Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988. Viðskipti______________________________________dv Kaupmannahöfn: TVeir íslendingar að leggja undir sig heim neonljósanna? - á leið með sölusamninga um víða veröld Ævintýrið hófst á íslandi. Þar kviknaði hugmyndin. En allar ís- lenskar peningastofnanir skelltu hurðum á hugmyndina sem átti að slá gamla, góða neonljósið út af markaðnum með nýrri gerö ljósa- skilta. Þorgeir Daníel Hjaltason, upp- hafsmaðurinn að ævintýrinu, sá þá ekki annan kost en að flytja út. Skömmu síðar kom Guðni Erlends- son til Uðs við hann. Svíþjóð varð Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 5-9 Lb.Úb,- Bb Sparireikningar 3jamán. uppsogn 9-10 Lb.Úb,- Sp 6mán. uppsögn 10-11 Vb.Ab,- Sp 12mán. uppsögn 11-13 Ab 18mán. uppsögn 17 lb Tékkareikningar, alm. 2-4 Ab Sértékkareikningar 5-10 Ab Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir nema Lb og Úb 6mán. uppsögn 4 Vb.Sb,- Ab Innlánmeðsérkjörum 11-20 Lb Innlángengistryggð Bandarikjadalir 7,25-8 Vb.Ab Sterlingspund 9,75-10,50 Vb.Ab Vestur-þýsk mörk 4-4,50 Vb.Sp,- Ab Danskarkrónur 7,50-8,50 Vb.Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 19-20,5 Sb.Sp Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 19,5-25 Vb Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(vfirdr.) 22-25 Lb.Sb Utlán verðtryggð . Skuldabréf 8-9,25 Vb Utlán til framleiðslu ísl. krónur 23-34 Lb SDR 9-9,75 Lb,Úb,- Sp Bandaríkjadalir 10,25-11 Úb.Sp Sterlingspund 12,75- 13,50 Úb.Sp Vestur-þýskmörk 7-7,50 Allir nema Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 33,6 2,8 á mán. MEÐALVEXTIR óverðtr. okt. 88 25,0 Verðtr. okt. 88 9,1 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala okt. 2264 stig Byggingavísitala okt. 398stig Byggingavísitala okt. 124,5stig Húsaleiguvísitala Engin hækkun 1. okt. Veröstoövun VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 3,285 Einingabréf 2 1,880 Einingabréf 3 2,128 Fjölþjóðabréf 1,268 Gengisbréf 1,557 Kjarabréf 3,333 Lífeyrisbréf 1.651 Markbréf 1,756 Skyndibréf 1,025 Sjóðsbréf 1 1,604 Sjóðsbréf 2 1,385 Sjóðsbréf 3 1,143 Tekjubréf 1,554 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 118 kr. Eimskip 346 kr. Flugleiðir 273 kr. Hampiöjan 130 kr. Iðnaðarbankinn 172 kr. Skagstrendingur hf. 160 kr. Verslunarbankinn 134 kr. Tollvörugeymslan hf. 100 kr. (1) Við kaup á viðskiptavlxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaupa viðskiptavixla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- Inn blrtast f DV á fimmtudögum. fyrst fyrir vahnu. Þaðan lá leiðin til Noregs og loks til Danmerkur. Nú eru þeir að komast á beinu brautina eftir að nýju skiltin, sem þeir kynntu snemma í vor, hafa verið seld á Norð- urlöndunum, Englandi og Þýska- landi. Síðast en ekki síst eru þeir fé- lagar orönir hluthafar í bandarísku fyrirtæki sem annast dreifmguna og framleiðsluna þar. Hugmyndin er íslensk og íslendingarnir Þorgeir Þorgeir Daniel Hjaltason, 34 ára, annar höfunda ævintýrisins um að neonskilti heimsborganna byggist á islenskri hugmynd í framtíðinni. Daníel Hjaltason og Guðni Erlends- son hafa einkaleyfi á henni. „Tæknin byggist á því að í stað neonljósa erum við með fiúrskilti sem búið er að fræsa