Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988. Fréttir Það eina sem getur bjargað Þorlákshöfii: Mýtl fyrirtæki úr Meitlinum og Gletfingi „Þaö er rétt að menn eru byijað- ir að skoða þetta dærni. Ég tel að þaö eina sem geti bjargað Þorláks- höfn í atvinnulegu tilliti sé aö stófna nýtt útgerðar- og fisk- vinnslulyrirtæki úr Glettingi hf. og Meitlinum hf. Með því að gera þetta yrði þama komið næststærsta fisk- vinnslujfyrirtæki landsins hvað varðar verðmæti framleiðslunn- ar,“ sagöi Björgvin Jónsson, for- stjóri Glettings hf„ í samtali við - segir Björgviii Jónsson, forstjóri Glettings hf. DV. Sem kunnugt er hefur öllu starfs- fólki Meitilsins verið sagt upp störfum og í raun er fyrirtækið gjaldþrota. Glettingur hf. stendur mun betur vegna þess að undanfar- in misseri hefúr fyrirtækiö haft þrjú frystiskip á dragnótarveiðum. Björgvin Jónsson segir að í flat- fiskvinnslu sé eini mögulegi vaxt- arbroddurinn f fiskvinnslu hér á landi um þessar mundir. Áriö 1987 varð verðmæti inn- vegins afla hjá Glettingi lif. 286,861 milljón krónur og var fyrirtækið þá í 7. sæti yfir landið hvað þetta varðar. Verðmætafraraleiðsla Meitilsins þetta sama ár var 205,314 milljónir króna og var fyrirtækiö í 16. sæti yfir landið. Þessar upplýs- ingar er aö fmna í ritinu Útvegur sem Fiskifélagið gefur út. Björgvin sagöi aö ef af samein- ingu Meitilsins og Glettings hf. yrði myndu þeir þrír frystibátar sem Glettingur hf. á verða þar undan- skildir og sú vinnsla sem er og verður aukin i framtíðinni í kring- um flatfiskvinnsluna. Nýja fyrir- tækið myndi taka viö allri sildar- og salífiskvinnslu beggjafyrirtækj- anna, sem og allri frystingu. Nýja fyrirtækið fengi afla togaranna og annan afla bátanna, sem Glettingur á nú, en flatfisk. Björgvin Jónsson taldi að til þess aö af þessari sameiningu gæti oröið yröu Sambandið og Olíufélagið aö afskrifa tugmilljóna króna skuldir Meitilsins og Glettingur myndi af- skrifa eitthvað af skuldum lika. „En það er alveg sama hvemig maður lítur á þessi mál, atvinnulífi Þorlákshafnar verður ekki bjargað úr þvi sem komið er nema með þessum hætti,“ sagði Björgvin. -S.dór Þyria fór 320 ferðir með steypu upp i Seljalandsdal. fsafiöröur: DV-mynd BB, Isafirði Hlutabréf til solu í Skagstrendingi hf. Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: Um 15% hlutafjár í Skagstrendingi hf. á Skagaströnd er nú til sölu á frjálsum markaði en ekki fást upp- lýsingar um hvaða eignaraöili eða aöilar eru að selja þessi bréf. Skagstrendingur er almennings- hlutafélag og eru margir íbúar hlut- hafar en Höfðahreppur er stærsti eignaraðilinn. Fyrirtækið gerir út einn rækjutogarann, Stakkanes, ís- fisktogarann Amar og frystitogar- ann Örvar. Skagstrendingur hf. hef- ur verið talið í hópi stöndugri fyrir- tækja í útgerð og rekstur þess gengið vel undanfarin ár. Sem fyrr sagði er um að ræða 15% hlutafjár fyrirtækisins sem nú er til sölu og samkvæmt heimildum DV er söluverð bréfanna um þriðjungur af innra virði. Hlutafé eftir jöfnun á síðasta aðalfundi er 62,4 milljónir króna og eigið fé 302,4 milljónir. Verðbréfasali, sem DV ræddi viö, sagðist telja mjög hagstætt aö kaupa hlutabréf í Skagstrendingi á því verði sem bréfin fást á í dag og taldi líklegt að verð þessara bréfa ætti eftir aö hækka mjög mikiö á næstu árum. Steypt með þyrlu Síguijón J. Sigurösson, DV, ísafiröi: Miklar framkvæmdir hafa veriö í Seljalandsdal, paradís skíöamanna á ísafirði, aö undanfómu. Unnið var að því að steypa sökkla undir vænt- anlega lyflu og var þaö verk unnið af skíðaáhugamönnum og þyrluþjón- ustu Albínu Thordarson. Að sögn Bjöms Helgasonar, íþrótta- og æskulýösfulltrúa Isafjarö- arkaupstaöar, fóru um 114 tonn af steypu 1 verkið. Þyrlan bar 350 kg í hverri ferð og þurfti því aö fara 320 ferðir með steypu upp að sökklunum og tók verkið þijá og hálfan dag. Það gekk mjög vel. Þyrlan var aöeins þrjár mínútur og 20 sekúndur upp að efstu sökklum og niður aftur. Nú er imniö að því að leggja rafmagn að lyftunni. Síðan verður rifið utan af sökklunum. Áætlað er að skíöalyftan komi til ísafjarðar í lok növember og það mun taka 7-10 daga að setja hana upp. Norðurland: SÁA stefnir að opnun meðferðarstofnunar Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: Fulltrúar frá nýstofnuðum Sam- tökum áhugafólks um áfengisvanda- máhö á Norðurlandi, SÁA-N, hafa kynnt bæjaryfirvöldum á Akureyri aödragandann aö stofnun samtak- anna og fyrirhugaða starfsemi þeirra sem