Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988. Sandkom Tuttugu og fimm árum síðar FrúVigdís FiruibogacióUir íorsctiogJón Baldvm Hanníbalsson utanríkisráö- herra voru bæðiáaðal- fnndiVarð- bergsumsíð- ustuhelgi. Varðbcrger, einsogkunn- ugt er Jélag áhugamanna um vest- ræna samvinnu. Þeim sem tU þekkja þótti undarlcgt aö sjá þau á fundi þessa áhugahóps - þegar það er rifjað upp að árið 1963 sátu þau annan fund. Sá flmdur var haldin af Samtökum hemámsandstæðinga. Þau Vigdís og Jón Baldvin voru ekki óbreyttir tund- armenn árið 1963 -frekar en nú. Fyrir tuttugu og flmm árum skiptu þau með sér verkum sem fundarrit- arar. Jón Baldvin var fundarritari fyrir hádegi og Vigdís Finnbogadóttir eftirhádegi. Handhafar forsetavalds mættu ekki Sáfáheyrði atburðurvarð erVigdísFinn- bogadóttirkora heimúrheim- sóknölKanada aðbandhafar forsetavalds mættuekkitil aðtakaáraóti forsetanumviö heimkomuna. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sat ríkisstjómarfund og komst ekki þess vegna. Bílstjóri Steingríms átti að sækja Guðrúnu Helgadóttur, forseta sameinaðs þings, og Magnús Thor- oddsen, forseta Hæstaréttar. BDstjór- inn svaf yfir sig ogþegar hann var ekki kominn tíl að sækja Guðrúnu Hélgadóttur samkvæmt fyrirhugaðri áætlun hringdi Guörún í bílstjórann. Hann var þá í fasta svefni. Umferðin tafði Bílsfjórinn rauktilogsótti Guörúnu.Þá varnæstafl sækjaforseta Hæstaréttar. Þauvoruorðin afltofseinogá leiðheimtil Magnúsar uröu ennfnckari tal'- ir Mikflum- ferðvarog seinkaði það feröinni all verulega. Þegar bíflinn renndi loks í hlað hjá Magnúsi var greinilegt að þau myndu aldrei ná á tilsettum tíma til Keflavík- ur. Þá var tekin sú ákvörðun að hætta við aö taka á móti forsetanura. Þetta mun vera einstakt í sögu lýðveldisins - það er aö handhafar forsetavalds taki ekki á móti þjóðhöfðingjanum er hann kemur úr opinberri embætt- isferð. FuKlnýta Seðla- bankahúsið Sútillagahef- urveriölögö framaönýta megi Seöla- bankahúsiö, allan sólar- hringinn, rétt einsogfisk- vinnsluhúsá g landinu. TUlag- aneráþáleið aðJóhannes ---- "t Nordaloghans samstarfsfólk fái að halda þeim tíma sem þau eru i húsinu - þaö er fhá níu til Qögur. Frá klukkan fjögur tíl ell- efu að kvöldi fái Davíð borgarstjóri aögang að húsinu - og þá verði Seðla- banakahúsið ráöhús. Eftirklukkan ellefu íái Ólafur Laufdal húsið leigt fyrir skemmtistað. Honum verði gert skylt að koma gestum sínum tíman- lega út svo þrífa megi áður en Jó- hannes og starfsfélagar raæta til vinnu. Umsjón: Sígurjón Egllsson Fréttir_______________________________________ Skattheimtan enn aukin í nýjum flárlögum: Ríkissjóður eykur hlut sinn um 5,2 milljarða - skattar ríkissjóðs ekki verið hærra hlutfall af landsframleiðslu síðan 1974 í frumvarpi að fjárlögum fyrir áriö 1989 er gert ráð fyrir að skattheimta aukist um 2,8 milljarða á næsta ári þrátt fyrir að tekjur ríkissjóðs af söluskatti muni minnka um 1 millj- arð. Nýir skattar og hærri álagning á aðra skattstofna en söluskatt nema því hátt á fjórða milljarð króna. Ekki hærri skattar síðan 1974 Með þessari hækkun á sköttum verður hlutdeild tekna ríkissjóðs af landsframleiðslu komin í um 28,1 prósent sem er um 1,8 prósent meira en í ár. Ef ríkissjóöur hefði ekki auk- ið hlutdeild sína heldur dregið saman seglin í takt við minnkandi lands- framleiðslu hefðu skattar á næsta ári orðið um 5,2 milljörðum minni en gert er ráð fyrir. Þessi fjárhæð gefur hugmynd um hversu sneið ríkisins af þjóðarkökunni er stærri á næsta ári en í ár. Aðrir verða að draga sam- an seghn sem þessu