedy kæmi í ljós. Þetta var niðurstaða áhrifamikils sjónvarpsþáttar sem sýndur var á ITV stööinni í gærkvöldi. í þættinum komu fram ýmsar áður óbirtar sann- anir og einnig voru viðtöl við sjónar- votta sem aldrei hafa borið vitni áð- ur. Ennfremur var sýnt viðtal við franskan eiturlyfjasmyglara sem sagði það á allra vitorði í franska glæpaheiminum að Kennedy hefði verið myrtur af þremur leigumorð- ingjum úr Korsíkumafíunni á Frakklandi. í þættinum var sýnd mynd sem bandarísk kona tók sekúndubroti eftir að forsetinn var skotinn. Með nýjustu tækni við myndgreiningu má sjá útlínur tveggja manna og virðist annar klæddur einhvers kon- ar einkennisbúningi. Mennirnir voru á bílastæði hægra megin og framan viö bílalest forsetans. Sjónvarpsþátturinn var byggður á vinnu bandarísks rithöfundar sem unnið hefur linnulaust aö rannsókn málsins síðasthðin fjögur ár. Hann skýrði frá því að franskur glæpamað- ur, sem nú er í fangelsi fyrir morð á lögreglumanni, hefði lýst fyrir hon- um hvernig staðið hefði verið að morðinu. Þeim franska hafði verið boðinn samningur um að myrða for- setann en talið of hættulegt að taka að sér verkið. Hann þekkir hins veg- ar þá sem myrtu forsetann og hefur vitneskju sína frá þeim en neitar að bera vitni af ótta við hefndaraðgerð- ir, í ár eru tuttugu og fimm ár frá því að Kennedy var myrtur en allar göt- ur síðan hafa verið uppi efasemdir um að allt hafi verið sem sýndist í sambandi við morðið á forsetanum. Svokölluð Warrennefnd, sem rann- sakaði morðið, komst að þeirri nið- urstöðu að Lee Harvey Oswald væri morðinginn og að hann hefði verið einn að verki. Oswald var sagður hafa skotið þremur risaskotum; eitt skotiö hafi hitt ríkisstjórann, sem sat fyrir framan Kennedy í bílnum, ann- að forsetann í bakið og hið þriðja, banaskotiö, forsetann í hnakkann. Þetta þýddi að Oswald, sem sagður var léleg skytta, hefði skotið þremur riffilskotum á sjö sekúndum. Sér- fræöingar segja hins vegar að slíkt sé ekki einu sinni á færi snjöllustu byssumanna en Warrennefndin horfði fram hjá þessu, sem og fram- buröi fimmtíu sjónarvotta sem sögðu að skotið hefði komið hægra megin að framan við forsetann. Eftir opinbera krufningu var birt mynd af höíði forsetans sem sýndi pínulítið kúlugat í hnakka hans. Sannað þykir hins vegar að myndin hafi verið fölsuð og að átt hafi verið við lík forsetans áður en það var krufið. Læknar á Parklandsjúkra- húsinu í Dallas, sem önnuðust forset- ann eftir árásina, og einn þeirra sem annaðist krufninguna í Washington báru að skotið, sem drap Kennedy, hefði tætt í sundur höfuð hans og að sárið hefði komiö heim og saman við að hann hefði verið skotinn framan frá. í þættinum var einnig sýnt fram á tengsl milli Rugby, sem drap Oswald sólarhring eftir morðið á Kennedy, og bandarísku mafíunnar. í þættinum var skýrt frá því að sannanir hefðu verið lagðar fyrir bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir ári en að ekkert hefði verið að gert. Tveir franskir mafíósar, sem sagðir eru hafa myrt Bandaríkjafor- seta, lifa því enn góðu lífi í Marseille í Frakklandi. Kohl hittir Sovétþjóðverja í dag Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, ætlar í dag að hitta full- trúa þeirra Sovétmanna sem eru af þýsku bergi brotnir og hlusta á um- kvörtunarefni þeirra. Þetta er síðasti dagur heimsóknar Kohl tíl Sovétríkjanna og hann ætlar að halda fund í vestur-þýska sendi- ráðinu með fulltrúum þýska minni- hlutans í Sovétríkjunum, sem voru reknir frá heimilum sínum á Volgu- bökkum í seinni heimsstyrjöld vegna ásakana um aðstoð við nasista. Meöal þess sem búist er við að verði rætt á fundinum eru kröfur þeirra um að þeim varði aftur leyft að fara til heimkynna sinna á Volgubökkum, kröfur um trúarfrelsi og einnig um tilslökun á reglum um brottflutning þeirra frá Sovétríkjunum. Um það bil tvær milljónir Sovét- þjóðverja eru nú dreifðir um Sovét- ríkin. Þetta eru aíkomendur fólks sem settist að á bökkum Volgu fyrir tvö hundruð árum. Flutningur þessa fólks til Vestur- Þýskalands hefur aukist mjög að sögn Gennady Gerasimovs, tals- manni sovéska utanríkisráðuneytis- ins, í gær. Hann sagði að tuttugu og þrjú þúsund manns af þýskum upp- runa hefðu yfirgefið landið á þessu ári, samanborið viö samtals sjötíu og flögur þúsund á árunum 1964-84. Á mánudag hét Gorbatsjov Sovét- leiðtogi því að leysa vanda þessa fólks, en varaði Kohl við því að blanda sér í það mál. Reuter Helmut Kohl heilsar hér lerðamönn- um á Rauða torginu í Moskvu i gær. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.