beinist fyrst og fremst að því að koma á fót sem öflugustu forvamar- starfi og síðar meðferðarstofnun fyr- ir áfengissjúklinga á svæðinu. Stjórn samtakanna er nú aö und- irbúa að koma á fót ráðgjafarþjón- ustu (göngudeild) og leitaði af því til- efni eftir fjárstuðningi úr bæjarsjóði Akureyrar. Bæjarráð hefur síðan samþykkt aö veita samtökunum 150 þúsund króna styrk á þessu ári. Samkvæmt fréttum frá Alþingi þessa dagana hafa umræður á þeirri viröulegu samkomu snúist upp í allt annaö heldur en umræö- ur um það sem veriö er aö tala um. Nú snúast umræðumar um það hvort það sé þinginu samboöiö að ræöa þau mál sem þar em rædd. Er ástæða til aö gratúlera bæði þjóðinni og þinginu með þennan nýja siðferðisboðskap sem óneitan- lega er nokkrum öldum of seinn. Hingaö til hafa alþingismenn fjall- aö um innihald tillagna og frum- varpa og hafl á þeim skoöanir með rökum með og móti. En nú kveður við annan tón ef marka má þá ræðubúta sem borist hafa út á öld- um Ijósvakans. Stefán greyið Valgeirsson reið á vaðiö og flutti litla og heldur ómerkilega tillögu um að stöðva eigi byggingu ráöhússins í Tjöm- inni. Hann hafði ekki fyrr lokiö framsöguræðu sinni en hver ræöu- maðurinn á fætur öðrum reis upp til aö mótmæla því að þegsi tillaga væri flutt. Hún var ekki þinginu samboðin, sögðu þeir. Hún er ólýð- ræðisleg og óþingleg og voru ægi- lega reiöir út í Stefán fyrir aö leyfa sér þann dónaskap aö hafa skoöan- ir á málefnum Reykvíkinga. Maöur Siðgæðið í þinginu lagði við eyrun því ekki vill Dag- fari fyrir nokkum mun láta Reykjavík afsala sér sjálfsforræö- inu og Dagfari er sammála þvi aö afdalamaður á borð viö Stefán Val- geirsson hefur ekki nokkurn minnsta rétt til að hafa skoðanir á málefnum Reykvíkinga. Það er hreint ofstæki, sögðu þingmenn- imir, og Dagfari tekur undir það. Stefán má hafa skoðanir á málefn- um Kópaskere og Raufarhafnar en allt sem er fyrir sunnan Holta- vöröuheiöi, hvað þá ef þaö tilheyrir Reykjavík, er þessum manni al- görlega óviökomandi. Það er aöfor að þingræðinu og lýöræöinu, segja þingmennimir, og Dagfari tekur undir það. Ekki hafði þessi þingsályktunar- tillaga Stefáns fyrr verið fordæmd af guös útvöldum siðapostulum þingsins en Ámi Gunnarsson al- þingismaður sté í pontu og vildi láta banna og taka niöur konungs- merkið framan á Alþingishúsinu. Hann taldi merkiö ekki samboðið þinghúsi íslendinga. Þá stóð upp flokksbróöir Áma, Eiöur Guðna- son, og sagöi að tillaga Áma um merkið væri ekki samboðin þing- inu. Árni svaraði aö bragöi að svona málflutningur væri ekki samboðinn þinginu og var þá svo komið að hvorki merkið, tillagan né málflutningurinn, með henni og móti, var þinginu sæmandi. Dagfari er himinlifandi yfir þess- um umræðum. Af þeim má ráöa að það eru menn með réttar sið- gæðishugmyndir sem sestir eru á þing og vita upp á hár hvenær til- lögur em þinghæfar og hvenær ekki. Spuming er hvort það sam- rýmist yfirleitt þingræðinu að menn eins og Stefán Valgeirsson eða Ámi Gunnareson sitji á þingi, hvort þeir séu þinginu samboðnir. Nú er til aö mynda sestur inn á þing varamaður Alberts Guð- mundssonar, sem er Ásgeir Hann- es Eiríksson, pylsusali með meiru. Hann var einn þeirra sem taldi til- lögu Stefáns óþinglega og segist þó hafa verið á móti ráðhúsinu í þijá ættliði. Það var kominn tími til að rödd Ásgeire og allra hans ættliða heyrðist á þingi. Svona menn eiga erindi á þing sem geta talað fyrir hönd framliðinna ættingja sinna og era svo miklir varamenn að þeir setja ofan í við alvöraþing- mennina þegar þeir dirfast að hafa skoðanir á málum sem þeir eiga ekki að hafa skoðanir á. Aðalatriöið er þó að Alþingi sé sjálfu sér samboðið með því að vísa á bug tillögum sem ekki eru þing- inu samboðnar. Ef alþingismenn eru nægilega vandir að virðingu sinni og taka fyret afstöðu til þess hvort tillögur séu þeim sjálfum samboðnar er allt eins líklegt að þingið geti sparaö sér umræöur um fjöldamörg mál þar sem þingmenn eru aö hafa skoöanir á málum sem þeir eiga ekki að hafa skoðanir á. Þá væri hægt að gefa út leiðarvisi um þaö hvaöa mál menn eins og Stefán Valgeireson eða Árni Gunn- arsson megi tala um og stoppa þann máltilbúnað af áður en hann er kominn í þingskjölin. Af þessu sést að það er ekki sama hver sest inn á þing. Við verðum að vanda valið ef siðleysið á ekki aö fara úr böndum, þaö siöleysi að flytja tíllögm* um mál sem flutn- ingsmönnum kemur ekki við. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.