Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988. Sviðsljós Ólyginn sagði... Emma Samms - sem leikur í Dynasty - er lítiö hrifin af músum. Um daginn, þegar hún var aö koma heim til sín, sá hún þrjár mýs á grasflöt- inni fyrir utan húsiö sitt. Þegar sambýlismaður hennar kom heim klukkustundu síöar fann hann sína heittelskuöu uppi í tré nær vitstola af hræðslu. Þrátt fyrir aö hann fullvissaði hana um að skepnurnar væru farnar tók það heilan hálftíma að fá hana til aö koma niður. Jane Wyman - sem leikur Angelu í Falcon Crest, auk þess að vera fyrrver- andi tilvonandi forsetafrú Banda- ríkjanna - lenti í dýrum hádegis- mat nýlega. Hún var í hádegis- verðarboði hjá vinkonu sinni þegar sú síðamefnda minntist á aö hún ætlaði að fara að selja húsið sitt. Jane ákvaö strax að kaupa húsið og lét umboðsmann- inn sinn fara í gang með að út- vega eitt hundrað milljónir í reiðufé. Það er sennilega alveg rétt sem Milton Friedman segir aö það er ekki til neitt sem heitir ókeypis hádegismatur. Ron Woods í Rolling Stones hefur nú haslað sér völl á nýju listasviði. Hann hefur tekiö til við að mála og hef- ur málaö myndir af frægu fólki úr tónlistariðnaðinum sem renna út eins og heitar lummur hjá gall- eríi einu í London. Hér eru þau samankomin ásamt Kristni Sigmundssyni, sem syngur djöfulinn i sýningunni nú, Guðmundur Guðjónsson, Svala Nielsen, Guðmundur Jóns- son og Þuríður Pálsdóttir. Þau sungu öll í uppfærslu Þjóðleikhússins árið 1965 þegar Ævintýri Hoffmanns var sett upp. Signý Sæmundsdóttir hefur tekið við hlutverki því sem Þuriður Pálsdóttir fór með á sjöunda áratugnum. Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri verksins, og Egill Ólafsson söngvari ræð- ast við. Gisli Alfreðsson heilsar hér Nikolai Dragan sem gerði leikmyndina i Ævin- týri Hoffmanns í Þjóðleikhúsinu. Glatt á hjalla í Þjóðleik- húsinu Þjóðleikhúsið frumsýndi á föstu- dagskvöld Ævintýri Hoffmanns í samvinnu við íslensku óperuna. Þetta er viðamesta sýning Þjóðleik- hússins til þessa dags og í henni taka þátt fimmtán einsöngvarar, sextíu manna kór, á fimmta tug hljóðfæra- leikara og sex listdansarar. Sem dæmi um umfang sýningarinnar má nefna aö um þrjú hundruð leikbún- ingar eru notaðir á sviðinu. Þaö er Þórhildur Þorleifsdóttir sem hefur leikstýrt þessu verki en leik- myndina geröi Nikolai Dragan frá Rúmeníu. Leikbúningahöfundur er Alexander Vassiliev frá Sovétríkjun- um. Hann hefur áöur starfað fyrir Þjóðleikhúsið en hann gerði búninga fyrir Villihunang Tsjékhovs fyrir tveimur árum. Frumsýningunni var tekiö mjög vel af áhorfendum og að sjálfsögðu var haldið hanastél í tilefni hennar. Magnús Jónsson söng Hoffmann í fyrri uppfærslu Þjóðleikhússins á verkinu en að þessu sinni er það Garðar Cortes sem fer með það hlutverk. Það var Guðmundur Jónsson sem lék djöfulinn í fyrri uppfærslunni. Nú er það Kristinn Sigmundsson sem tekur sig vel út í því gervi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.