í vörumerki eða stafi og það lýsist síðan skemmtilega upp með útfjólubláu ljósi. Ljósið er á bak við skiltið, inni í kassa,“ sagði Þorgeir Daníel Hjaltason er DV hafði samband við hann í gær til Kaup- mannahafnar þar sem þeir Guðni eru með fyrirtæki sitt, Visual Mar- keting. Fyrirtækið heitir Visual Mar- keting - framleiðslan Neox Visual Marketing hefur fengiö dá- góða umfjöllun í dönskum blöðum. Þar virðist það samdóma áht aö gamla neonljósið heyri brátt fortíð- inni til vegna íslensku hugmyndar- innar. Þeir Þorgeir Daníel og Guðni nefna framleiðslu sína Neox. Báöir eru þeir ungir að árum. Þor- geir Daníel er 34 ára og Guðni er 38 ára. Guðni er líklegast þekktastur á íslandi fyrir það að hafa stofnað matsölustaðinn Hornið í Hafnar- stræti. Þorgeir Daníel rak um tíma skíðadeild Fálkans, skíðaskálann í Skálafelli og þá rak hann fyrirtæki í Kópavogi sem hét Trölli og fram- leiddi Trölla-samlokur. „Við stofnuðum fyrirtæki á íslandi í kringum árið 1984. Við hugsuðum öðruvísi. Við hönnuðum tölvufræs- ara í Vestmannaeyjum í kringum hugmyndina. Þetta var dæmigert þróunarverkefni. Við reyndum að fá styrk en fengum engan. Ekki tókst heldur að fá lán í bönkum. Niður- staðan var einfóld. Þaö varð að halda til útlanda og reyna að framkvæma hugmyndina þar,“ segir Þorgeir Daníel. Svíinn kveikti á hugmyndinni Að sögn Þorgeirs kveikti Svíinn fljótt á hugmyndinni. „Þar fengust bæöi bankalán og þróunarlán. Síðan höfum við stöðugt verið að þróa og endurbæta hugmyndina. Við vorum í Noregi í tvö ár og stofnuðum fyrir- tækið Zign-light og fengum til liðs við okkur peningamenn. Farið var út í að markaðssetja þau skilti sem við bjuggum þá til. En svo gerðist það að upp kom ósætti á milli okkar og þeirra sem höfðu fjárfest í fyrirtæk- inu. Þeir byrjuðu eiginlega að éta okkur upp. Þá hættum við og í fyrra- vor fluttum við báðir til Danmerkur. Þar fengum við bankalán til að þróa þá hugmynd sem við höfðum fengið í Noregi en náðum ekki að koma í gegn í Zign-light fyrirtækinu. Það tók okkur 9 mánuði að koma með nýju línuna sem er sú sem ætlar að slá í gegn. Þetta var í mars síðastliðnum. Nýja línan felst í því að við erum með upplýsta stafi - við felum ljósið á bak við flúrplastið.“ Markaðssetning fyrirtækis þeirra félaga, Visual Marketing, er komin á fullt skrið. Þeir hafa selt skilti á Norðurlöndunum, Englandi, Belgíu og Bandaríkin eru að opnast. „Við höfum gert samning við Bandaríkjamenn. Stofnað var fyrir- tækið Right Light í Bandaríkjunum. Við eigum 40 prósent í því. Þetta fyr- irtæki hefur svokallað framleiðslu- leyfi í Bandaríkjunum en við hjá Visual Marketing fáum prósentur af allri sölu þar, auk hagnaöar sem Right Light kann að skila af sér.“ Risafyrirtækið Waist Manage- ment að koma inn í dæmið Að sögn Þorgeirs Daníels er verið að undirbúa stofnun heimsmarkaðs- fyrirtækis fyrir hugmyndina. „Það er bandaríska stórfyrirtækið Waist Management, sem er eitt af 500 stærstu fyrirtækjunum í Bandaríkj- unum meö um 2ja milljarða dollara veltu á ári, sem hyggst koma inn í dæmið. Fyrirhugað er að fyrrum markaðsstjóri IBM-fyrirtækisins verði í eldlínunni í þessu fyrirtæki. Markaöurinn, sem reyna á aö vinna, er ekki síst í Asíu.