Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988. 3 Ólafsfjörður: Eyja- sendu peninga Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: Vestmannaeyjabær hefur sent Ól- afsflrðingum ávísun aö upphæð 150 þúsund krónur vegna náttúruham- faranna sem urðu í Ólafsfirði í haust. í bréfi, sem fylgdi gjöfinni, segir m.a.: „Minnugir eigin reynslu af náttúru- hamfórum og þess stuðnings sem öll þjóðin veitti Vestmannaeyingum árið 1973 svo og aíleiðinga íjárhags- legrar og félagslegrar röskunar er meiri háttar vá og spjöll valda vill Vestmannaeyjabær stuðla að því, þó í litlu sé, að umhverfi og þjónusta Ólafsíjarðarbæjar megi færast sem næst til fyrra horfs.“ Bjarni Grímsson, bæjarstjóri á Ól- afsfirði, hefur fyrir hönd Ólafsfjarð- arbæjar sent þakkir til Vestmanna- eyinga fyrir þessar gjafir, svo og til annarra aðila sem tóku þátt í björg- unarstörfum. af hverju TARKETT er mest selda parketið hér á landi: Tarkett er með nýrri lakkáferð sem gerir það þrisvar sinnum endingar- betra en væri það með venjulegu lakki. Veitir helmingi betri endingu gegn rispum en venjulegt lakk. Gefur skýrari og fallegri áferð. Tarkett er auðvelt að leggja. Tarkett er gott í öllu viðhaldi. \ Verðið á Tarketti er hagstætt. Ef þú vilt gott parket veldu þá Tarkett. HARÐVIÐARVAL KRÓKHÁLSI4,110 RVÍK. SÍMI671010. „Fræðslustjóramálið“ endurvakið: Fær Sturla gömlu stöðuna aftur? Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég vil ekkert um það segja hvort ég fæ stöðuna aftur, það er ráðherra sem er að vinna í þessu máh en ekki ég,“ sagöi Sturla Kristjánsson, fyrr- verandi fræðslustjóri í Norðurlands- kjördæmi eystra, er hann var spurð- ur hvort hann væri á leiöinni aö taka við sínu gamla embætti aftur. Svavar Gestsson menntamálaráð- herra var staddur á Akureyri um helgina. í svæðisútvarpinu var látið að því liggja aö Svavar væri að und- irbúa að veita Sturlu stöðuna aftur en Svavar vildi ekkert annaö segja um það mál en að það myndi skýrast innan skamms. „Ég hef ekki skipt um skoðun varð- andi þetta mál, ég stend við allt sem ég hef sagt um málið enda skipti ég ekki um skoðun eins og föt,“ sagði Sturla. „Meira hef ég ekki um málið að segja. Ég er að sumra mati búinn að segja meira en nóg. Nú er kominn nýr ráðherra og hann er að vinna í þessu máli,“ bætti Sturla við. Ekki hefur náðst í Sigurð Hall- marsson, sem tók viö embætti fræðslustjóra í Noröurlandskjör- dæmi eystra af Sturlu, og á skrifstofu embættisins á Akureyri var sagt að hann yrði ekki við fyrr en eftir helgi. Fyrirspum um hundainnflutning: Mörg dæmi um mismunun - segir Ingi Bjöm Albertsson „Tilgangur minn með þessari fyrir- spurn er sá að vita hvort menn sitja við sama borð varðandi innflutning á hundum. Umræðan undanfarið bendir til mismunar eins og dæmið með unga piltinn í Frakklandi sann- ar. Þá hef ég í gegnum tíðina heyrt sögur af því að óréttlæti sé mikið í þessum málum. Því taldi ég rétt að fá svör frá ráðherra um þetta,“ sagði Ingi Björn Albertsson þingmaður sem hefur lagt fram á Alþingi fyrir- spurn til landbúnaðarráðherra um innflutning á hundum. í fyrirspurninni spyr þingmaður- inn að því hverjum hafi verið heimil- að að flytja hunda til landsins síðast- liðin 10 ár. Vfil Ingi Björn að í svar- inu komi fram nöfn þeirra sem flutt hafi inn hunda og hvaðan hundarnir hafi verið fiuttir. Um leið óskar hann eftir upplýsing- um um það hveijum hafi veriö synj- að um leyfin. Að lokum spyr hann að því hvenær komið verði á sóttkví til nota í þessu tilefni. Stórdæling úr Sundahöfn Siguijón J. Sigurðsson, DV, ísaftröi: Undanfarna daga hefur dýpkun- arprammi verið við dælingar í Sundahöfninni á ísafirði. Dælingar hófust 16. október síðasthðinn og áætlað er að verkið taki 6-8 vikur. Það gæti þó dregist eitthvað þar sem bilanir í tækjum skipsins hafa gert vart við sig aö undanförnu. Ætlunin er að dæla upp 35 þúsund rúmmetrum af efni og þegar þvi verki verður lokið ættu öll stærri flutningaskip að geta athafnað sig í hinni nýju höfn - framtíðaruppskip- unarhöfn ísfirðinga. Dýpkunarpramminn við dælingu í Sundahöfn á ísafirði. DV-mynd BB ísaflörður: Fiskvraosliifyrirtæki: Beðið um skýrslu um 10 verstu og 10 bestu fyrirtækin Á Alþingi hefur verð lögð fram beiöni um skýrslu þar sem komi fram staða og rekstur 10 verst stöddu og 10 best stöddu fisk- viimslufyrirtækjanna í landinu. Þrír þingmenn úr hverjum stjóm- arandstöðuflokki skrifa undir beiönina sem er send til forsætis- ráðherra. Það eru eftirfarandi þingmenn: Kristin Halldórsdóttir, Aðalheiður Bjamfreðsdóttir, Dan- friður Skarphéðinsdóttir, Guð- mundur H. Garðarsson, Hreggvið- ur Jónsson, Ingi Bjöm Albertsson, Kristinn Pétursson, Matthías Bjarnason og Málmfríöur Sigurð- ardóttir. Til aö fá skýrslu sem þessa þurfa 9 þingmenn að skrifa undir beiðnina. Það vekur athygh að í skýrslu- beiðninni er þess óskað aö nöfn og heimilisfong fýrirtækjanna komi ekki fram. Er það útskýrt með því aö tilgangur beiöninnar sé aðeins sá aö fyha út í þá brotakemidu mynd sem almenningur hefur af stöðu þessarar atvinnugreinar. Óskaö er eftir sundurgreindum upplýsingum um hvert fyrirtæki þannig aö það komi frara hver stærð vandans eða hagnaðarins er. Að sögn Kristínar Hahdórsdótt- ur, sem er fyrsti flutningsmaður, býst hún við aö svar fáist fljótlega enda eigi þessar upplýsingar að liggja fyrir að mestu leyti í ráðu- neytunum. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.