nemur til við- bótar við þann samdrátt sem minnk- andi landsframleiðsla leiðir af sér. Ef öðrum tekjum ríkissjóðs en sköttum er sleppt og skattheimtan ein er skoðuð kemur í ljós að hún verður á næsta ári um 26,8 prósent af landsframleiðslu. Það er hæsta hlutfall skattheimtu ríkissjóðs af landsframleiðslu síðan 1974 þegar hlutfallið var 27,3 prósent. Skattheimtan eykst um 2,8 milljarða Tekjur ríkisins aukast að raungildi um 2,8 milljarða á næsta ári, miöað við áætlun fjárlaganna um útkomu þessa árs eöa um 3,8 prósent. Mest hækka gjöld af innflutningi eða um rúmlega 1,7 milljarða. í þessari hækkun felst hækkun á vörugjaldi á ýmsar vörur og sérstök hækkun á bílainnflutning. Tekjuskattar einstakinga og fyrir- tækja hækka um 1,6 milijarða. Ríkis- stjórnin hefur enn ekki ákveðið hvernig sú hækkun verður fram- kvæmd; hvort álagningarprósentan verður hækkuð eða hvort bætt verð- ur viö nýju skattþrepi við 150 til 170 þúsund króna mánaðartekjur. Al- þýðuflokkurinn mun leggjast mjög hart gegn hugmyndunr um nýtt skattþrep. Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra sagðist telja að hækkun á tekjusköttum einstaklinga gæfi rík- issjóði um 500 milljónir í tekjur. Við það bætist að á þessu ári var tekju- skattur ekki staðgreiddur nema í ell- efu mánuði þar sem kerfið tók ekki gildi fyrr en um áramót. Tólfti mán- uðurinn á næsta ári ætti því að gefa ríkissjóði um 750 milljónir. Fyrirtækin bera 350 milljónir Samkvæmt þessu má gera ráð fyrir að tekjuskattur fyrirtækja muni hækka um 350 milljónir. Inn í þess- ari upphæð eru skattar á veðdeildir, fiárfestingariánasjóði og orkufyrir- tæki sem nú verða skattlögð eins og önnur fyrirtæki. Eignarskattur einstaklinga og fyr- irtækja mun hækka um 650 milljónir á næsta ári. Gert er ráð fyrir að sér- stakt skattþrep fyrir þá sem eiga 12 milljón króna skuldlausa eign eða meira gefi um 200 milljónir. Þá mun allur eignarskattur hækka úr 0,95 prósent af skuldlausri eign í 1 pró- sent. Mun meira tekið inn með beinum sköttum Gert er ráð fyrir að tekjur ríkis- sjóðs af ýmsum óbeinum sköttum muni hækka um 350 milijónir en hins vegar muni tekjur vegna söluskatts dragast saman um 1 milljarð. Tekju- tap ríkissjóðs af söluskattinum er í raun 1,5 milljaröar en skaðinn verð- ur að hluta til bættur með 500 milljón króna skatti á happdrættismiða hvers konar. Af hverjum miða þarf að greiða 12 prósent söluskatt. Vegna minnkandi tekna ríkissjóðs af söluskatti á þessu ári breytist hlut- failið á milh beinna og óbeinna skatta lítillega í flárlögum næsta árs. Beinir skattar stóðu undir 13 prósent af tekjum ríkisins samkvæmt fiáriög- um þessa árs. Á næsta ári munu þeir hins vegar verða um 18,1 pró- sent af tekjum ríkissjóðs. Það er eftir sem áður lægra hlutfall en í ná- grannalöndum okkar. -gse Olafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra heldur hér kampakátur á fjárlög- unum sínum fyrir næsta ár. Hann var þó ekkert að reyna að fegra afurðina og kallaði hana „sorgartióindin". DV-mynd GVA Lánsfláráætlun 1987: Erlend lán stefna nú í 140 milljarða í lánsfiáráætlun fyrir 1989 er gert ráð fyrir aö tekin verði ný erlend lán fyrir um 14,2 milljarði króna. Með þeirri lántöku má búast við að er- lendar skuldir þjóðarbúsins verði komnar í hátt í 140 milljarða á næsta ári. Það jafngildir um 51 prósenti af landsframleiðslu. Þaö tæki þjóðina því hálft árið að vinna fyrir skuldum sínum. Lánsfiáráætlun fyrir árið í ár gerði ráð fyrir erlendri lántöku.fyrir um 9,3 núlijarða. Horfur eru hins vegar á að erlendar lántökur verði um 18 