“ Á meðal stórfyrirtækja, sem pant- að hafa skilti samkvæmt Neox-lín- unni, eru Carlsberg og Tuborg í Dan- mörku, Telefunken í Þýskalandi, Ecco, Pepsi, Faxe, Baccardi og Ikea. Þá er fjöldinn allur af smáfyrirtækj- um að gera samninga um kaup á skiltum. Right Light fyrirtækið í Bandaríkj- unum hefur þegar kynnt skiltin fyrir Coca-Cola og Budweiser. Þar er verið að ræða um kaup á þúsundum skilta sem fari inn á alla McDonalds ham- borgarastaði. Enn hefur ekki veriö gengið frá samningum í þessum efn- um. Sviti og strit að baki „Síðustu ár hafa verið erfið hjá okkur. Það hefur kostað mikið fé að þróa og hanna Neox-hugmyndina. Við höfum barist við að greiða þenn- an kostnað til baka. En nú erum við loksins farnir að sjá fram á betri tíö og að erfiði síðustu ára skili ár- angri,“ segir Þorgeir Daníel Hjalta- son. -JGH Ver0bréfaþing Islands - kauptilboö vikunnar FSS = Fjárfestingarsjóður Slátur- félags Suðurlands, GL = Glitnir, IB = Iðnaðarbankinn, Lind = Fjár- mögnunarfyrirtækið Lind, SIS = Samband íslenskra samvinnufé- laga, SP = Spariskírteini ríkissjóðs Hæsta kaupverð Einkenni Kr. Vextir FSS1985/1 14440 104 GL1986/1 156 60 11.1 GL1986/291 11706 10.7 GL1986/292 105.84 10-6 IB1985/3 174.07 8.7 IB1986/1 15652 89 LB1986/1 122.21 9-1 LB1987/1 11931 89 LB1987/3 11171 90 LB1987/5 10711 89 LB1987/6 12609 10.0 LB:SIS85/2A 187-09 12.0 LB:SIS85/2B 16546 11.0 UN«1986/1 13848 11,1 LYSING1987/1 11228 114 SIS1985/1 24619 11.7 SIS1987/1 15590 11.0 SP1975/1 1240222 93 SP1975/2 929061 9.3 SP1976/1 8681 78 9.3 SP1976/2 6824-04 94 SP1977/1 617722 93 SP1977/2 505741 9.2 SP1978/1 4188-27 9-3 SP1978/2 3230.90 9.2 SP1979/1 2812-27 93 SP1979/2 2100.91 9-3 SP1980/1 189998 9-3 SP1981/1 1261.89 9-3 SP1981/2 905.13 9.3 SP1982/1 86813 9.3 SP1982/2 62966 9.2 SP1983/1 50438 9.3 SP1983/2 33845 9-3 SP1984/1 33395 94 SP1984/2 333-95 94 SP1984/3 32683 94 SP1984/S»« 30442 94 SP1985/1A 28957 94 SP1985/1 SO« 215-91 9.2 SP1985/2A 22397 93 SP1985/2SOK 19044 9.0 SP1986/1 A3A« 19960 93 SP1986/1 A4A« 20695 92 SP1986/1 A6A« 21271 87 SP1986/1« 16969 92 SP1986/2A4AR 17863 9.1 SP1986/2A6AR 180.93 8.6 SP1987/1 A2A« 161,07 93 SP1987/2A6AK 13356 84 SP1987/202AK 142.06 94 SP1988/1Ð2AK 126.70 91 SP1988/1 «3AR 12594 92 SP1988/203AK 10M6 90 SP1988/205AK 9965 84 SP1988/208AK 9778 7.8 Taflan sýnirverð pr. 100kr. nafn- verðs og hagstæðustu raunávöxt- un kaupenda í % á ári miðað við viðskipti 24.10.'88. Ekki er tekið tillittil þóknunar. Viðskipti á Veröbréfaþingi fara fram hjá eftirtöldum þingaðilum: Fjárfestingarfélagi Islands hf., Kaupþingi hf., Landsbanka Is- lands, Samvinnubanka Islands hf., Sparisjóði Hafnarfjarðar, Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis, Útvegsbanka Islands hf., Verðbréfamarkaði Iðnaðarbank- ans hf. og Verslunarbanka Islands hf. Munurinn á Neox og Neon. Ljósið er á bak við i Neox og lýsir upp merkið sem fræst hefur verið í flúrskilti. Hugmyndin er einföld og stafir miklu ná- kvæmari en í Neonskiltum þar sem stafirnir eru búnir til úr neonrörum. Framleiðslustjórinn, Guðni Erlendsson, til vinstri, og Bandaríkjamaðurinn sem stendur á bak við fyrirtækið Right-light í Bandaríkjunum sem hefur framleiðsluréttinn þar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.