milljarðar. í áaatíuninni ver gert ráð fyrir að hlutur hins opinbera yrði um 950 milljónir. Hið opinbera stefnir hins vegar í að taka um 3,8 milljöðrum meira eða um 4,7 milljarða í allt. Opinberum lánasjóðum voru áætlað- ir um 1,6 milljarðar í erlendar lántök- ur. Horfur eru á aö sjóðirnir taki tæplega helmingi meira að láni eða um 3,1 milljarð. í lánsfiáráætlun var gert ráð fyrir að atvinnufyrirtæki tækju um 6,7 milljarða að láni er- lendis. Reyndin varð önnur. Það stefnir í að fyrirtækin taki 3,5 mill- jörðum meira að láni eða 10,2 millj- arða í allt. í lánsfiáráætlun fyrir 1989 er gert ráð fyrir að opinberir aðilar taki um 1,5 milljarða að láni eriendis og opin- berir lánasjóðir um 4,4 milljaröa. Gert er ráð fyrir að fyrirtækin taki að láni um 8,3 milljarða. Með þessari lántöku stefnir allt í að erlendar skuldir þjóðarbúsins verði á næsta ári um 140 milljarðar. En eins og lánsfiáráætlun fyrir árið í ár skeikaði um helming má allt eins búast við að lánsfiáráætlun fyrir næsta ár fari úr böndunum. Ef svo verður ekki er það í raun undantekn- ing því það er nánast regla að láns- fiáráætlanir reynist fiarri raunveru- leikanum. Ný lán atvinnufyrirtækja í áætluninni eru nánast spá þar sem ríkið hefur takmarkaða getu til aö hindra lántöku fyrirtækjanna. En það sem hefur fyrst og fremst farið úrskeiðis á umliðnum árum eru lán- tökur opinberra aðila og sjóða. -gse Þjóðhagsáætlim: Flestallt á niðurleið nema viðskiptahallinn - gert ráð fyrir 6,25 prósent lækkun ráðstöfunartekna í þjóðhagsáætlun, sem forsætis- ráðherra lagði fram í gær, er gert ráð fyrir um 12,4 milljarða viöskiptahalla á næsta ári. Eins og í ár jafngildir það um 4,5 prósentum af landsfram- leiðslu. Viðskiptahaihnn er ásamt sam- neyslunni einu tölur þjóðhagsáætl- unar sem ekki stefna niður á við. Gert er ráð fyrir að aflaverðmæti dragist saman um 4,5 prósent. Þar veldur mestu að spáð er að þorskafli minnki úr 360 þúsund tonnum í 340 þúsund tonn og loðnuaflinn verði 800 þúsund tonn í stað 1 milljónar tonna í ár. Útflutningsverðmæti sjávar- afurða mun af þessum sökum minnka um 3 prósent eða 1,5 millj- arða króna. Annar útflutningur mun lítillega hækka en eftir sem áður mun vöruútflutningur landsmanna dragast saman um 2,3 prósent. Þegar tiflit hefur verið tekið til aukins út- flutnings á þjónustu mun allur út- flutningur dragast saman um 1,1 pró- sent eða um einn milljarð. í þjóðhagsáætlun er því spáö að innflutningur muni dragast enn meira saman eða um 3,8 prósent. Þaö jafngildir um 3,7 milljörðum. Vextir af erlendum lánum verða hins vegar um 10 milljarðar á næsta ári sem er 2 mifljörðum meira en í ár. Við- skiptahallinn verður því eftir sem áður 4,5 prósent af landsframleiðslu eða 12,4 milljarðar. Ástæðan fyrir því að spáð er minnkandi innflutningi er sú að gert er ráð fyrir að ráðstöfunartekjur á mann minnki á næsta ári um 6,25 prósent frá í ár. Þetta leiðir til um 3,5 prósenta minni einkaneyslu. Þaö jafngildir að hún dragist saman um 6,2 milljarða. Samneyslan mun hins vegar auk- ast um 0,5 prósent samkvæmt áætl- uninni eða um 250 milljónir króna. í þjóðhagsáætlun er gert ráð fyrir að fiárfesting muni dragast saman um 3,2 prósent á næsta ári eða um 1.5 milljarða. Gert er ráð fyrir að at- vinnuvegirmr fiárfesti um 4 prósent- um minna, hið opinbera dragi saman seglin um 3,9 prósent og að íbúöar- byggingar verði svipaðar og í ár. Meö þessum samdrætti í einka- neyslu og fiárfestingu er gert ráð fyr- ir að þjóðarútgjöld dragist saman um 2.6 prósent. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.